Vísir - 20.09.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 20.09.1928, Blaðsíða 2
VISIR Þakjárn nr. 24 og 26. Þaksaum, Þakpappa. Fyrirliggjandi Kartöflumjöl Superior, Hrísmjöl og 3 teg. af Hrísgrjónum mjög ódýrt. A. Obenliaupt. Símskeyti Ivhöfn 19. sept. FB. Af vopnunarmálið. Frá Genf er símað: Á fundi Þjóðahandalagsins í gær hélt Hollendingurinn Louden ræðu, en hann er formaður afvopn- unarnefndarinnar. Ivvað hann óráðlegt að kalla saman al- þjóða-afvopnunarfund fyrr en ágreiningur stórveldanna við- víkjandi flotamálunum er út kljáður. Taldi hann ráðlegra að boða fyrst til stórvelda- fundar til þess að reyna að jafna ágreininginn. Cushendun, fulltrúi Breta, svaraði Louden. Kvað hann ólíklegt, að stórveldin myndu þiggja boðið. Átaldi hann Louden fyrir að liafa hreyft málinu, án þess að spyrja stór- veldin fyrst. Skaðabótamálið. Afstaða Breta. Cushendun hefir skýrt blaðamönnum frá afstöðu Breta í skaðabótamálinu.Kvað hann Bretland ekki geta látið sér nægja að fá minna frá skuldunautum sínum en Bret- land greiði Bandaríkjunum af skuldum sínum við þau. . Cushendun cr andvigur því, að biðja Bandaríkin að lækka skuldirnar. Fluglistin. Frá London er símað: Spán- verjinn Cierva liefir flogið yf- ir Ermarsund í svo kallaðri „helicopt“-flugvél. Auk venju- legrar flugvélarskrúfu hefir flugvélin fjóra lárétta vængi yfir vélstj órasætinu. Við snún- ing þeirra lyftist vélin frá jörðunni og er þannig liægt að hefja flugvélina næstuni því lóðrétt til flugs og einnig lenda lóðrétt. Reynsluflug. Frá Berlín er símað: Loft- skipið Zeppelin greifi fór í gær í fyrsta reynsluflug sitt. Var flogið yfir Bodenvatn og gekk reynsluflugið ágætlega. Utan af landi. —o— Stykkishólmi, 19. sepl. F. B. Jón Leifs og frú hans voru hér á ferðinni fyrir skömmu. hélt frúin kcncert hér v>ð góða aðsokn. Féll mönnum list h< nn- ar vel í geð. Réttir voru liér í gær; fé i vænna lagi. Olíu- og benzíngeyma er ver- ið að setja niður hér. Þingmálafundur var haldinn Iiér 9. sept. Boðaði þingmaður- inn til hans. Var fundurinn vel sóttur og fór friðsamlega í'ram. Margar tillögur voru samþykt- ar í héraðsmálum. Vár þing- manninum falið að beita sér fyrir því, að vegabætur verði gerðar á milli Borgarness og Stykkishólms. Tillaga um stofn- un bankaútbús í Stykkishólmi var samþykt. Fundurinn lýsti yfir óánægju út af því, að aðset- ur dýralæknis fyrir Vesturland Iiefir verið flutt til Borgarness og telur það til óhagræðis fyrir allar Breiðafjarðarbygðir, isvo og Vestfirði. Skoraði fundurinn á stjórnina, að láta dýralækn- inn fyrir Vesturland hafa aðset- ur í Stykkishólmi, eins og áður var. pá var þingmanninum fal- ið að bera fram frumvarp á næsta þingi um að lögð verði símalína frá Gröf í Grundar- firði um Kvíabryggju og Brim- ilsvelli til Ólafsvíkur. Fáist þessu framgengt, kemst á óslit- ið símasamband kringum alt Snæfellsnes beggja vegna. Heilsufar gott. Siglufirði, 19. sept. F. B. Öll síldveiðaskip liætt veið- um. Alls hefir verið saltað og kryddað á Siglufirði 121,861 tn. Sjópróf út af strandi skips- ins Varild var haldið hér á mánudaginn. Talið, að skipið muni liðast sundur þar sem það er. Slæmt veður undanfarið, þangað til í dag. Bjartviðri í dag. Bernburg fiðluleikari liélt kirkjuhljómleika hér á sunnu- daginn. Aðsókn góð. Iveflavík, 20. sept. F. B. Útgerð að kalla engin sem stendur, aðeins tveir bátar á sjó, annar með dragnót, liinn með línu. Bátarnir tveir, sem voru fyrir norðan, eru komnir hingað fyrir nokkru, fekk ann- ar 1100 tn., hinn 1130. Á laugardaginn var hér af- skaplegt rok á landsunnan og stórsjór. Slitnuðu 'þá festar m. b. Bjarna Ólafssonar, sem er 18—20 tonn, og lá fyrir tveim- ur akkerum. Rak mótorbátinn á land. Á sunnudagsmorgun gekk í útsuður og náðist þá bát- urinn út. Hann er nú kominn suður til skoðunar og viðgerðar. Borgarnesi, 20. sept. F. B. Aðalsláturtíðin byrjaði i gær. Sláh’að 1000—1100 fjár á dag hjá sláturfélaginu og einnig hjá kaupmönnum. Tíðarfar skánað, rosasamt und- anfarið, ljómandi veður í gær og á að lieita svo, að þurkur sé í dag. pverárréttir eru i dag, eru það stærstu réttir í Borgar- fjarðarhéraði. Fór margt manna héðan í réttirnar í