Vísir - 06.06.1929, Blaðsíða 2
VISIR
Nýkomið:
Blandað hænsnafóðup,
Hálfsigtimjöl,
Laukup í pokum,
5Ottí5OíÍ!ÍOtt!55>5SÍÍíSíÍÍ5O»0íSÍSÍinO!ií
= FÍLMUR =
ný verðlækkun.;
Framkðllnn og kopíerlng
— ðdýrust. —
SportvörDliðs Revkjauikur,
(Einar Björnason)
Bankastræti 11. — Simi 1053.
50000000005Í5S5S5S5S00000000005
Símskeyti
Khöfn, 5. júní. FB.
Ramsay MacDonald kvaddur á
konungsfund.
Frá London er símaö til Rit-
zau-fréttastofunnar, aö Ramsay
MacDonald hafi verið kvaddur
á konungsfund í dag til þess að
ræða um myndún nýrrar stjórn-
ar.
Blaðaummæli um hina nýju
stjórn í Bretlandi.
Lundúnablaðið „Morning
Post“ óttast, að stjórn MacDon-
alds, sem gengið er ut frá að
mynduð verði, muni afnema
tollvernd fyrir iðnaði þá, sem
illa eru stæðir, en afleiðingarn-
ar af því geti orðið hættulegar
fyrir atvinnulíf Bretlands.
Blaðið „Daily Mail“ býst við
rólegri framþróun á næstu ár-
mn, þar sem verkamenn geti
aðeins fengið framgengt laga-
frumvörpum þeim, sem frjáls-
lyndir styðji.
Frjálslynd hlöð gera það mjög
að umtalsefni nú, að nauðsyn-
legt sé að breyta kosningalög-
unum.
Frá Washington er símað, að
það muni leiða af mynduú Mac-
Donaldsstjórnarinnar, að sam-
komulag í flotamálunum verði
auðveldara við Bandaríkin.
Vesúvíus farinn að gjósa.
Frá Neapel er símað: Vesú-
víus byrjaði að gjósa í gær-
niorgun. Hraunstraumur veltur j
niður austurhlíð fjallsins. Smá-
bæir þar eru í hættu staddir.
íbúarnir fíýja. Yfirvöldin liafa
gert ráðstafanir til þess að
hjálpa þeim.
Bandaríkjastjórn styður
bændur.
Frá Washington er símað:
Stjórnin ætlar að verja 200
milj. dollara til þess að koma í
veg fyrir verðfall á landbúnað-
arafurðum. Verð á liveiti Iiæklc-
aði þess vegna töluvert í gær.
Sven Hedin á heimleið
Frá Stokkliólmi er símað:
Sven Hedin landkönnuðlir er
kominn til Ameríku frá Ivína.
Er hann á heimleið. Kveðst
hann Jiafa fundið eitt dinosaur-
egg í Ivina og beinagrindur
nokkurra dinosaura, sennilega
90 milj. ára gamlar.
Óheilindi
jafnaðarmanna.
—o—
Jafnaðarmenn láta svo sem
þeir séu af alhug fylgjandi sam-
bandsslitum við Danmörku.
Um það telja þeir yfirleitt eng-
an ágreining; þess vegna látast
þeir lika skoða stofnun Sjálf-
stæðisflokksins bláberan skrípa-
leik. Hinsvegar áfeHast þeir
sjálfstæðismenn mjög fyrir
það, að þeir hafi enga afstöðu
tekið til þess, livort konungs-
sambandið við Danmörku skuli
haldast, því að það sé í raun og
veru aðalatriðið! — Af þessu
geta menn nú fyrst og fremst
séð það, að jafnaðarmenn meta
það lítils, þó að önnur þjóð,
margfalt f jölmennari en íslend-
ingar, liafi sama rétt til allra
landsins gæða eins og íslend-
ingar sjálfir. Þetta algerða
formsatriði, livort hér skuli
framvegis verða konungsstjórn,
telja þeir miklu meira um vert.
