Vísir - 13.09.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 13.09.1928, Blaðsíða 2
MlflSÍÍHflM 1 ©L Höfum til: Gaddavír: .Gauchada stálvír, 525 m. kefli. Járnvír nr. 14, 320 m. — do. — 12l/2, 180 m. — Járngirðingastólpa, 6 feta. Vírkengi. Vípnet 68 og 92 cm. há. Einiaig alifuglanet. Fyjpipliggandi: Jaroarberja og hindbegasultutau, svissn.ost- ar „Gxand St. Bernhard" í 227 gr. öskjum, — kartöfluuvjöl. hrísmjöl og hrísgrjón. — A, Obenhaupt Símskeyti Khöfn, 12. sept. FB. Briand reynir að draga úr áhrifum ræðu sinnar. Frá Genf er símað: Briand kallaði blaðamenn á fund sinn í gær og reyndi að draga úr áhrifum ræðu sinnar. Kveðst hann ekki efast um friðarvilja núverandi stjórnar pýskalands, en hins vegar væri hugsanlegt, að skoðanir þýsku þjóðarinnar breyttust frá þvi sem nú er, og stjórn, sem hefði aðrar og ólík- ar skoðanir um friðarmálin, kæmist til valda. Kvaðst hann hafa bent á þennan möguleika til þess að sýna, að afvopnun- armálin væri flóknari en Her- mann Múller hefði haldið, þeg- ar hann benti til afvopnunar pjóðverja og krafðist almennr- ar afvopnunar. Kvaðst Briand reiðubúinn til þess að vinna áfram i anda Locarnostefnunn- ar. i Heimköllun setuliðsins. Fulltrúar pýskalands, Frakk- lands, Bretlands, Belg'íu, Italíu og Japans komu saman á sam- eiginlegan fund i gær, til þess að ræða ýms atriði í sambandi við heimköllun setuliðs Banda- manna úr Rínarbygðum. Búast menn við að það muni taka langan tíma að komast að samn- ingum um heimköllunina. Myndaútvarp. Frá London er símað: Breska útvarpsfélagið hefir ákveðið að byrja í októbermánuði daglegt myndaútvarp frá Daventry- loftskeytastöðinni. Khöfn, 13. sept. FB. Frakkar ,taka ræðu Briands vel. Frakknesk blöð, að undan- teknum blöðum jafnaðarmanna og kommúnista, hafa látið í ljós ánægju yfir ræðu þeirri, sem Briand hélt i Genf og pjóðverj- um mislíkaði svo mjög. Segja frakknesku blöðin, að Briand hafi verið tilneyddur að halda þessa ræðu, til þess að draga úr alt of miklum þýskum vonum viðvíkjandi heimsendingu setu- liðs Bandamanna í Rinarbygð- um. Samningatilraun á milli Frakka og pjóðverja i þvi máli geti nú haldið áfram á heilbrigð- ari grundvelli. Ætla frakknesku blöðin loks, að þýsk-frakknesku sáttastefnunni sé engin hætta búin af ræðunni. Frá Balkan. Frá Sofia er símað: Liap- schew hefir myndað sljórn, sem líkt er skipuð og fráfarandi stjórn. Vulkov, hermálaráð- Jierra í fráfarandi stjórn, á þó ekki sæti i nýju stjórninni. Ný atvinnugrein. Mörgum er það kunnugt, að Norðmenn brenna þang og þara og selja öskuna til iðnaðar. Hitt er mönnum siður kunn- ugt, að þönglar eru mikið not- aðir i lækningaáhald, sem h'aft er við sérstakar læknisaðgcrðir. ]?vi er það, að þurkaðir, ófrosnir þönglar eru markaðs- vara, og mundu pjoðverjar vera fúsir að kaupa þá héðan af landi. Að minsta kosli or víst um eina slíka verksmiðju, sem nú kaupir þöngla frá Helgo- landi, að hún vill kaupa þá héðan. Verkunin er ekki vandasöm. Ysta lagið er skafið af þeim með hnífi, hausinn og blaðkan skorin af, og síðan er bundið spotta um legginn og þöngull- inn hengdur upp til þerris. peg- ar hann er þur orðinn, er hann látinn í hreinan poka, og þarf ekki aðrar umbúðir til útflutn- ings. Frosnir þönglar eru ekki verslunarvara. p>ess vegna verð- ur að safna þönglunum frá vori til hausts, meðan ekki er hætta á frostum. Víða rekur afarmikið af þönglum hér við Iand, t. d. á Eyrarbakka, Stokkseyri og víðs- V 1 S I R vegar við Faxaflóa, og væri hér um atvinnu og tekjulind að ræða, ef menn vildi sinna þessu. Vinnan er svo einföld, að ungir og aldraðir geta stundað hana. Hér gæti þess vegna verið um nýja og arðvænlega atvinnu- grein að ræða í bygðarlögum, þar sem svo-hagar til, að mikið rekur af þönglum. Vísir hefir fengið vitneskju um