Vísir - 30.12.1928, Blaðsíða 2

Vísir - 30.12.1928, Blaðsíða 2
VISIR til)) ManHmi & Olsem (ii KaFteflumj el. Hfí smj 0l. Sagó. Innilegt þakklæti vottum við öllum þeim, er sýndu sam- úð og liluttekningu við fráfall og jarðarför mannsins míns &£ föður; Kristins Guðmundssonar. Guðný Guðmundsdóttir. Áslaug Kristinsdóttir. Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að systir mín, Guðrún Metónía Kristjánsdóttir, andaðist á farsóttaliús- inu þann 28. desember 1928. Karólína Kristjónsdóttir. Símskeyti -X-- Khöfn, 29. des. FB. Bretakonungur lakari. Ástand Bretakonungs lakara síðustu dagana. — Kraftarnir dvína. Heimskautsför Byrds. Blaðið „Politiken“ birtir siiri- skeyti frá Byrdleiðangrinum. Er Byrd komínn að ísveggnum sunnan við Rossflóann, eftir / daga siglingu gegnum isinn. þaðan fer liann til Hvalflóans. Tollsamningur milli Breta og Kínverja. Frá London er símað: Bresk- kinverski tollsamningurinn lief- ir verið birtur. Bretland viður- kennir kínverska sjálfstjórn í tollamálum. Blaðið Manchester Guardian segir, að kínverskir tollar hækki samkvæmt samn- ingnum og verulegs verslunar- hagnaðs af samningnum sé ekki að vænta í bráðina, en hins veg- ar álítur blaðið að pólitískur hagnaður af samningnum verði mikill. Blaðið Daily Telegraph álítur þýðingarmikið, að samn- ingurinn lögleiðir reglubundið tollfyrirkomulag í staðinn fyr- ir aukatolla af handahófi. Ölj stórveldin, að undanteknu Japan, liafa gert tollsamninga við Kína. Uppreisnarmenn í Afganistan fara halloka. Blaðinu Daily Mail hefir bor- ist skeyti frá Lahore (borg í Indlandi), þess efnis, að upp- reisnarmennirnir í Áfganistan hafi verið reknir til fjallanna fyrir norðan Kabul. Tiltölulega friðsamlegt í höfuðstáðnum (þ. e. Kabul, höfuðstað Áfganistan). Lítils háttar hefir verið á það minst, að Amanullah muni ef til vill vilja fara frá völdum og taki þá sonur hans við völdum. Bústaður sendiherra Breta i Kabul skemdist í hardögunum á dögunum. Kínverjar handtaka kommún- ista. Frá Shanghai er símað til United Press, að kínverslc yfir- völd hafi handtekið 52 verka- menn, flesta kínverska, ný- komna frá Rússlandi. Lék yfir- völdunum grunur á, að þeir ætti að hafa á liendi kommúnistisk- an undirróður. Ófriðurinn milli Paraguay og Bolivíu. Frá Washington er símað: Sendisveit Paraguay’s hefir til- kynt, að Bolivíuherinn liafi aft- ur hertekið van Guardia virkið og ruðst 12 mílur enskar jnn i hið umþráttaða Chaco-hárað. — Paraguaylierinn veitti ekki við- nám. Stjórnin i Paraguay telur ástandið alvarlegt. (Chaco-svæðið er um 100 þús. ferhyringsmílur enskar og ligg- ur á milli Pilcomayo-fljóts og Paraguay-fljóts. Bolivia og Paraguay liafa lengi átt í deil- um um svæði þetta). Allir verða að læra að stafa! Frá Konstantínópel er símað: Yfirvöldin í Konstantínópel liafa fyrirskipað að kalla dag- lega saman alla íbúa borgar- innar á aldrinum 16—45 ára, til þess að lcenna þeim að lesa og skrifa latneskt letur. Verða all- ir áð stunda lestrarnám þetta, hvort sem mönnum líkar betur