Vísir - 07.12.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 07.12.1928, Blaðsíða 2
v i s j: r Nýkomið: Tlie f pökkum. Tómatsósa, Libby’s. Gerduft, Di*. Oetkers. Laukup. Jarðarför Guðmundar Bjarna Jóhannssonar fer l'ram frá fríkirkjunni, og hefst kl. 1 e. h. laugardaginn 8. þ. m. frá heimili hans, Vitastíg 7. pórður Erlendsson. | REGNFRAKKAR, Í miklar birgðir nýkomn- í| ar, þar á meðal hinir | heimsfrægu | Burberry’s regnfrakkar, « sem aldrei hafa fengist hér áður. | Q. Bjarnason & Fjeldstel sbístioctt«ttíííssissíSíiís;5íiíi«öíiíittíií Símskeyíi Khö'fn, 6. des., F.B. Bæjarstjómarkosningar í Noregi. Frá Osló er símaö : Bæjarstjórn- arkosningar í Nofl'egi eru nýaf- síaSnar. í Osló fékk verkalýös- flokkurinn 42 sæti, hefir unni'S þar 2 sæti, hægri flokkur og frjáls- lyndir vinstrimenn fengu 40 sæti, töpuöu 1, vinstriflokkur fékk 2, kommunistar ekkert, töpuöu 1. — Fylgi verkalýösflolcksins hefir aukist í mörgum bæjum, einkum í Ncröur-Noregi, en fylgi hægri- manna hefir aukist í sumum bæj- um i suöurhluta Noregs. Sam- kvæmt blaöinu Socialdemokraten vann verkalýösflokkurinn næstum 60 sæti nettó i öllu landinu, þar af 25 frá kommúnistum. Samkvæmt íhaldsblööum halda borgaraflokk- ar meirihlutanum í næstum öllum bæjum. Engin Nobels-friÖarverðlaun í ár. Nobelsverölauna-nefndin hefir ákveöiö aö úthluta ekki friöarverö- launum í ár. Ríkisforsetakosningar í Austurríki. Frá Vínarborg er símaö: Aust- urríkska þingið kom saman í gær tii þess að kjósa ríkisforseta. For- setaefni kristilega socialistaflokks- ins, Miklas þingforseti, fékk 94 at- kvæöi, forsetaefni socialista, Ren- ni, 91, forsetaefni stórþýska flokks- ins, Schober ofursti, 26. Þar eð ekkert forsetaefnið fékk helming greiddra atkvæöa, var ný kcsning látin fara fram. Miklas fékk þá 94 atkvæöi og Schober 26. Socialistar skiluöu sínum atkvæðaseölum auö- um. Miklas þannig kosinn ríkis- forseti. Fjárlagafrumvarp Bandaríkjanna. Frá Washington er símað: Fjár- lagafrumvarpiö fyrir áriö 1930 hef- ir verið lagt fyrir þingiö. Útgjöldin eru áætluð 3781 miljónir dollara, en tekjurnar 3841 miljón doilara. Stærsti útgjaldaliöurinn er til her- málanna, nefnilega 688 miljónir ciollara. Coolidge forseti sagöi í boöskap sínum, aö skattar verði ekki hækkaöir, hinsvegar sé lækk- un skatta ekki væntanleg í bráö- ina. Byggingaáform stjórnarinnar eru meiri en nokkru sirini áöur á friöartímum. Þannig er áformað, aö verja 118 miljónum dollara til bygginga handa hernum. Utan af landi. —o--- ísafirði, 7. des., F.B: Bátur ferst. Róðrarbátur frá Ögurvík fórst í fiskiróöri í gærdag. Drukknuöu fjórir menn, er á bátiíum voru. Þeir hétu: Sigurjón Guömundsson, íormaöur, Ásgeir Þórarinsson, Jón Guömundsson og Gunnar Elíasson, alt ungir menn og ókvæntir. Tímarit Þjóíræknisfálagsias. —x— Fyrir skemstu hefir Vísi bor- ist til umsagnar 9. árgangur Tímarits pj óðrækn isfclags ís- lendinga í Vesturlieimi. Er Tímaritið prentað í Winnipeg, og ritstjóri þess sira Rögnvaldur Pétursson. petta bindi Timaritsins er hivö fyrsta, er út hefir komið eftir fráfall Stephans G. Stephans- sonar, og