Vísir - 06.10.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 06.10.1928, Blaðsíða 2
V I S I R Rúgmjöl frá Havnemöllen og Blegdamsmöllen. Málf sigtimj öl, Kaupmannahafnar og Álaboj*gap. Mveiti; Cream of Manltoba, Glenora. Canadian Maid. Fyrípliggjaudi s Prima svissneskup ostup í öskjum með 6 §tk, Grand St. Bernhard Petit Gruyére. A. Obenliaiipt. Gerisí „SPECíALS'^maður og þéF fáid FJÓRAR í viðbót. Símskeyii Khöfn, 5. okt. FB. Fjárlög Frakka. Frá París er síniað: Fjárlaga- nefncl neðri deildar þingsins ræðir nú fjárlagafrumvarpið. Tekjuafgangur samkv. frum- varpi stjórnarinnar er 55 mil- jónir franka. Fjárlaganefnd neðri deiidar hefir lagt til b.-eyt- ingar, sem leiða af sér aukin út- gjöld, er nema 75 milj. franka. Poincaré kveðst vera andvíg- ur tillögum þessum, sem breyti jöfnuði stjórnarfrumvarpsins. Krefst liann iþess, að fjárlögin nái fullnaðarsamþylct fyrir lok desembermánaðar, hótar ella að segja af sér. Ennfremur Iiefir liann tjáð sig andvigan lækkun áætlaðra f járveitinga til hersins. Atlantshafsflug „Zeppelins greifa“. Frá Berlín er símað: — Auk skipsmanna taka .sextán menn aðrir þátt i Atlantsliafsflugi loftskipsins „Zeppelin greifi“ í næstu viku. Flestír þeirra eru hlaðamenn og emhættismenn, ennfremur fjórir amerískir ferðamenn. Farseðlarnir kosta þrjii þiisund dollara liver. Kliöfn, 6. október. FB. Bandaríkin og ófriðarbanns- samningurinn. Frá Washington er símað: Senator Borah, formáður utan- ríkismálanefndar Öldungadeild- ar þjóðþingsins, liefir tjáð Kel- logg utanríkismálaráðherra, að Öldungadeildin muni vafalaust samþykkja (ratificera) ófriðar- liannssamninginn. Búist er við, þar eð Rússland liefir skrifað undir ófriðarbannssamninginn, að ýms mál, er snerta samband- ið milli Rússlands og Banda- ríkjanna, verði dregin inn í um- ræðurnar um ófriðai’banns- samninginn. Borah er hlyntur Iþví, að Bandaríkin viðurkenni rússnesku ráðstjórnina og er þeirrar skoðunar nú, að undir- skrift Riissa undir ófriðar- bannssamninginn og væntanleg samþykt (ratification) ófriðar- bannssamningsins i Öldunga- deildinni, muni leiða af sér, að stjórnmálasamband komist á að nýju á milli Rússlands og Bandarikjanna. Viðskiftasamningur Pólverja og pjóðverja. Frá Varsjá er símað: Tilraun- ir til þess að koma á viðskifta- samningi á milli pýskalands og Póllands liafa fyrir skömmu verið endurnýjaðar. Samskon- ar tilraunir voru hafnar fyrir þrem árum, en fóru iit um þúf- ur og má svo lieita, að síðan háfi Pólverjar og pjóðverjar átt í viðskiftastríði. Nú eru taldar góðar vonir um árangur, þar eð önnúr Jeið er farin en áður, m. ö. o., sneitt hjá þvi að minnast á ýms deilumál, sem eru ein- göngu stjórnmálalegs eðlis, í sambandi við viðskiftamálin, og mun það vera að undirlagi og fyrir áhrif iðnrekenda í báð- um löndunum, sem vilja ógjarn- an, að saniningatilraunirnar fari að nýju út um þúfur. FJolaæfingar Spánverja. Frá Madrid er simað: Spán- vcrjar byrja mildar flotaæfing- ar í Miðjarðarhafinu þ. 15. þ. m. undir yfirstjórn Rivera að- míráls, en konungur verður við- staddur æfingarnar, er standa yfir i mánuð. BæjarCréttir | Messur á morgun. í dómkirkjunni kl. 11, sira Friðrik Hallgrímsson, kl. 5 síra Bjarni Jónsson. í fríkirkjunni ld. 5, sira Árni Sigurðsson. í Landakotskirkju kl. !) liá- messa og kl. (5 síðd. guðsþjón- usta með predikuu. I spítalakirkjunni í Hafnar- firði kl. 9 hámessa og ld. ö síðd. guðsþjónusta með predikun. í Hafnarfjarðarkirkju kl. 5 síðd. sira Árni Björnsson. Sjómannastofan: Guösþjónusta kl. 6 siöd. Jóhannes Sigurösson tal- ar. — Allir velkomnir. