Vísir - 17.02.1929, Síða 2

Vísir - 17.02.1929, Síða 2
VISIB ^ææææsæsææææææææææææsæeæææææ öö æ Öb æ i Fiskilínup æ 5 punda £ypMiggjandi. æ æ æ æ Þúrður Sveinsson & Co. Hrossaðeildin, Njálsgötu 23. Sími 2349. Símskeyti —X— Khöfn 15. febr. FB. Tillögur A. Mond’s í atvinnudeilum. Frá London er síraa'Ö til Kaup- mannahafnarblaðsins „Berlingske Tidende", að tvö öflugustu félög enskra atvinnurekenda hafi felt þá tillögu Alfred Mond’s, aÖ félög atvinnurekenda og verkamanna stofni sameiginlegt iÖnaðarráð fyr- ir alt landið. Eftir allsherjarverk- fallið neituðu námaeigendur að semja við landsfélag námamanna, viklu að eins semja við einstök námahéruð. Námaeigendur óttast, að landsfélagið risi upp af nýju, ef þeir samþykki tillögu Mond’s. Er búist við því, að tilraunir Mond’s til þess að koma á samvinnu milli verkamanna og atvinnurekenda muni mishepnast. Nýr leiðangur til suðurheim- skautsins. Landkönnuðurinn Douglas Maw- son er kominn til Lundúna frá Adelaide (i Ástraliu) til þess að annast undirbúniug áformaðrar vísindaferðar til suðurheimskauts- ins. Ráðgert er, að leiðangurinn leggi af stað frá Tasmaníu i byrj- un sumars 1930. (Sir Douglas Máwson er f. 1882. Hann tók þátt i Shackleton-leiÖ- angrinum bg var foringi ástralska leiðangursins til suðurheimskauts- landanna (1911). Lenti flokkurinn i hinum mestu hörmungum 1912 og létu loks allir leiðangursmenn- irnir lífið, . nema Mawson. Árið 1913 stofnaði hann visindalega at- húganastöð á Marquarie-eyjum. Mawson var sleginn til riddara ár- ið 1913J. Trotsky sjúkur. Frá Berlin er símað til Kaup- mannahafnarblaðsins „Socialdemo- kraten", að Trotsky sé veikur af lungnasjúkdómi. Hefir hann til- kynt þýskum vinstrikommúnistum, að hann ætli að dvelja um stundar- sakir í Konstantínópel. Eigi hefir verið látið neitt uppskátt um, hvert Trotsky ætlar sér þaðan. Utan af landi. —x— Vestm.eyjum 16. febr. FB. Tnflúensa breiðist út. Sóttvárnar- nefnd hefir Imnnað dansleika og hlutaveltur. Mislingar eru að smá- tina fólk upp. Rosatið og gæftaleysi undan- farið: Akureyri 16. febr. FB. Vínkæran út af átveislu einka- sölunnar er komin aftur frá dóms- málaráðifneytinu. Bæjarfógetanum er falið að höfða mál gegn öllum þeim, sem hann telur, samkvæmt áður gerðri rannsókn, hafa brotið lögin. Hefir þegar verið stefnt 9 af veisluboðöndum og vínneytönd- um veislunnar, en ekki vínsala né gistihúseiganda, þar' eð hann telur þeirra mál sérstæð. Málið kernur fyrir 23. þ. m. Járnbrautin. --X-- í „Mbl.“ 15. þ. m. birtist löng grein um járnbrautarmálið eft- ir Helga Iiannesson. Mun liún eiga að teljast svar við greinar- stúf, sem eg skrífaði i „Vísi“ ekki alls fyrir löngu um járn- brautina og samsýslunga mína,. Rangæinga. Eg þekki Helga þenna nokkuð frá fornu fari og veit, að hann hefir gengið undir „trúar-ok“ hinna örfáu sann- trúuðu - járnbrautarmanna austan fjalls. Eg mun hafa látið svo um mælt í Vísis-grein minni, að enn væri til eitthvert slangur sanntrúaðra járnbrautar-vina þar