Én það er meira sem í þessu
felst. Með þessu gera jafnaðar-
menn sig bera að liinum háska-
legustu óheilindum í sjálfu
sjálfstæðismálinu.
Með sambandslögunum frá
1918 er ekkert um konungs-
sambandið samið. Það er þar
látið liggja algerlega inilli hluta.
Ef sambandslagasamningun-
um er sagt upp, þá leiðir af
því, að vér fáum öll mál vor í
vorar eigin hendur og jafnrétti
Dana við oss liér á landi er úr
sögunni, en konungssamband-
ið getur að vísu Iialdist eftir
sem áður. En til þess að mál-
efnasambandinu, sem um er
samið með sambandslögunum
verði slitið, þarf að fara frain
um það alþjóðaratkvæða-
greiðsla, með þátttöku að
minsta kosti % atkvæðisbærra
manna á landinu og að minsta
kosti % hlutar þeirra sem at-
kvæði greiða, að greiða atkvæði
með sambandsslitum. Það þarf
Iþvi alleindreginn og samliuga
vilja þjóðarinnar til þess að
sambandsslitum verði fram
gengt. — Nú er það augljóst,
að jafnaðarmenn gera ráð fyr-
ir því, að ýmsir þeir, sem að
vísu vilja segja slitið málefna-
sambandinu við Dani, og fá
þannig fullan einkarétt yfir
landi sínu og landsnytjum,
kunni þó að vilja lialda kon-
ungssambandinu. Þeim hlýtur
þá líka að vera það ljóst, að ef
þetta tvent, málefnasambands-
slit og konungssambandsslit, er
tengt algerlega saman, þá er
hætta á því, að atkvæðin gegn
sambandsslitum verði fleiri en
ella, svo að það geti jafnvel
riðið baggamuninn. — Með
því að krefjast þess, að nú
þegar skuli tekin ákvörðun um
það, hvort konungssambandinu
skuli slitið um leið og sam-
bandslögunum verði sagt upp,
eru jafnaðarmenn því berlega
að vinna á móti íþví, að sú upp-
sögn fari fram.
Hins vegar er það augljóst,
að þeim er ekki nein alvara um
það, að losna við konunginn, þó.
að þeir til málamynda sitji í
sætum sínum á Alþingi, þegar
þingheimur lirópar „liúrra“
konungi til dýrðar! Ef atkvæða-
greiðslan um sambandslögin er
einnig látin ná til konungssam-
bandsins, eins og þeir vilja, þá
verður aðstaða konungssinna
við það miklum mun sterkari.
Það þarf þá ef til vill ekki nema
örfáa menn, til viðbótar við þá,
sem mótfallnir kunna að verða
sambandsslitunum af öðrum
ástæðum, til þess að vernda rétt
konungsins. Aðeins svo, að tala
þeirra, sem greiða atlcvæði á
móti sambandsslitum, verði
fullur J4 hluti þeirra, sem at-
kvæði greiða.
Ef hugur fylgir máli lijá
jafnaðarmönnum, þá lllytu
þeir að sjá, að miklu auðveld-
ara yrði að losna úr konungs-
sambandinu eftir að málefna-
sambandinu væri slitið, og þeir
mundu þá að sjálfsögðu vinna
að því af alhug, að fá sam-
bandslögunum sagt upp, en
forðast alt ^sem orðið gæti til
að tvístra mönnum í atkvæða-
greiðslunni um uppsögn þeirra.
Að því búnu þyrfti vitanlega
elcki nema stjórnarskrárbreyt-
ingu til að losna úr konungs-
samliandinu.
Það er þannig alveg fullvíst,
að þessi krafa jafnaðarmanna,
um uppsögn konungssambands-
ins, er í þeim einum tilgangi
gerð, að vinna á móti uppsögn
sambandsins við Dani og til að
vernda jafnréttisaðstöðu Dana
liér á landi, án þess að það sé
berum orðum viðurkent, að
það sé þetta, sem þeir vilja
„halda í“.
Jakob Möller.
Fri ttr-ísliip.
—o—
FB. í júní.
Mannalát.
