Vísir - 26.11.1928, Blaðsíða 4

Vísir - 26.11.1928, Blaðsíða 4
VtSIR Lanðsins mesta úrval af rammalistnm. Myndir innranunaCar fljótt og rel. — Hvergi eins ódýrt. Gnðmnndur ísbjörnsson. Laugavtg x. PABRJBKSMBRK æ Átsúkkulaíl, Kakad, Úvlðjafoanlegt að gæðunt. esæææææææææææææææææææææææææ Teggfóður. Fjöíbreytt úrvaí mjög ódýrt, nýkomið. Guðmunðnr ísbjörnsson SlMIt 1700. LAUGAVEG 1. 48 0re. Sækketvlstlæpred. 2t Farti svært, ubleget, realiseres mindst 20 m. Samme Kvalitet 125 cm. bred 96 öre fr. m. Ubl. Skjorter 200 öre i lille og Rfíddelstörrelse, stor 225 Öre, svære uldne Herre-Sok- ker 100 Öre, svært ubl. Flonel 70 cm. bredt 65 öre p. m. Viske- stykker 36 öre, Vaffelhaandklæder 48 öre, kulörte Lommetörklæ- der 325 öre pr. Dusin. Fuld Tilfredshed eller Pengene tilbage. — Forlang illustreret Katalog. Sækkelageret, Sct. Annæ Plads 10, Köbenhavn K. Barnarúi Off Birkistólar Húsgagnaversl. við Dúmkirkjnna. FÆÐI 4 Fæði (og lausar máltíðir) er best á Fjallkonunni. (198 Besta og ódýrasta fæðið fæsi á FjallkonunnL (329 í LEIGA 1 Gott verkstæðispláss til leigu. Uppl. i síma 1769 eða Garða- sræti 11. (613 Mjólkur- og brauösölubúö til leigu um.næstu mánaöamót. Uppl. i síma 871. ' (823 TAPAÐ - FUNDIÐ 1 f óskilum: Brúnn hestur, ný- járnaður með vagnhestaskeif- um. Mark: 'Stúfjaðrað hægra, biti framan; stýft vinstra. Uppl. á lögregluvarðstofunni. (622 Sanseruð dömukápa var tek- in á föstudagskveldið úr for- stofunni á Laugaveg 19 B. Sé skilað þangað aftur eða hún verður sótt heim. (621 Hurð af sltáp tapaðist á Njálsgötunni fyrir nokkru. Skil- ist á Njálsgötu 80. (611 Gleraugu fundin. Vitjist á Hverfisgötu 100 A. (607 r VINNA 1 Unglingsstúlka, 14—16 ára, óskast til hjálpar húsmóður- inni méð eitt barn. Uppl. á Ný- lendugötu 21. Sími 917. (609 Stúlka óskast strax á Óðins- götu 8 A, hálfan eða allan dag- inn, hátt kaup. (608 Stúlka óskast. Gott heimili. Njálsgötu 4. (606 Vetrarma^'ur óskast. Uppl. á Skólavörðustíg 12, uppi, kl. 6—8 síðd. (605 Tilhoð óskast í að mála hús að innan. UppL á Njarðargötu 49, eftir kl. 7. (604 Góð, stilt stúlka óskast á ár- degisvist, sökum veikinda ann- arar. prent fullorðið i heimili. Uppl. Spítalastíg 8, uppi. (603 ELLA BJARNASON, Tjarnargötu 162. Sími 1253. Saumar lampaskerma og púða. — Málar pergamentskerma. — Selur lampaskermagrindur og annað efni í skerma. (249 Gangið í hreinum og pressuð- um fötum. — Föt kemiskt hreinsuð og pressuð fyrir 8 kr., föt pressuð fyrir aðeins 3 kr., frakkar fyrir 2,75, buxur fyrir 1,25. Rydelsborg, Laufásveg 25. Sími 510. (602 Guðm. Sigurðsson, klæðskeri, Hafnarstræti 16. Sími 377. Saumar ódýrast. Fljót af- greiðsla. — Fataefni: Blá, svört og mislit. — Lægsta verð i borginni. (177 Stúlka óskast i vist hálfan daginn. Uppl. á Njarðargötu 49. (599 f TILKYNNING • | Ef þér viljiö fá innbú yöar vá- trygt, þá hringiö í sima 281. Eagle Star. (249 HÓTEL HEKLA. Hljómleikar í veitingasalnum á hverju kveldi. r KAUPSKAPUR I Tækifæriskaup. pessa viku verða kven-prjónatreyjur og peysur (Jumpers) seldar með 15%—20% afslætti. Verslun- in „Snót‘‘, Vesturgötu 16. (598 Býður nokkur betur? Mjög lagleg sunnudaga-karlmannsföt fást. Verð frá kr. 30 í Fátabúð- inni — Útbú. (619 Best að kaupa efni i jólakjól- ana í Fatabúðinni — Útbú. (618 Verkamannaföt og slitbuxur fæst afar ódýrt í Fatabúðinni -— Útbú. (617 Kven-yetrarkápur og kjólar er best og ódýrast í Fatabúðinni — Útbú. (616 Best að versla í Fatabúðinni. _________________________ (615 Slæður, herðasjöl, hanskar, sokkar og vetlingar. Best og ó- dýrast í Fatabúðinni — Útbú. (614 Dagstofuliurð (mahogni) og ljósakróna til sölu með tækifær- isverði, Njarðargölu 31. (612 Timbur, niðurhöggvið (upp- kveikja), heil- og hálf-pokar, til sölu. Verslunin, Bragagötu 29. Sími 1767. (610 Ný vetrarkápa, mjög ódýr, til sölu á Baldursgötu 30. (568 „Norma“, Bankastræti 3 (viö hliöina á bókabúðinni). Stórt úrval ai konfektskössum, ódýra3t í bæn- utn. (109 tSLENSK FRÍMERKI keypt é Uröarstíg 12. (34 Af sérstökum ástæöum eru nýir lakkskór nr. 38 til sölu með tæki- færisverði. Til sýnis í Tóbaksbúð- itini, Laugaveg 43. , ('624 r HUSNÆÐI I