eystra. Eg hygg, að mér sé óhætt að fullyrða, þó að eg hafi raunar eldd verið eystra síð- asla árið, að þeim fari stöðugt fækkandi. Flestir munu nú orðnir þeirrar skoðunar, að bif- reiðirnar sé þess megnugar, að annasl alla flutninga austur og að austan, enda liefir það sýnt sig svo greinilega síðustu árin, að ekki verður um deill. Menn vita, áð járnbrautirnar eru að verða úrelt samgöngutæki og að reynslan er sú víða erlend- is, að þær geti ekki kept við bifreiðirnar. — Allur þorri manna veit, að þessu er svona liáttað. En sumir vilja ekki við þetta kannast. Þeir berja höfð- inu við steininn og fullyrða í sí- fellu, að járnbrautin sé eina tiltækilega lausnin á samgöngu- máli Sunnlendinga. — Mér virð- ist Helgi Hannesson hæfilegur fulltrúi slíkra manna, enda hefir hann nú gengið fram fyr- ir skjöldu og lætur ófriðlega Vitanlega kemur ekki til neinna mála, að eg fari að svara grein Helga. Hún er nálega ekk- ert annað en endurtekning á þvi, sem járnbrautarmenn hafa sagt um málið áður og búið er að marg-hrekja. — Eitl liöfuðatriði þessa máls er óneitanlega það, að ganga úr skugga um, hversu mikið Ár- nesingar, Rangæingar, Reyk- víkingar og aðrir þeir, sem eitt- hvert gagn kynnu að bafa af járnbrautinni, vilja á sig leggja til þess að fá hana. Vilja þeir í raun og veru leggja á sig sér- stök gjöld, umfram aðra lancls- menn, til þess að fá þelta úrelta samgöngutæki? Ef þeir meina nokkuð með glamri sínu og fiill- yrðingum um ahnennan áhuga og fylgi við málið og blessun ])á, sem af járnbrautinni mundi standa, þá liljóla þeir líka að vera fúsir til að leggja mikið á sig, lil þess að málinu verði hrundið i framkvæmd. Hins vegar er augljóst, að meiri liluti allra landsmanna mundi aldrei hafa neitt gagn af þessu risa- fjTÍrtæki, og því er ekki ósenni- legt, að Vestfirðingar, Norð- lendingar og Austfirðingar verði tregir til að fallast á, að ráðist verði í fyrirtækið, nema þvi að- eins, að fórnfýsi hlutaðeigandi héraða sé öldungis tvímælalaus og áhuginn óbilandi. Fyrir því væri ekki ósanngjarnt að krefj- ast þess, að sýslurnar austan f.jalls, Reylcjavik og Gullbringu- og Kjósarsýsla legði fram með frjálsum samskotum noklcurn bluta stofnkostnaðarins. Vitan- lega duga þar ekki loforðin ein um fjárframlög, því.að ekki væri vist, að við þau loforð yrði staðið, er á reyndi. Fjársöfnun- in og innheimta framlaganna yrði að fara fram áður en liaf- ist væri handa um lagning brautarinnar. Eg liefi nú að vísu enga trú á því, að nokkur maður ríldi leggja eyrisvirði úr eigin vasa til þessa fyrirtækis. En væri þetta skilyrði sett fjæir fjár- framlögum til járnlbrautarinn- ar úr rikissjóði, kæmi liinn sanni járnbrautar-áhugi ótví- rætt í ljós. Ef menn trúa því í raun og veru, að járnbrautin verði sú lyftistöng og framlíð- arblessan, sem af er látið, þá er líka óhugsandi annað, en að þeir vilji mikið á sig leggja til þess að fá hana. Þessu frjálsa sam- skotafé væri ekki heldur á glæ kaslað, að þeirra sköðun. Það mundi bera