Vísir - 19.12.1928, Blaðsíða 3

Vísir - 19.12.1928, Blaðsíða 3
VISIR MiíSvikudaginu 19. des. 192S. Símskeyti --X— Khöfn 18. des. FB. Úfriðurinn í Suður-Ameríku. Frá Washington er símað: Bardagar á inilli Bolivíu-liers og Paraguay-hers halda áfrani. Boliviu-herinn liefir tekið nokkur virki frá Paraguay- mönnum, en Paraguaymenn náð einu þeirra á vald silt aft- ur. Sendiherra Paraguay í Washington tilkynnir, að Boli- via hafi byrjað ófriðinn við Paraguay; liafi her Boliviu ráð ist inn í Paraguav, án þess að segja Paraguay slríð á hendur. Paraguay liafi þess vegna verið til neydd að kalla saman her- lið i varnar sicyni. Frá Genf cr simað: Stjórnin í Boliviu hefir sent þjóða- bandalagínu tilkynningu um bardagana siðustu dagana, og skellir allri skuldinni á Para- guay, segir í tilkynningunni, að Paraguay-herinn hafi ráðist á lier Bolivíu, sem var saman kominn á landamærunum, i varnar slcyni. Búist er við, að Briand kalli saman auka-ráðsfund þjóða- handalagsins í lok vikunnar. Atvinnuleysið í Bretlandi. Frá London er símað: Bald- win forsætisráðherra hefir til- lcynt i þinginu, að stjórnin ætli að fara fram á það við þingið, að það samþvkki fjárveitingu til þess að draga úr neyð hinna atvinnulausu i námuhéruðun- um. Frá Afghanistan. Frá Delhi í Indlandi er sím- að: Uppreisnarmenn liafa liaf- ið sókn af nýju, nálægt .Tolala- J>ad i Afghanistan. Uppreisnar- menn hafa einnig ráðist á Ka- J)ul og Jiertekið tvö virki ná- lægt borginni. Aðstaða Afgha- nakonungs er talin alvarleg, og óttast menn alment um örygg útlendinga. Óttast margir, að uppreisnin gegn Afglianakon- ungi beinisl einnig gegn úllend- ingum, einkanlega Tyrkjum og Rússum, þar eð uppreisnar- menn álíta þá upphafsmenn að evrópeiskum uml)ótum kon- ungsins. Útvarpið. Margir liafa spurt mig að því, hvort eldvi yrði neitt útvarp liér um jólin. Eg liefi auðvitað ekki getað svarað þyi neinu, en visað spyrjendunum til réttra lilutað- eigenda. Með því að það mun vera mjög almenn ósk manna, að fá eitthvert jólaútvarp, og þar sem eg er sannfærður um, að það muni auka mjög liátíð- ina hjá mörgum, ætla eg að reyna að gangast fyrir því að guðsþjónustunum verði að jninsta kosti varpað út liátíðisT dagana. Takist mér að koma { þessu í kring, mun eg Jnðja blöðin að skýra nánara frá til- liöguninni. — Eg get þessa svo tímanlega, til þess að fólk hafi nokkurn fyrirvara með að setja tæki sín í stand. peir sem geta náð lil mín, geta fengið lijá mér ókeypis leiðbeiningar um það. Viðgerðir get eg ekki tekið að mér, vegna annríkis, en get bent á menn iil þeirra hluta, ef ósk- að er. 17. dcs. O. B. Arnar. Jón Bjarnason héraðslæknir á Kleppjárns- Reykjum í Borgarfirði liefir verið fluttur hingað sjúkra- flutningi og liggur í Landakots- spítala. £. R. F. í. lieklur fund í I'Snó fimtudags- bveldið 20. ]). ni. kl. &y2. Einar H. Kvaran flytur erindi. Efni: Frum- kristnin, kirkjan og sálarrannsókn- irnar. Trulofuö'. Nýlega hafa opinberatS trúlofun sína Jósefína Waage Ólafsdótíir, S])italastíg' 10 og Vigfús Pálma- son. skósmiður, Bjarnarstíg 