Vísir - 21.11.1928, Side 3
V ISIR
fyrir sannvirði.
1
Kaupið K0LUMBU8
BU
Dánarfregn.
Hínn 15. þ. «m. *andaöist ekkjan
Margrét ÞórSardóttir í Brattholti
"i Biskupstungum á 84. aldursári.
Hún var fædd í Gýgjarhólskoti 18.
apríl 1845, eni giftist 14. okt. 1868
'Tómasi Tómassyni í Brattholti, er
andaKíst 12. nxaí 1926. Þessum ein-
kennilega og merka manni er lýst
í dánarminningu i „Vísi“ 7. sept.
s. á. og barna þeirra hjóna þar get-
iS. Er nú SigríSur dóttir þeirra ein
systkína sinna eftir í Brattholti, og
mun hún naumast flytjast þaöan
æöa í fjarlægð við Gullfoss sinn
meðan líf endist. Margrét heitin
hættí búskap í Brattholti síöastliö-
íð vor og tók þá viö búinu Einar
'Guömundsson, fóstursonur þeirra
hjóna. Voru þá liðin nálega 60 ár
frá því 'að hún byrjaði þar búskap
með manni sínum, cg hafði jafnan
vel farnast. Margrét heitin var
mesta gerðarkona í sjón og raun,
-tíguleg og svipmikil, hreinlynd og
trygglynd, prýðisvel greind, fróð
mg mínnug, alúðleg og skemtileg
jafnan í viðtali, þótt hún ætti við
'þann heilsubrest að búa allmörg
síðustu árin, að geta enga ferlivist
haft, vegna máttleysis í fótum. En
liún klæddist jafnan og sat á rúrni
sinu með handavinnu glöð og reif,
eins og ekkert gengi að henni, því
að sálarkraftar hennar voru að
kalla rnátti óskertir til dánardæg-
urs.
Drúpir Brattholt,
dauður er Tómas,
grætur gýgur
í Gullfossi
■var rnælt eftir Tómas látinn. Mér
íinst að Tungurnar hafi mik.il3
-misst við fráfall beggja Brattholts-
lijónanna gömlu, ])ví að sæti þeirra
-munu seint verða fylt í búandliði
Bislcupstungna.
H. Þ.
Veðrið í morgun.
Hiti í Reykjavík 2 st., (engin
skeyti frá ísafirði, Stykkishólmi,
Blönduósi, Raufarhöfn, Hólum í
Hornafirði, Grindavik og Kaup-
mr.nnahöfn), Akureyri 1, Seyðis-
íirði o, Vestmannaeyjum 4, Fær-
eyjum 5, Julianehaab o, Jan May-
en 3, Angmagsalik -t-10, Hjaltlandi
7, Tynemouth 9 st. — Mestur hiti
hér í gær 3 st., minstur 2 st. Úr-
koma 0,4 mm. Loftvægislægð
sunnan við Jan Mayen á norðaust-
urleið. Önnur djúp og víðáttumikil
iægð sunnan viö Grænland á norö-
austurleið. Horfur: Suövestur-
land, Faxaflói, Breiðafjörður:
Stonnfregn. í dag vaxandi land-
sunnan og austan. Krapahríð. í
nótt sennilega hvass landsunnan
og sunnan, allhvass. Víða krapi og
rigning. Norðurland, norðaustur-
land, Austfirðir: í dag suðlæg átt,
að mestu þurt. í nótt vaxandi
sunnan. Skúrir sumstaðar. Suð-
austurland: í dag útsunnan, sum-
staðar allhvass. Skúrir. I nótt vax-
andi sunnan átt. Rigning.
Símslitin.
í stórviðrinu á mánudaginu urðu
allmiklar bilanir á landsímalínum
viða um land, en einna mest mun
þó hafa kveðið að þeim á Kjalar-
nesi. Þar brotnuðu 70—80 sírna-
staurar og mun taka víku til hálf-
an mánuð að bæta þær skemdir að
fullu. Hefir verið símasambands-
laust við Norðurland síðani á mánu-
dag, en ritsímasamband kemst
væntanlega á í dag. — Skeyti til
útianda og hraðskeyti til Aust-
fjarða og Norðurlands, hafa verið
send loftleiðina um Þórshöfn í
Færeyjum.
