Vísir - 20.10.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 20.10.1928, Blaðsíða 2
VISIR Haframjöl, Hpísgpjón, Mais, Maismjöl. Símskeyti Khöfn, 19. okt. FB. „Zeppelin greifi“ leigður Spán- verjum. Frá London er síniaö: Sahi- kvæmt skeytum frá Madrid,, er hingað hafa borist, hernra opin- berar fregnir, a'ð spanskt flug-fé- lag hafi tekið loftskipið Zeppelin greifa á leigu, til reglubundinna flugferða á milli Spánar ogSuður- Ameríku. Búist er við, að loft- skipið geti flogið á þrem dlögimi á milli Sevilla á Spáni og Buenos Aires. Veðurfar er talið hagstæð- ara þar syðra til flugferða, en yfir norðanverðu Atlantshafi. Kliöfn 19. okt. F. B. Flugmanns saknað. Frá London er símað: Ekkert hefir frést til flugmannsins MacDonald, síðan hann flaug yfir Bacallueyjuna fyrir austan Newfoundlan'd í fyrradag. Ótt- ast nienn alment, að flugmað- urinn hafi farist. „Zeppelin greifi“ ráðinn til norðurfarar. Frá Stokkhólmi er simað: Skeyti frá Bérlín til blaðsins Dagens Nyheter skýrir frá því, að áformað sé að nota Zeppelin greifa til Norðurpólsferðar á næsta ári, sennilega næsta vor. Ráðgert er að 12 vísindamenn, undir forystu Friðþjófs Nan- sens, taki þátt í förinni. Alls er ráðgert, að 50 manns verði á skipinu í pólförinni. Eckener á að hafa stjórn loftskipsins á hendi. Hefir hann óskað þess, að Haparanda verði 'bœkistöð loft- skipsins, enda er ráðgert að enda pólförina með flugi til Alaska, til þess að rannsaka, hvort sú leið muni heppilegri til reglubundinna flugferða milli Evrópu og Ameriku heid- ur en að fara yfir Atlantshafið. (Haparanda, nyrsti bær í Svíþjóð, íbúar ca. 1500—2000). Nýr Indlandsráðherra. Peel lávarður hefir verið skip- aður Indlands-ráðherra í stað- inn fyrir Birkenhead lávarð, sem hefir beðist lausnar til þess að gefa sig við fjármála- rekstri. Kveðst hann ætla áð hætta öllum aiskiftum af stjórnmálum fyrir fult og alt. Verkbann í jþýskalandi. Frá Berlín er símað til Kaup- mannahafnarblaðsins Social- demokraten, að framleiðendur í þýskum vefnaðariðnaði hafi samþykt verkbann frá 1. nóv- ember út af launadeilu. Verk- bannið snertir eina miljón verkamanna. Sáttastofnun rík- isins hefir úrskurðað 5% launa- liækkun. Búist er við að verka- menn muni líta svo á, að hækk- unin sé of lítil, og neiti því að fallast á úrskurð sáttastofnun- arinnar. Fjárframlög til Ioftskeytaferða. Frá New Yorkborg er símað: Dr. Eckener semur við ameríska auðmenn, þar á meðal Otto Kahn, um útvegun fjár til loft- slvipaferða á milli Evrópu og Ameríku. Blöðin segja ,að auð- mennirnir hafi áhuga á málinu. Eckener álitur, að nauðsynlegt sé að útvega fjórtán miljónir dollara til að byggja loftskipa- hafnir og fjögiir loftskip, stærri og hraðfleygari en Zeppebn greifa. Leikhúsið. —o—■ „Glas af vatni“, eftir Scribe. Augustin Eugéne Scribe ' var einna mikilvirkastur allra leikrita- höfunda, sem uppi hafa veriö. á tæplega hálfri öld skrifaöi hann um 400 leikrit, ýmist einn eöa í sanivinnu við aðra höfunda. Varð hann frægur mjög um sina daga og lei'krit hans í hávegum höfð um alla álfuna. En nú er mikill meiri hluti þeirra fallinn í gleymsku, enda munu mörg þeirra hafa verið dægurflugur einar 0g harla litill skáldskapur. íslendingar hafa ekki átt þess neinn kost, að kynnast þessum stórvirka höfundi fyrr en nú, er „Leikfélag Reykjavíkur“ valdi eitt hinna kunnustu og langlífustu leikrita hans til sýningar. „Glas af vatni“ er emi leikið víða um lönd