Vísir - 07.04.1929, Side 2

Vísir - 07.04.1929, Side 2
VÍSIR Nýkomið: Amerískt haframjöl, gott og ódýrt. Símskeyti —X— Khöfn 6. apríl. FB. Sigur stjórncirhersins í Nanking Frá Shanghai er símað: Til- kynt liefir verið opinberlega, að her Nanking-stjórnarinnar hafi tekið Hankow herskildi, án þess að nokkurt viðnám væri veitt. Frá Lithauen. Frá Berlín er símað: Lög- reglan í Lithauen héfir aftur í gær látið fara fram liúsrann- sókn lijá sócialistum. Nokkur hundruð socialistar voru hand- teknir. Lögreglan ver handtök- urnar með því, að húsrann- sóknirnar hafi leitt það í ljós, að socialistar hafi staðið i sam- bandi við uppreisnarforingja nokkurn, Pletsgkaitas að nafni, og látið úhluta blaði lians, en stjórnin hafði bannað útkomu þess. Gróðahrall í Bandaríkjunum. Frá Washington er símað: Stjórn Federal Reserve bank- anna liefir samþykt nýjaáskor- un til þankanna um að tak- marka lánveitingar til gróða- bralls. Verði bankarnir ekki við áskoruninni, segist banka- stjórnin hafa ráð i liendi sér til þess að neyða bankana til þess að veita eigi verslunarlán og hætta öllum lánveitingum til gróðabralls. Ráðagerðir breskra verka- manna. Frá London er simað til Kaupmannaliafnarblaðsins „Social-demokraten": Artliur Henderson hefir haldið ræðu og sagði hann m. a. að ef verkamenn myndi stjórn, að afloknum kosningunum, þá ætli þeir sér að draga úr her- málaútgjöldum Bretlands að miklum mun, kalla saman al- þjóðlegan afvopnunarfund og viðurkenna ráðstjórnina rúss- nesku, gegn þvi að hún heiti þvi, að gera engar tilraunir til undirróðursstarfsemi i Bret- Iándi og nýlendum þess. Uppreisnarmenn í Mexíkó fara halloka. Frá Mexikóborg er símað: Calles fyrv. forseti, sem skip- aður var til þess að hafa á hendi yfirstjórn stjórnarhers- ins í stríðinu við uppreisnar- menn, hefir tilkynt, að eftir sigurinn við Jiminez sé mót- staða uppreisnarmanna nær alstaðar brotin á bak aftur. Veitir stjórnarherinn upp- reisnarniönnum eftirför. Her- inn hefir unnið mikinn sigur við Reforma í Chiuhahuafylki. Af hálfu uppreisnarmanna féllu eitt þúsund, en af stjórn- arhernum tvö hundruð. Tvö þúsund uppreisnarmenn voru handteknir. Escobar, foringi uppreisnarmanna, slapp und- an á flótta. Stjórnin álítur, að uppreisnarmenn í Chiuhahua- fylki liafi beðið svo herfilegan ósigur, að þar muni ekki meiri uppreisnarólgu að vænta. Hef- ir stjórnin sent þaðan fimm þúsund hermenn, á móti upp- reisnarmönnum í Jaliscofylki, þvi að þar sé horfur ótryggar enn. Járn brautarslys. 60 menn bíða bana. Frá Búkarest er símað: Hrað- lestin á milli Bessarabíu og Búkarest hefir hlaupið af tein- unum. Tuttugu og fjórir menn meiddust ,en sextíu biðu bana. Erfiðleikar Hljómsveitarinnar. ■—x— Hljómsveit Reykjavíkur er orðin hálf-opinber stofnun og þvi ctili- legt, að almenningur fylgist með í a'ðalniiálum hennar, þeimi er beint hafa áhrif á framkomu hennar út á við. Af því aö eg átti sæti í stjórn sveitarimiar ,fram á sumariö sem leið, er mér að ýmsti leyti kunnugt um hagi hennar og vil nú skýra frá nokkrum aðaldráttum. Það hefir staðið flokknum ínjög fyrir þrifum, hvað mákill slcortur hefir verið á innjendum strengleik- urum, sem gætu myndað