er því síst að furða, að það er mjög lielgað minn- ingu hans. Er þar ritgerð um Stephan eftir Jóliann P. Páls- son lækni, éndurminningar um liann eftir Jóhann Magnús Bjarnason rithöfund, og tvö kvæði til minningar um hann, annað eftir porskábít, en hitt eftir Jakobínu Jöhnson. — peir voru miklir vinir Stephan og dr. Jóhann P. Pálsson, enda er ritgerð hans rituð af miklum skilningi, og gefur liún besta hugmynd um Stephan, bæði sem skáld og mann. Er Stephan þar varinn vasklega f}rrir árás- um, er skáldskapur lians og G úmmístimplav •rn bimr til I Fél&ggprentsmiBjtwai. VnndaOir og ódýrir. lífsstefna oft varð að sæta af hálfu hinna þröngsýnni landa, er sjálfa skorti hugarflug og djúpskygni, til að fylgjast með lxonum. Tvær ritgerðir eru í Tímarit- inu um norræn fræði. Önnur er „Um orðtengdafræði islenska , eftir Pál Bjarnason, málfræði- legs efnis; góður fengur öllum þeim, er slíkum fræðum unna. Hin ritgerðin er um Ævarr- skarð i Húnavatnssýslu, eftir Erlend Guðmundsson frá Mörk. í ritgerðinni eru leidd rök aö því, að Ævarrskarð, þar sem Ævarr landnámsmaður bjó, sé sami staður og Bólstaðarhlíð. En um þetta liefir þótt nokkur vafi hjá fræðimönnum hér heima, og liafa sumir viljað hafa Ævarrskarð þar sem nú er Litla Vatnsskabð. En þá skoðun telur Erlendur fjarri öllum sanni. Ritgerðin er vel samin, og sýnist ritháttur Erlendar meira við alþýðu liæfi en liins fræðimannsins, Páls Bjarna- sonar. Af öðrum ritsmíðum eftir landa vesíra nxá nefna: „í völcu ög svefni“, sögu eftir E. J. V., og „Ferð nxín til Ameríku“ eft- ir Svein Björnsson, einn liinna elstu íslensku landncma vestra. Allnxörg kvæði eru í ritinu, og má þar fyrst telja kvæði porskabits „Við lát St. G. St.“ og „Vesturför“, sem aðeins er brot, en segir frá för íslensks bónda og lconu hans vestur >Tir hafið. í kvæðum dr. Richards Becks kemur fram mikil ætt- jarðarást. Einnig eru kvæði eft- ir Sigríði Guðmundsdóltur og Jakobínu Johnson. Er sérstak- lega vert að benda á kvæði Jak- obínu, „Skyldleiki“. íslendingar liér heiina eiga nokkrar greinar í tímaritinu. —- Steingr. Matthíasson skrifar grein, er hann nefnir „Yfir Skciðará“. Er hann altaf hrcssi- legur rithöfundur. Meistari Sig- urður Skúlason ritar um Jón biskup Gerreksson. Og loks sendir Guðmundur Friðjónsson frá Sandi kveðju sína í pistí.i „Frá Islandi 1927“. Slikar rit- smíðar eru ekki failnar til þess að auka álit lesenda í annari heimsálfu á víðsýni eða sjálí’- stæðisþori ibúa „ganxla lands- ins“. Er riígerðin illa skfifaður harmagrátur út af of miklu sjálfstæði íslendinga;, sáran tregað, að eklci var gengið að „uppkastinu“ 1908, og þar sem á öðru er tekið, sanxi skilningur- inn á nýjum timum og stefn- um. Af því, sem nú hefir vérið sagt, nxá sjá, að Timarit pjóð- ræknisfélagsins er allfjölbreytt að efni,og að landar vorir vesti-a liafa hvorki hætt að hugsa um fóstru sína né týnt tungu henn- ar. Eins og ætíð áður er frá- gangur Tímaritsins mjög vand- aður, ritstjóranum og pjóð- ræknisfélaginu til sóma. Veðrið í morgun. Frost um land alt. Reykjavík 4 st., ísafirði 3, Akureyri 