Alþýðublaðið - 07.05.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.05.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 Borgarafundur. Almennur borgarafundur verður haldinn í Bárubúð niðri föstudag 7. maí kl. 81/* síðdegis til þess að ræða um tilvonandi borgarstjórakosningu. Vonumst vér til að menn fjölmenni á fundinn. Hér með bjóðum vér báðum borgarstjóraefnunum að vera viðstaddir. Fjöldi kjósenda. Hersöngur sjálfstjórnarsmala. Smölum vel og kjósum Knút, kjöftum hátt og ljúgum, reirum fast að hálsi hnút, höfuðstaðarbúum. (Fundið á götu). Knud Zimsen borgarstj. kennir Knud Zimsen verkfræðing um axarsköftin!!! Margt heldur veigalítið, og ekki síður ósamrýmanlegt, er að lesa í skrifum Knúts í Vísi. Þar er maðurinn meðal annars að skýra frá, að sumt af þvf, sem A. J. Johnson bendir á að aflaga hafi farið í hans borgarstjóratíð, sé áður gert, en hann varð borgar- stjóri. Ætli hann hafi gleymt því þá í svipinn, að hann (Knútur) hafði verið bæjarverkfræðingur áður en hann varð borgarstjóri. Muna menn hvað i Dagblaðið, sem Jón Ólafsson stjórnaði, sagði ura verkfræðinginn Knút? Hvernig geklc honum að mæla fyrir Hverfis- götunni? Varð ekki Skúli á Úlf- arsfelli að gera það sfðast? Hvern- ig gekk að gera kort af Reykja- vík? Hver hefir séð þau? Æ, þau bruanu víst, en flestu öðru var bjargað! Hvað sagði framkvæmdarmað- urinn Tryggvi Gunnarsson um verkfræðinginn Knút? Og hvað segir starfsemi borgarstjórans við- víkjandi verklegum framkvæmd- um? Sagði ekki Knútur, að áætl- unin um breytinguna á brunastöð- inni væri alt of há? En hver var reynzlan? Varð ekki að tvöfalda áætlunina, sem átti að vera of há ? Það vita bæjarfulltrúarnir. Nei, Knútur sæll, borgarstjóri! Vitnaðu ekki í verkfræðinginn Knút. Knútur borgarstjóri hefir nógar syndir, þó að verkfræðingn- um sé slept. Og smalarnir ættu að reyna að finna annað púður en verkfræðingsvitið. Bará að það fari ekki alstaðar eins. En við hverju er að búast? Ársæll. Verkameim og alþjðufólk! jKjómm ekki Xnút! Af þvf hann hefir altaf verið andvígur í okkar garð. 1917 þver- skallaðist hann við að undirbúa býrtíðarvinuu, og fyrir það varð hún óvinsælli. Það þýðir ekki að kenna það bæjarverkfræðingnum, því hann fékk ekki að ráða neinu um þau fyrirtæki, fremur en svo margt annað. Hvað sem Guðm. Þ. og Magnús V. segja, vita það bæði guð og raenn, að verkfr. fenga litlu að ráða. Að enginn vill starfið, sannar það. Þá er það sannanlegt, að borgarstjóri var hlutdrægur um hverjir fengu vinn- una, því þó að nefnd ætti að ráða því, réði Knútur líka, því á sama tíma og fátækum barnamönnum var vísað frá, kom skipun frá borgarstj. um að taka mann, sem átti 1 stálpaðan strák. Það sama ár reyndi hann að svifta fj'ólda rnanns kosningarrétti, þótt það mistækist. Margsinnis hefir hann þverskallast við að láta bæinn borga verkalaun samkvæmt Dagsbrúnartaxta, og þung voru sporin margra, er hjálpar urðu að leita til skrifstofunnar, og þá ekki síður frá henni, og margt, margt fleira mætti nefna. Það síðasta, sem eg man eftir, en sem við ættum ekki að gleyma, það var þegar hann knúði það fram í bæj- arstjórn, að afskifta algerlega okkar fulltrúa við nefndarkosn- ingar þar. Munum honum það og alt annað á morgun. Verkamadur. lýr ísl. leitótaliöfiiDÉr. „Times“ segir frá því, að 16. þ. m. vprði leikið á Lyric Theatre í London leikrit, er heiti Gally Slaves (Galeiðuþrælai) eftir nýupp- götvaðan íslenzkan höfund, að nafni Hjálmar Erlingsson. Þvf miður er oss eigi kunnugt um, hver þessi landi vor er. P. BrynjóSfsson Kgl. Hoffotograf. Laugaveg^ll. Italmagnis Athelier opið frá 1—4 og 5—8, jafnt virka sem helga daga. GleFaugu hafa tapast á Ieiðinni framan af Seltjarnamesi og inn á Vesturgötu. Skilist á afgr. Alþbl. gegn fundarlaunum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.