Vísir - 02.03.1929, Side 3
VlSIR
Hjálpræðisherinn. Samkomur
;á morgun: Helgunarsamkoma
Jd. 11 árd., sunudagaskóli kl. 2
é. h., hjálpræðissamkoma kl. 8
$íðd. Kapteinn Axel Olsen
-stjórnar. Frú Stabskapteinn B.
Jóhannesson talar. Lúöraflokk-
lirinn og strengjasveitin að-
sdoða. Allir velkomnir.
Leikhúsið.
„Sendiboðinn frá Mars“ verð-
air leikinn annað kveld í síðasta
gmn. Allir þeir, sem séð liafa
leíkinn, láta hið besta af hon-
■mn. Telja þeir leikrilið sjálft
.athyglisvert og merkilegt skáld-
'Verk og méðferð leikandanna á
bhiíverkunum yfirleitt ágæta.
Má búast við, að margir eigi eft-
ir að sjá leikinn og fjölmenni
íiú, er liann verður sýndur í síð-
áista sinn.
iGuHfossi hlekkist á.
Gullfoss fór frá Khöfn kl. tí
i gærmorgun, i skipahóp, sem
•fínski ísbrjóturinn „Sampo“
braut leið gegn um ísinn. Þegar
komið var nokkuð áleiðis, rakst
"þýskt skip, sem var í hópnum,
áftanvert á Gullfoss og setti gat
á. slíðurborðið, en ekki stærra
<en svo, að bráðabirgðaviðgerð
ífór fram þegar í stað um borð.
Verkfall
vélstjóramia er ekki enn til
fykta leitt og biður flotinn allur
j— nema þrjú skip — eflir því
áið samningar takisl.
yírekstur.
I gær var verið að sækja skip
»uður á Skerjafjörð, og ætluðu
fjögur að vera samflota: Snorri
göði, Gyllir, Þórólfur og Ivarls-
sfní. Snorri goði átti að fara
fyrir, en hin i kjölfar hans, þvi
;gð siglingaleiðin er þröng út
fjörðinn. En einhverra orsaka
vegna tókst svo slysalega til,
áður en lagt var af stað, að
Gyllir sigldi á Snorra goða miðj-
an og dalaði hann allmikið, en
höggið kom á band i skipinu,
,og þess vegna gekk stefnið á
Lryili ekki inn úr byrðingin-
iim. Lítils háttar leki kom að
Snorra goða og var lionum
lagl liér upp í fjöru og gert við
skemdirnar í nótt, svo að hann
getur farið til veiða.
Fyrirlestur
tim bálstoíur flytur Dr. med.
viunnlugur Claessen í Nýja Bíó
Jíi. 3 siSd. á morgun.
Lausar skrúfur
veröa leiknar í kveld kl. 8.
'Xil veiða
eru þessi þrjú botnvörpuskip
'íarín: Belgaum, Baröinn og- Haf-
stein.
,E.s. ísland
íkom kl. 6 í roorgun frá útlönd-
iim, Meöal farþega voru: Cavl
'Olsen konsúll og frú, prófessor
(östrup og frú, Siguröur JónsStm
verkfræöingur, Mr. Allen útgerö-
arstjóri, Jón Loftsson kauprn.,
Björn Gislason kaupm:, Siguröur
vjónsson verslunarmaöur, Gunnar
Benjamínsson verslunarm.; ung-
frúrnar G. Eggertsdóttir og Guö-
björg Helgadóttir. — Skipiö íer
vestur og noröur til Akureyrar
kl. 6 annaö kveld.
Þrír línubátar
komu af veiðum í nótt, allir
jneð góðan afla.
S k i p a f r e g n i r.
Goðafoss fór liéðan kl. 10 í
gærkveldi til Breiðafjarðar og
'Vestfjarða.
Lagarfoss fór fram hjá Fær-
eyjum i gær. Kemur væntan-
lega til Austfjarða í dag:-
Brúarfoss fór frá Hull í fyrra-
,/lag, áleiðis til Reykjavíkur.
Selfoss er væntanlegur til
Hamborgar í dag.
Esja var á Blönduósi í morg-
un.
S. R.
Aöalfimdur Sjúkrasaml. Reykja-
vikur veröur haldinn næstkomandi
laugardag í Varöarhúsinu við
Kalkofnsveg.
Dronning Alexandrine
fer frá Kaupmannahöfn 8. þ.
m., tveim dögum á undan áætl-
un.