fastan kjarna x hann. Að visu hafa bæði hérlendir og útlendir menn um síð- ustu io—15 ár haldið uppi kenslu í fiðluleik, en eftirtekjan orðið merkilega lítil fyrir hljómsveitina. Það sýndist þvi vera nauðsynlegt, að fá hingað kennara, sem legði aðaláherslu á, að æfa menn í or- kesterleik og smáflokkum (kam- mermúsik). Þórarinu Guðmunds- son, aðalfiðlari (konsertmeistari) Hljómsveitarmnar og síðar for- maðitr átti þá sæti í stjórninni, og fann einnig til þessarar nauðsynj- ar. — Og þegar bending kom um það, að hægt væri að fá sérstak- lega hæfan rnann til þessara hluta, varð að samkomulagi, að með til- liti til þjóðhátíðarinnar 1930, væri sjálfsagt að reyna að fá hann nú þegar, og að minsta kosti reyna hvað hann gæti gert. — Þessi mað- ur var próf. Johs. Velden, maður ágætlega mentaður í tónlist, góður fiðluleikari og vanur og duglegur kennari. Hann hafði ferðast um mörg lönd Norðurálfu og hafði meðmæli, sem tóku af allan efa um hæfileika hans. — Samþykt var því að ráða hann liingað til kenslu. Hann hafði ekki verið hér nema lítinn tíma, þegar það sást, að ekk- ert haifði verið um dugnað hans orðum aukið. — Þegar eg hlust- aði á æfingu hjá honum í fyrsta sinni, varð eg hreint og beint hrif- inn af því, hvað aðferð hans var ákveðin og róttæk. Eg sagði við sjálfan mig: — Svona svipu þurf- um við íslendingar að fá á okk,- ur, ekki í tónlist eingöngu, heldur í öllum greinum! — Enda er það orðið gamalt máltæki, að við þyrftum að gefa okkur undir út- lendan aga um hrið, til þess að geta bygt þjóðlífinu traustan grundvöll. En engin list er betri fvrirmynd í þessu efná en form- íöst og taktföst tónlist. Því er vel að þar sé byrjað. — En hvenær höfum við íslendingar þolað aga og aðfinslur?" — Aldrei frá byrj- un! — Eg gekk þess vegna ekki að því gruflandi, að það yrði mis- jafnlega þolað í Hljómsveitinni, einkum hjá þeim lærðari, að svona vægðarlaust væri gripið á veMc- ustu punktunum. JSnda leið ekki á Iöngu, að klofningur yrði. — Og það voru einmitt þeir lærðari, sem fóru leiðar sinnar, konsert- meistari Hljómsvditarinnar, einn efnilegur lærisveinn hans og út- lendingarnir allir með tölu. Eng- inn efi er á því, að mörgum af hinum þótti líka kennarinn fyrst full kröfuharður og fanst starfið vera óþægilega farið að þyngjast, en þeir sáu það brátt, að ekkert annað dugði, ef sveitin átti að fá krafta sína æfða eins og hún þurlfti. Nú hefði þessi klofningur þó væntanlega læknast af sjálfu sér, ef ekki hefði farið að breiðast út ýmislegt miður vingjarnlegt hjal um Hljómsveitina og kennara hennar, sem auðvitað hlaut aö verða skrifað á reikning þeirra, sem farið höfðu úr henni, enda varð sumt beinlíruis rakið þangað. Það sannaðist þá um suma, sem yfirgálfu sveitina, að þeir höfðu alls ekki sjálfir fundið til óánægju, en gert það fyrir áeggjan. — Til- gangurinn var auðvitað sá, að koma kennaranum buiiu, en Hljómsveitin taldi sér nauðsynlegt að hafa hann lengur, og það er vist enginn vafi á því, að hún hafði þar rétt fyrir sér. Enda studdu stjórnendumir báðir, Sig- fús Einarsson og Páll ísólfsson, eindregið að því.Skaðlegt fordæmi hefði það og verið að láta van- stillingu örfárra manna