Forstofustofa tii leigu á Bragagötu 33. (620 F élagsprentsmiö j an. FRELSISVXNIR. Myrtle fór aö heiman, þegar eftir morgunverÖ á fimtu- dagsmorgun, eins og þau höfðu orðið ásátt um. Lét hún t veðri vaka, að lafði William heföi beðið sig að koma eins snemma og hún gæti. Hún þyrfti að taka þátt í ýms- um undirbúningi undir dansleikinn, — sagði hún til skýr- ingar. „Já, vafalaust þarftu þess,“ sagði Sir Andrew. En þeg- ar hann sá hversu mikinn farangur hún tók með sér, Ieit hann til þeirra, er viðstaddir voru, mjög undr- andi, sló höndum saman og sagði: „Guð minn almáttug- ur! En hvað kvenfólkið getur verið hégómagjarnt!“ En Myrtle var komin út og flýtti sér inn í burðarstól- inn, til þess að leyna tárum sínum. Augu hennar flóðu í tárum, er hún hugsaði til þess, að hún færi nú alfarin úr föðurhúsum. Henni féll ákaflega þungt, að þurfa að draga fööur sinn á tálar. Lafði William varð að taka á allri mælsku sinni og glaðlyndi til þess að hugga Myrtle og hughreysta, er hún kom þangað. Það lá eins og farg á sál,hennar, er hún hugsaði til þess, að hún hefði svikist á brott frá föður sínum. En hún gat þó ekki gefið sér tíma til, að syrgja það lengi. Áður en hálf stund var liðin, var hún komin ofan á bryggju á leiö til skips, ásamt landstjórafrúnni. Þar beið þeirra bátur, mannaður fjórum breskum sjó- mönnum. Ungur sjóliðsforingi, framgjarn og áburðar- mikill, sat við stýrið. Úti i flóanum beið „Tamar“ þeirra. Snjóhvit segl voru bundin við siglutrén og fagurgljáandi málmurinn, sem skipið var skreytt með, glitraði í sólskininu. Þegar þau komu í námunda við skipið, náði annar bátur þeim. Reru honum blökkumenn, klæddir baðmullar-úlpum. En Ilarry Latimer og Tom Izard sátu i bátnum. Á herskipinu stóð heiöursvörður miðskipa. Og við land- göngubrúna stóð hinn ungi foringi skipsins, Thornborough höfuðsmaður, og bauð gestina velkomna. Alt var tilbúið, eins og landstjórafrúin hafði óskaö og gert ráð fyrir. En fyrst af öllu urðu þau að skoða skipið hátt og lágt, enda hafði það verið látið í veðri vaka, að sá væri tilgangurinn með heimsókninni. Þá er þau höfðu skoðað skipiö og dáðst að því, bauð skipstjóri þeim niður í herbergi sitt, til þess að þiggja bikar af víni, áður en þau færi í land aftur. Á síðasta augnabliki hafði skips- presturinn bæst í hópinn. Var það því ekki nema eðlilegt, að honum væri boðið með. En tímanum var ekki eytt til ónýtis, þá er komið var undir þiljur. Höfuðsmaður mæltist til þess, að tekið yröi til starfa, jafnskjótt og þjónninn hafði helt á glösin og var farinn út. Presturinn lét ekki á. sér standa og hafði alt til reiðu er nauðsynlegt þótti. Hinn gervilegi og sól- brendi höfuðsmaður lyfti glasi sínu hátt og óskaði frú Harry Latimer til hamingju að fám mínútum liðnum. „Kæra frú! Mér hefði verið það mesta ánægjuefni, að skjóta nokkrum fallbyssuskotum yöur til heiðurs. En það gæti orðið til þess, að menn kæmi með nærgöngular spurn- ingar. Og sem stendur væri eg ekki maður til að svara þeim.“ Áður en klukkustund var liðin, frá því er ungu hjónin hittust, urðu þau að kveðjast og skilja. Og Myrtle fór i bátinn og beið þar .ásamt lafði William. Hún bar nú aftur á hendi sér bauginn góða, er móðir Harrys hafði átt. Var þaö sami hringurinn, er hún hafði sent honum aftur í reiði sinni íyrir skömmu. En í hjarta hennar var alt í uppnámi. Hún var hamingjusöm og ánægð yfir þvi, að hafa unnið bug á afbrýðissemi Harrys og þrákelkni. Hann mundi nú fúslega fara á brott úr Charlestown, og frelsa líf sitt á þann hátt. En það hrygði hana, að hugsa til þess, að gift- ing hennar hefði orðið að fara fram á þenna hátt. Og hún mátti ekki til þess hugsa, hversu þungt föður hennar mundi falla þetta. Hann mundi telja það beint tilræði við sóma sinn og stærilæti, aö dóttir hans hefði svikist þannig í burtu með leynd og látið gefa sig saman við mann, sem honum var mjög illa við og jafnvel hataði. Hún sat í bátnum og horfði út á sólblikandi hafið og litla bátinn, sem ruggaði við skipshliðina. Maður hennar og vinur hans settust í bátinn í þessum svifum. Augu henn-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.