Glímufélagið Ármann,
IV. flokkur (drengir) æfing á
morgun kl. 6J4 í Barnaskólan-
um, bæði leikfimi og glíma.
Knattspymufél. Reykjavíkur.
Hlaupaæfing á rnorgun kl. io
frá Barnaskólanum. Skólanemar
velkomnir á æfinguna.
Knattspy rn u æf ing
úrvalsliðs K.R. verður kl. 10 í
fyrramálið á íþróttavellinum.
IþróttaVöllurinn
verður oþinn til útiæfinga
(lilaup o. fl.) frá lcl. 10—12 árd.
á morgun.
Dansskóli Ruth Hanson.
Eins og auglýst var hér i blaðinu
á miiðvikudag, byrjar dansskóli
Ruth Hanson aítur eftir inflúensu-
bannið í Iðnó á mánudaginn kl.4,6
og kl. 9. Nemendum verða endur-
goldnar tvær æfingar, sem þeir
mistu úr í febrúar. Barnanemend
um tvær fyrstu æfingarnar, en
fullorðnum nemendum með 1. og'
4. æfing, til þess að þeir missi
ekki úr skemtidansæfinguna. Einni
ig hefir verið auglýst kensla í lát-
liragðslist (Plastik), bæði fyrir
konur og karla (byrjendur) í leik-
fimiissal Mentaskólans á laugar-
dögum kl. 6—7, einnig einkatimar
í dausi. Uppl. í síma 159.
Áheit og gjafir
til fríkirkjunnar í Reykjavík:
5 kr. frá G. G., 10 kr. frá ó-
nefndri, 10 kr. frá E. S., 25 kr,
frá H. Á„ 43 kr. frá J. J. Alls 93
kr. — Með þökkum meðtekið.
Ásm. Gestsson.
Áheit á Strandarkirkju
afh. Vísi: 10 kr. frá L. T. 5
kr. frá N. N. frá Seyðisfirði, 30
k.r. frá Á. G. 5 kr. frá S.
Áheit
á Hallgr'miskirkju í Reykjavík,
afh. Vísi, 5 kr. frá K.
„Morgnnblaðið"
og „Merkúr“.
I Morgunblaöinu 31. jan. s. 1.
birtist grein, sem heitir „Samein-
ing verslunarskólanna í Reykja-
vík.“ Er þar átt við Verslunar-
skólaiín og Samivinnuskólann.
Greinin segir frá fundi, sem versl-
unarmannafél. Merkúr hélt 27. jan.
s. 1. til að ræða þetta mál. Á fund1
þennan var nemendum Samv.skó-
ans og Verslunarskólans boðið, og
mættu þeir all margir.
I grein þessari segir, að nen>
endur Samivinnuskólans hafi hald-
ið því fram, að Samvinnuskólinn
væri pólitískur, og „að samvinnu-
menn þyrftu að liafa pólitískan
skóla til þess aö ala upp pólitíska
fylgismenn."
A öðrum stað í greininni segir
svo, að Samv.skólinn sé „fræðslu-
stofnun fyrir þá stefnu, sem á að
útþurka íslenskt þjóðerni, hneppa
landsmenn í viðjar einokunar og
allskonar þjóðnýtingar." Slík.um-
mæli og slika frásögn, sem þetta,
teljum við okkur skylt að leið-
rétta og skýra með nokkrum orð-
umi. Við höfum dregiö að svara
greininni í nokkra daga sökum
þess, að við væntum, að stjórn
Merkúrs myndi leiðrétta frásögn-
ina um fundinn, en þar sem það
er séð orðið, að hún gerir það
ekki, þá ifellur það vitanlega í
okkar hlut að gera það, saman-
ber efni greinarinnar. En um leið,
verðum við að skoða stjórn Merk-
úr samþykka greininni, og jafn-
vel, að hún hafi lagt til efniö í
liana.
Hér er um tvent að ræða, sem
snertir okkur nemendur Samv.-
skólans. Annað sem; snertir alla
nemendur skólans, en hitt, sem
snertir aðeins okkur þrjá, sem
létum í ljósi skoðanir okkar á
fundinum.
Það sem snertir okkur. þrjá, er
það, að við höfuro haldið þvi
fram á fundinum, að Samv.skólinn
væri pólitiskur og þyrfti að vera
það. Þetta er meö öllu rangt.