Þ. 25. apríl andaðist að heimili
sonar síns á Gamli, Manitoba, hús-
frú Steinunn Grímsdóttir Stefáns-
son. Hún var fædd 8. okt. 1847, á
Brettingsstöðum í N.-Þingeyjar-
sýslu. Giftist hún Jónasi heitnum
Stefánssyni frá Þverá í BlönduhliS
sumarið 1866. Fluttust þau vestur
um haf 1874, og voru í fyrsta land-
nemahópnum í Nýja íslandi 1875,
og bjuggu allan sinn húskap á Gimli.
Eru fjögur börn þeirra á lífi, öll
vestra.
Rétt fyrir áramótin andaðist í
Fort William, Ontario, konan Ólöf
Steinsdóttir Tweedle. Hafði hún
búið þar með manni sínum, David
Tweedle, um 40 ára skeið. Áttu þau
sjö börn, öll uppkomin, og sum gift.
— Ólöf sáluga var fædd 1864, í
Vík í Héðinsfirði, dóttir Steins
Jónssonar þilskipstjóra í Vik. Eftir
lát föður sín's fluttist Ólöf vestur
um haf meö ínóður sinni 0g systur,
Mrs. Tweedle hafði verið atorku-
söm og góð lcona.
Viðurkenning frá Minnesota.
Heimskringla birtir þ. 1. maí bréf
forse'ta Alþingis til ríkisstjórans í
Minnesota, jiess efnis, að bjóða
Minnesota að senda sérstakan full-
trúa á Aljúngishátíðina, og þings-
ályktunartillögu, í tilefni af boðinu,
sem lögð er fyrir báðar deildir
þingsins í Minnesota, og heimilar
ríkisstjóranum, fyrir hönd ibúa og
þings Minnesota, að bera fram ham-
ingjuóskir til handa íslendingum og
stjórninni á íslandi, á þessari sögu-
legu hátíð, á þann hátt, sem hann
telur best við eiga. — Að tillögu
Mr. Johnson’s var þingsályktunin
sámþykt.
Kirkjuafmæli.
íslensku söfnuðirnir í Argyle,
Manitoba, halda hátíðlegt 40 ára
afmæli Frelsiskirkju þar i bygð, í
þessum mánuöi. Söfnuðirnir í
prestakallinu áttu lengi allir sókn
að þessari kirkju, og var hún um
eitt skeið fjölmennasta sveitakirkja
í -Manitoba og miðstöð íslensku
bygðarinnar á þessum slóðum.
Símskeyti
—o—
Khöfn 6. júní. FB.
Ramsay MacDonald tekur við
stjórn.
Frá London er símað: Ranv-
say MacDonald liefir tekist
stjórnarmyndun á hendur.
Stjórnin verður sennilega full-
skipuð á laugardaginn.
Síðustu fregnir af kosningunum
í Bretlandi.
Úrslit eru nú kunn í öllum
kjördæmum, nema fjórum, og
liafa verkamenn til þessa feng-
ið 288 þingsæti, íhaldsmenn
257, frjálslyndir 58 og utan
flokka 8.
Eldgos magnast í Vesuvíus.
Frá Neapel er símað: Vesuví-
us-gosin halda áfram og áger-
ast. Miklir hraunstraumar. Smá-
hærinn Campitello hefir ger-
eyðst, og aðrir smábæir eru í
yfirvofandi hættu.
Veðrið í morgun.
Hiti í Reykjavík 6 st., ísafirði 4,
Akureyri 6, Seyðisfirði 5, Vestm,-
eyjum 6, Stykkishólmi 7, Blönduósi
7, Raufarhöfn 4, Hólum í Horna-
firði 6, Grindavík 6, Fæx-eyjum 6,
Julianehaab 5, Angmagsalik 2, Jan
Mayen o, Hjaltlandi 6, Tynemouth
9, Kaupmannahöfn 8 st. — Mestur
hiti hér í gær 10 st., minstur 4 st.
