Vísir


Vísir - 22.05.1929, Qupperneq 2

Vísir - 22.05.1929, Qupperneq 2
VISIR Girðingarefnið komið: Danskur gaddavír 12l/2 og 14. Vírnet 68 og 92 cm. há. Sléttur vír. Girðingastólpar. Athugið, að hjá okkur gerið þér bestu kaupin. Efnið vandað. Verðið lágt. Símskeyti % Khöfn, 21. maí. FB. Deilumál jöfnuð. Frá Washington er simað til Ritzau-fréttastofunnar: Hoover forseti hefir tilkynt, að deiian á milli Suð'ur-Ameríkuríkjanna Perú og Cliile um héruðin Tac- na (íbúatala 39,000) og Arica sé jöfnuð. Peru fœr Tacna, en Chile ræð- ur yfir Arica, eins og að imdan- förnu. (Hafnarborgin Aríca hef- ir 5000 fbúa og hefir mikla þýð- ingu fyrir suðurhluta Perú og' Boliviu). Deilan hefir staðið yfir síðan 1883 er Chile lagði liéruðin und- ir sig, þá er Bolivia og Perú áttu í ófriði. Frá Kína. Frá Shanghai er símað: Kwangsiherinn hefir tekið Kan. ton. Landskjálftar í Litlu Asíu. Frá Angora er símað til Ritz- aufréttastofunnar. Miklir land- skjálftar hafa komið nálægt Si- vas. 950 hús hafa hrunið og 37 menn farist. Manukynssagau og hin . mikla hreyting. —o— I. Saga mannkynsins er tilraun apa til að komast upp úr dýra- rikinu. Tilraunin hefir mistek- ist. Aðalárangurinn liefir verið meiri þjáning, næstum því óvið- jafnanlega miklu meiri þjáning en til er í dýraríkinu fyrir neð- an 'þessa umbreyttu apategund sem nefnist maður. En tilraun- in þarf ekki að mistakast. Jafn- vel á skömmum tíma mætti snúa henni til sigurs. EySiIeggið ekki augnn. Ef þér þurfið að halda blað- inu lengra frá yður en 25-30 cm., getið þér reitt yður á að það er skaðlegt fyrir augun. Komið og ráðfærið yður við Thie!e,Bankastræti 4 (hús Hans Petersens) áður en það verður of seint. Allar upplýs- ingar, athuganir og mátanir cru ókeypis. Ítt<500íiöíi0í5«;5íi<5íxít>ö0í>00tit50í = FÍLMUR = ný verðlækkan. Framköllnn og kopíerlng — ðdýra8t. — (Einar Björnsson) P.ankantræti 11. — Sími 1053. ititiOOtiíiíitiíitiíititititiíitititiíiíiíititit H. Ef öðruvísi er að orði komist, þá er saga mannkynsins tilraun liins skapandi rits, hins skap- andi kraftar, til að ná hér full- um tökum. Apinn, sem er farinn að liugsa, þarf að skilja hvemig á því stendur að sú tilraun hefxr ekki tekist. Og það er það sem einmitt nú er að 'byrja að skilj- ast. Og eins, hvernig bót verður á ráðin. Vér erum að byrja að skilja nauðsjmina á sambandi rið æðri verur, verur sem ris- indin verða að þekkja, sönn risindi, en aldrei verða svo dugi, litnar trúaraugum. Og þegar hinn rétti skilningur er almennur orðinn, þá er burtu rutt hindruninni fyrir þri að hið nauðsynlega samband geti tek- ist, Þá getur lúð skapandi vit, hinn skapandi kraftur, náð hér þehn tökum sem þarf til þess að liér á jörðu verði sjálfstæði og fult samstarf rið foringja tilverunnar í öðrum stöðum. m. ; ! Til þess að það konii i ljós að eg segi satt, þarf ekki annað en cinfalda tilraun. Rcisi menn hér stöð slíka sem eg hefi skrifað um, og reyni þar að færa sér í nyt kenningar mínar. Svo mik- il blessun mundi þeim frdm- kvæmdum fylgja, að áður en 15 ár væru liðin frá því stöðin hefði tekið lil starfa rið almenn- an áhuga, þá mundi velmegun Jjjóðarinnar hafa meir en þre- faldasl, en vesöld öll þorrið að ])ví skapi. Víða væri farið að byrja kornrækt, og á hentugustu stöðum mundi vera farið að reyna að rækta eplatré. Þj’ki einhverjum þetta ótrúlegt mjög, þá mætti biðja hann að athuga hvemig veturinn var liér, áður þessi áríðandi og að ýmsu leyti svo áðdáunarverða samkoma er alþing nefnist, fór að sýna, að verk mitt er þar af meiri hluta ekki mikils metið. Menn hug- leiði, að veturinn Iiér Jiorður undir heimskautsbaug, var miklu betri en suður við Mið- jarðarhaf, þar sem páhnar gróa og glóaldin, og aðgæti það, sem eg befi ski-ifað fyrir nálega 10 árum (Nýall s. 169, kaflinn Líf- geislan og magnan). 