þetta af viðtali við hr. Ólaf Ó. Lárusson, lækni i Vest- mannaeyjum, og hjá honum geta menn fengið nánari vit- neskju um þýsku yerksmiðjuna, sem kaupir þönglana. UndirMningsárin. Eftir Friðrik Friðriks- son. Útgefandi Þorsteinn Gíslason. Eins og þytur fjallanna, eins og öldur hafsins. Eins og rödd sem margfaldast gegnum marg- ar stöðvar — svona er þessi bók sira Friðriks — með bláu ívafi, sem sendir litgeisla í alla glugga,--------yfir nepjur jökl- anna í sálu landsins, yfir hrjóstur, þar sem þéttir skugg- ar liggja yfir svellunumáhjarta- fjöllum — þar sem fulltingi andans verður til — þar sem svipir kuldans og dimmunnar eiga heima. — J?ar sem tölur skýjakongsins eru ekki vana- legir vestishnappar eða upp- reklamerað efnaleysi. — þar sem safnvörður logans býr ófeiminn við frið og byltingar, árvakur með að sveifla bliki á loft til þess að lýsa.-------- Svona er bók herra Friðriks Friðrikssonar. — Svona pund réttir snillingshönd forléggjar- ans — Þorsteins meistara — núna út um skáldadyrnar, til fólksins. ¦>-----------------Glitstaf- ir margbrotinnar ævi er bókin, með yndismyndum hins fagra máls handa skáldum og listamönnum — en enn meir, því að; og þó. Bókin er ferðasaga mcistar- ans til þessa tíma og áningar-' stöð. Hvað tekur við næst — hugsar lesandinn —, hvert ætl- ar andinn með okkur — hvaða ógnar kraftur er það, sem sveitapiltur ræður j'fir, að hann skuli geta alt þetta, sem söguhetjan gerir. Svarið verður þetta: Máttugar ættir hafa búið þennan ungling svo sterkan til, fyrir aðdáunina og trúna á list- ir og mentir. Eins er sem drengnum hafi verið rétt ljósastika ungum, og svo haglega húin, að altaf gaf skímu ef dimt varð — er bók- in þessi rúnir af ljóskvarðanum um ævi hans. — Frásagnir um Nytsamar bækur: Heifsufræffi telpna, verð 1,00. ungra kuenna ver5 4,75 í bandi 6,50. ææææææææææææææææææææææææææ verð 3,75. „Specials^-menn kvarta aldrei um að' reykurinn særi hálsina. ÞaS gera aðeins þeir, sem eiga eftir að ganga í „regluna". Inn»angsorðið er „tuttugu og fjórar hæfilega stórar" >SÍÍÍSí5«40«tSO!ÍíSíi; Rúðugleip 21 oz. Nýjar hirgðir, um 6 sniál., komu með „Gull- foss". Versl. B. H. BJARNASON. vaxtarár meistarans — Friðriks Friðrikssonar —, um erfið mentalönd er hann yfirvann, um kyndla samferðamanna, og leiðarljós vinanna. pessi bók er timamót i ógöngum framfar- anna — undirbúningsstarf til þess að skapa máttarverur úr mönnunum, — saga virki- leikans, sem altaf mun endurtaka sig, vegna þess, sem var. — Máttur þess- arar bókar er mikill — varið ykkur á honum — lesið eldci of mikið í einu, því bókin er und- irbúningsbót fyrir öllum störf- um. En um hana leikur tært loft frásagnarinnar sem hrífur og mótar. Nafn á krossgötum. | Bæjarfréttir u Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavíkg st., Akureyri 8, Seyöisfirði 10, Vestmannaeyjum 9, Stykkishólmi 10, Blönduósi 7, Raufarhöfn 9, Hólum í Hornafiröí 10, Þórshöfn í Færeyjum 10, Juli- anehaab (i gærkv.) 4, Jan Mayen 6. Hjaltlandi 13, Tynemouth 9, (engin skeyti frá Grindavik, Ang- magsalik né Kaupmannahöfn). — Mestur hiti hér í gær 12 st, minst- ur 7, úrkoma 0.4 mm. — Lægð suS- vestur af Reykjanesi á norðurleiS. HæS yfir Norðursjónum og NorS- urlöndum. Sunnanátt á Halanum. — Horfur: SuSvesturland og Faxaflói: í dag allhvass sunnan og suSaustan, rigning. í nótt sennilega suSvestan átt og hægari.— Bi'eiöa- f jörSur og VestfirSir: í dag og nótt vaxandi suSaustan, sennilega ellhvass og rigning meS nóttunni. — NorSurland: 1 dag hægur sunn- an, þurt veöur. í nótt suöaustah! kaldi, dálítil rigning. —; Noröaust- urland, AustfirSir: í dag og nótt sunnan gola, þurt veður. — Suö- austurland; í dag og nótt vax- andi sunnan átt, rigning, einkum vestan til.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.