og þyldjr hvervetna saúni- legasta skáldverk. Leikurinn er gamansamur, en þó er gaman- seminni mjög i hóf stilt. Þar eru engin ærsl eða gauragangur. —- „Glas af vatni“ gerist í Lundún- um við hirð Önnu drotningar (Önnu Stuart) í byrjun 18. aldar. — Scribe lýsir drottningunni. á þá leið, að hún hafi verið harla reikul í ráði og þreklítil, og brýtur sú lýsing ekki i bág við skoðanir ýmsra sagnaritara. Telja þeir, að húu hafi verið góðlynd kona, ístöðulaus og reikul í ráði, tóm- lát um flest, illa búin að vitsmun- um og vanskörungur í ríkisstjórn sinni. Og alt kemur þetta fram í leik- riti því, sem hér er um að ræða. Má svo að orði kveða, að drotningin sé ékki sjálfri sér ráð- andi um’ neitt, sakir ofsa og yfir- gangs æðstu hirðmeyjar sinnar, hertogafrúarinnar af Marlborough. Hún er sú, sem öllu stjórnar og vefur drotniegunni um fingur sér. — Leikurinn sýnir lífið við hirðL ina, að tjaldabaki, þar sem dutl- ungar valdhafanna ráða eigi •• að eins örlögum einstakra manna, heldur jafni vel heilla þjóða og ríkja. Hertogafrúnni líst vel á ungan mann og fríðan sýnum, Masham að nafni, kemur honum á framfæri við hirðina og fær honum stöðu í lífverðinium, en set- ur honum það skilyrði, að hann megi ekki kvongast. Drotningu líst líka vel á manninn og fær ást á honum en má vitanilega ekkert n])pskátt gera um þær tilfinning- ar síinar. En Masham hefir engan hug á þessum tignu konum. Harni eiskar unga og umkomulausa stúlku, Abigail að nafni, og vill óhnur kvongast henni', því að hún ann honum líka hugástum. — Greifinn af Bolingbroke, sem þarna kemur mjög við sögu, ein- setur sér að hnekkja valdi greifa- frúarinnar og lætur ekki sitja við ráðagerðirnar einar. Kemur hanm því til leiðar, að Abigail er gerð að hirðmey drotningarinnar, og svo fer að lokum, fyrir hans til- stilli, að hertogafrúin) fellur í ónáð og hleypur úr vistinni um stund. — Efni leiksins er sannsögulegt í meginatriðúm, en ekki er ósenni- legt, að höf. geri fullmikið úr bak- tjalda-makkinu og hirðklækjunum. — Og Engleíndingar segja, að höf- uðpersónurnár tvær, drotningin og hertogafrúin, sé þannig úr garði gerðar af höfundarins hálfu, að auðsætt sé, að hann hafi verið út- lendingur. Leikfélagið hefir vandað mjög til leiksýningarar þessarar, og fet leikurinn því rnjög sómasamlega úr hendi. — Tvö aðalhlutverkin, drotninguna og hertogafrúna, leika Jiær systurnar frú Guðrún og ungfrú Emilia Indriðadætur. Frú Guðrúu leikur ÖnnU drotn- ingu snildarlega, og það svo, að fullyrða má, að leikur hennar mundi verða talinn afbragð á hvaða leiksviði sent væri. Höf- undinum hefir tekist prýðilega að lýsa ósjálfstæði og Jtrekleysi þess- arar brúðu í hásætinu, sem hann lætur Önnu drotningu vera, og frú Guðrún blæs lífi í þessa brúðu svo að látbragð, orð og athafnir verð- ur alt í samræmi.— Ungfrú Emilía leikur kvenskörunginn, hertoga- frúna af Marlborough, af mikl- um ntyndugleika, og tekst Injög vel að sýna hið vhtsamlega ofríki, sem hún beitir drotninguna, og hið vægðarlausa ofbeldi við andstæð- ingana. — Þriðja höfuðhlutverkið, Bolingbroke greifa, leikur Indriði Waage. Indriði hefir fengið m:ik- ið og verðskuldað lof fyrir með- ferð sína á ýmsum hlutverkum og ckki síður sem leiðbeinandi Leik- félagsins. En: í Jtetta sinn virðist hann eklci hafa fult vald á hlut- verkinu, J>ó að hann fari skemti- lega með j)að að ýmsu leyti. Ef til vill stafar það að nökkra leyti af J)ví, að J)að er erfitt