eða ver, enda fluttir með valdi á námsstaðina, ef menn vilja eigi fara fúslega. Framhald á vinnustöðvun skipa- smiða. Frá Hamborg er símað: Át- vinnurekendur í skipasmíða- iðnaðinum hafa felt gerðardóm- inn. Verkamenn hér sömuleiðis. Kaapdellsr 1 Þýskalandi. —o— 1 erlendum símskeytum i blaiS- inu í gær var þess getiö, að verka- menn vi'ö skipasmíðar í nekkurum þýskum borgum hafi neitaö aö fallast á geröardóm, er upp var kveöinn í kaupdeilu, er þeir eiga nú i. Gerðardómstóll sá, sem hér um ræöir, hefir starfaö síðan Þýska- land varö lýöveldi og kveðiö upp úrskuröi i deilumálum milli verka- raanna cg vinnuveitenda. Hefir jafnan ]iótt-sjálfsTtgt, aö hlita þeim úrskurði. En i haust kröfðust verkamenn i járnnámunum í Ruhr kauphækkunar, svo sem kunnugt ei af skeýtum. Geröardómurinn úrskuröaöi, að þeir skyldu fá nokkura kauphækkun, en þó ekki svo mikla, sem þeir höföu krafist. Ætluðu verkamenn þó aö sætta sig við úrskurðinn. En þá strand- aöi á vinnuveitendum. Neituðu þeir að hlíta geröinni, þrátt fyrir eindregnar kröfur verkamálaráð- herrans, og varö nú ekki að gert, því að sú var skoðun lögfræðinga. aö eigi væri hægt aö fullnægja úr- skurðinum, nema báðir aöiljar yröi ásáttir. Varö nú viö svo búiö að standa um sinn, en eftir að verk- banni hafði staðið um hríð, sættust aðiljar á, að láta Severing innan- ríkisráöherra gera um deilu sína, og skyldi sú gerð vera bindandi. Er úrskurður hans nýkominn, sem kunnugt er. Nú hefir aftur verið neitað að hlýðnast gerðardóminum þýska, og eru þaö að þessu sinni verka- menn, sem fara að dæmi vinnu- veitendanna í Ruhr. Vegamál, Frh. Ófœr vegur. Það hefir kosta'5 ferÖamenn á vetrum mikitS tjón og erfiði, og rík- issjóð krónur i hundru'Öum þús- unda, aÖ alókunnugur norskur verk- fræðingur (N. Flovdenak) var lát- inn ráða vegarstæðinu frá Réykja- vík upp í Svínahraun. Að hans ráði og landshöfðingja (B. Tþ.?) var lagður vegur um Lækjarbotna og Bolaöldur upp i Svínahraun, á ár- unum 1886—87. (En 1879 °S úr því, var lagður vegur í Svína- hrauni). Geir Zoéga kaupm. var þriðji skoðunarmaður, og svo mjög framsýnni,* að hann vildi leggja veginn beinni leiö, á hærri stað og jafnlendari. (Sögn hans sjálfs). Hann hefir ekki viljað vinna það fyrir tvo kotbæi, að fara svo stóran krók, gera öllum ferðamönnum, sem fóru lengri leið, ófært að kom- ast væntanlega veginn, þegar vetur er kominn, eða binda landssjóði ár- lega viðhaldsbagga óbærilegan. Bæði um Bolaöldur, fyrir neðan Hólm og á fleiri stöðum, er vegur- inn lagður undir bröttustú brúnirn- ar, setn þar eru til, og svo skáhalt upp eftir þeim. Vegurinn verður því þarna — eins og svo víða ann- arsstaðar — undir fyrstu og dýpstu sköflunum, sem finnast þar í nánd. Og þar að auki í stórurn og kröpp- um krókurn. En þar cr feröamönn- um brýnust nauðsyn að forðast veg- inn, úr því að skafla festir. Á Sandskeiðinu var hrúgað upp sandmálarhrygg mikluin og dýr- keyptum. En þó hann væri alt í senn: breiður og hár (um og yfir meter), með tveimur stórum