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 9 st, ísa- firði 6, Akureyri 8, Seyðisfirði 7, Vestmannaeyjum 8, Stvkkis- hólmi 8, Blönduósi 8, Raufar- höfn 7, Hólum í Hornafirði 10, Grindavík 9, Færeyjum 10, Jul- ianehaab 3, Angmag'salik 2, Jan Mayen 0, Hjaltlandi 12, Tyne- mouth 11, Kaupm.höfn 10 st. -— Grunn lægð skamt fyrir sunnan land, og önnur dýpri að nálgast suðvestan úr liafi. IJæð yfir Áustur-Grænlandi. HORFUR: Suðvesturland: í dag austan kaldi. Skúrir. í nótt vaxandi norðaustan. Faxaflói: í dag vaxandi norðaustan átt, seniii- lega allhvass með nóttunni. Úrkomulítið. Breiðaf j örður, Vestfirðir: I dag og nótt all- livass norðaustan. pykt loft og rigning. Iíaldara. Norðurland, norðausturland: í dag og nótt austan og norðaustan átt, all- hvass í útsveitum. pykt loft og dálítil rigning. Austfirðir, suð- austurland: I dag og nótt suð- austan og austan kaldi. Dálítil rigning. Jón Erlendsson skipstjóri, Ránargötti 31, er fimtugur í dag. Jóhann Hafliðason trésmiöur, Njálsgötu 13 A, er fimtugur í dag. Siifurbrúðkaupsdag eiga í dag frú Gúðrún og Hall- dór Sigurösson, úrsmiður. Háskólaerindi. í dag kl. 6 flytur Dr. Christen- sen annan fyrirlestur sin.11 í kaup- jjingssalnum urn bókmentir Dana. Talar hann að þessu sinni um J. P. Jacobsen og skáldrit hans. G.s. Island konr frá útlöndum í nótt. Meðal íarþega voru : Snsehjörn Stefáns- son skipstjóri og frú, Ingibjörg H. Bjarnason alþm,, Kristín Jónsdótt- ir, Fjóla Stefáns, Helga Thorberg, Stefanía Arnadóttir, Viggó Bjerg verslm., Björn Gíslason, Georg Collin, Guðrn. Jónsson, Þorsteinn Þorsteinsson o. fl. Til Akureyrar frá Kaupmannahöfn eru með skip- inu Haraldur Björnsson leikari, Brynleifur Toliíasson, Ásmundur Brekkan og frú. Skipið fer norð- ur um land til útlanda á þriðjudag kl. 6 síðdegis. Alliance Frangaise. Nokkrir nemendur geta ennþá komist að frönskukenslu félagsins. Hjálpræðisherinn. Samkoinur á morgun: Iielgun- arsamkoma kl. n árd. Fjölskyldu- samkoma lcl. 4 e. h. Hjálpræðis- samkoma kl. 8 eíðd. Umræðuefni: ,,Skýin“. Kapteinn Gestur J. Ár- skóg og' frú hans stjórna. Sunnn- dagsskóli kl. 2 e. h. Trúlofun. í gær opinberuðu trúlofun sína ungfrú Dagbjört Jónsdóttir, Berg- staðastræti 53 og Eggert Haralds- son frá Bolungarvík. 1146 hross telja „Hagtíðindi“ að út hafi verið flutt á þessu ári, til loka ágústmánaðar. Er vei-ðmæti þeirra allra talið tæpar 136 þúsundir króna. Árið 1927 voru 817 hross flutt úr Iandi. 160 lifandi refir hafa verið fluttir út frá 1. janúar til ágústloka þ. á. Söluverö þeirra er talið tæpar 40 þús. kr., eða ná- lega 250 krónur fyrir hvern. Þarf meira en tvö útflutningshross til að jafnast við- eina tófu að verð- mæti. Kljómsveit Reykjavíkur heldur fyrstu hljömTeika á þessu hausti í Gamla Bíó á niorgun. Hljómleikamir verða ekki endur- teknir. Kappleikur milli A- og B-liðs Iv. R. fer fram kl. 10 f. h. á morgun á íbróttavellinum. 