Vísir - 07.07.1930, Síða 2

Vísir - 07.07.1930, Síða 2
V I s I R Nýkomið heim: Hollenska smjörlíkið „Prima“. Bakarasmjörlíki B. Blandað Marmelade. Hveiti „Cream of Manitoba“. Rúgmjöl, Blegdamsmöilens og Nobis. Símskeyti —o— London (UP) 6. júlí FB. Slysfarir. New York: 200 manns biðu bana af slysförum, en 2000 meiddust, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna þ. 4. júlí. — í New York og nágrenni biðu 14 menn bana, en 500 meiddust. Finska stjómin. Helsingfors: í hinu nýja ráðuneyti Svinhufvuds er Sol- dersholm dómsmálaráðherra, Kuokkenen innanríkismálaráð- herra og Maloserg hershöfðingi landvarnaráðherra. „Lappo“-flokkurinn hefir heitið stjórninni fullum stuðn- ingi. „Lappo“-flokkurinn hefir, að því er fullyrt er, ráð stjórn- arinnar í hendi sér, enda full- yrt, að vegna aðstöðu „Lappo“- flokksins, muni stjórnin taka tillit til þeirra í öllum málum. GmmarB.Bjðrnsson ritstjóri. Meðal fulltrúa vestan um haf á AlþingishátíSinni var landi vor, Gunnar B. Björnsson, ritstjóri og yfirskattanefndarmaSur. — Kom hann liingað fyrir hönd Minnesota ríkis, og hafði þá ekki til íslands komið, síðan er hann fluttist vestur um haf barn aS aldri. Gunnar er fæddur að Sleðbrjóts- seli í Jökulsárhlíð 17. ágúst 1872 og kominn af fátæku foreldri. Var Björn fa'Sir hans í ætt viS Pál skáld Ólafsson og þau systkini, en móöir hans hét Kristín Benjamins- dóttir og stóðu ættir hennar um Þistilfjörð og Eyjafjörð. Kristín var hin mesta myndar kona, gáfuð i besta lagi og svo orðhög, aö til var jafnaS. — Fluttist hún vestur um haf meS son sinn, þriggja vetra gamlan, og tók sér bólfestu i Minnesota-ríki, skamt frá bænum Minneota. Litlu siSar festi hún kaup á húsi í Minneota, fluttist þangaS og vann þar fyrir sér og drengnum. Gunnar B. Björnsson er hinn gervilegasti maSur, fríSur sýnum, mikill vexti og vel á sig kominn, cíökkur á l)rún og 1>rá, en er nii allmjög tekinn aS hærast. liann er gáfaSur maSur, prýSilega máli far- inn og ritfær í besta lagi. Hægur í framgöngu og löngum vel stiltur, en mun vera þungur fyrir, er því er aS skifta. Iiann hefir veriS út- gefandi l>laSa og ritstjóri um 25—- 30 ára skeiS. Hann hefir veriS útgefancli þeirra tveggja blaða, sem út hafa komið á islensku i Bandarikjunum: Vínlands og Kennarans. En ekki var hann rit- stjóri þessara blaSa. Ritstjórar „Vinlands" —• eins hins besta blaSs, sem út hefir veriS gefiS á íslensku í Vesturheimi — voru þeir sira Björn B. Jónsson, dr. theoh', og ÞórSur læknir ÞórSarson, bróS- ir Hjartar C. Þórðarsonar, hug- vitsmanns í Chicago. — „Kennar- inn“ var sunnudagaskóla-blaS. En sjálfur var Gunnar um 25 ára skeiS eSa lengur útgeíandi og ritstjóri aS amerisku vikublaSi: Minneota Mascot. Hefir þaS blaö þótt afburSa-vel ritaS og haft mik- i! áhrif. Hafa ritstjórnargreinir Gunnars iSulega veriS birtar i stór- blöSum Vesturheims og þótt meðal merkustu blaSagreina, sem skrif- aSar hafa veriS þar í landi. Eins og líklegt má þvkja um slíkan mann, hefir Gunnar veriS allmjög viS stjórnmál riðinn. Hann sat á ríkisþingi Minnesota um fjögurra ára bil (1912—1915), hef- ir veriS fulltrúi „republicana“ á landsfundi fyrir Minnesotariki og h.ks formaSur í miSstjórn ,,repu- blicana“-flokksins í Minnesota. — SiSan 1925 hefir hann setiS í yfir- skattanefnd Minnesotaríkis og stundum veriS