18.—19. mai. Helgi Pjeturss, Fréttabréf. —O-- tJr Reykhólahéraði. F.B. í mai. Árið 1928. Það er að vísu af litlu að miðla, þótt penninn sé tekinn til þess að skrifa um eitt og annað í héraði, þar sem held- ur fátt ber til tíðinda, og frani- farir fáar og smáar en þar sem sjaldan getur að líta nokkra línu i blöðunum úi’ þessu af- skekta héraði innfjarða Breiða- fjarðar, hvorki um tiðarfar, heilsu manna, eða nokkra af- komu þeiira, er hér búa, þá virðist þó meinlaust að geta þess með nokkrum orðum, er alrnælt gerist og til framfara liorfir,, sem og hins líka, að láta í ljós, að við sjáimi og finnum hvað hagstæð og blíð veðrátta er mik- ils virði fyrir land og lýð, því órétt væri að segja, að við hefð- um farið varlúuta af þeim gæð- um á umliðnum og yfirstand- andi tíma. Hins vegar finst kannske mörgum, að þeir geti ekki, eins og þeir vildu, notað timann og tiðina til ]>ess að koma í framkvæmd ýmsum nytsömum fyrirtækjum, er til bóta horfa, og veldur þvi lijá flestum f jái’skortur o. fl., ásamt fleiri örðugleikum, sem á svo margvíslegan liátt geta til orð- ið. Frá byrjun ársins 1928 mátti heita að væri öndvegistíð, sam- an borið við venjulega vetrartíð á þessu landi, dálítið kafalda- saml í janúar og gerði þá slæmt á haga, svo innistaða var til Þorraloka á mörgum bæjum, sérstaklega nálægt fjöllum. — Frost voru stöku sinnum frá 5 —7 st. Svo byrjaði Gróa með ljómandi þíðriðri og upp frá því mátti heita óslitin k j aratíð, stund- um 20 stiga hiti, jörðin alauð að kalla og vottaði riða fyrir gróðri seinni hluta mánaðarins, livergi ís á vik eða vog, en sjófuglaklið- ur ómaði við eyra. Einmánuður sýndi okkur sömu gæði og skemdi í engu frágang Góu. — Sumarið lieilsaði með sólglöðu og hlýju viðmóti, vel voraði og skepnuhöld yfirleitt ágæt, fé vel gcngið undan og' nóg liey viðast hvar. Dálítið bar á lungnaorma- veiki i sauðfé á stöku bæjum, en mun hafa læknast með því að sprauta féð, að öðru leyti af- koma góð með allan fénað. — Þurkar voru fullmiklir í júní- mánuði,. svo heldur kom kyrk- ingur i gi’óður, allt fyrir það varð samt grassprelta.á engi ná- lægt því i meðallagi, og vcl þó á túnum allflestum, hjá mörg- um litlu minni laða en sumarið áður, nýtingin framúrskarandi góð og heyfengur því yfirleitt með besta móti samfara góðri verkun. Heiðskírir sólskinsdag- ar komu hér á sumrinu eitt hundrað tuttugu og sex og lang- flesta þá daga logn, þcss utan fjölda marga daga sólskin meira og minna, þó ekki væri skýja- laust og heiður himinn. Og eng- in stund tókst úr heyskapartím. anum veðurs vegna. Haustið bauð sömu kjör, cng- ar liríðar eða hvássviðri, sem nokkuð kvað að. Austan rok- storm gerði þó þann 8. okt., en engar skemdir urðu af völdum lians hér. Þann 20. s. m. snjóaði nokkuð i fjöll og var þá öðru livoru dálítil lirkonia nokkra daga. I nóvember var einnig á- gæt tíð, snjóaði stöku sinnum í fjöll lítið eitt, að eins þann 19. nóv. gerði austánsvæling í býgð, var þó frostlaust að kalla. Þann 1. desember var stórfelt austan- TEOFANI ©p opdlð --- 1,25 á bofðið í næstu búd. slag', en hvorki hvassviðri né kuldi þvi meðfylgjandi, en ákaft rigndi, hljóp þá i vestanátt og gerði útsynning með frosti, var svo framan af desember fremur slæm tíð, umhleypingasöm og óróleg Snjókoma var töluverð til fjalla seinni part mánaðar- ins, en ái’ið kvaddi samt með blíðviðris sunnanþíðu, og þegar á allt