ráða úr- slitum, eins og hér stóð á. Hefir mörgum gagnlegum félagsskap orðið hált á slíku. Hljómsveitin tók nú það væn- legasta ráð, sem fyrir hendi var, að læra af kappi 0g taka til æfing- ar að eius tónverk við hæfi flokks- ins. Voru nokkur af þeim fram- borin á tónJeik þeim, sem haldinn var í Fríkirkjunni á pálmasunnu- dag. — Um þennan konsert ritar Emil Thoroddsen síðan ritdóm í Visi, auðsjáanJega sem innlag af hállfu mótherja Hljómsveitarinnar. Niðr- andi orðum er farið um allt, sem þar fór fram, og flokknum valin háðuleg orð að auki. Hér er ekki verið að dylja, að af fjandskap er skrifað, enda villist enginn á þvi, sem nokkuð þekkir til málsins. En á þetta tilræði gegn Hljómsveitinni verðurþó að benda ókunnugum, sem óvandað einsdæmi þess, hvað einn tónlistamaður getur lagt nafn sitt við. Sannleikurinn er nú þessi: Vel- den og flokkurinn höfðu ælft af svo miklu kappi undir þennan tón- leik, að árangurinn hlaut að verða góður, enda varð hann stórum mun betri en vænta mátti af ekki stærri kröftum. Hér voru að eins kornnir tveir þriðju hlutar Hljóm- sveitarinnar og það einmitt sá hlutinn, sem ekkert átti að geta! Og hvað heyrðu menn? — Röska bogadrætti, ákveðið hljóðfall og samtök og hljómfylli meiri en nokkur gat vænst. — Og þeir, sem ekki komu í kirkj- una aðeins til að hlusta á próf, fengu að heyra ágæt tónverk fram- borin af listrænu fjöri stjórnand- ans. Það var lyfting í þessum „netnendakonsert", enda hef eg sjaldan orðið var við almennari ánægju á eftir innlendum tónleik, en í þetta sinn. Áheyrendur voru mestmegmis áskrifendur að hljóm- leikum Hljómsveitarinnar, með oðruni orðum, tónlistavinir bæjar- ins. Það má auðvitað segja, að fæstir þeirra hafi setið á tónleik- um í 1‘arís eða Berlín, og hafi þar af leiðandi ekkert vit á því, sem íram fór. En hver verður árangur- inn af því fyrir framtíð tónlistar hér á landi, ef enginn hefir opin eyrun fyrir henni nema E. Th. — Nei, umsögn hans um þemian tón- leik átti víst eingöngu að vera móðgun við Hljómsveitina og stjórnandann, en varð líka að móðgun við hina ánægðu áheyr- endur, sem nú ekki eiga að fá að trúa sínum eigin eyrurn! Það hlýtur nú að fara að harðna á þeirri spumingu, hvaða framtíð Hljómsveitinni sé fyrirhuguð. Við höfium nú lært margt í vetur. Við vitum nú betur en áður, hvað þarf til að ala upp krafta, sem starfað geta og myndað fastan kjarna í Mjómsveit. Við verðum að byggja á innlendum kröftum aðallega. — Við vitum að nokkrir kraftar verða að vera til vara, svo að ekki fari aJlt um koll, þótt einum eða fleiri mislíki og þeir fari leiðar sinnar eða forfallist. Við viturn, að það hlýtur að kosta meira en áður var álitið, að koma upp verulega góðum hljóðfæraleikurum og að það er þó hreint og beint nauðsyn- legt vegna þess, að það má ekki spyrjast, að við leggjum ekki rækt við góða tónlist á leikhúsumi, við útvarp, á opinberum veitingastöð- um og skemtunum o. s. frv. Afleiðingin af þessum íhugun- um verður sú, að það þarf að fara að koma tónlistakenslu hér i líkt liorf og er í öðrum mentalöndum, leggja meiri stund á hana innan- lands. Við það mundu og sparast margir utanfararstyrkir. Auðvitað j>arf Hljómsveitin að fá meiri fjár- hagslegan styrk, en1 hún hefir haft h.ingað til, en ])að sem hún síst má án vera, er kensla á þau hljóð- færi, er hún notar. H. J. Utan af landi. —x— Útdráttur úr fundarger'ð a'ðalfundar Kaupfé- lags Hvammsfjarðar, sem haldinn vár að Ásgarði 25. og 26. mars 1929.: .... 