Vísir - 13.05.1930, Blaðsíða 5

Vísir - 13.05.1930, Blaðsíða 5
V f S I R ÞriSjudaginn 13. maí 1930. Utan af landi. Vestm.eyjum, 12. maí. FB. Magnhild, aukaskipi Eimskipa- féiagsins hlekkist á. E.s. Magnhild, vöruflutninga- skip, sem Eimskipafclag íslands hefir á leigu, strandaði hcr í gær á leið út úr ytri höfninni. Fór Skipið upp i urðirnar og náði sér ekki út aftur. Goðáfoss var hér og fór á vettvang, en norskl flutningaskip, „Union“, dró Magnhild á flot aftur. Skipið tnuo hafa skemst eitthvað og varð það Goðafoss samferða til Reykjavíkur. Fiskveiðar og sildveiði hélst hér til loka. Nú streyma ver- menn í allar áftir heim til sín. Óðinn kom hér í nótt og tók nokkura menn austur. Vertíðin sú aflasælasta, sem hér hefir komið, 80—90 þúsund hæst hjá bátum, en yfir 100 þúsund hjá sumum bátum, sem voru í Sandgerði framan af vertíð. Akureyri, 12. maí. FB. Sænskur maður, Normann að nafni, búsettur í grend við Ak- ureyri, hefir verið handtekinn fyrir vínbruggun. Fundust hjá honum ófullkomin bruggunar- tæki og hálftunna með ófull- gerðu bruggi og nokkurar flösk- ur með fullgerðu. Þeíta komst upp með þeim hætti, að Nor- mann lenti í slagsmálum við Norðmann og bar sá lægri hluí og hendi sín með þvi að ákæra hinn. Fimm ára gamalt barn datt niður í lest á flóabátnum Unni og meiddist alvarlega. Víðavangshlaup fór fram í gær, 3800 metrar. í þvi tóku þátt Knattspyrnuféalg Akureyr- ar og íþróttafélagið Þór. Vann hið fyrnefnda með 22 stigum móþ 33. Fljótastur varð Jónas .Tónsson, K. A., á 12,20 rnínj . Eoðnuveiði hér á pollinum. íslendingar og norðnrferðir. —x— í vetur kom hér út bók ein allmikil, „Norður um höf“, efl- ír Sigurgeir Einarsson. Segir hún frá rannsóknarferðum til norðurheimskautsins, landa og eyja i íshafinu, o. s. frv. Bókin er fróðleg mjög og skipulega samin. Höf. hefir hina réttu að- ferð við söguritun, þá, að láta sögumar tala fyrir sér sjálfar, eo fylla ekki all með dómuni frá eigin brjósti. En bókin er ekki að sáma skapi skemtileg, þ. e. a. s. þar er mörg raunasagan sögð. En tvent skín út úr langflestum af þessuin frásögnum: Ýkjur um svaðilfarimar, til þess að vinna sér frægð heima fyrir, og að mennirnir voru ekki þessum vanda vaxnir. Þeir voru oftast úr suðlægum löndum: Englandi, Þýskalandi, Austurriki, Banda- ríkjunum o. s. frv. Þeir höfðu ekki alist upp við þau lifskjör, er gerðu þá hæfa tit ferðalaga á þessum slóðum. Lengi fram- eftir eru foringjarnir venjuleg- ast hátt settir hermenn; á mynd- unum í ofannefndri bók eru þeir jafnan hlaðnir borðum og stjörnum og öðru glingri, sem Norðri gamli hefir ekki borið tilhlýðilega virðingu fjæir. Þeir voru að sækjast eftir herfrægð. Eitthvert ljósasta og um leið ljótasta dæmi um þetta, er No- bileleiðangurinn til heimskauts- itís í hítteðfyrra. Den Suhrske Husmoderskole, Köbenhavn. 1. Septbr. beg. Hus- moderskolen med 10—9 og 4 Mdrs. Kursus m. og u. Pension. 