11. Kafbátahernaðurinn, lieitir ný l)ók, sem Árni Óla, blaðamaður, hefir skrásett, en þaö eru endurminningar Július Schop- J.a, sem tók þátt i kafbátahernaði ÞjóSverja hin síðari ár styrjaldar- innar, en búið liefir Jiér í Reykja- vík sí'ðan áriö 1920. Fátt liefir ver- ið ritaö á íslensku um kafbáta- berna'S, anna'S en þessi bók. Hef- ir Schopka fengið góðan sam- verkamann, ])ar sem Árni er, og muii mörgum leika forvitni á a'S lesa þessár frásagnir, sem Jýsa háskaferðum, ólíkum öllu, sem sögur fóru af fyrir styrjaldarárin. Mun ])aö og fátítt, að menn kom- ist lífs af úr svo mörgum og mikl- um hættum, sem Schopka rataði i þessi ái*, sem, hann var í kafbáta- hemaði. Margar myndir eru í bók- iuni og allur frágangur hinn, be ti. Stjórn „Bandalags ísl. listamanna", sem stofnað var í Reykjavík sí'ð- astli'ðiö haust. hcfir sent Sigric Undset, í tilefni af veitiTigu No- bels-verðlaunanna, slceyti á ís- lensku eins og hér segir: ..Banda- lag íslenskra listamanna, Reylcja- vík, samgleðst yður og fagnar end- urlífgun íslenskrar sögu í list y'ð- ar.“ (ÍF.B.). Hættuleg leið er ])að crðiu fyrir vegfarendur að fara i myrkri frá Skólavörðu inn að Hafnarsmiðjunni við Hlíð. Stafar ])að af því, að lnúið er a'ð grafa fyrir grunni stúdentagarðs- ins þarna miðja vegu, og nær gnmnurinn, sem er alldjúpur á köflum, yfir gangstíginn, sem })arna var áður niður af Skóla- vörðuhæðinni. — Vísir veit til þess, að maður, sem. elcki vissi um grunninn eða mundi ekki eftir honum, hefir hrapað þarna niður í myrkri. Og þótt eig'i hafi orðið stórslys að því sinni, er eigi að vita, livort svo giftusamléga tæk- ist til ööru sinni. — Er þess að vænta, að Irorgarstjóri sjái um, að þarna verði komið upp einltverj- um Jjóstirum, til að vernda líf og limu vegfaranda. ? Ðjúpbáturinn, „Arthur Fann,y“, fer bráðlega lil ísafjarðar, seqnilega á föstu- dag. Tekur vörur og póstflutning. Mun þetta verða síðasta ferðin til . safjarðar fyrir jól. úlieit á Strandarkirkju, afh. Vísi: 5 kr. (gamalt áheit) irá S., 5 l<r. frá H. L. J., 5 lcr. frá A. G., 4 kr. frá R. S. Gjafir til lieilsulausa drengsins, aflient- :.r Vísi: 4 kr. frá náunga, 5 lcr. frá Ó. IT., 5 kr. frá G.. 5 l<r. frá Ó. B. , 5 kr. frá ömniu, 5 kr. frá Ó. G., 2 kr. frá ónefndum, 10 kr. frá IV., 2‘kr. frá Ó. !>.. 10 kr. frá Sigga og Gaja, 1 kr. frá N. G., 5 kr. frá P. B., 5 kr. frá K. Ó., 1 kr. frá 1., 5 kr. frá V. G., .10 kr. frá D. E. og Ó.. 3 kr. frá E. J.. K. S. og M. J., 40 kr. frá nokkuru af starfsfólki landssímans, 5 kr. frá S. J., 4 kr. frá K., 1 kr. frá Oddi. Bálfapiv. —o— Hinn 9. þ. 111. skrifaði dr. Helgi Péturss grein í Visi, er hann nefnir „Lík og lif“. Legg- nr hann til, að líkbrenslustöð sé i-eisi liér, en hugmyndinni um nýjan kirkjugarð vísað á hug í bili. Greinin er skrifuð af þeim skarpleika og snilli, sem þeim manni er eiginleg, og á fylsta hátt orð í tíma töluð. Ekki er ólíklegt, að einmitt þetta sé orðið mörgum í mun, þótt dr. H. P. liafi fyrstur riðið á vaðið að þessu sinni. Slík stofnun sem þessi hefði þurft að vera komiii hér fyrir