Vísir - 12.09.1929, Síða 2

Vísir - 12.09.1929, Síða 2
V I S I R / í>ess misskilnings liefir orðið vart, að að eins ógiftar konur geti tekið þátt í Teofani-samkepninni, tilkynnist þvi hérmeð, að a 11 a r konur, bæði giftar og ógiftar, eldri en 16 ára, geta tekið þátt í kepninni. Sökum þess, að sumar af þeim myndum, sem komið hafa, eru óskýrar, er þess óskað, að myndirnar séu skjrrar og vel teknar, sem sendar eru. Dragið ekki að senda myndirnar og skrifið á umslagið: T E O F A N I 10. Hafnarslr. Reykjavík. Til Þingvalla eru áætlunarferðír fram og tll baka daglega í hinum vinsælu B u i c k bifreiðum Steindóvs Símskeyti Khöfn, 11. sept. FB. Skærur Rússa og Kínverja. Frá London er símað: Bar- dagar á nxilli Rússa og Kínverja eru aftur byrjaðir á landamær- um Mansjúríu og Síberíu, án þess að um ófriðaryfirlýsingu sé að ræða. Kínverjar hafa sent út opinbera tilkynningu um það, að Rússar hafi hertekið Pogran- iclinaya eftir ákafa bardaga, en kínverska hernum hafi þó tekist að ná bænum aftur á sitt vald. Rússnéskar flugvélar vörpuðu sprengikúlum á síma- stöðina og járnbrautarstöðina þar og eyðilögðu þær. Rússar hafa einnig skotið á bæinn Mu- lin, sem er fyrir vestan Pogran- ichnaya. Fréttastofa Rússlands tilkynnir: Frá Moskwa er símað: Kín- verjar hafa ráðist inn á rúss- nesk landssvæði nítján sinnum. Rússar hafi þess vegna verið til neyddir að leggja til orustu. Frá Nanking er símað: Ivín- versk stjórnarvöld neita því, að kínverskar herdeildir hafi ráð- ist inn -á rússnesk landssvæði. Af Kínverja hálfu sé aðeins um vorn að ræða. Met í hraðflugi. Frá London er símað: Eng- lendingurinn Orlebar liefir sett heimsmet í hraðflugi. Meðal- liraði hans var 571 kílómeter á klukkustund. Bretar og ráðagerðir Briands. Ummæli breskra blaða bera það með sér, að erfitt muni verða fyrir England að taka þátt í áformuðu bandalagi Ev- rópurikja, þar eð mestur hluti Bretaveldis er í öðrum lieims- álfum. Flest bresk blöð fara þó vingjarnlegum orðum um áform Briands, nema nokkur íhaldsblöð, sem óttast að sam- tökum meginlandsríkja Evrópu verði beint gegn Englandi. Bandaríkjamenn ræða tillögur Briands. Frá Washington er símað: Mörg amerisk blöð hallasl að þeirri skoðun, að samtökum rikja Evrópu verði beint gegn Bandaríkjunum. Hinsvegar álít- ur Borah, öldungadeildarþing- maður (formaður utanrikis- málanefndar öldungadeildar þjóðþings Bandaríkjanna), að samtök þau, sem Briand berst fyrir að koma á, séu nauðsynleg til viðreisnar Evrópu. Álítur hann, að Bandarikjamenn inegi fagna yfir þessuin samtökum, sem hann hýggur að ihuni verða til þess að tryggja friðinn i álf- unni og auka velmegun Ev- rópuþjóðanna, en Bandaríkjun- um sé einnig liagur að því. Rannsókn. Þjóðþing Bandaríkjanna liefir ákveðið að láta rannsókn fara fram á undirróðri amer- ísks verkfræðings, sem Sliearer heitir, gegn takmörkun víg- búnaðar á sjó, á flotafundinum í Genf 1927. Shearer kveðst hafa starfað að undirróðrinum fyrir amerískar skipasmiðastöðvar og kveðst einnig hafa fengið tilmæli frá fjórum amerískum áðmírálum til þess að vinna á móti tak- mörkunum á ameriska flotan- um. Utan af landi, —o— Veslm.eyjar 11. sept. FB. Lítið um róðra. Nokkrir bát- ar liafa liaft lúðulínu, en afl- að rnjög lítið, enda stirð tíð að undanförnu. Vinna við hafnargerðina lieldur áfram. Nýja leikfimishúsið verður tilbúið i haust. — Bætt hefir verið við kenslustofur barna- skólans, sem var orðinn ónóg- ur. Skólaskylualdur barna hef- ir verið færður niður frá 