Vísir - 10.09.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 10.09.1928, Blaðsíða 3
VISIR ÍJSCOOöOÍÍÖOÍSWWíííSíSíXÍÍÍÍÍWÖÖOttíXg o o o X s; s; x X ö o o s; «»r s Allir „8pecials“-menn eru ánægöir. Farið aö eins og þeir og biðjið | um — „tuttugu og * fjórar hæfilega stórar“. § $ s;xs;so;s;so;s;s;s;s;« 12,7 sek-). Björgvin (13) og Jón (13,1). Síðast var þreytt glíma, og tók l'orgeir ekki þátt í henni, en bræöur hans sigruðu þar og hlutu þessa vinninga: Jón (3), Björgvin (2) og Agúst (1 vinning). Knattspyrnumót 2. flokks. Kappleikarnir i gær fóru svo, aS Valur sigraöi Fram meö 6 mörk- um gegn o, og Víkingur sigraði ÍJjálfa meö 1 gegn o. — Næst verður kept annað kveld kl. 6.' Keppa þá K. R. og Fram. G.s. íslaud er væntanlegt frá Norðurlandi ki. 4 í dag. 75 ára er í dag Ivatrin Þóroddsdóttir, Bergstaðastræti 33 B. Gunnar Einarsson, fyrrum kaupmaöur, er 75 ára á morgu'n. Karlakór Reykjavíkur heldur aðalfund á morgun á ílótel Heklu kl. 8)4 síðd. Landhelgisbrot. Yorick, botnvörpungur frá Hull, var sektaður á Seyðisfirði í fyrradag um 12500 kr. og afli og veiðarfæri gerð upptæk. Óðinn hafðí tekið skipið að veiðum í landhelgi. Lula Mysz-Gmeiner heíir siðustu hljómleika á morg- un kl. 7)4 í Ganila Bio, Esja kom í gærkveldi úr hringferð r.orðan og vestan um land. Kjörður kom af veiðum i morgun. lðnir oy iínfélflg. Úl af grein sem birtist i Vísi 6. sept. s.l. og lcallast „Múr- slétlume»n“, langar mig til að biðja mn rúm fvrir það, sem hér fer á eftir: Höf. fyrnefndrar greinar tel- ur það mjög skaðvænlegt, að ekki skuli liver sem er, fá að múrslétta bús, Segir Jiann að það sé þó lítill vandi og að hver sæmilega laginn og vandvirkur maður, sem hefir séð það gert nokkrum sinnum, muni geta leyst það verk af liendi svo fullnægjandi sé. Þetta er áreið- anlega staðhæfing út 1 loftið, sem ein væri næg til þess að sýna hve lítið maðurinn þekkir til þess, sem liann skrifar um. Að múrslétta svo að í lagi sé er miklu meiri vandi en marg- ur hyggur, sem aðeins liefir séð það gert, en aldrei borið það við. En þetta er ckki liið eina í greininni, sem sýnir van- þekkingu höfundarins í þessum efnum. Hann talar um „Stein- smiðafélag“ og „steinsmiði“, i samhandi við múrsléttun, og heldur bersýnilega, að verk þetta sé unnið af steinsmiðum. Til leiðbeiningar fyrir liöf. áð- ur en hann skrifar næst um þetta efni skal hoiium sagt, að steinsmiðir eru þeir menn kall- aðir, sem kljúfa, setja og liöggva grjót, sem tekið er úr jörðu og munu fæstir þeirra, sem hafa það að atvinnu, kunna að múrslétta veggi, loft, gólf eða þess liúttar, enda til- heyrir það ekki iðn þeirra. Steinsmiðafélag er nú ekki lengur lil í þessum bæ; var lagt niður fyrir nokkrum árum, svo að ]iað geta ekki verið meðlim- ir þess félags sem eru þvi til trafala að hús þau, er i smið- um eru, verði fullgerð. „Steinsmiðafélagið“, sem höf. svo nefnir, mun eiga að vera Múrarafélag Reykjavíkur. Félag þetta veitir viðtöku sem með- limum aðeins þeim mönnum, sem fullmuna eru í múrara- iðn; hvort þeir eru steinsmiðir skiftir en£u máli, og veitir þcim engin réttindi sem múrurum. Að sjálfsögðu hefir múrarafé- lagið tekið upp þá stefnu að varna því, að „fuskarar“ vinni í iðn þeirra enda er það í fullu samræmi við ákvæði þau, er bygginganefnd bæjarins liefir selt um húsagerð í bæmim, því að sjálfsögðu er þess krafish að löggillir menn sjái um bygg- ingarnar, til þcss að tryggja það, að verkið sé af hendi leyst eins og hyggíngasamþvktin Engin dósamjólk sem flutt ep til lands ins er fitumeiri en [ÍKWEETtNED STERIUZEO; "FROM ;f.«7ENTS mælir fyrir um. Múrarafélag- inu liefir tekist betur en sum- um öðrum iðnfélögum að verja iðn sína fyrir kunnáttulausum aðskotadýrum, og er i því fyr- irmynd þeirra iðnfélaga sem að vísu leitast við liið sama, en eru enn skemra á veg komin í því efni. En það má greinar- liöf. vita, að hin önnur iðnfé- lög, sem hér starfa, liafa fullan liug á því að vernda meðlimi sina og atvinnu þeirra gegn árásum aðskotadýra, og það mun ekki liða á löngu áður slíkir menn komist livergi að til þess að spilla atvinnu þeirra sem kostað liafa bæði tírna og fé til þess að læra iðn sína til fulls. Ekki hirði eg að ræða Lenin- isma við „Ketil“, enda geri eg fastlega ráð fyrir að þekking lians á þeirri fræðigrein sé ekki meiri en á skilgreiningu stein- smiða og múrara. Trésmiðnr. Biöstöðvar. —o— Það mun vera gert af greiðasemi, að