Blaðið ísland
skýrir svo frá, að lögreglustjór-
inn í Færeyjum hafi tekið 200
ikrónur af íslendingum fyrir að
veita þeim þar verslunarleyfi, en
Danir fá slíkt leyfi fyrir 50 krón-
ur. — Samkvæmt Sambandslög-
unum eiga íslendingar að njóta
sama réttar í Danmörku og Fær-
eyjum sem danskir menn, og er hér
um brot að ræða á sambandslög-
unum.
Ryir kaupendur
Visis fá blaðið ókeypis það sem
eftir er þessa mánaðar.
Leikhúsið.
„Föðursystir Charley’s“ verður
ekki leikin í kveld.
Elds varð vaxt
í húsinu Hverfisgötu 18 í morg-
un. Kviknað hafði undir miðstöðv-
arofni hjá Helgu Heiðar, nudd-
lækni og brann gat á loftið. —
Slökkviliðið drap eldinn á svip-
stundú og skemdir urðu litlar.
ÁfmælL
Frú Guðriður Guömundsdóttir,
kona sira Ólafs Ólafssonar frí-
kirkjuprests, er 75 ára í dag.
Silfurbrúðkaupsdag
eiga i dag frú Friðgerður Bene-
diktsdóttir og Ólafur Guðmunds-
son, Týsgötu 3.
Trúlofun.
Nýlega opinberuðu trúlofun sina
í Kaupmannahöfn Tove Fugmann
og Jón Engilberts listmálari.
Iljúskapur.
Síðastl. laugardag voru gefin
saman i hjónaband ungfrú Þuríð-
ur Sigtryggsdóttir; forstöðukona
Nýja Bazarsins og Per Björnson
Soot blaðamaður frá Osló. Síra
Bjarni Jónsson gaf þau saman.
Goðafoss
fór frá ísafirði kl. 4 í nótt áleið-
is. hingað.
Lyra 1 ^
kom til Bergen á mánudags-
kveld1.
Gullfoss
fer til Vestfjarða annað kveld
kl. 8.
Þrír útlendir botnvörpungar,
tveir frá Þýskalandi og einn frá
Belgíu, kom hingað í gær. Aflinn
úr öðrum þeim þýska var seldur
hér á uppboði í morgun, samkvæmt
beiðni skipstjórans.
Þór
kom í morgun úr eftirlitsferð.
Frá Englandi
kontu i gær Draupnir og April.
Belgaum
kom af veiðunx i morgun og fór
áleiðis til Englands eftir stutta við-
dvöl.
Reykvíkingur
kemur út á morgun.
Sjómannakve'ðja.
F.B., 20. nóv.
Liggjunx á Patreksfirði. Töktun
kol. Vellíöan allra. Kær kveðja til
vina og vandamanna.
Skipshöfnin á Barðanum.
Áheit á Strandarkirkju,
afhent Vísi: 10 kr. frá Golla, 2
kr. frá Golla.
DOLLAR,
Látið DÖLLAR
vinrra fyrir yður
t»esta þvottaefaið, sem tll landslns flytst.
Þetta ágæta, mafgefdrspurða
þvottaefni er nú komið aftur.
DOLLAR-þvottaefni ep 1 raun
og aannleika sjálfvlnn—
amdi, enda uppáhald þeirra
sem reynt hafa.
DOLLAR er svo fjarri þvl að
vera i-kuð egt a?5 fötin endest
betur séu þau þvegin að stað-
aldri úr þessu þvotlaefni.
Sparið yður útgiöld og erfiði og
notið DOLLAR, en notið það sam-
kvæmt fyrirsögninni, því á þann
háit fáið þér bestan árangur.
í Ixeildsölu hjá:
á meðan þjer sofið.
Halidóri Eirikssyni.
Hafnarstræti 22.
J5fc£)Qfc£)5fc£,5
í>0=>S(r>!)&*S>É
b trHD C
Sírni 175. §
Lausasmiðjur
steðjar, smíðahamrar og smíðatengur.