6, SeyÖis- firði 5, Vestmánnaeyjum 6, Stykk- ishólmi 5, Blönduósi 4, Raufarhöfn 6, (skeyti vanta frá Hólum í Homafiroi, Grindavik og. Kaup- mannnahöfn), Færeyjum frost 1, Hjaltlandi o, Tynemouth hiti 3, Julianehaab frost 1, Angamagsalik 12, Jan Mayen 4 st. Mestur hiti hér i gær -t-' 4 st., minstur —- 9. Úrkoma 0,1 mm. Djúp lægð yfir Norðursjónum og norður og vestur með vesturströnd Noregs. Ilæð yfir Grænlandshafi. Stór lægð við Vest- ur-Grænland á austurleið. — Iiorf- ur: Suðvesturland: í dag hvass norðan, en lygnir úr hádeginu. Á morgun sennilega vaxandi sunnan- átt. Faxaflói og Breiðafjörður: I dag og nótt minkandi norðankaldi. A morgun vaxandi sumxanátt og þíðviðri. Vestfirðir: í dag og nótt hægur norSan. Á rnorgun vaxandi sunnanátt. Norðurland : í dag mink- andi norðanátt. í nótt stilt og bjart veður. Norðausturland og Austfirð- ir: í dag hvass norðan, hríðarveð- ur. Lygnir með nóttunni. Suðaust- urlancl: í dag hvass norðan, en lygn- ir með nóttunni. Bjartviðri. Gullbrúðkaup. I dag er gullbrúðkaupscbgur hjónanna Gu'Srúnar Hansdóttur og Jóns Ásgeirssonar í Ólafsvík. Hjúskapur. j Nýlega hafa veri'S gefin saman hiónaband ungfrú GuSrún SigurS- ardóttir og Þorsteinn Elíasson, sjómaSur, Heimili ungu hjónanna er á Grettisgötu 27. Trúlofun. í gær birtu trúlofun sína uilg- frú Ingveldur Einarsdóttir, kaup- manns í Grindavík og Rafn Sig- urðsson, skipstjóri á e.s. „Vestra". „Germanía“ heldur fund í kveld í ISnó (uppi á lofti). Júlíus Schopka segir frá bernaSarendurminningum sínuia. Próf. Velden og Páll ísólfsson ætla a'S leika þar nokkur lög eftir Schu- bert. AS lckum verSur dausað. 85 ára afmæli á í dag ekkjan Anna Guðmuads- dóttir, BræSraborgarstíg 20. óðinn j tók í fyrradag enskan botmrðrp- ung í landhelgi og fór meS hana til EskifjarSar. Hann heitir Reno- via og er frá Grimsby. Dómur í máli hans verSur upp kveSinn í dag. Skipafregnir. Esja fer héSan kl. 10 í kveld austur og norSur um land. Er þetta síðasta strandferSin á þessu ári. Goðafoss kemur til Hull x dag á leiS til íslands. Gullfoss fer þami 9. þ. m. frá Kaupmannahöfn áleiSis hingað. Félag fasteignaeigenda í Rvík boðar til alínenns fundar í Nýja Bió, á laugardaginn kemur, kl. 6 síðdegis. FundarefniS er um Bruna- tryggingar á húseignum í bænum og um skattamál. Málshefjendur verða Brynjólfur Stefánsson skrif- stofustjóri og Ágúst Bjarnason pró- fessor. St.t Dröfn.nr. 55 heldur aukafund á morgun kl. 8)4, í Bröttugötu. En reglulegur fundur verður þó á sunnudag kl. 5. Hjálpræðisherinn heldur hljómleikahátíð í kvöld kl. 8. Efnisskráin er f jölskrúðug, Horn og strengjahljóðfæri, einsöngur o. fl. Auk þess talar Ólafur Ólafsson Fiinleikar fypip stúHcup hef jast um n æ s t u helgL — Fyrst um sinn verða æfingar einu sinni í viku — á sunnu- dögum kl. 5 (æfingum verð- ur síðar fjölgað, ef húsnæði leyfir). Æfingagjald er mjög lágt. Stúlkur, sem ætla að vera með, gefi sig sem fyrst fram við STJÓRN K. R. Fallegir Vetrar- fralíkar, allar st-erðir. Kuldaliúfnr, ¥etlingar, Treflar, Nærföt, Sokkar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.