10 til 8 ára, og kennurum fjölgað. Sjúkrasamlag Reykjavíkur 20 ára í dag. Þenna dag fyrir 20 árum — 12. septembermánaðar 1909 — var Sjúkrasamlag Reykjavikur stofnað. Jón Pálsson, fyrrum féhirðir Landshankans, var fyrsti og helsti hvatamaður þess, að samlagið var stofnað, en liann fekk í lið með sér ýmsa menn, sem studdu hann með ráðum og dáð, og álti Oddfeílow stúkan Ingólfur góðan þátt í því að koma félaginu á fót. Á stofnfundi félagsins voru ekki nema 14 menn, og fjTstu þrjú árin átti það fremur erfitt uppdráttar. Þá voru félagar þó orðnir 151. Eftir það fjölguðu þeir miklu örara og nii eru þeir um 3000. Eignir félagsins eru nú um 68 þúsundir króna, þar af er varasjóður rúmlega 31,450 krónur, og gjafasjóðir tveir frá Brynjólfi H. Bjarnason kaup- manni, er nema nær 3,900 kr. Tilgangur félagsins er að styrkja félagsmenn í 'veikindum þeirra, gegn félagsgjaldi, sem nú neniur kr. 2,50 á mánuði. Þó geta félagsmenn greilt hærra gjald, 3 kr. eða 5 kr. á mánuði, og fylgja því þá meiri réttindi. Auk þess greiðir hver meðlim- Ur 2 kr. í inntökugjald og 2 kr. á ári í varasjóð. Prófessor Sæmundur Bjarn- liéðinsson hefir verið læknir fé- lagsins frá upphafi, en Jón Páls- son hefir alla tíð verið formað- ur þess, og mun enginn einn maður liafa unnið meira í þágu félagsins. Hefir hann og farið víða um land til þess að koma á fót sjúkrasamlögum í öðrum landsfjórðungum og hefir það starf þegar borið nokkurn árangur og á efalaust fyrir sér áð eflast á næstu árum. Stjórn félagsins skipa nú: Jón Pálsson, Steindór Björns- son', Felix Guðinundsson, Guð- geir Jónsson, Jón Jónsson frá Hóli, Jón Jónsson frá Bala og Siglivatur Brynjólfsson. ísleif- ur Jónsson hefir annast dagleg störf félagsins undanfarin ár og farist það prýðilega. Tvo heiðursfélaga hefir félagið kos- ið, þá B. H. Bjarnason kaupm. og síra Ólaf Ólafsson fríkirkju- prest. Gagnsemi þessa félags er öll- um svo auðsæ, að ekki þarf að fjölyrða um hana, en afmæli félagsins ætti að verða öllum almenningi hvöt til þess að ganga nú þegar í félagið og efla með því starfsemi þess. Hver félagsmaður tryggir sér og sín- um þar svo mikil réttindi, þeg- ar mest á riður, að varla verð- ur fé betur varið en til þess að ganga í Sjúkrasamlag Reykja- víkur. , Samlagið minnist þessa af- mælis síns í lcveld með sam- sæti í Iðnaðarmannahúsinu. Vextir af ríkisfé. Eins og kunnugt er, fara þær fjárhæðir árlega vaxandi, sem gj aldheimtumenn r íkiss j óðs haf a undir höndum lengri eða skemri tíma. Fé það, sem sumir þeirra Iiafa innheimt á undanförnum árum, liefir skift jniljónum kr. En hvergi mun þó innheimtan hafa verið svipað því eins niikil lijá einum manni og Iiér í Reykjavík. Lögreglustjóri Reylc- javíkur mun liafa innlieimt fyrir ríkissjóð ekki allfáar milj- jónir króna. árlega mörg und- anfarin ár. — Mér er ekki kunnugt um, hvernig greiðslum hans til ríkissjóðs hefir verið hátlað, livort hann hefir greitt féð af höndum vikulega, mán- aðarlega, ársfjórðungslega eða eftir einhverjum öðrum reglum. Um ínnhejmtumenn ríkissjóðs í öðrum kaupstöðum er mér enn síður kunnugt. Sjálfsagt er að gera ráð fyrir því, að gjaldheimtumennirnir, lögreglustjórar og aðrir, hafi gert scr að fastri reglu, að geyma fé rikissjóðs í bönkum eða sparisjóðum, eftir því sem við varð komið. Þykir næsta ó- líklegt, að þeir liafi látið miklar fjárhæðir liggja lieima hjá sér degi lengur vaxtalausar. Er hvorttveggja, að það er löngum varhugavert, að geyma miklar fjárhæðir í heimahúsum, og