Vísir - 17.10.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 17.10.1928, Blaðsíða 2
VtSIR Pakkhús okkar ©p flutt á Vesturgötu 2. (Bpyggjuliiis H. P. Duus) Inngangur fpá Tpyggvagötu. Ef þér tojóðið einliverja algenga tegund af átaúkkulaði, þá er ekki víst að gestir yðar taki fram að þeim þyki TOBLER betra, en þér eigið á bættu að þeir hugsi það* Símskeyti Kliöfn 1(5. okt. FB. Zeppelin greifi kominn til Lakehurst. Frá Lakehurst í New Jersey er símað: Þýska loftskipið „Zeppelin greifi" lenti hér síð- degis í gær að viðstöddum miklum fjölda manna. Þegar loftskipið lenti var klukkan liálf-sex (Amerikutími). Loft- skipið var þvi eitt hundrað og ellcfu klukkustundir í loftinu í einni lotu, á þessu flugi á milli Friedrichsliaven í Þýskalandi og Lakehurst í Bandaríkjun- um. Hefir það þá og verið lengur í loftinu en nokkurt loftskip annað. Loftskipið RZ 3 flaug árið 1924 frá Fried- richshaven til Lakehurst á áttatíu og einni klukkustund, en veðrið var þá langtum betra. Yfirleitt fékk „Zeppelin greifi“ óvenjulega slænit veð- ur. Loftskipið rak töluvert austur eftir, nálægt Bermuda- e>rjum, á sunnudaginn. Var það á meðan á viðgerðinni stóð utan á belgnum. Var við- gerðin erfið og liættuleg. Þvi næst nevddist loftskipið til þess að fljúga í stórum boga suður um Bermudaevjar, vegna ofviðris, og tafðist þannig í sólarhring. Loftskipið flaug i gær á leiðinni norður yfir Bandaríkin yfir „Hvíta liúsið“, hiistað forseta Bandaríkjanna, í Washington, D. C„ til þess að heilsa Calvin Coolidge forseta, sem- sendi loftskipinu ham- ingjuóskir sínar og Banda- ríkjaþjóðarinnar. Því næst flaug loftskipið einnig yfir New York horg, og var því al- staðar tekið með miklum fögn- uði. Þegar loftskipið flaug jrfir New York stöðvaðist öll vinna í borginni, en öllum kirkju- klukkum borgarinnar var hringt í fagnaðarskyni. Utan af landi. Akureyri 16. okt. FB. Almenn tiðindi. Friðrik Ásmundsson Brekk- an, ritliöf., er kominn hingað og tekur við ritstjórn Nýrra kvöldvakna og vikublaðsins Dags að nokkru Ievli. Mun nú- verandi ritstjóri annast liina stjórnmálalegu hlið ritstjórn- arinnar, a. m. k. fjrrst um sinn. Fiskafli er mikill út með firð- inum og á Siglufirði, Fá bátar ca. 4000 pd. i róðri. Nokkrir bátar á Siglufirði fengu fyrir skömmu upp í 7000 pd. i róðri. Nýlátin er á Siglufirði Svafa Steinþórsdóttir, kona Ólafs Vil- hjálmssonar. Dó hún úrberkla- veiki. Komið hefir til orða, að Leikfélag Aluirayrar leiki Munkana, eftir Davíð Stefáns- son. Eigi er það þó fullráðið enn. Haraldur Björnsson leik- ari er nýkominn hingað og tek- ur við leikstjórn hjá félaginu, a. m. k. fvrri part vetrar. í bæjarstjórn liafa verið kosnir (sjálfkjörnir), i stað 2 manna, sem dánir eru, 7'ómas Björnsson kaupm., til 2 ára, og Ólafur Jónsson, framkvæmd- arstjóri Ræktunarfélags Norð- urlands, til 2 mánaða. Ileyrst hefir, að von muni á lcæru. (Kosning