bifreiðastöðvarnar hér i bænum láta bifreiðirnar koma heim til fólks og taka það þar í leið út úr bænum í áætlunarferðum. En þetta er mjög hæpinn greiði. Fjöldinn - allur af íólki kemur á bifreiðastöðina og sest þar í vagninn. Alt það fólk, sem á þann hátt heíir sparað stöðv- unum fyrirhöfn, tíma og kostnað við að láta sækja sig heim, fær það í laun fyrir greiðann, að verða að „ílækjast“ í vögnunum hingað og þangað út um bæ til þess að tina saman hirðulausa íarþega, og oft að biða eftir þeim. Þð er því óhætt að segja, að gremja þeirra farþega, sem fyrst koma í bifreiðirnar, er áreiðanlega meiri en þakklæti hinna, sem láta sækja sig heim. Nú má að visu segja, að ankana- legt sé af farþega innarlega í bæ, segjum á Barónsstig, sem ætlar til Iiafnarfjarðar, að hann hyrji ferðalag sitt á því að rölta fótgang- andi niður í miðbæ til þess að ná þar í bifreið, sem í leiðinni ekur svo fram hjá húsi -hans skömmu á eftir. Já, þetta er hverju orði sann- ara, en sá hinn sami farþegi hefir þó engn rétt á því að gera sam- ferðafólki sínu óþægindi með bið, eða með því að láta bifreiðjna taka krók á sig, sem að vísu kernur ekki til greina í þessu tilfelli, en annars er daglegt brauð, eins og Jiegar smala þarf saman farþegum í af- skektum götum, langt frá hinni reglulegu leið. Til þess að ráða bót á þessu eru tvö ráð. Hið fyrra er það, að slá af fargjaldi þeirra, sem ekki láta sækja sig, og hækka að sama skapi fargjöld hinna, sem láta sækja sig heim. Það er þá orðið fólki í vil, að koma á bifreiðastöðina og þar með greiða fyrir ferðinni, eða að minsta kosti að tefja ekki fyrir samferöafójkinu. — Hitt ráðið er að setja upp viðkomustaði á einum tveimur eða þremur stöðum í aust- urbænum, helst á Laugavegi, og taka þar fólk, sem vill komast með inn eða austur úr bænum. Tímatöf við að taka íarþega á slikum stöð- um, rétt í leiðinni, þyrfti ekki að verða nema hverfandi, og myndi þeir, sem fyrir væri i bifreiðinni, ekkert hafa út á það að setja. .Kostnaður við slíka viðkomu- staði mundi verða hverfandi. Að vísu yrði að hafa húsaskjól fyrir þá, sem þar biði. Það yrði að vera upphitað, og þar yrði að vera simi. Auðvitað kæmi ekki til tals að sækja farþega annað, ef svona við- komustaðir yrði reistir. Það væri einnig til mikilla þæg- inda, eí settar yrði upp bifreiða- stöðvar utanbæjar, þar sem'umferð er mikil. Segjum t. d. á .veginum milli Reykjavíkur og Hafnarfjarð- ar. í Kópavogi er iðulega fólk, sem fá vill sæti hingað, eða til Hafnar- fjarðar, og á \rífisstaðaveginum bíða árlega menn í þúsundatali eftir fari. Verða þeir að híma þar eins og húðarjálkar, hvernig sem veður er, þangað til þeir eru hirtir. Þar ætti að vera bifreiðastöð með síma, a. m. k. til Hafnarfjarðar, sem bif- reiðastöðvar kostuðu, en til afnota ókeypis fyrir vegfarendur, sem á fari þurfa að halda. ' Eflaust er eins ástatt viðar, og væri gott að þessi uppástunga væri athuguð. Vegfarandi. frá UeMlenðvis. ■—o— Heimferðarmálið. Deilununi um það mál linn- ir enn ekki í vestanblöðunum. í Lögbergi 9. ág. er ritsljórnar- grein, sem er svar við grein eftir J. J. Bíldfell, formann heimferðarnefndar Þjóðrækn- isfélagsins, áður birtri í Lög- bergi, svar til .T. T. Thorson sambandsþingmanns, eftir Sveinbjörn Jolinson lagapró- fessor og grein sem lieitir „Sjáið »öfnin“, eftir Hjálmar A. Bergmann lögfræðing. Nýkomið: Tetrarkápuefni falieg og ódýr 1 niiklu úrvali. Með næstu skipum koma Vetrarkápurnar nýjasta tíska. Verslun Ámunda Árnasonar. Vetrarfrakkarnir eru komnir. Fallegt efnl. Fallegtsnið. Kangið gflða vnru við sanngjernu verði. Manchester. Laugayeg 40. Sitni 894 KXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX Stórt úrval af atlskonar ^ Fataefnmn nýkomið. Verðið lágt. Enn- fremur manchettskyrtur, enskar húfur, flibbar, háls- bindi 0. m. fl. Komið sem fyrst. G. B. Vikar. |5 Sími 658. Laugaveg 21. MXXXXXXXXXXX X X X XXXXXXXX)Q( William J. Peden heilir íþróttakappi í Vancouv- er, B. C„ Canada. Er liann kallaður „Torchy“. Hann er 22 ára að aldri, 6 fet og 3 þuml. og vegur full 200 pund. Hann liefir getið sér orð sem knatt- spyrnu-, sund- og hjólreiða- maður. Tók hann þátt í Olympisku leikunum. Faðír þessa pilts er skoskur, en móð- ir íslensk, Sigríður, dóttir Jó- lianns heitins Breiðfjörð, sem siðast var í Victoria, B. C., en kom frá íslandi til Manitoba 1876.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.