í annan stað bæri slíkt ráðlag vitni um lilla hagsýni. — Eg vildi nú leyfa mér að spyrj- ast f^æir um Jiað, hvort lögreglu- stjórum og öðrum þeim, sem innheimtur hafa haft með höndum fyrir ríkissjóð á síð- iistu árum, hafi ekki verið skylt að ávaxta hið innheimta fé til hagnaðar fyrir eiganda Jiess, eftir því sem við varð komið, þangað til þeir greiddu það af höndum til ríkisfjárhirslunnar. Ástæðan til þess, að eg spyr um þetta, er sú, að sumir þeirra manna, sem eg hefi int eftir Jiessu, þykjast mega fullyrða, að ríkissjóður hafi yfirleitt ekki verið látinn njóta vaxtanna af fé ])\i, sem gjaldheimtumenn hans hafa innlieimt liin síðustu ár, en síðasta áratuginn kveður vitanlega langmest að slíkum innheimtum. Fullyrðingar þessar eru svo ósennilegar, að eg trúi þeim ekki að óreyndu, og fyrir því spyr-eg. Jón Jónsson. Tilmæli. —o— Allir Revkvíkingar muna glögt hið sorglega slys, sem varð hér á ytri höfninni 4. júlí fyrir rúmum tveimur árum, Jiegar sprengingin mikla varð við skipsflakið „Inger Bene- dikte“. Eg veit að margir álíta, að hafnarsjóður eða stjórn bæj- arins muni hafa fundið scr skylt að sjá að einhverju eða öllu leyti fyrir fjölskyldum þeirra manna, sem þar létu líf sitt, því að mörg eru dæmi Jiess, að atvinnurekendur hafi hjálp- að eftirlifandi ekkjum og börn- um Jieirra, sem hafa farist af slysförum við þeirra fyrirlæki. Eg þekki sérstaklega vel eina af þessum^ umræddu ekkjum, og veit, að hún á við mjög Jiröng- an hag að búa, því að liún á fyrir þremur dætrum að sjá, öllum á ómagaaldri, er alveg heilsuláus sjálf og getur Jiví ekkert unnið. Fyrir rúmu ári veiktist hún af taugafeiki, ofan á fyrra heilsuleysi, og lá þá í marga mánuði á sjúkraliúsi, svo Jiað má heita, að hún hafi fengið hvert áfallið eftir annað, og nú er hún húspæðislaus, Jjví hús það, er hún hefir búið i, litlu steinhúsi á Laugaveg 8, á að rífa niður og byggja stórliýsi á grunni Jiess. Vildi eg vekja at- hygli ahnennings á erfiðum kringumstæðum ekkjunnar, ef einhverjir vildu rjetla henni hjálparhönd og útvega lienni húsnæði. Og sérstaklega vildi eg með línum Jiessum vekja at- hygli hafnarnefndar á Jiví, hVort hún sæi sér ekki fært, að hjálpa þessari bágstöddu ekkju, svo liún þurfi ekki að leita til fá- tækrasjóðs, sem liún hefir kom- ist lijá hingað til. Treysti eg sérstaklega þeim Jóni Ölafssyni alþingismanni og Þórarni Krist- jánssyni hafnarstjóra til þess að hrinda þessu í framkvæmd, því að báðir eru drengir góðir og vanir að láta til sín taka í þeim málum, sem þeir beita sér fyrir. L. er sex siður i dag. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 7 st., Isa- firði 7, Akureyri 9, Seyðisfirði 8, Vestmannaeyjum 8, Stykk- ishólmi 8, Blönduósi 7, Rauf- arhöfn 6, Hólum í Hornafirði 9, Grindavík 6, Færeyjum 9, Julianehaab 5, Angmagsalik 2, Jan Mayen 8, Hjáltlandi 12, Tynemouth 13, Kaupmanna- höfn 16 st. — Mestur hiti hér í gær 11 st., minstur 5 st. Úr- koma 0,2 mm. — Lægð (740 mm.) um 300 km. út af Langa- nesi hreyfist hratt norður eft- ir. Önnur lægð við Suður- Grænland á lireyfingu austur eftir. — Horfnr: Suðvestur- land, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Norðurland: í dag og nótt breytileg átt, ýmist vestan eða norðan gola. Viðast þurt veður. Sennilega vaxandi suðaustan átt á morgun. Norð- austurland: I dag og nótt INýtt úrval af vernlega fallegnm Kvenvetrar- kápum er komið. Til sýnis í fyrra- máiið. fávta/c/uífánaícft

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.