2-Aarig Udd. af Husholdnings- lærerinder. — Maanedskursus afh. i Juni. — Statsunderstöttel- se kan söges. — Progr. sendes. Þó eru margar heiðarlegar undantekningar frá þessu, og þær koma flestar á frændþjóð- ir okkar, Norðurlandaþjóðirn- ar. Og glæsilegasta undantekn- ingin er sú þjóðin, sem okkur er skyldust og okkur er næst, Norðmenn. Allir þeirra rann- sóknarleiðangrar til heimskauta- svæðanna hafa tekist giftusam- lega. Þeir mæta auðvitað sömu erfiðleikunum og aðrir, en þeir eru menn til að yfirstíga þá. Þvi, setn aðrir lýsa sem óum- ræðilegum þjáningum, t. d. að dvelja vetrarlangt í óbygðum Grænlands, verður þeim leikur. Nú reka þeir þar orðið stórfeld- an veiðiskap og græðist vel fé á því. Við íslendingar höfum lítið fengist við norðurferðir enn þá. Liggja til þess ýmsar ástæður og sumar eðlilegar. Það er varla hægt að tala um sjúlfstæða vís- indastarfsemi hér hjá okkur. Hcr eru engir þeir sjóðir til eða fjársterkar stofnanir, er lagt geti fram fé til slíkra hluta, þó að vilji til þess eða skilningur á því væri fyrir hendi. Alt, sem gert er í slikum efnum, verður að vera stjakt af ríkinu, vera samþykt af Alþingi, en það hef- ir oftast um eitthvað nauðsyn- legra að hugsa. Á Gottuleiðangrinum í fyrra komumst við ekki í neinar hætt- ur, sem talist gæti. Þó fengum við óneitanlega að horfast í augu við þær. Og það þori eg að fullyrða, að hefðu allir norð- urfarar tekið hættunum með jafn ósveigjanlegu hugrekki eins og þessi fámenni hópur, sem á Gottu var, mundu flestar ferðir þeirra hafa farið öðru- vísi. Fclagar minir á Gottu báru enga gvdta borða, engar stjörn- ur eða krossa, en það sá mað- ur, að þetta voru menn til þess að berjast á þessum vettvangi. Frændur okkar og nágrannar Norðmenn hafa borið sigur af hólmi í viðureigninni við_Norðr;. konung. Hróður þeirra hefir borist um heim allan. Þeir hafa vaxið í augum alls lieimsins og í augum sjálfs sín. Erfið við- fangsefni verða ávalt til þess að þroska þann, sem er maður til að sigrast á þeim. Þeir hafa unnið vísindunum gagn* Og jieir hafa öðlast sigurlaun: veiði, sem gefur þeim mikinn peningalegan hagnað — og þeir eru vel að þeim launum komnir. Er ekki mál til komið að við lítum í sömu áttina? Þar. er mikið að starfa og þar erum við starfshæfir. Hvert gagn við gætum unnið visindunum skal hér látið ósagt, en þó er á það að líta að þær rannsóknir, sem þar þarf að fullkomna, um veð- urfar, hafstrauma, dýralíf í sjó og á landi o. s. frv. koma okkur meira við en jafnvel nokkurri annari þjóð. En við getum þá fyrst litið á það hagræna, það sem beinlínis ætti að gela gefið okkur arð. Hitt kæmi máske jafnframt. Menn munu svara þvi að við höfum nóg viðfangsefni heima fyirr. Það er að vísu rétt og þó felur þetta svar í sér ólevfilega þröngsýní. Fjarhagsleg afkoma þjóðarinnar byggist eingöngu á einni »atvinnugrein, sjávarúí- veginum. Ef eitthvað verulega ber út af með hann, hvar stönd- um við þá? Landbúnaðurinn gefur þeim, er hann stunda, að eins til hnífs og skeiðar, ekkert þar fram yfir, hve mikið sera hlaðið er undir hann. Hið lík- legasta til þess að bjarga hon- um við, sem þó ætti að geta verið sem aukageta, er grávöru- framleiðsla. Hún gefur af sér margfalt verðmæti á við kjöt eða smjör. Og upþsprettan að henni er í norðri! Á. Á. I n d 1 a n d. IX. Það þótti miklum tiðindum sæta, að sjálfstjórnarmenn með Gandhi í broddi fylkingar, hófu „stríð“ á hendur breskum yfir- völdum í Indlandi, til þess að vinna að sjálfstæði Indlands. Gandhi hefir alla tíð lagt ríkt á það við fylgjendur sina, að beila ekki valdi og vopnum í þessari haráttu. Fyrir