Alþýðublaðið - 13.06.1928, Síða 3
ALitSÝÐUBLAÐIÐ
5
Vóíle 2 Wortle^r
Value &. Worth
bðnd o. fl.
LICORICE
CONFECnONEKÍ
í gær kl. 5 var fundur settur.
Hófst hann með því, að íram voru
lögð kjörbréf nokkurra fulítrúa,
er eigi höfðu komið til úrskurðar
fyr Tók kjörbréfanefnd bréfin
til meðferðar, og voru þau öll að
því loknu samþykt.
Sem fyrsta mál á dagskrá, var
skýrsla sambands forseta, er frest-
að hafði verið frá deginum áður.
Talaði forseti í klukkustund og er
útdráttur úr nokkrum kafla ræðu
hans birtur hér í blaðinu í dag.
Urðu miklar umræður um skýrslu
forseta og varð þeim eigi lokið,
en fundi frestað um kl. 1.
Fundur hefst aftur í dag kl. 5.
SJópröf í
„Menju“málinu.
Kl. 5 í gær var sjópróf í
„Menju“-málinu. Voru yfirheyrð-
ir skipstjórinn, Kolbeinn Þor-
steinsson, yfirstýrimaður, Guð-
laugur Þorsteinsson, og vélstjór-
amir báðir, Jón Hjálmarsson og
Loftur Sigfússön. Verður ekki
sagt, að neitt nýtt hafi feomið
fram við prófin. Allir þeir, sem
yfirheyrðir voru, vitnuðu á sömu
leið. Allir neituðu þeir því, að
þeir hefðu orðið varir við nokk-
urn árekstur, og öllum bar þeim
saman um, að skipið hefði ekki
í vetur lekið svo, að orð væri á
gerandi. Eklíi höfðu sést neinar
veilur á því, er það var málað
fyrir mánuði síðan, og kváðust
öll vitnin hyggja, að lekinn hefði
á þann hátt komið að skip-
inU, að naglar hefðu bilað og
plötuendi losnað. Loks sór skip-
stjóri eið að framburði sínum.,
„Menja“ var vátrygð, fyrir 370
þúsundir króna hjá vátrygginga-
félaginu „Skandinavia“ í Kaup-
mannahöfn, er „Trolle & Rothe“
eru umboðsmenn fyrir. Ný og
góð skip mun mega fá fyrir 250
—300 þúsund krónur, og græð-
ir því útgerðarfélagið laglegan
skilding, en skipverjar tapa öll-
um farangri sínrnt. Lögin um
skyldu útgerðarmanna til að
itryggja fatnað og farangur skip-
verja svæfði íhaldið í vetur. Því
er nóg að útgerðarmenn græði,
ef svo fer sem fór um „Menju“.
Hlutabréf i félaginu „Grótti“
kvab ekki hljóða upp á nafn,
pn í því eiga mieðal annara Egg-
ert Claessen, Klemens J.ónsson,
Hjalti Jónsson og Chr. Zimsen.
Annars mun allmikið af hluta-
fénu eign erlendra manna.
Það kom ekld fram við réttar-
höldin, hvenær skoðun á skipinu
hefði síðast farið fram. Skoðun-
arbókin hafði sokkið í sjó með
skipinu, en hjá skipaeftiríitsmönn-
unum mun hægt að fá vitneskju
um það, hvenær þeir hafa seinast
skoðjað skipið. Skoðun þeirra skal
ekki fjölyrt um að þessu sinni,
en komið að henni síðar. En ekki
er því að neita, að afdrif „Menju“
minna eigi lítið á söguna um
skipið, er Neró keisari lét smíða
handa móður sinni og liðaðist
sundur undir kerlingarhróinu.
Fyrstn Mjómleikar
Fritz Dietzmanns.
Hljómleikar er ekki orðið —
dásamleg andleg nautn, þar sem
bollaleggingar gagnrýnandans
eiga ekbert erindi! Hver er sá,
sem ekki slepti öllum smásálar-
skap og yfirvegunum, þegar hin
yndislega norrœna sonata Griegs
fylti salinn, morgunljóð smalanna
og selstúlknanna uppi í græn-
um afdölum Noregs? Hver er sá,
að ekki rynni blóð hans örara
við fágað franskt ljóð Saint-Sa-
ens eða Ballade Chopins? Köng-
urlóardanz Poppers, seiðandi og
tryllandi. — — —
Lófatak — hvað er það annað
beztu fáanlegu, svo sem: Kvistalakk, Fern s, Þurkefni, Terpentína, Black-
fernis, Carbolin, Kreolin, Titanhvitt, Zinkhvíta, Blýhvíta, Copallakk, Kryst-
allakk, Húsgagnalakk, Hvítt japanlakk, tiibúinn farfi í 25 mismunandi
itum, lagað Bronse. israppií’Mtln’s Kromgrænt, Zinkgrænt, Kalkgrænt,
græn umbra, brún umbra, brend umbra, Kasselbrúnt, Uitramarineblátt,
Emailleblátt, ítalsk-rautt, Ensk-rautt, Fjalla-rautt, Gullokkar, Málmgrátt,
Zinkgrátl, Kinrok, Liin, Kítti, Gólffernis, Gólfdúkalakk, Gólfdúkafægi-
kústar.