Samv.skólinn ,er ekki pólitískur,
og við sögðum aldrei að hann
væri það, og heldur ekki nokkur
orð í þá átt. Og þvi til sönnunar
og málinu til skýringar, skulum
við nefna hér aðal rök okkar gegn
málinu á fundinum, og gegn því,
að samþykt yrði tillaga á þessumi
fundi urn að sameina áðurnefnda
skóla:
1. Við álitum það heimlskulegt
frumhlaup, af verslunarmannafél
Merkúr, að lioða til fundár ein-
ungis með nemendum nefndra
skóla í þeimi tilgangi, að láta sam-
jiykkja tillögu um að sameina
skólana. Nær hefði verið, að boða
á fund kennara eða þá sem að
skólunumi standa. Vildum við þ
hvorki greiða atkvæði með eða
móti slíkri tillögu.
2. . Við álitum .skólana að því
leýti gjörólíka, að annar væri
tveggja vetra skóli, en hinn
þriggjá vetra skóli. Annar tæki
við börnunum strax úr barna-
skólanum, en hinn sæktu aö eins
jMoskaðir menn, flestir um og yfir
tvítugt. Við hugðum að af sam-
einingu skólanna hlyti að leiða
lireyting á báðum, en þvi værumi
við á móti. Vildum aðeins tveggja
vetra skóla fyrir þroskaða menn.
3. Við hefðum ekkert undan
Samv.skólanum að kvarta. Værum
ánægðir að nema i honum, því
við álitum hann góðan, og hefðum
síst von um að einn sameiginleg-
ur verslunarskóli yrði betri.
4. Við töldum, að skölarnir
byggju m|enn undir ólíkan starfa,
og ]iað væt'i nauðsynlegt að hver
heilljrigð vferslunarstétt hefði
tækifæri til að skapa sér sem hæf-
asta starfsmenn. Keiíslan í skólan-
um hlyti að vera jafn ólík og
samvinnuverslun og einstaklings-
verslun. Báðir skólarnir veittu að
vísu fræðslu í almennri verslunar-
fræði, en annar legði meiri áherslu
á það, sem að hinn! legði ininni á-
herslu á, og'. svo aftur gagnkvæmt.
Annar byggi menn sérstaklega
undir að reka verslun fyrir aðra,
en hinn sérstaklega, undir að reka
verslun fyrir sjálfan sig. Töldum
að þetta stafaði eðlilega af því, að
hér í landi væri tvenskönar vers.1-
unarfyrirkomlulag. — Samvinnu-
verslanir og einstaklings verslanir
— og meðan að það væri, væri
ekkert sjálfsagðara en það, að
skólarnir væru tv.eir, eins og þeir
nú væru.
Margt fleira mætti nefna gegn
þeirri fjarstæðu, að sarheina hina
tvo nefndu skóla, en þar sem uin
er að ræða sérstakan fund, tökum
við aðeins það sem fram kom á
fundinum.
Hafi nú þessi eða þau önnur
orð cr við töluðum á fundinuml,
Útsala í dag í §
Lífstykkjábúðinni,
Austurstpæti 4t.
M
M
M
Tanan og ábyggilegan mjaltamann
vantap nú þegap að Kleppi.
Upplýsingap geiup
Þörður Sveinsson, læknir.
Nokkra vana linumenn
vantav atrax á 30 tonna vélabát er gengur
frá Sandgerdi. Upplýsingar á Vesturgötu 12.
Atvinna.
Nokkrir vanir handfærafiskimenn verða ráðnir ti,l Isa-
f jarðar. — Góð kjör í boði.
Uppl. verða gefnar í Yersl. „Grettir“, Grettisgötu 45. —
Sími 570.
gefið tilefni til þess, aö bera okk-
ur fyrir ósannindum urn, Sam-
vinnuskólann, þá hlýtur það að
stafa af því, að sumum mönnurn
er gjarnt til að misskilja, eða þá af
því, að þeir þykjast misskilja, til
að geta breitt yfir það, sem þeir
segja vísvitandi ósatt.
Síðara atriði í grein Morgun-
blaðsins, sem snertir óneitanlega
allan skólann — að Samv.skólinn
sé fræðslustofnun fyrir þá stefnu,
sem útþurki íslenskt þjóðerni og
hneppi landsmenn i viðjar ein-
okunar — er nátturlega ekki ann-
að en ómerk orð, sem fyr eru
kun;i frá því blaði, spm flytur
þau nú. En útaf þeim, viljum við
leyfa okkur að spyrja þá menn,
sem virðast helst vilja velja sér
óvönduð stóryrði í riti, hvort þeir
haldi, að það geti ekki snert ónota-
lega hjartsýna æskumenn, er sagt
er um þá, að þeir séu að læra aö
„útþurka íslenskt þjóðerni og
hneppa þjóð sína í viðjar einok-
unar.“ Hvað getur snert sanna
æskumenn ef ekki þetta?