honum hefir það sjálfsagt vakað, að sameina Indverja um sjálfstæðiskröf- urnar með því að taka þessa stefnu, að hlýða ekki boðum og banni breskra embættismanna og brjóta lögin Sjálfstjórnar- menn eru tiltölulega fáir í Incl- landi. Hefði Gandhi tekist að vekja samúð allrar þjóðarinnar og áhuga, hefði kannske farið á annan hátt. Þá hefði breska ljónið farið sér hægt, því jafn- vel það vogar sér ekki að öskra framan í heila, samhuga þjóð. Bresk yfirvöld ákváðu að láta Gandhi fara sínu fram, nema til alvarlegra óeirða kæmi. Bretar eru öllum hnútum kunnugir i Indlandi og munu ekki hafa óttast, nð hugsjónamaðurinn myndi áorka miklu í þessa átt. Hinsvegar óttuðust þeir, að hann myndi sjálfur ekki fá neitt við ráðið fylgjendur sína — og gáfu honum þvi nánar gætur. Þeir handtóku þó ýmsa fylgjendur hans og á meðal þeirra son hans. Margir fylgjendur Gandhi sitja nú í fangelsi fyrir brot á saltlögun- um. Og loks kom röðin að hon- um. Hann situr nú i Yeroda- fangelsi, við sæmilegan aðbún- að, en mál hans er ekki tekið fyrir. Vafalaust verður hann hafður í haldi, uns kyrð er kom- in á í landinu.Ct um allan heim höfðu menn búist við stórtíð- indum, ef Ghandi væri hand- tekinn. Það varð ekki. Óeirða,- samt liefir verið víða, en til verulegra á taka hefir ekki kom- ið. Deilan fer þó bersýnilega harðnandi.Gandhisjálfummun ekki hafa verið það m'óti skapi, að bresk yfirvöld lögðu hendur á hann. Hann veit, að pú mæna allra augu á liann. Nú hugsar alt Indland um hann, livers vegna hann situr i fangelsi — og fyrir livaða hugsjónir. Og það er kannske það eitt, sem hann i raun og veru hygst að vinna, að vekja þjóðina til um- hugsunar. Siðar muni aðrir berjast fyrir þær hugsjónir, sem haiyi bar boð um ú meðal þjóð- arinnar og sal i fangelsi fyrir. Hann var handtekinn þann 5. mai, en réttum mánuði áður hafði liann sjálfur gerst sekur um brot á Bombay-saltlögun- unr, sem banna einstaklingum að framleiða eða safna salti. — Gandíii var þá staddur i Dandi, i Bombay-fylki og var lögregl- unni vel kunnugt um fyrirætlun hans og hafði strangan vörð í nánd við verustað hans, en lét Gandhi þó afskiftalausan. Þeg- ar hann gekk frá verustað sin- um kl. 6 um morguninn, að bænargjörð lokinni, sást enginn lögreglumaður nálægt þar. Gekk Gandhi niður að sjónuin, ásamt um 100 fylgjendum sínum, og var þeirra á meðal ungfrú Tyja- bjee, dóttir þess manns, sem Gandhi éitnefndi sem eftirmann sinn (Abbas Tyjabjee). Áhorf- enduLr voru margir, er fylking- in gekk til sjávar. Æptu menn þá: Gandhi Iii jai (lifi Gandlii). en Gandhi og lið hans fékk sér bað í sjónum. Að því loknu gekk fyíkingin að stað þar skamt frá, þar sem var þyklc skán af þurru salti. Söfnuðu menn hátíðlega saman saltinu og þegar Gandhi tók sér salt í liönd, lýsti frú Naidu, kunn stjórnmálakona indversk, yfir þvi, að Gandhi hefði brotið lögin. Saltið báru menn svo til verustaðarGandhi, þar sem hann lýsti því yfir, að hver sem væri, liefði óbundnar hendur til þess að safna salti og framleiða það. Lögreglan sást ekki, og -er* sagt, að Gandhi hafi þótt miður, að hann var ekki handtekinn. Er hann orðinn þreyttur mjög og af ajskuskeiði kominn, en liélt áfram baráttunni hvíldar- laust, uns hann var handtekinn mánuði síðar. Mun hann