10. Ilafið var rnáls á nafji- breytingu Jieirri á verslunarstaðn- uni Búðardal, er nýútkomin áætlun e.s. Esju ber með sér. Kom öllum fundarmönnum saman um að slík- ar breytingar á gömlum 0g góðum nöfnum séu yfirleitt óviðfeldnar, en sérstaklega sé breytingin á Búð- ardal í Skipagrund óhæfileg, bæði af ])ví að nafnið Búðaraalur er frá landnámstíð, sbr. Laxdælasaga 13. kap., bls. 23, og af því að ör- nefnið „Skipagrund" er alls ekki til í Fjósalandi. Aftur á móti er mönnum kunnugt um þetia örnefni í ICambsneslandi, utan Laxáróss. Að loknum umræðum var borin upp og samþylct með öllum atkvæðum svofeld tillaga: „Fulltrúafundur Kaupfélags Hvammsfjarðar 1929 skorar á rik- isstjórnina að hlutast til um að kauptúnið „Búðardalur" í Dalasýslu íái framvegis að halda sínu rétta nafni, sem virðist í alla staði gott og gilt.“ — Réttan útdrátt staðfest- ir Jón I?orleifsson framkvæmdar- stjóri. (FB. □ EDDA 5929497 = 5. I. 0. 0. F. 8 = 110488 Veðurhorfur í dag. I gærkveldi var suðaustanátt og lilýindi um allt land. Lítils- liáttar rigning á Suðurlandi og Vesturlandi, en þurt fyrir norð- an og austan. Lægð var skarnt út af Reykjanesi og virtist stefna norður eftir, og eru horf- ur á að hún valdi framhald- andi sunnan átt í dag og nokk- urri úrkomu vestan lands. — Frostin eru nú aftur að minka á Norðurlöndum. í gærkveldí var 3—5 stiga hiti i Danmörku, nema í Borgundarliólmi; þar var 1 st. frost. — I Mývogi á norðaustur-Grænlandi var 21 st. frost í gærkveldi, en 10 st. frost á Svalbarða. Esja fór héðan kl. 9 i gærkveldi aust- ur um land. Meðal farþega voru: Pétur Þórðarson hafnsögumaður, alfarinn til Eskifjarðar, Guðný Þorsteinsdóttir, Vilborg Dagbjarts- dóttir, frú Sigr. Bjarnason, Guð- rún Árnadóttir, Helga Gísladóttir, Unnur Jónsdóttir, María Þorleifs- dóttir.'Elin Jónsdóttir, Karl Finn- bogason, Sig. Guðmundsson, Karl Vigfússon, Sigfús Vigfússon, Tóta -Watline, Sigríður Þórarinsdóttir, Svana Jónsdóttir, Guðjón Einars- son, Björn Blöndal, Snæbjörn Jóns- son, Snæbjörn Arnljótssosn, Rolf Johansen, Jóhann Kristjánsson með frú og dreng, Stefán Jónsson, Guðm. Jónsson, Bjarni Bjarnason, Ólafur Stéphensen, Arnþór Jensen, Theódór Oddsson, Marteinn Þor- steinsson, Óskar Bjarnason, Jóhann P. Jónsson, Bjarni Guðmundsson, Jón Guðmundsson, Hildur Bjarna- dóttir o. m„ m. fl. Dr. Guðm. Finnbogason flytur erindi kl. 2 í dag í Nýja Bió um Hávamál og Aristóteles hinn fræga gríska speking. — Margt er það í Hávamálum, sem þarfnast skýringa til skiln- ingsauka, og þarf enginn að efa, að Dr. Guðmundi takist að greiða fram úr því öllu. Þá verður og fróðlegt að heyra samanburð þann, sem doktor- inn ætlar að gera á Hávamálum og kenninguin Aristótelesar, og er þar um það efni að ræða, sem aldrei hefir áður verið rannsak- að. Allur fjöldi manna hefir meiri mætur á Hávamálum ea

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.