— Úrkoma 6,2 mm. -— Grunn lægð
suðvestur af Reykjanesi, en há-
jxi-ýstisvæði fyrir norðan land. -—
Horfur: Suðvesturland, Faxaflói:
í dag breytileg átt. Smáskúrir. í
nótt sentiilega norðaustlæg átt og
úrkomulaust. Breiðafjörður: I dag
og nótt norðaustan kaldi. Léttskýj-
að. Vestfirðir, Noi-ðurland: 1 dag
og nótt norðaustan kaldi, allhvass
úti fyrir. Víðast úrkonxulaust. Norð-
austurland, Austfirðir: í dag og
nótt norðaustan kaldi, regn eða
krapaskúrir. Suðausturland: í dag
og nótt vaxandi norðaustan átt, all-
hvass úti fyrir. Léttskýjað.
Forsætisráðherra
var meðal farþega, sem liéðan
fóru í gærkveldi á m.s. Dron-
ning Alexandrine. Fór hann til
jþess að leggja fyrir konung til
undirskriftar lög þau, sem sam-
þykt voru á síðasta Alþingi.
Sænsku flugmennimir
hafa ekki lagt af stað í morg-
un, svo að kunnugt sé. Flug-
veður er ekki allskostar hag-
stætt í dag.
Eimskipafélag íslands
liefir gefið út tvo bæklinga
með myndum og ensku lesmáli,
til þess að draga athygli ferða-
manna að landinu og skipa-
ferðum félagsins. Annar bæk-
lingurinn lieitir: „Views from
Iceland", en hinn: „Some
Questions answered, about a
Summer Trip to Iceland“. Báð-
ir bæklingarnir eru skreyttir
úrvalsmyndum víðsvegar af
landinu, og veita útlendingum
nauðsynlega fræðslu um ferða-
lög hér á landi.
Leiðréttingar.
Þessar prentvillur liafa orðið
í grein alþm. Ingibjargar H.
Bjarnason í Vísi 4. þ. m.: Öðr-
um dálki, 19. línu a. 11.: tóttælc,
les róttæk, og sama dálki 4. línu
a. n.: heldur eins og sem endur-
bætur, les: heldur sem endur-
bætur.
Trúlofanir.
Á laugardaginn opinberuðu
trúlofun sina ungfrú Sigrún
Helgadóttir og Bjarni Gunnar
Sæmundsson, bifreiðarstjóri,
bæði hér í Reykjavík.
Trúlofun sína opinberuðu á
laugardaginn ungfrú Sigríður
Hjörleifsdóttir Þórðarsonar frá
Hálsi og Ágúst' Guðmundsson,
Bræðraborgarstig 3.
Dronning Alexandrine
fór héðan í gærkveldi áleiðis
til Kaupmannahafnar. — Meðal
farþega voru læknarnir Konráð
Konráðsson og Þórður Edílons-
son og frúr þeirra, frú Elín Guð-
mundsson, ungfrú Kristin Arn-
ar, Axel Andersen klæðskeri og
frú, Haraldur Björnsson leikari,
Ingolf Madsen, Jul. Jörgensen
o. fl.
Goðafoss
fer héðan í kveld kl. 8, til
Hull og Hamborgar.
Kristileg samkoma
á Njálsgötu 1 kl. 8 í kveld.
Allir velkomnir.
Nýjar kvöldvökur
(3.—6. Iiefti samfest) eru ný-
komnar hingað. Ritstjóri er
Friðrik Ásmundsson Brelckan,
en útgefandi Þorsteinn M. Jóns-
son á Akureyri. Efni þessa
lieftis er þetta: Gestur, saga
eftir Jónas .1. Rafnar, Nú skal
eg vaka, kvæði eftir Jón Jóns-
son Skagfirðing, Bókmentir,
yfirlit, eftir Guðm. Gíslason
Hagalín, Galdrarnir eilífu, þýdd
saga, La Mafía, þýdd saga, Vor,
kvæði eftir Jakoh Ó. Pétursson
frá Hranastöðum, Höfuðborg-
ir, Þrettán núll, núll, þýdd
saga, Héimilistýraninn, þýdd
saga, og Smávegis. — Af-