hafa verið hvildar þurfi. „Gott er gömlum að hvilast“. En í hvíld sinni og fangelsisvist hefir hann vaxið i augum Indverja. Sem píslarvottur er liann Brelum hættulegastur. — Hann sér fráleitt þá drauma sina rætast, að Indland verði frjálst. Hann mun heldur ekki hafa gert sér vonir um það. En hann lifir það kannske, að Indland liið unga vakni til samhuga baráttu fyrir hugsjónir hans. Um það elur hann miklar vonir. Ef þær ræt- ast, veit hann, að hann hefir ekki unnið fyrir gýg. Þá verður Indland framtíðarinnar- frjálst. X. Bretar liafa 75.000 manna her í Indlandi, en auk þess eru í Ind- landshernum fjöldi Indverja. A styrjaldarárunum voru 1.200 - 000 Indverjar af ýmsum þjóð- flokkum teknir í herinn og voru margar Indverskar herdeildir á vesturvigstöðvuunm og viðar í styrjöldinni. Fékk lierlið þetia mikla æfingu í að nota nýtísku morðvopn liinna hvítu þjóða. Magnist andúðin enn gegn yfir ráðum Breta í Indlandi og breið- isl út á meðal hinna innfæddu hermanna, verður aðstaða Breta austur þar, öll langtum erfiðari en verið hefir. Verður þörfin ekki hvað rninst á stjórn- hollum her, ef stjórnarandstæð- ingar fara að beita sér fyrir þvi, að verkföll verði liafin í sam- úðarskyni við Gandhi. Siðustu fregnir. greina frá shku verk- falli í Rangoon. Verður að telj- ast hæpið, að stjórnin geti haft hemil á andstæðingunuin með breska hernum einum, ef sam- úðarverkfalla-alda ríður yfir landið. Getur stjórnin trcj'st t indversku herdeildunum? Engu Hin dásamlega TATOL-hac dsípa mýkir og hreinsar hörundíð og gefur fallegan og bjartan btarhátt Einkasalar !. li0m i Ku. Islenskt smjðr á 1)65 f. V* kff. Versiuniu Yiöir. Simi 2320. skal um það spáð, en geta má icss, að bresk blöð halda þvi fram, að kommúnisma-sinnaöir undirróðursmenn hafi liaft sig mjög i frammi á Indlandi liin síðari ár, jafnt í hernum sem annarstaðar. Þegar óeirðir urðu í Peshawar-borg fyrir nolckru, var m. a. lierdeildin „18th Royal Garwhal Rifles“ kölluð á vett- vang. Óeirðirnar voru bældar niður eftir harðan bai-daga. Bar- ist var með rifflum og vélbyss- um. Óeirðarseggirnir höfðu ráð- ist á breska yfirforingja og em- bættismenn og meitt þá, breslc- ur hermaður var veginn og lik hans brent á götunni. Tveir Hokkar iir Garwhal lierdeildinni gerðu ekki skvldu sína, að því cr opinber tilkynning liermdi, sem þó ekki kom fram fyr en eftir dúk og disk. Ilcrdcildin var siðan flutt til Abbottabad, sem er 90 mílur enskar fyrir austan Peshawar-borg. Ilerlið þetta er úr fjallahcraðinu Garwhal. í herdeild þessari eru „caste“- Hindúar, sem þótt liafa mjög vandir að virðingu sinni. Her- deild þessi tók þátt i orustum i Egiptalandi og Frakklandi i heimsstyrjöldinni. Þóttu Gar- wlial-hermennirnir afburða góð- ir hermenn og voru margir þeirra sæmdir heiðursmerkjuin, þar á meðal fengu tveir Vik- loríu-krossinn, æðsta heiðurs- merki, sem breska stjórnin veit- ir liermönnum. — Áður fyrr voru allir yfirforingjar í Ind- landshernum Bretar. Nú er þetta breytt. Undanfarin úr hef- ir 40 Indverjum árlega verið veittur aðgangur að yfirfor- ingjaskólanum í Sandhurst á Englandi. — Indland ber allan kostnað af Indlandshemum, — einnig breska Indlandshernum. Hjí ! . • Ae

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.