löngu. Er þá engum vafa undir- orpið, að líkbrensla væri orðin nokkuð almenn og færi stöðugt i vöxt. Mundu þá þrengsli þau, sem orðin eru í núverandi kirkjugarði, enn eigi hafa kom- ið til greina. En licr mun sama reglan gilda sem á öðrum svið- um, að menn eru alment vana- 1‘astir og í fyrStu tregir til þess að leggja inn á nýjar brautir. pess má þó geta i þessu sam- bandi, að hér er ekki um alls- endis nýja aðferð að ræða. Lík- brensla hefir tíðkast með ýms- 11111 þjóðum frá ómunatíð og jafnvel með forfeðrum vorum á eiröldinni. Skýrar sagnir höf- um við líka af því í fornritum vorum. Allir kannast við sög- una um bálför Baldurs. pegar þess er gætt, að lik- brenslufélög eru ekki stofnuð hér í álfu fyrr cn á áttunda tug 19. aldar og á Norðurlöndum cklci fyrr en 1881, má segja, að þessi siður liafi rutt sér mjög til rúms. í pýskalandi voru ti dæmis 54 likbrcnslustöðvar ár- ið 1920 og lilutfallslega ekki færri í öðrum menningarlönd- um Evróp.u. í Tokió einni sam- an eru um 30 ofnar og helm- ingur allra líka fluttur þangað. í Kaupmannahöfn og víða í ítaliu, Sviss, pýskalandi og Eng- landi liafa bæirnir keypt stöðv- arnar af þeim félögum, sem í fyrstu hafa reist þær. Hversu almenn líkbrensla mundi verða hér á landi, i fyrstu, er ekki golt að fullyrða. En þegar þess er gætt, að nokkr- ir þeirra manna, sem efni og ástæður hafa haft á þvi að velja Efnlang Reykf&viknr Kemisk fatahreinsnn og lifnn Langaveg 32 B. — Sími 1300. — Símneíni; ESnalaag. Trcinsar með nýtisku áhöldum og aðferðum allan óhreinan fatnað og dúka, úr hvaða efni sem er. Litar upplituð föt og breytir um lit eftir óskum. Eykur þœgindi. Spara* fé. um, nú á síðari árum, liafa íeldur kosið að láta flytja lík sitt af landi burt til brenslu,' má draga þá ályktun, að liún yrði þegar í stað nokkuð tíðkuð. pað er og vist, að alment mundi hrensluaðferðín engri andúð sæta. Að liinu má aftur ganga sem vísu, að ef likbrensla hefði verið tíðkuð hér á landi öldum saman, mundu greftrunarað- ferðir aldrei geta rutt sór til rúms ,eða að minsta kosti mæta öflugri mótspyrnu. Nútíðar- menn mundu ófúsir til þess að láta rotnunargerla vinna það verk árum eða jafnvel ölduni saman, sein eldurinn fram- kvæmdi á 60—70 mínútum. Yert er og að gæta þeirrar skoðunar, sem kemur fram i grein dr. H. P., að meðyitund hins framliðna um hinn rotn- andi líkama geti valdið honum nokkurra þjáninga á framleið hans. Er langt frá þvi, að sú fullyrðing hafi við ekkert að styðjast. í þjóðsögum vorum og sögnum bæði skráðum og óskráðum kemur það skýrf fram, að hinum framliðna er oft ekki sama um aðbúð og ástand liins andvana likama síns. Og svo vissir voru Egvpl- ar og aðrar fornþjóðir um þetta atriði, að þær beittu allri sinni þekkingu og hugviti til þess að smyrja líkin á þann hátt, að þau kæmust lijá rotnun um þúsundir ára. pptt sumir •geri, ef -til vill, lítið úr sögusögn- um, vitrunum og áliti frum- stæðrá þjóða, þá verður þó oft sú reyndin á, að er all þetia er krufið til mergjar, hefir það eigi alllítið s'annleiksgildi að geyma. í grein, sem