formaSur hennar. Sýnir kjör Gunnars i vfirskatta- nefnd ríkisins, hvers álits og trausts hann nýtur, því að þangaS eru a'ðeins kjörnir úrvalsmenn. — Loks má geta þess, aS Gunnar hef- ir veriS formaSur 'blaSamannasam- bands Minnesotarikis, og ber þaS enn vitni þess, hvers álits hann hefir notið og nýtur meSal starís- træSra sinna í ríkinu. Mörgum öSrum trúnaöarstörfum hefir hann gegnt í þarfir lands og þjóöar, þó að ekki verSi þau talin hér. Þegar Gunnar var kjörinn í yfir- stjórn skattamálanna, lét hann af ritstjórn blaSs síns,, en synir hans tóku viS. Tfru þeir taldir hinir efni- legustu menn, en faSir þeirra er enn eigandi blaSsins og sennilega hefir hann eitthvert eftirlit meS útgáfunni. Gunnar er kvæntur Ingibjörgu Agústu Jónsdóttur, Jónssonar, Sveinbjarnarsonar frá Hóli í HöSrudal í Dalasýslu, hinni mestu atgervis konu. Fluttist hún barn- ung vestur, éins og maSur hennar, og kemur nú hingaS aftur hiS fyrsta sinn. Gunnar B. Björnsson hefir starf- avi minna meö Islendingum, en flestir aörir landar vorir vestra, þtir er verulega hefir aö kveSiS í opinberu þjóölifi. Fyrir því mun hann ókunnari alþjóS manna hér á landi, en ýmsir aSrir Vestur-ís- lendingar, þeir er komist hafa til hárra metorða þar í landi. En vafalaust mun mega telja hann meðal hinna bestu manna af vor- um stofni vestan hafs, og fáir munu íslenskari en hann, þó aS hann hafi aliS nálega allan aldur sinn vestra og eigi engar bernsku- minningar aS heiman. Það er alkunna, að flestir Vest- ur-Islendingar tala móöurmál sitt meS nokkuð öSrum hreim, en ís- lendingar heima fyrir. VerSur sú breyting oft með skjótum hætti. jafnvel ])ó aS menn hafi farið full- tíða vestur. Þau hjónin Gunnar og frú Ingibjörg, fluttust bæði vestur á barnsaldri. Sarnt tala þati móSur- máþ sitt svo, að vart eð:i ekki má heyra í venjulegri samræSu, að ],au hafi nokkuru sinni dvalist ut- au íslenskra landsteina. Mun það harla fágætt og sýnir Ijóslega, aS einhverntíma hefir hugurinn leit- að heim og notiS hvíldar og svöl- unar viö lindir íslenskra bókmenta. Þau höfSu ráðgert aö halda heimleiSis þegar aS hátíöahöldun- um loknum, en fögnuður þeirra yfir því, aS vera komin heim til ættjarSarinnar var svo rnikill, aö þau urðu aS fresta heimför sinni um mánaðartíma. — Þau fara héð- an 4. ágúst. Hvað veldnr? Eg hefi aldrei fyrr skrifaS í opinber blöS, en vegna þess aö mál þaS, sem eg nú ætla aS at- huga er mér áhugamál og mjög kært, get eg ekki setiö hjá og lát- iö sem mér standi á sama. Eg veit aö margir, og þaö mjög margir, eru mér sammála um þaS efni, sem eg nu ætla að skrifa um, og eg veit þeir fetta ekki fingur út í þaS senj illa fer á máli og stíl í grein minni. I gærkveldi (mánud. 30. júní) fór eg á hljómleika Hljómsveitar Reykjavíkur, og eg flýtti tnér, því að eg vildi ekki lenda í mestu ös- inni, því að auSvitað hlaut aS verSa ös, þegar um svona sjald- gæft tækifæri væri a'Ö ræða. Eg komst alla leið og inn í salinn, án þess aö lenda í ös. Klukkan mín hefir verið of fljót, hugsa eg, og stundvísir hafa hljómleikamenn- irnir viljaS vera, því aS allir voru þeir komnir á sinn stað. Fáir bætt- ust viö af áheyrendum, og aldrei kom ösin. IivaS veldur, hugsa eg. — Dr. Mixa kemur fram og hneig- ir sig, og hljómsveitin byrjar á þióSsöngnum okkar. Ekki er það aí þvi, aS dr. Mixa stjórni