6 nautgripir hafa verið fluttir úr landi á þessu ári og er verð jieirra talið 3150 krónur. Skemtifélagið Sjöfn hefir dansleik á Hótel Heklu í kveld. Sýning Jóns J?orleifssonar í Austurslræli 12 liefir verið vel sótt og hlotið góða dóma. I þýskum og dönskum blöðum hefir oft verið getið um myndir Iians, sem voru á íslensku sýn- ingunni, og liafa öll þau um- mæli verið mjög lofsamleg. — Sýningin verður enn opin fram í miðja næstu viku. ]?ess skal gelið, að hentugt er að skoða sýninguua á kveldin, vegna ágætra ljósa í salnum. Sjúklingar á hressingarhælinu í Kópavogi liafa lieðið Visi að flytja ritstjóra Eimreiðarinnar þakkir fyrir gjöf, sem liann hef- ir sent þeim, þ. e. gamla og nýja árganga Eimreiðarinnar. Hani? ætlar að senda þeim ritið fram- vegis. Mundu ekki fleiri ritstjór- ar tímarita vilja fara að dænri lians? Tímarit Iðnaðarmanna. Júlí—septemberblað þ. á. er nýlega komið út. Aðalritgerðin í þessu hlaði er „15 ára minning 11111 Ölgerðina „Egill Skalla- grímsson", eflir Gísla Guð- mundsson, gerlafræðing. Er það all-mikil ritgerð, prýdd fjölda mynda, fróðleg að efni og viða fjörlega skrifuð. Segir Stein- grímur .Tónsson rafmagnsstjóri, sem séð hefir um útgáfu blnðs- ins, að liöf. hafi þó samið rit- gerðina eftir að hann lagðist banaleguna. — Á eftir ritgerð- inni um ölgerðina lcemur „Skýrsla Iðnskólans í Reykja- vík 1927—1928“ og fleiri skýrsl- ur. Póststjórnin liefir í sumar gert samninga um póstávísanaviðskifti milli íslands og Canada og íslands og Bandaríkjanna. IJámark hverr- ar ávísunar má eklci fara fram úr 100 dollurum „eða næsta nothæfa jafngildl þessarar upp- liæðar í mynt útgáfulandsins.” Samningar þessir öðluðust gildi 1. þ. m. og má segja þeim upp með sex mánaða fyrirvara. Smásöluyerð í Reykjavík í september 1928. — Sam- Icvæmt skýrslum þeim um út- söluverð í smásölu, sem Hag- stofan fær i byrjun livers mán- aðar, hefir smásöluverð í Reykjavík, miðað við 100 í júlí- mánuði 1914, verið 233 í byrjuu septemhermánaðar þ. á., 238 í byrjun ágústmánaðar, 230 í október f. á. og 234 í sept. f. á. Samkvæmt iþvi hefir verðið læklcað um 2% í ágúslmánuði. — J>að eru aðallega innlendu vörurnar, sem liafa læklcað í verði í ágústmánuði og stafar það mestmegnis af árstíðar- lækkun á kjöti og garðávöxtum. (Hagtiðindi). Kova kom í morgun, norðan um land frá útlöndum, með margt farþega. Af veiðum komu i nótt: Gyllir, Barðinn, Hannes ráðherra og Þórólfur. Innfluttar vörur. Verð'mæti innfluttra vöruteg- uuda frá 1. jan. til 31. ágúst þ. á. befir numið, að því er Hagtíðindi telja, 35.798.628 kr. Er það 14.% meira en samskonar innflutningur var talinn um sama leyti í fyrra (3T.5 milj. lcr.). Úíflutningur íslenskra afurða frá ársbyrjun 1928 lil loka ágústmánaðar hefir numið að verðmæti 38.7 milj. kr. — Er það rúmlega 8J4 milj. kr. meira heldur en verðmæti útflutn- ingsins nam á sama tíma í fyrra (30.1 milj. kr.). Síldarhreistur. Af því hafa verið flutt til út- landa 465 kg. í ágústmánuði síðast- liðnum. Verðið er talið 2000 kr.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.