dr. G. Claessen skrifar í Yisi 14. þ. m., gelur liann þess, að bálfarir ættu að geta orðið hér ódýrari en jarð- arfarir. Hér er um mann að ræða, sem kunnur er þessum efnum og er síst að efa, að með rétt mál sé farið. Ef hér væri einnig um sparnað að ræða væri stórt spor stigið, þegar þess er gætt, hve jarðarfarir eru orðnar kostnaðarsamar og óhóflega íburðarmiklar — að ógleymdum krönsunum, sem ýmist eru moldu orpnir með hinum látna eða lagðir á gröf hans vindum og vetrarhríðum að leiksoppi. Síðar mun.eg, ef til vill, cf til framkvæmda kemur i þessu máli, henda á atriði, sem orðið gæti til eigi alllítils sparnaðar. Má með sanni segja, að fátælct fólk standist ekki straum af jarðar- förum eins og nú er i garðinn búið. Mundi það og eigi verða til liægðarauka, ef ldrkjugarð- ur Reykvíkinga yrði fluttur suð- ur í Fossvog eins og komið hef- ir til orða. pá mundi líka sá gamli, íslensld siður niður íalla, að Ijkfylgdin fylgdi likama hins látna til grafar. U-D-fundur í kveld kl. 8p2- — Sölvi. — A-D-fundur annað kveld kl. 8y2. Allir karlmenn _ velkomnir. Dr. G. C. getur þess í grein sinni, að í væntanlegri bálstofu í Reykjavik þurfi að vera salur, þar sem minningaratliöfn geti farið fram og gerir hann ráð fyrir, að sá salur rúmaði 100— 200 manns. Enga ástæðu finn eg til þess, að salur sá yrði reistur. í fyrsta lagi mundi liyggingin kosta töluvert fé og ef til vill seinka fyrir því, að ofnarnir kæmust upp, ef sjálf- sagt þætti að byggingin yrði reist jafnhliða. í öðru lagi hefir það þótt viðeigandi alt til þessa, að minning hins látna væri í heiðri höfð, með því, að menn væru viðstaddir hinar kirkju- legu atliafnir í tilefni af jarðar- för liins látna. Get eg ekki vænst þess, að um blábera forvitni sé þar altaf að ræða. Kirkjur liér í bæ hafa oft reynst rúmlitlar við ýmsar jarðarfarir og býst eg við að mörgum þætti þröngt fyrir dyrum, ef um litla kapellu yrði að ræða. Finst mér einnig að íslendingar ættu að leggja niður þann sið að stæla alt efl- ir útlendum fyrirmyndum. — „Ekki verður heldur með sanni sagt, að ef ekki eru líkin grafin, þá verði ýmsar ræktar- og trú- arvenjur að falla niður,“ segir dr. H. P. í grein sinni. Munu og allir geta verið lionum sammála um það. Eg geri ráð fyrir, að liinn dauði líkami væri borinn i kirkju og hin venjulega athöfn færi þar fram. Hvort liann væri fluttur þaðan til kirkjugarðsins eða líkbrenslustöðvarinnar yrði þá aukaatriði. Ef kirkjugarður yrði suður í Fossvogi mundi fóllv í báðum tilfellum dreifast í allar áttir, þá er kirkjuathöfn- inni væri lokið. Víst er um það, að mörgum er liugfróun að því að hlúa að gröfum ástvina sinna. Væri það og fjarri mér að gera lítið úr þeirri ræktarsemi, þótt liins vegar mætti augsýnilega beina henni inn á aðrar brautir. En hitt má og benda á, að hér í bæ er margt af umkomulausu og ókunnugu fólki og koma fáir að leiðum þess að því látnu. Að endingu i-ona eg, að þeir sem lilut eiga hér að máli láti eitthvað til sín lieyra. 15. des. Einar M. Jónsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.