er litið, mun sagan geyma minningu þessa árs meðal þeirra allra bestu, sem yfir þetta land hafa komið. Mikil brögð voni að blindu í sauðfé framan af vetrinum og það fram til áramóta. Kvað svo ramt að því, að viða varð að gefa fé inni, þótt besta veður væri, og það mörgu á sumum bæjum langan tíma. Þetta er mjög leiður kvilli og væri saim- arlega þess vert, að dýralækn- amir legði sig eftir að reyna að finna eittvert meðal, sem gæti læknað hann. Heilsufar manna hefir yfir- leitt verið gott í þessu liéraði, engin veikindi farið alment yfir eða rofið nein tilfinnanleg skörð í fylking héraðsbúa. Auðritað hafa ýmsir krillar amað að ein- stöku mönnum, en olckar góða lækni hefir tekist að lækna þá. Garðræktinni hefir fleygt fram á midanförnum árum og' áliuginn fyrir lienni er vaxandi þelddng og reynsla í þeim efn- um sem öðrum, færa mönnum heim sanninn um verðmætið, enda engimi skortm’ á leiðbein- ingum við framkvæmdir í þvi efni, svo framt sem aðstaða ekki tálmar framkvæmdum. Bændur allflestir hafa hér nú matjurta- garða; var uppskera síðasthðið haust með allra besta móti. Almennur áhugi er vaknaður hér fyrir aukinni túnrækt og einatt fjölgar þeim, sem liefjast handa til undirbúnings á því sviði, riðast er girt og túnin stækkuð. Ýmsir dugandi bænd- ur liéraðsins eru búnir að koma sér upp safnþróm og áburðar- húsum. Rúnaðarfélög eru starf- andi og síðastliðið vor var unn- ið allmikið að jarðabótum, en seint og fast gengur að koma miklu i verk mcð mann- og liestafli, jafnvel leiðinlegl að horfa á menn og skepnur svit- ast og strita af áhuga og vinnu- kappi, en fá örlitlu áorkað í sam- anburði við ómæðið vélaaflið, sem breytir lieilum liektara lands úr kargaþýfi i rennslétt- an flöt á einum sólarliring og líkindi eru til, að í flestum hér- uðmn verði það kappsmál áður en langt um líður, að taka þetta tilfinningalausa afl í þarfir jarð- vinslunnar. Ætti það að vera byrjunarleiðin, að tveir til þrír hreppar ættu og notuðu sömu vél, á meðan reynslan er að aulc- ast og almennur áhugi að vaxa. Þ. Úr Steingrímsfirði. 8. maí, F.B. Eins og allsstaðar annarsstað- ar á landinu, hefir síðastliðinn vetur verið óvenjulega hagstæð veðrátta, svo elstu menn muna eigi shkt. Hefir aldrei komið frost eða fönn að neinu ráðí. Oftast blíðriðri og’ hitar og fannlaust til efstu fjalla, eins og að smnarlagi. Gróðurnál fór því að koma þegar í marsmánuði og menn gátu unnið að jarða- bótum. En því miður má svo að orði kveða, að með sumarkom- unni skifti alveg um tíð. Sífeld- ir norðanstormar og kuldar, stundum með nokkurri fann- komu, hafa haldist síðan og virðist ekki lát á. Gróðurinn, sem vai- kominn alhnikih, eink- um i tún, hlýtur því að deyja út og getur það haft slæmar afleið- ingar, ef áframliald verður á. Aht er liéi’ riðburðalítið og stórtíðindi engin. — Helst má nefna, að talsvert lif er að fær- ast í útgerðina liér rið f jörðinn og er útht fyrir, að hún aukist allmikið i sumar, ef fiskur kem- ur. Einkum er mikið keypt af smáum vélbátum og er bylting að verða á því sviði, árabátamir eru að hverfa úr sögunni, en opnu vélbátarnir að koma í staðinn. Á landbúnaðarsviðinu eru stökkin minni, þótt allt færist það i áttina fram á veg', eftir því sem geta og aðstaða leyfir. Bún- aðarfélag Hrófbergshrepps liefir nú fest kaup á dráttarvél, sem kemur i vor, og er vonandi, að henni fylgi aukið líf og auluiar framkvæmdir í jarðræktinni. Mannalát hafa verið mjög fá síðast liðinn vetur. — 10. febrú- ar s.l. lést merkiskonan Ólöf Stefánsdóítir, að heimili sínu,

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.