Vísir - 11.12.1928, Blaðsíða 5
VlSIR
Þriðjudaginn n. desember 1928,
Hjdnavígslar, fæðingar og manndauði
árið 1927.
Síðaslliðið ár liafa lijóna-
vigslur, fæðingar og manndauði
verið sem liér segir:
Hjónavígslur . . 594 eða 5,8%c
Lifandi fæddir . 2642 — 25,6—
Dánir.......... 1282—-12,4—
Fæddir umfram
dána......... 1360 — 13,2—
1 eftirfarandi yfii'lili er sam-
anburður við undanfarin ár.
Um undanfarið 50 ára skeið
hefir komið árlega á hvert
þúsund landsmanna:
Hjónav. Lifandi fueddir. Dánir. Fæddir umfram dána.
1876—85 ..., 31,4%c 24,5 %c 6,8%„
1886—95 ... ... 7,2— 31,0— 19,5— 11,5—
1896 05 ... ... 6,4- 29,0— 17,1— 11,9—
1906—15 . .. ... 5,9— 27,0— 15,2— 11,8—
1915—20 .... ... 6,4— 26,5— 14,1— 12,5—
1921—25 .... ,.. 5,7— 26,3— 13,8— 12,5—
1926 ... 6,1— 27,0— 11,0— 16,0—
1927 ... 5,8— 25,6— 12,4— 13,2—
Hjónavígslur hafa verið færri
siðastliðið ár heldur en næstu
ár á undan, en þó fult eins
margar eins og að meðaltali ár-
in 1921—25.
Fæðingar hafa verið með
langfæsta móti árið 1927 og
töluvert færri heldur en árið á
undan. Annars hefir fæðinga-
ldutfallið farið smálækkandi á
öllu þvi tímabili, sem yfirlitið
nær yfir. pó er það hærra hér
heldur en i öllum nálægum
löndum Norðurálfunnar. Að
eins i Suður- og Austurevrópu
er það hærra.
Manndauðinn hefir þó mink-
að miklu meir, svo að liann er
orðinn nálega helmingi minni
heldur en fyrir 50 árum. Síðast-
liðið ár varð manndauðinn þó
heldur meiri en árið á undan og
stafaði það af allslcæðum kíg-
hóstafaraldri í börnum. prátt
fyrir það varð manndauðinn til-
tölulega töluvert minni heldur
en að meðallagi árin 1921—25,
eða að eins 12,4 af þúsundi, og
er það ekki hátt hlutfall, míðað
við flest Norðurálfulönd.
Mismunurinn á fæddum og
dánum varð að vísu minni árið
1927 heldur en árið á undan, en
varð samt allverulegur (1 %%)
og meiri heldur en að meðaltali
undanfarin ár.
Af lifandi fæddum börnum
síðastliðið ár voru 1366 sveinar
og 1276 meyjar.
Andvana fædd hörn voru 73
síðastliðið ár. Voru 41 svein-
börn, en 32 meybörn. Næsta ár
á undan var tala andvana
fæddra barna 70, en 65 að með-
altali 1921—25.
42 tvíburar fæddust árið 1927,
en engir þríburar. Næsta ár á
undan var tala tvíbura 47, en
36 að meðaltali árin 1921—25,
og á þessum 5 árum fæddust að
eins 4 þriburar.
Af öllum fæddum börnum,
lifandi og andvana, síðastliðið
ár voru 370 óskilgetin eða
13,6%. Er það svipað hlutfall
eins og verið liefir um langa
hríð. En fyrir síðustu aldamót
var meira um óskilgetin börn.
Af hverju hundraði fæddra
barna voru óskilgetin:
1876—85 .... 20,2%
1886—95 .... 19,3—
1896—06 .... 14,8—
1906—15 .... 13,2—
1916—20 .... 13,3—
1921—25 .... 13,5—
1926 13,5—
1927 13,6—
Af þeim sem dóu síðastliðið
ár voru 634 karlar, en 648 kon-
ur. Er það gagnstætt því sem
vant er að vera, því að venjulega
deyja fleiri karlar en konur.