¥a 1 d. Paulsen.
en lítil viðurkenning áheyrenda
— en slíkt lófatak, sem það, er
þeirn var goldið, Dietzmann og
Folmer-Jensen í gær, mun aldrei
hafa glumið um salinn í Gamla
Bíó. — — Allir, er vettlingi 'fá
valdið, skyldu njóta ódauðlegrar
listar Dietzmanns, meðan nú er
' færi. JN.
Khöfn, FB., 12. júní.
NoMIe illa stadíiúr.
Frá Kingsbay er símað: Föru-
nautar Nobile hafa sldfzt í þrjá
flokka. Fyrir aðalflokknum er No-
bile, og eru sjö menn í flokk
hans. Fötbrotnuðu tveir þeirra í
lendingu. Annar flokkurinn er
þrjátíu kílómetra austan við No-
bile-flokkinn, en þriðji flokkur-
inn er lagður af stað til lands.
Flestir mennirnir eru kalnir á
höndum og fótum. Matvælaforði
lítill. Isinn næstum ófær. Stöðugt
á reki. i
Rússar reyna að bjarga Nobile.
Frá Moskwa er simað: Rúss-
neska stjórnin hefir ákveðið að
senda stærsta ísbrjót sinn til
hjálpar Nobile og mönnum bans.
Frá Kína
Khöfn, FB,, 13. júní.
Frá Peldng er símað: Ágrein-
ingur fer vaxandi á milli hers-
höfðingja Suðurhersins, einkum á
milli Feng Yu-hsiangs marskálks
og Yenhsisians. Vildi hvor um
sig ráða yfir Pekirig. Borgarbúar
úrskurðuðu, að Yenhsisian skyldi
hafa yfirráð á hendi. Herlið Feng
Yu-hsiangs safnast saman fyrir
utan Peking.
Samband ísl. samvinnu-
félaga.
Aðalfundur þess hófsl í gær.
Þá voru rnættir 37 fulltrúar frá
30 kaupféiögum víðs vegar af
landinu. Kaupfélög í sambandinu
eru nú 38. Reikningar yfir efna-
hag sambandsins og rekstur þess
árið 1927 voru lagðir fyrjr fund-
inn í gær. Hefir það bætt hag
sinn allverulega á árinu. Sjöðeign-
ir þess og tekjuafgangur í árs-
lok námu samtals um 965,500„00
I krónum og innstæður í bönkum
hér og erlendis og sjóður í árslok
námu samtals um 723 þúsund
krónum. Forstjóri og fram-
kvæmdastjórar gerðu grein fyrir
starfseminni á árinu, afurðasöl-
unni og inmkaupum erlendrar
vöru. Voru þær skýrslur fróð-
legar mjög.
Sambandið er nú orðið risa-
vaxið fyrirtæki á okkar mæli-
kvarða og hefir unnið og vinnur
þjóðinni ómetanlegt gagn, því að
auk þess, sem það hefir veitt
kaupfélagsmönnum hagstæðari
viðskiftakjör en þeir ella heíðui
getað notið, hefir það og ank-
ið stórlega vöruvöndun, tekið
upp nýjar aðferðir í meðíerð vör-
unnar og aflað nýrra markaða,
t. d. tekið upp flutning á frosnu
kjöti til Englands, stofnsett garna-
hreinsunarverfcsmiðju og gæru-
verksmiðju o. fl. o. fl.
Nánar verður skýrt frá gerð-
um aðalfundarins síðar.
Ussi dieglrass €Kj vegSMn.
„íslandfð“
fór í gær til ísafjarðar og Ak-
ureyrar.
Veðrið.
Hiti miestur í StykkishólMá og
Hólum í Hornáfiirð,i, 11 stig.
Minstur á Seyðisfirði, 4 stig.
Hægviðri um land alt. Mjög
grunn lægð yfir miðju íslandi á
suðurleið. Hæð við Suður-ýjram-
land og norður eftir Grænlands-
hafi. Horfur: Norðanhægviðri á
Suður-, Vestur- og Norður-landi.
Austan á Austurlandi.
Landhelgisbrot.
í gær kom „Óðinn“ hingað með
þýzkan togara, sem hann hafði
tekið við Eldey. Togarinn heitir
„Regulus“ og er frá Gœstemún-
de. Skipstjórinn á togara þessum
var ekki á að láta „Óðinn“ taka