Það er alment viöurkent, að
þegar að bygt er af miklum van-
efnumi ])á hrynur byggingin af
sjálfu sér, og það oftast fljótt.
Svo mun það einnig ■ verða liér.
Merkúr hefir hrönglað upp stóru
máli úr litlu efiii og ]ivi mun það
að litlu verða.
Fljótt bar á því hvað hyggilega
var af stað farið. Á fundinum
hafði aðallega orð fyrir Merkúr
mjög ókurteis og ógætinn ungling-
ur, Sigurður Jóhannsson. Hann
heilsaði okkur með ])ví, að veit-
ast að okkur og rekstri Saniiviimu-
skólans, auðvitað xiiieð svipuðum
orðum og stahda í Morgnublaðs-
greininni, og ])ess utan mörgum
fleirum sist betri, ásamt röngum
töluupphæðum um reksturskostnað
skólans. Deildi hann mjög mikið
á hagfræðiskenslu Samvinnuskól-
ans, af því, að hann hélt, að hag-
fræðina kendi miaður sen) farimi
er frá skólanum fyrir mörgum
árúnn. Má af þessu marka þekk-
ingu drengsins á því efni sem
hann talaði um. Ekki sagðist nú
stjórn Merkúr vilja taka ábýrgð á
orðum ])essa drengs, en þar seni
hún neitar að leiörétta ósatin-
indi í Morgunblaðsgreininni, verð-
ur hún þó að mipsta kosti að
skoðast senr samþykk þeini, og
jafnvel að hún hafi gert það af
ráðnum hug, að láta helst dreng
þennan hafa orðið á fundinum.
Það var nátturlega gott að hafa
hami' „fyrir blóra.“
Hljótum við því að líta á Sig-
urð Jóhannsson sem aðal fulltrúa
Merkúr á þessum fundi.
Við viljum að síðustu þakka
stjórn Merkúr fyrir sína. hreinu!!
framkomu gagnvart okkur. Vilj-
um einnig geta þess, að við sótt-
urni umgetinn fund einungisi vegna
þess, að viö hugðuim, að þar yrði
rætt ákveðið málefni, og ann-
að ekki. Vart niun nokkur íundar-
maður geta sagt, að frá Samvinnu-
skólanemenduni hafi ifallið eitt
ókurteist eða ósatt orð í g'arð
Merkúr eða Verslunarskólans en.
livað sagði Sig. Jóhannsson um
Samivumuskólann. Ekki þarf að
endurtaka orð lians hér — þau
standa i Morgunblaðsgreininni.
Má ])ví segja, að ekki reyníst
málshátturinn sannur: Eíns og þú
heilsar öðrum svo ávarpa þeir
þíg'“
Mun það alment áiit kunnugra,
að verslunarmamiafélagið Merkúr,
eða þeir úr þvi sem fyrir mótt
þessu stóðu, hafi farið hér litla
frægðariör. Fimdinum lauk meS
því, að aðalmiaðúrinn, Sig. Jó-
hannsson hraktist af fundi.
Treystist ekki til að standa við
orð sín, og tók þann kostinn aö
flýja. Svo er gripið það vand-
ræða úrræði, að láta hlaðagrein,
„dekka“ ósigurinn með því að
rangfæra og segja ósatt.
Vonandi er að Merkúr fari betur
á stað næst. Byggi þá traústara en
nú. og noti ekki sem máttarviði
Morgunhlaðið og Sigurð Jóhanns-
son.
Rvík 14. febr. 1929.
Þrir fundarmenn úr Samvinmi-
skólánum.
Stefán Jpnsson, Eggert Bjarnason,
Ásgeir Pétursson.
Ath.
„Vísi“ ])ótti ekki allskostar
sanngjarnt, að neita um rúm fyrír
framanskráða ritsmið, en að sjálf-
sögðu er stjórn Verslunarmanna-
fél. ,,Merkúr“ heimilt rúm hér. í
blaðinu til andsvára, ef hún skyldí
óska ])ess.
Ritstj.