Barnadauði var miklu meiri
liér síðaslliðið ár heldur en all-
mörg undanfarin ár. Dóu 220
börn á 1. ári eða 83,2 af hverju
þúsundi lifandi fæddra barna.
Hefir tala þessi annars farið
mjög lækkandi á undanförnum
árum og árið 1926 komst hún
niður í 47,7, árin 1921—25 var
hún að meðaltali 52,3, 1916—20
68,5 og 1911—15 72,1, en árin
1871—80 var hún 188,8, og ef
farið er lengra aftur í tímann
var hún ennþá langtum hærri.
96 af börnum þeim, sem dóu á
1. ári árið 1927, dóu úr ldghósta,
en auk þess dóu það ár úr kíg-
hósta 53 börn eldri en ársgömul,
en yngri en 5 ára.
(Hagtiðindi).
Bókarfregn.
Kjartan J. Gíslason frá Mos-
felli: Nœturlogar, Reykjavík
— Prentsm. Gutenberg —
1928.
Kjartan Gíslason hefir átt við
mikla örðugleika a<5 etja. Sú saga
verður ekki sögð hér. Eg efast um,
að hann hafi nokkurn tírna átt sér
tómstundir að gagni, síðan hann fór
að fást við kvæðagerð. Allan dag-
inn hefir hann orðið að vinna baki
brotnu á skrifstofu, skrifað og
reiknað á vélar, býst eg við, og
kveldstundirnar mun hann býsna
oft hafa helgað gestum sínum
Nafnið á þessu fyrsta ljóðasafni
hans, er að því leyti réttmætt, að
kvæðin munu flest eða öll ort á
nóttum, löngu eftir borgaralegan
háttatíma; í því er enginn reyfari
fólginn. \
Til þessa er ilt að vita, ekki síst
þar sem Kjartan er að ýmsu leyti
einkennilegur maður og búinn and-
legum hæfileikum, sem hljóta að
vekja samúð þeirra, sem eru honum
nákunnugir. Mér varð ósjálfrátt
hugsað til hans og reyndar fleiri
íslenskra skálda, er eg átti síðast
liðið sumar tal við erlendan rithöf-
und. Sá maður lifir með smáþjóð,
að vísu talsvert fjölmennari en ís-
lendingar. Hann hefir skrifað nokk-
urar bækur og auðgast svo á þeim,
að hann hefir reist sér þrjú sæmi-
leg landsetur, þar sem hann getur
dvalið áhyggjulaus og lesið og
skrifað eftir vild alt árið um kring.
Eg las skömrnu síðar eina af bók-
um hans, og færði hún mér heim
sanninn um, að höfundur þessi
múndi aldrei hafa ná'S lýðhylli á
sla-ndi, enda mun hann talinn með
smærri spámönnum þjóðar sinnar.
Lífskjör Kjartans Gíslasonar
speglast i sumum kvæðum hans,
t. d. þar sem hann segir um hina
dulrænu vornótt (bls. 22) :
Þig dreymir um sólina svásu,
er signir grænkandi hlíð;
mig má ei um daginn dreyma,
því dagurinn er mitt stríð.
Og skáldið, sem hann yrkir um,
(bls. 46—47), er milli tveggja
elda, stritsins og þreytunnar:
Það þráir líf úr ljóðum, sögum,
en lesa — það er dauðleg synd,
því stritið heimtar hverja stund
og hóp af skáldadraumum rekur
í Imskann, meðan birta ekur
í bláum vagni á nætur fund.
Annars yrkir Kjartan einkum um
ástir. Veigamesta kvæðið í Nætur-
logum, Hann er giftur, er um
stúlku, sem hefir orðið vitskert, af
þvi að unnusti hennar giftist ann-
ari. Það er hin gamla harmsaga:
„önnur fékk þann, er eg unna“, í
nýrri og svipmikilli mynd. Ofsjón-
um hinnar vitfirtu konu er vel lýst
í þessu erindi (bls. 67) :
Allir Satans alifuglar
eru á flugi’ um loftin grá,
bera menn á milli klónna,
mikil skemtun er að sjá.
Hæ! — Þeir rífa hold frá beini,
hjörtu skulu’ að máltíð gjörð.
Rignir tárum, — rignir blóði, —
rignir stunum nið’r á jörð.