tré- brúm, tyrfður á hliðum og vel gerð- ur, eftir þvi sem þá var kostur, nægði það ekki í slíkri snjókistu, með löngum aðdraganda leysinga- vatns. Þegar snjóa tók að mun, týndisÞvegurinn. Vegna hallaleysis, bæði frá veginuin og eftir honuin endilöngum, fyltust loftin undir brúnum af krapi, klaka og vatni — þótt rúmtak þeirra væri fyrir mik- ið vatnsfall. Önnur brúin flaut af og mikil stykki úr veginum. Og jiví sem næst allur þessi mörg hundruð faðma langi vegur, hefir sópast burt síðan. Þrátt fyrir þessa vegagerð, hafa ])ví allir ferðamenn, sem þarna áttu leið siðustu 4 áratugi, eins og fyr, orðið að gera annaðhvort: vaða snjóinn, krapið 0g brotann, þegar svo viðrar, undir eða yfir kvið á hesti, þegar dýpst er, ellegar að fara mikla króka og klöngrast yfir rásir, grjót og hæðir. Óvíða er meiri gæða munur en hér, á vetrar- og sumar- vegi, ])vi lengst af sumri er Sand- skeiðið sjálft jþurt, hart, slétt og góður akflötur. Þrisvar er nú leiðin lögð yfir þetta sama leysingarvatn, en þarf ekki að vera nema á þeim eina stað, Elliðaárbrúnum, þar sem það mun sjaldan geta komist upp úr farvegnum, vegna straumhörku. Hve lengi hér eftir ætlar nú ríkið og ráðsmenn þess að lofa ferða- mönnum að kafa i krapi þessu, tvis- var eða oftar í sömu ferð, þegar svo ber undir? Og lofa jafnframt einni nytsömustu lífæð landsins að lokast fyrir allskonar æki, á hverj- * Eins og fleiri ])á (ísafold 1884, bls. 11, 173—181, og 1886; bls. 114) um árstíma, sem ó])ægileg bylgusa kemur ? 40 ára reynsla ætti að nægja, til sönnunar því, hvar þessi vegur má alls ekki ,vc-ra, og lika til að sanna hitt, hvernig vegi niá ckki gcra, Ef vegirnir eiga að þola umferð mikla og sífelda á öllum tíðum árs, þá mega þeir ekki vera lauslegir hryggir úr mold eða sandi, og síst marflatir á löngum kafla, þar sem vatn getur komist yfir þá. Og vegi (eða járnbraut), sem hugsað er til að hafa akfæra allan veturinn, hér á landi, má hvergi leggja undir brún- ir, hóla eða börð, eða meira snið- halt upp eftir þeim — undir skafla, leysingavatn og í jarðraka, — en hallinn ítrast leyfir. öruggur vegur. Af þvi, sem þegar er sagt, geta menn skilið það, að eg tel vel settan og vandaðan veg fyrir bíla íangbestu lausnina á þessu vand- ræða vegamáli Sunnlendinga. En til þess að fá veginn upp úr snjónum cg krapan.um, verður að leggja hann að mestu leyti austur um fjall, á öðrum stöðum hærri, og nokkuð brattarii en nú, á stöku stað. Það er ólíkt hyggilegra, að nota vindinn til þess að moka snjónum ofan af veginum, heldur en ofan yfir hann. Hyggilegra að láta vatnsrensli falla frá veginum á báðar hliðar, hvar sem kostur er, heldur en mest alt á aðra hlíð, og þá undir og yfir veginn, eftir því, sem verkast vill. Til þess að vegurinn geti þolaö slíka umferð, sem þar hlýtur að verða, sumar og vetur, verður lika að setja hann á þá hæstu og þur- lendustu staði, sem kostur er. Allsstaðar á hrauni og i nánd við það, á vegurinn að vera úr grjóti einusaman. Þar, sem hlaða þarf háan veg, getur stórgrýtii