átti að fara fram 25. þ. m. á tveim fulltruum, í stað þeirra Ragnars Ólafssonar og Sveins Sigurjónssonar, sem eru látnir. Kosningin átti að fara fram á 2 listum, og fram- boðin að vera komin til for- manns kjörstjórnar fvrir kl. 12 á liádegi 11. þ. m. Þar eð að- eins 2 listar liafa komið franf, eru ])eir Tómas Björnsson og Ólafur Jónsson sjálfkjörnir. — í janúar verða kosnir 2 full- trúar til 2 ára, og 2 til 4 ára). Frímann B. Arngrímsson er 73 ára á morgun. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavik 7 st., ísafirði 7, Akureyri 7, Seyðisfirði 7, Stýkkisliólmi 7, Vestmanna- eyjum 7, Grindavík 7, Hólum í Ilornafirði 8, Blönduósi 6, (engin skeyti frá Raufarhöfn), Færeyjum 10, Julianehaab 3, Angmagáalik 2, Jan Mayen 4, Hjaltlandi 11, Tynemouth 10, Kaupmannahöfn 8 st. Mestur liiti hér í gær 11 st., minstur 5 st. XJrkoma 4.6 mm. — Lægð fyrir vestan land og norðan, hreyfist hægt norður eftir og fer minkandi. — Ilorfur: Suð- vesturland: í dag og nótt suð- veslan átt, stundum allhvass. Skúrir. Faxaflói, Breiðafjörð- ur, Vestfirðir: í clag og nótt suðvestan kaldi. Skúrir. Norð- urland, norðausturland, Aust- firðir: í dag og nólt sunnan og suðvestan gola. Viðast úr- komulaust. Suðausturland: í dag og nótt suðvestan kaldi. Sumstaðar skúrir. Fundur jiresta og sóknarnefnda liefst hér í bænum í dag, eins og frá var skýrt í blaðinu i gær. 1 kveld kl. 8ýá flytur Ólafur Ólafsson kristniboði erindi i dómkirkjunni um afturhvarf og endurfæðingu, og í Hafnar- fjarðarkirkju kl. 8V2 í kveld fíytur sira Ólafur Ólafsson frá Kvennabrekku erindi í sam- bandi við fund þenna. — Á morgun kl. 9—IOV2 árd. vei’ða umræður um afturhvarf og endurfæðingu (Jóli. Sigurðs- son). Kl. 10V2—12: Ríki og kirkja (Ólafur Björnsson), kl. 2—3: Vídalínspostilla (Björn P. Kalman), kl. 3—4 drulckið kaffi (sóknarnefnd og safnað- arstjórn í Rvík veitir), kl. 4— 6: Framtíðarhorfur (síra Bjarni Jónsson), kl. 6—7: Mvndasýning frá Kína og Ind- landi. Kl. 8y2: Sira Friðrik Friðriksson flytur erindi í fríkirkjunni um skirnina. Silfurbrúðkaupsdag eiga i dag frú Valgerður Ólafs- dóttir og Karl Nikulásson kon- súll á Akureyri. Silfurbrúðkaup eiga á laugardaginn kemur, 20. þ. m., þau hjóniii Guðlaug Guðmundsdóttir og Sveinn Guðmundsson frá Ilafnarfirði. Háskólafyrirlestur. I kveld flytur Dr. Christensen síðasia fyrirlestur sinn í Kaup- þingssalnum um Jóhannes V. Jensen. Alþjóða-íþróttamót K.F.U.M. var liatdið í Kaupmannahöfn 10.—17. júlí i fyrra. Í.því tóku þátt 17 þjóðir og voru þátttak- endur 450 samtals. Flestir voru frá Danmörku, en þá frá pýska- landi, 42 menn, frá Sviþjóð 40, Englandi 37, íslandi 8, Sviss 7, Rúmfenia liafði fæsta, aðeins 3 menn. — Hæsta vinningatötu hlaut Svíþjóð, en Estland þar næst. ísland varð 10. í röðinni'; höfðu England, pýskaland og Frakkland lægra. I blöðunum var minst injög lofsamlega á íslendingana. — Kvikmynd var tekin af leikunum, og liafði h.f.’ „Fotorama“ einkarétt til þess. Hefir sú mynd gengið víða um lönd og vakið athygh. Verður liún nú sýnd í Nýja Bíó í kvöld kl. 8 og annað kvöld á sama tíma, en á sunnudaginn kl. 2Vli fyrir drengi K.F.U.M. eingöngu. Símablaðið (4. tbl. 1928) er nýlega kom- ið út. Flytur meðal annars frh. ritgerðar Gunnlaugs Briem um „Nýjungar í simafræði“ og „Fyrir 20 árum“ (Lokaferðin) eftir Björn í Grafarholti. Um símastjórastöðana í Reykjavik hafa þessir sótt: Björn Magnússon, Gunnar Sehram, Ilalldór Skaftason, Ólafur Kvaran, Otto Jörgensen og Þórhallur Gunnlaugsson. St. Frón lieldur fund í kveld. Myiida- sýning á eftir. Gullfoss fór til Vestfjarða í gærkveldi. Esja kemur hingað kl. 3 i dag. Athygli skal vakin á því, að Snæbjörn Jónsson bóksali auglýsir i dag doktorsritgerð Gunnlaugs Claes- sens. Má ætla að margan fýsi að eignast þetta merkilega rit. Reykvíkingur kemur út á morgun. Af veiðum kom Baldur í gærkveldi (með 96 tunnur lifrar) og Ólafur í nótt (með 86 tunnur). Knattspyrnufél. Reykjavíkur. í kveld kl. 8 æfing i leikfimi fyrir 3. fl. og glímuæfing kl. 9. Fyrsta æfing i hnefaleik annað kveld ld. 10 í barnaskólanum. ísfiskssala. Andri frá Eskifirði seldi afla sinn í fyrradag fyrir 1567 sterl- ingspund. GENGI ERL. MYNTAR. Sterlingspund ....... kr. 22,15 100 kr. danskar ........— 121,77 100 — norskar ......... — 121,83 100 — sænskar .........— 122,20 Dollar ....'.......... — 4,56j4 100 fr. franskir .......— 17,96 100 — svissn..... — 88,04 100 lírur.............. — 24,05 100 gyllini ............— 183,39 100 þýsk gullniörk ... — 108,83 100 pesetar ........... — 73,67 100 belga.............. — 63,62 Áheit á Strandarkirkju, afh. Vísi: 5 kr. frá Jónasi, 5 kr. frá V. N., 2 kr. frá S. f>., 5 kr. (gamalt áheit) frá X., 5 kr. frá ónefndum, 5 kr. frá V., 5 kr. frá K. J. K., 1 kr. frá ónefndum, 10 kr. frá Ó. Lífið eftir dauðann. James Hyslop liefir maður heitið, sem dáinn er fyrir nokkrum árum. Hann var kennari i heimspeki við Co- lumbia-liáskólann, en lét af þvi starfi, til að lielga sig algerlega sálarrannsóknum. Sannfærðist hann af rannsóknum sínum um framhaldslíf mannssáln- anna eftir dauðann og lætur þá skoðun óhikað í ljós í bókum þeim, er hann hefir ritað, en þær eru margar og góðar. Hys- lop ritaði véigamikinn stíl og með frábærri vísindalegri ná- kvæmni og skerjiu. Ein af bók- um hans heitir „Lífið cftir dauðann". Er hún þegar að byrja að koma út á íslensku og kostar einar 5 kr., sem telja má mjög lágt verð, því að bók- in er yfir 20 arkir. En þetta lága verð er því aðeins mögu- nn ^<f Nýkomin Bmmstaedi fyrir fulloröna og iiörn. Ennfremur beddarnip góðu. ÍG SængurfatnaðuF Q, allskonar, svo sem Rúmteppi — Rekkjuvodir. Sængur — Sængurver — Koddar — Koddaver — Ullarteppi — Vattteppi — Rúmdýnur. Lægsta verð í borginnl.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.