að „leið- beina“ sjálfum sér. — Ungfrú Arndís Björnsdóttir og Brynjólf- ur Jóhannesson leika elskendurna í leiknum og eru það atkvæðalítil hlutverk, sem þessir góðu leikend- ur' fá lítið tækifæri til að sýna list sína í. Ram. Sjóvátryggingarfélag íslands 10 ára í dag. —o-- A. V. Tulinius, framkvæmdastjóri. S j óvátryggingar f él ag í slands var stofnað Jjeima mánaðardag fyrir 10 árum. Stofnendur voru 24 atvinnurekendur, flestir í Reykja- vík, mest kaupmenn og útgerðar- menn. Félagið var stofnað ein- göngu m:eð ininlendu fé og eru hluthafar um alt land, enda er fyr- irtækii? alþjóðarstofnun. Framkvæmdarstj óri íélagsins hefir frá upphafi verið Axel V. Tulirfius. Hann hafði áður haft umboð fyrir erlend vátryggingar- félög; var hann Jdví starfiimi kunn- ugur og 'félaghm mikils virði, að fá jafn ötulan mann þegar í upp- hafi, til Jtess að vinna Jrví gengi. Félagið hafði fyrst einungis með höndum sjóvátryggingar, en bætti við sig brunadeild árið 1925. Fyrirtækið er nauðsynleg og sjálfsögð Jíjóðarstofnun, enda til JjjóðJtrifa, ])ví að J)að hefir kom- ið iðgjöldum uiður og dregið úr því, að ágóði af vátryggingum hverfi út úr landinu. Það ,„gerir upp skaðana“ við vátryggjendur J)£gar í stað á eigin hönd, ])ar sem það hefir enga húsbændur yfir sér erlendis, ein's og önnur félög. Starfið eykst ár frá ári, þótt við margan tálma hafi verið að fást, og hefir tekist að stýra félaginu fram hjá þess háttar skerjum, er orðið hafa mörgum erlendum vá- tryggingarfélögum að aldurtila með miklu tjóni á byltingartim- um þeim, sem yfir hafa gengið eftir styrjöldina miklu. Félagið hefir notið Jæss, að það hefir farið varlega. Það hefir endur- vátrýggingar erlendis og fær er- lendar vátrvp-gingar I staðinn, til þess að dreifa áhæittunni, svo semi títt er urn víða veröld. Umboðs- menn hefir það og um alt land. Meðal skipa þeirra, er félagið hefir í vátryggingu eru bæði varð- skipin íslensku, Brúarfoss og Goðafoss, ásamt öðru félagi, — en hér virðist nókkuð á bresta, að vel sé og nokkuð seig súm. gömlu böndin. Félagið á enn mjög mik- ið verkefni fyrir höndum. íslendingar lögskipuðu vátrygg- ingar i fornöld að nútíðarhætti, mörgum öldum fyrr en aðrar þjóð- ir Norðurálfu. Það ætti því frem- ur að vera Jreim hugstætt, að leggj- ast á eitt um að styðja þetta unga félag sitt, svo að það megi ná seni bestum vexti og viðgangi. Formeno félagsins hafa þeir verið: Sveinn Björnsson, Ludvig Kaaber og Jes Zimsen. Stjórnina skipa nú auk formaruns: Hallgrím- ur A. Tulinius stórkaupmaður, líalldór Þorsteinsson skipstjóri, Aðalsteinn Kristjánsson ‘forstjóri Samvinnufélaganna og Lárus Fjeldsted hæstaréttarmálaflutn- ingsmaður. ' Utan af landi. —o— Vestm.eyjum, 20. okt. Benedikt Elvar söng hér í gærkveldi fyrir fullu húsi. Frú Anna Pálsdóttir aöstoðaöi. — Vegna fjölda áskorana endur- tekur hann sönginn næsta sunnudag og frestar þess vegna fyrirliugaðri söngskemtun í Reykjavík. Jarðarför frú Louise Biering fór fram í gær að viðstöddu fjölmen/ni. Síra Jón N. Jóhannesson hélt hús- kveðju, en síra Bjarni Jónsson likræðu í dómkirkjunni. Messur á morgun. í . dómkirkjunni kl. 11, síra Bjarnii Jónsson (ferming). Engin síðdegismessa. í fríkirkjunni kl. 5, síra Árni Sigurðsson. í Landakotskirkju: Hámessa kl. 9 árd. og kl. 6 siðd. guðsþjón- usta með prédiktin, í spítalakirlcj- unni í •Hafnarfirði: Hámessa kl. • ,'jsk + t.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.