margfaldan ávöxl í hagsæld og blómgan hérað- anna. En vilji þessir menn og héruðin, sem hlut eiga að máli, ekkert á sig leggja sérstaklega fyrir þetta áhugamál sitt, þá mun margur maðurinn verða þeirrar skoðunar, að áhuginn hafi aldrei verið tiltakanlega mikill, þrátt fyrir allar fundar- samþyktir, blaðaskrif og gaura- gang. Rangæingur. Möðruvallaskólinn. —o-— Á næsta ári á skóli þessi fim- tugs-afmæli, og virðist einhver hreyfng vera í þá átt frá nemönd- um skólans, að minnast afmælis- ins á einhvern hátt, og tel eg það bæði lofsvert og sjálfsagt. Eg er einn af þeim mörgu gest- um, sem komu að Möðruvöllum í sumar sem leiö, og- skil því vel, að nemendur þaðan eigi margar fagr- ar endurminningar frá skólaárum sínum þar, því þar er óvenju fag- urt og staðurinn í þjóðbraut, kirkja og vel hirtur kirkjugarður, , sem geymir marga dána merkis- menn og sæmdarkonur. Af skólanum, sem brann, sjást uú engar minjar, og rétt að eins h.ægt að sja, hvar hann hefir stað- ið. í skólahúsinu bjó Hjaltalín skólastjóri og frú Guðrún, og eina minningin sýnileg um þau merkis- hjón er steinn, sem kallaður er ..Frúarsteinn", og notaði frúin steininn sem skemil, er hún fór á bak hesti sínum. Fornleifar eru þar engar sýni- legar ókunnugum, 0g elcki heyrði cg getið um nein vtruleg örnefni frá eldri tíimun. Engan hftti eg, sem vissi hvar klaustrið nafn- kunna hefir verið i landi jarðar- innar, en helst giskað á, að það hafi staðið þar, sem íbúðarhúsið er nú. í ]>vi húsi bjó Stefán skóla- stjóri, og hefir þótt stórt og vand- að á sinni tið. Möðruvellir eru eign ríkisins, dýrmæt eign hvað landgæði snert- ir, og því viröist mér hálfleiðin- lcgt að sjá, hve staðnum hefir ver- iö sýndur litill sómi hvað útlit staðarhúsanna snertir. Allt virðist benda á, að málarakústur liafi ekki komið nærri íbúðarhúsinu síðan það var bygt, og tréverk allt utan húss, gluggar og gangrið virðist þarfnast bráðrar endurbótar, ef allt á ekki að grotna niður. Vitan- lega er litið® á þetta með ferða- mannsaugum, — en, mun þetta ekki- taka sig þannig iit í augum annara ferðamanna eða svipað? Mér finst, að slíkum stööum, sem þjóðfrægir eru, og eru i þjóðbraut, eigi eigandinn að sýna sérstakan sóma, svo að á þeim sjáist menn- ingarástand þjóðarinriar. Að sjá um, að þetta og þvílíkt væri gert, hygg eg að væri^ ljúft verk að vinna fyrir nemendur Möðruvallaskóla, en þó hygg eg, að þeir hugsi til stærra verkefnis, til að sýna ræktarsemi sína og fræðslu-þakklæti, og væri þá aö minni hyggju vel til fallið, að þeir gengjust fyrir því, að skóli yrði stofnaður þar að nýju, unglinga- skóli eða lýðskóli. Þannig gæti ,,MöðruveIlfnga“-nafnið haldið áfram að lifa með þjóðinni, með sömu sæmd og hingað til. Þeir Möðruvellingar, sem búsett- j’r eru i Reykjavík, ættu að hefja byrjunarstarfið heldur fyr en seinna. ■ Ferðalangur. Heimsfræðarinn. —o— H.vert ár í ágústmánuði rís upp hvítur tjaldbær á landareign hall- arinnar Eerde hjá Ommen. Þar var haldinn nú í fimta