bifreiðum, bæði aðkomumenn og Borgnes- ingar. pverhlíðingar liafa bygt barnaskólahús úr steinstevpu í sumar fyrir hreppinn. í Borgarnesi liafa verið bygð 4 hús í sumar, auk þess hefir verið bygt við nokkur hús o. s. frv. Bæjarfréttir Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 2 st., Isa- firði 2, Akureyri 4, Seyðisfirði 6, Vestmannaeyjum 7, Stykkis- liólmi 8, Blönduósi 3, (engin skeyti frá Raufarhöfn, Hólum í Ilornafirði og Kaupmanna- höfn), Grindavík 8, Jan Mayen 2, Angmagsalik 3, Hjaltlandi 9, Tynemouth 2 st. Mestur hiti hér i gær 10 st., minstur 3 st. — Lægð suðvestur af Reykjanesi, á austurleið. Hæð um Bret- landseyjar. Horfur: Suðvestur- land, Faxaflói: I dag vaxandi suðaustan. Allhvass og rigning með kveldinu. í nótt sennilega hvass suðaustan. Breiðafjörður, Vestfirðir: I dag vaxandi suð- austan. í nótt allhvass suðaust- an og rigning. Norðurlaml, norðausturland, Austfirðir: í dag hægur sunnan, bjart veð- ur. í nótt vaxandi suðaustan, sumstaðar allhvass. Dálítil rign- ing. Suðausturland: I dag vax- andi suðaustan, allhvass og rigning með kveldinu. Gísli J^orkelsson múrarameistari, Urðarstíg 14, er 72 ára í dag. Áttræð er á morgun ekkjan Kristín Oddsdóttir frá j?úfu í Ölfusi, nú til heimílis á Bragagötu 38. Guðmundur Einarsson frá Miðdal opnaði í gær sýn- ingu á listaverkum eftir sig i litla salnum hjá Rosenberg og SPECIALS 24 stk. 1 króna. Specials eigarettur reyktar af Specials-möxmum. SOOOtSÍSOÍÍO!>«!SSÍ!íOí5öí>ÍSÍS<ÍOö!>!i!50í>OOOOtSOíSOOOOí4«XíOíSOOOiSÍ>OÍSOOS i § Nýjar vörur koma upp í dag! I Vetrarkápup, Kvenkjólar, Kjólatau, Misl. Flauel. BRABNS-VERSLUN. S! S! s; S! ö S!S!SOÍSO!S!S!S!S!SO!>!S!S!SÍS!S!S!S!S!S!S!SOÍS!S!S!SO!SÍS!SO!S!SOOO!S!SO!SO!S!>!SÖ!SOÍS!SO! verður liún opin daglega frá kl. 10 árdegis til kl. 11 síðdegis. Eru þarna til sýnis liöggmynd- ir, málverk og „raderingar“. Alfons Spánarkonungur hefir verið á ferð í Svíþjóð. Er frá því skýrt í tilkynningu frá sendiherra Dana liér, áð á leiðinni frá Stokkhólmi til Skotlands ætli hann að lieim- sækja Kristján kónung X, sem nú er staddur í bústað sinum á Jótlandsskaga. Er ekki um op- inbera heimsókn að ræða. Læknavörður. Læknafél. Reykjavíkur lief- ir boðið fjárliagsnefnd bæjar- ins að lialda uppi föstum lækna-næturverði þrjá síðustu mánuði þessa árs gegn 1000 kr. fjárframlagi úr bæjarsjóði. Leggur nefndin til, að bæjar- stjórnin taki þessu boði. Ljósmæður hér i bænum hafa farið þess á leit, að bæjarsjóðui' greiði talsímagjöld þeirra framvegis. Fjárhagsnefnd leggur til, að fé' verði veitt til þessara hluta á næstu fjárhagsáætlun. íslensk fræði við Hafarháskóla. í tilkynningu frá sendiherra Dana segir, að á mánudag hafi heimspekideild háskólans í Kaupmannahöfn rætt um það, liversu framvegis skyldi fara um þær tvær prófessorsstöður, sem verið hafa í íslenskum fræðum við liáskólann. En þær eru nú báðar lausar, með því að dr. Finnur Jónsson hefir sagt af sér, en dr. Valtýr Guðmundsson er látinn. Var sett nefnd í málið, og eiga sæti í henni þeir pró- fessorarnir Vilhelm Andersen, Hans Brix, Bröntkmi-Nielsen, Valdemar Vedel og Östrup. Hjónaband. p. 16. ágúst síðastl. voru gef- in saman í hjónaband í Regína, Sask. þau ungfrú Gladys Puffer frá Gowan, Sask., og Einar Nielsen gjaldkeri við ltoyal- banlc i Gowan. Bæjarstjórnarfundur verður lialdinn í dag á venju- legum tíma (kl. 5). — Fjöldi mála á dagslcrá. Lántaka. F j árhagsnef n d Reyk j avíkur leggur til, að bæjarstjórn lieim- ili borgarstjóra að taka að láni fyrir bæjarins liönd alt að því eina miljón króna og skal því fé varið til þeirra framkvæmda, er liér segir: Til nýja barna- skólans (400 þús. kr.), til vatns- leiðslu úr laugunum (100 þús. kr.), til að kaupa frakkneska spítalann (120 þús. kr.), til kaupa á Nprðurmýrarbletti o. fl. (60 þús. kr.), til Sundhallar- innar (lOO þús. kr.) og til gatna- gerðar vegna leigulóða (100 þús. kr.). „Móðurást“. Fjárhagsnefnd hefir borist erindi frá „Listvinafélaginu“, þar sem það býður bænum til kaups bronsesteypu af „MtVður- frakkar og kápnr fyrir konur, karla og börn, fjöldanaargar teg. Fallegir litir og snið. Lægst verð í borginni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.