veríð i undirstöðu, er þó verður að skorða vel og hvíla á þurlendi eða þurk- aðri undirstöðu. Dýr verður svona vegur að sjálf- sögðu, en gera verður hann samt á löngum köflum hvað sem hann kostar. En sú er bót í máli, að meginhluti slíks vegar yrði ævar- andi. Og ef þess yrði svo gætt, aö hafa sifelt eftirlit og óslitna að- gerð á veginum, hvenær, sem eitt- hvað verður að, þá yrði viðhaldið ekki ægilega mikið. Það gæti: ekki crðið neitt líkt þeirri óskap- legu hít: aðgerðinni á moldarveg- unurn, með liknarbelg ofan á, af grjóti, möl eða sandi, sem svo er sjaldnast byrjað að gera við, fyr en klaki endist ekki lengur og hjólin sitja föst i forinni. ~ Ef spara mætti með nýjum vegi austur um Hellisheiði, og í vitur- legra viðhaldi veganna 60 þús. kr. árlega og aðrar 60 ])ús. kr. í snjó- Beitnsíld. 300 tunnur at beitusíld til sölu. — Upplýsingar gafur Sveinn Benediktsson. Suni 3t5. mokstri, þá nemur það riíleguaa vöxtum (6%) af 2 milj. kr. Að óreyndu og órannsökuðti piáli, þykir mér ótrúlegt, að meira fé ])yrfti en 2—3 milj. kr. til þess, að gera vandaða vegarkafla cg örugt samband við undirlendið, aaglega á veturna, svo lengi sem fært er um flatlendið, eða veðrið ekki öldungis óviðráðanlegt. Þessi fjárfúlga-er þó elcki meim en Yz af þeim 6—9 milj. kr., setn áætlað hefir verið með nákvæm- um rannsóknum, að járnbraut mundi kosta frá Reykjavík að Ölfusá. Munur væri fyrir ríkiö, að standa straum af 2—3 milj. kr., — jafnvel þó taká þyrfti þær alveg tii láns, — ellegar af ])refalt stærra láni. Miklu munar líka, að vegar- féð nálega alt rynni í vasa lands- manna, sem verkalaun, og kæmi sér ])að vel i atvinnuleysi. En hér- umbil 3ý járnbrautarlánsins kæmu aldrei inn i landið, heldur rynnu í vasa útlendinga, fyrir timbur og járn i brautina (sem bæði grotn- uðu niður og ryðguðu sundur með timanum), svo cg fyrir eimvagna og lest, með öllu öðru þar til heyr- andi. í þann hluta skuldarinnar þyrffi því að reyta úr vösum lands- manna, líklega um 4—5 rnilj. kr. (Sbr. Tímarit V, F. í. 1926, bls. 9). Enn meira munaði samt, að vand- aður vegur þyrfti miklu minna viðhald en vegarómynd sú, seiw nú er verið að káka við, og sem að sjálfsögðu mætti til að káka sífelt við, þrátt fyrir járnbrautina, — Eg vil ekki að óreyndu, gera ráð fyrir svo voðalegri einokun, sem það v æri, að eincka allau flutning og umferð fólks og féu- aðar við þá lest, sem allir mættu skilja, að lítið gagri gæti gert eða el'kert, vikum og mánuðum sam- an, suma veturna a. m. k. Nenia þá með' stórfeldum viðbótarkostn- aöi, upphækkun mikilli, eða fok- heldri yfirbyggingu lengst af leiö- inni austur i Ölfus. Allra mestan mun og hættu, tel. eg þó liggja í rekstri lestarinnar og árlegum, óvissum halla af henni. Ekki er gott að giska á, hve miklu getur skakkað írá gyll- ingaáætlun verkfræðinga, í jafn óvissum póstum. Hve öfgafulla vitleysu þeir geta leitt menn út í, við snjómokstur í byljatíð, og annað þessháttar. Eða hversu lít-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.