Klappapstig 29.
VALD. POULSEN.
Siml 2«.
U. M F Velvakandl.
Gestamót
það fyrra á þessum veti'i, fyrir alla ungmerinafélaga sem í bæn-
um dvelja, verður haldið laiujardaginn 2'i. nóv. og hefst kl.
í Iðnó. — Til skemtunar verður:
1. Ræða (magister Sveinbjörn Sigiirjónsson).
2. Sögð gamansaga, með skuggamyndum.
3. Einsöngur, Þórður Kristleifsson (E. Th. aðstoðar).
4. Leikin kvöldvakan í Hlíð (úr „Maður og kona“)-
5. Dans, með undirleik hljómsveitar Þói*. Guðmundssonar.
Skemtun þessi er að eins fyrir ungmennafélaga, og geta þeir
vitjað aðgöngumiða í Iðnó á föstudag Id. 4—7 og á laugardag
kl. 5—8, sem kosta kr. 3.00.
ATH. Húsinu verður lokað kl. 10J4 og engum hleypt imt
eftir þann tíma.
Áfengisnautn Norðmanna.
Nýlega hefir veriö skýrt frá því
í „MorgTjnblaðinu“, eftir blaðinu
„Börsen“, að drykkjuskapur hafi
minkað i Noregi nú síðastliðið ár,
og setur það í samband við bannið.
En þessar tölur eru því rniður
ekki réttar, áfengisnautn hefir vax-
ið þar. Ef alt áfengi, sem þar er
neytt, er sett í 100% stynkleika,
var neyslan frá 1. mai 1926 til 30.
apríl 1927 alls 5.170,144,17 lítrar
og frá 1. mai 1927 til 30. apríl 1928
alls 6.561,204,88 lítrar, eða hefir
aukist um 1.391.060,71 lítra (eina
miljón þrjú hundruö niutíu og eitt
þúsund og sextíu lítra og 7Víoo úr
Htra).
Ef niiöaö er viö fólksfjölda Nor-
egs var hann 31. desember 1926
2.770.249 íbúar og 31. desember
1927 2.778.962 íbúar, þá var áfeng-
isnotkun á mann 1926—27 alls 1.87
á íbúa og 1927—28 2.36 lítrar.
í norsku hagskýrslunum er mið-
að við ár og þar er áfengisnautnin
talin 1926 1.92 lítrar og 1927 2.10
lítrar á mann.
Brennivínsnotkun hefir aukist
mjög mikið, úr 446.979 lítrum í
4.961.995 lítra, en aftur hefir mjög
minkað notkun léttari vina og öls.
Nýlega eru komnar út norsku
hagskýrslurnar nr. 9 og 10, og þær
sýna, að notkun áfengis hefir orðið^
enn meiri á öörum ársfjórðungi í ár
en 1. ársfjórðung og hefir aukist
með hverjum mánuði. Þannig hefir
sprúttsala ailkist um 6.258 litra frá
næsta ársfjórðungi áður og brenni-
vinssala um 61.676 lítra.
Um smygl munu trauðla vera
fullnægjandi skýrslur, en þó er
óhætt að fullyrða, að það hefir síst
nninkað, mörg skip veriö gerð upp-
tæk, og nú nýlega veriö gerðir
upptækir 2 hílar, er voru aö smygla
áfengi inn í Osló — og þar eru þó
nógu margir útsölustaðir á áfengi.
Pétur Zóphóníasson.
Tólg, lækkað verð.
Flot, ódýrt úr nautabeinum.
Svið, sviðin, ný og söltuð.
fœst lijá
Símar 249, 3 línur.
SfRIUS kakóduft
er holt 09 nærandi og
drjúgt í notkim.
K. F. U. M.
U-D-fundur í kveld kl. 8'/z-
— Sölvi. —
Piltar 14—17 ára velkomnír.
—x—
A-D. — Samtalsfundur
annað kveld kl. 8^.
Félagsmenn beðnir að fjölmenna.
TORPEDO.
.fuUkomimstu ritvélarnar.