sinn hinn árlegi furidur „Stjörnunnar". Fundur þessi hefir vakið afarmilda eftirtekt um allan heim. „Stjarn- an“ hefir nú um 100 þúsund með- limi. og formaður hennar er J. Krishnamurti, liinn nýf Messías, sem Guðspekifélagið hefir boðað. Árið 1909 ifengu Dr. Annié Be- sant og Leadbeater biskup tilkynn- ingu á duirænan hátt, eins og þau segja sjálf frá, um að heimsfræð- arinn ætli að tala aftur til mann- anna úr helcli klæddum líkama. Þeim var tilkynt að þessi líkami væri þegar valinn, og að hann liföi á meðal vor sem barn. Dr. Besant og Leadbeater tóku drenginn að sér, og létu hann fá ágætt uppeldi, — að nokkru leyli i-Evrópu —- til uridirbúnings undir þetta háleita hlutverk. Það er einkennilegt fyrir utan- aðkomandi mann, að sjá fólk/sem safnast saman í Ommen. Um 3 ])úsund manns af öllurn stéttum, k'ynflokkumi og aldri, lifa þar saman í bróðerni í tjöldum, sem taka 4—40 manns. Trúaðir og jafnvel þeir’vantrú- uðu — það eru blaðamennirnir — heillast áf hinu mikla töframagni 22 9 2 Slmi 2292 |£AAMAMg I AAIA£ | c/2 b3 bílana purfa *11- w | lf að reyaa. | •g Avalt tll leigu ]3 ca hjá okkur. P gi Hvergl leagra í verð. I BIFR0ST. I 2292 Sími 2292 MKKKMMMSMKMS staðarins. Miðstöð þessa töfra- magns er Krishnamurti, Hindúi af göfugustu ættum, 33 ára gamall. Er þessi maður, sem ástúðin skín af, i raun og veru heimsfræðari r' Hann berst á móti því, að fólk dýrki hann persónulega, og telur þýðingarmikla kenningu sína, en ckki persónuna: „Eg er kominn til að leysa ykkur undan „autoritet“, en ekki til að stofna nýtt. Lifið þið samkvæmt þeim sannleik, sem þið teljið sjálf göfugastan og bestan, en ekki eftir því, sem aðrir menn telja sannleik, jafnvel þó að það sé eg.“ Þetta voru aðalkenningar hans þetta ár. Hann boðar einníg kærleik til dýranna. Fylgismenn b.ans álíta, að lögmál hans verði lögmál fegurðarinnar. Að eins hreinn og fagur líkami geti varðveitt þann kraft, sem mannkynið þarf, til þess að geta þroskast og náð takmarki bróður- eískunnar. Þegar hann með hinum stóru fögru augum. sínum horfir yfír fjöldann, þá’ töfrar hann alla, og innilegur kærleikur sameinar þá. Á meðal allra metafysiskra og trúarhreyfinga, sem nú eru uppi, er þessi sú lang sterkasta og eftir- tektarverðasta, vegna kjarna þess, sem hún er bygð utan um. Krishnamurti hefir fórnfúsa íylgismenn, sem láta sig gagrirýní engu skifta 0g taka hæðni þeirri, sem þeir auðvitað mæta utan Stjörnufélagsins, með miklu jafn- aðargeði. Grein Jjessi er lauslega þýdd úr einu stærsta blaði Þýskalands: Berliner lllustrierte Zeitung, og cr eftirtektarverð fyrir það, að hún er skrifuð af blaðámanni, sem fer til Ommen og hlustar á Krislma- murti, án þess, að hafa fyrirfram nokkura skoðun á þessu riiáli. Nú er „Stjarnan" búin að gefa út á íslensku kvæði og ræður eftir Krishnamurti, sem hann hefir haldið á jjessu ári, sem heimsfræð- ari, og mun margan efalaust fýsa ð lesa þær og kynna sér kenning- ar hans.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.