Síðan koma heitingarnar:
Eg skal verða fugl í flokknum,
flug mitt svala myrtri þrá
bera menn á milli klónna; —
mikið — skal eg — kvelja þá.
Ofsjónirnar hverfa, henni finst
brúðguminn nálgast, og hún býr
sig til að fara í brúðarklæðin (bls.
68):
Hann kemur nú, eg heyri
skóhljóð hans,
úr hirslu minni tek upp
brúðarskart,
þó aldrei framar sæi’ eg sól
né tungl,
er sé eg hann — þá verður
alt svo bjart.
Yrkisefnin, sem sótt eru til forn-
sagna vorra, eru og um ástir manns
og konu (Hallfreðar og Kolfinnu,
Kormáks og Steingerðar). Höf-
undur bregður fyrir sig gamansemi
i kvæðinu Kyssist þið lágt, er
geymir nytsöm heilræði því fólki,
sem þarf að hafa ástafundi á næt-
urþeli (bls. 77—78):
Varlega — hægan — þei! þei! þei!
Það er víst gott,hver svefnsins nýtur.
Kyssist þið lágt!
Kyssist þið lágt!
Passið að vekja ekki piparmey,
sem piltlaus i næstu stofu hrýtur.
Kyssist þið lágt!
Kyssist þið lágt!
„Góöa írú Mgnöur, livcruig £eró þu u6 búa til
svona góðar kðkurl"
„Eg skal kenna þór galðnrinn, ÓVðf mfn. Kotaðu
aðeins Gerpúlver, Eggjapúlver og alla öropa fró Eína-
gerð Keykjaviknr, þé verðn k'óburnar svona fyrirtaks
góðar Það fæst hjá ðlluui kaupmönuum, og eg bið
altaf um Gerpúlver frá Efnagerðinni eða Lillu Ger-
púlver.
Af þeim kvæðum, sem enn eru
ótalin eru veigamest Mýrdalssand-
ur og Almáttug neyð'. Enn má
henda á nokkurar vel kveðnar stök-
ur og loks þýðingar á kvæðum eft-
ir A. K. Olsen, Thor Lange, A.
Juul og Wildenwey. Frágangur
bókarinnar er hinn snyrtilegasti og
fylgir henni mynd af höíundi og
þrjár myndir eftir Tryggva list-
málara Magnússon til skýringar
kvæðunum.
Kjartan Gislason er sýnilega
vaxinn upp úr fyrstu kvæðum sin-
um; þau voru flest viðvaningsleg.
Þessi kvæði eru ólik þeim, enda
flest ný. Málið á þeim er yfirleitt
gott, en kveðandi sums staðar lak-
ari, t. d. i kvæðinu Franz frá Assisí,
sem auk þess missir að nokkuru
leyti marks, því að yrkisefnið er
höfundi, að vonum, ofviða. Kvæð-
ið til Issay Mitnitzky er alger and-
stæða og bendir enn fram á leið;
það byrjar svona (bls. 118):
Vekur þú með stiltum strengjum
stormagný, svo húsið skelfur,
dynja lætur hamslaust hafrót,
hrynja fossa, niða elfur.
Ljóðkvak fugls á laufgum greinum
liðast undan þínurn boga.
Fiðlan hugbát allra ýtir
inn á fjarstu draumavoga.
Hrifning höfundar og vönduð
meðferð, sem hér fara saman, gefa
góðar vonir um, að lindin, sem
fram til þessa hefir hrislast um urð-
ina, skamt frá upptökunum, muni
bráðlega leggjast í dýpra farveg.
Sigurður Skúlason
mag. art.
fiegnfrakkar
í mörgum litum, meö nýju
sniSi, sérlega fallegir, eru
nýkomnir. — Einnig vetrsr-
frakkar mjög odýrir.
GsM. B. Vikar.
klæÖskeri. Laugaveg 21.
V élalakk,
Bílalakk,
Lakk á miBstsívar.
Einar 0. Malmberg
Vesturgötu 2. Simi 1820.
fiestakjöt
af ungu, verulega feitt, gott og
vandað, reykt á 65 au. Vz kg.,
ísl. smjör.
VON.
Sími: 1448.