ekki vel, eöa að hljómsveitin spili ekki vel. Lg dáist aS dr. Mixa, hve langt hann hefir getað leitt hljómsveit- ir.a fram í listnæmi og smekk. Mestu viðvaninga hinnar fyrvcr- andi hljómsveitar tekur hann aS sér í haust og æfir með þeim svo vel, að hann nú leiðir þessa sömu menn að sama bekk og hina þaul- æfðu hljómlistarmenn frá konting- lega leikhúsinu i Kaupmannahöfn. F-kki gat eg heyrt missmíS á leikn- um á hljómleikunum, og þótt eg ekki leggi dóm á þaö, sem leikið var, þá fann eg af móttökunum sem hljómsveitin fékk, eftir hvert tónverk, sem spilaS var, aS áheyr- endum hefir fundist sem mér, að aldrei hefir hér heyrst betur leikið, og virtist rnér íslendingar jafnt sem útlendingar Ieggja sitt til, og- hafi þeir allir þökk fyrir. — Hið nýja lag sem samið yar við kvæði Einars Benediktssonar, fanst mér svo stórfenglegt og fag-urt, að eg vorkenni þeim, sem ekki komu og fyltu auSu bekkina í salnum. Og dr. Mixa og vinir hans, sem þekkja og vita hvað hann hefir gert mikiö hér, hvaS máttu þeir lmgsa? Cantata hr. Páls ísólfs- sonar, stórfenglegt og mikið tón- verk, má að sögn líka minnast dr. Mixa, þar sem hann hefir útsett undirleikinn fyrir hljómsveitina, og er það engin rýrð á tónskáld- ..inu, þvi að stuttur var tími til slefnu, og hið fagra undirspíl Cantötunnar megum viö þakka dr. Mixa, þar sem hann hefir æft hljómsveitina undir þetta stórfelda verk. MikiS 'starf og vel unniö. íslendingar vilja láta hróður sinn berast um lönd og sæ. Margur út- lendingurinn hefir gert það í ræðu og riti, og verður íslendingum alt- af hlýtt til ]>eirra manna. A hljóm- leikunum í gærkveldi voru óefað útlendir blaðamenn og a'ðrir út- lendir gestir, sem nú hafa sögu að segja, þá er þeir koma til sinna heimkynna, og býst eg við aS margir þeirra muni minnast Hljómsveitar Reykjavíkur, sem dr. Mixa stjórnaði með dugnaði og skilningi. En hvað gerurn við hér heima? Við þökkum meö auðum bekkjum. Viljum ekki hlusta á góSa músík, sýnurn vanþakklæti. Ekki nógu vel auglýst, segja sum- ir. Jú, það var nógu vel auglýst, það átti ekki aS þurfa aö reka fólk á þennan hljómleik meS neinum skrumauglýsingum. Tómlæti og vöntun á skilningi fyrir góðri og listfengri músik, býst eg viö að valdi þessari framkomu gagnvart hljómleikiun þessum. Oft hefi eg lesið nokkur orð frá þeim, sem dóma hafa skrifað í blöðin um músík, oft hafa þeir hvatt fólk til að sækja hljómleika, og það fyrir fyrstu hljómleika. Þetta heföi einnig getað átt sér staS hér, og hér heföu þeir vitað, með hverju þeir gátu mælt, og legg eg þaö á samvisku ]>essara manna, að það var ekki gert hér. Mjög er það leitt, aS ekki er hægt aö gefa hljómsveitinni, eins og hún var skipuö á hljómleikun- um í gær, uppreisn, því að það kvað ekki vera hægt aS endurtaka skemtunina, en dr. Mixa verður aö fá uppreisn, og hljómsveitin má ekki missa dr. Mixa. Eg enda svo þessar línur mínar með að vona, að þeir músíkelsk- andi menn hér, sem einhverju valda, athugi þessi orð mín og stuðli að því, að Illjómsveit Reykjavíkur fái sem lengst að njóta dr. Mixa. 1. júlí. Eygló Gísladóttir. Veðrið í morgun. Reykjavík hiti 9 st., ísafirði xi, Akureyri 13, SeyöisfirSi 13, Vest- mannaeyjum 9, Stykkishólmi 11, Blönduósi 12, Raufarhöfn 9, Hól- um í Hornafirði 13, Færeyjum 12, Hjaltlandi 12, Tynemoutli 13, Jan Mayen 5. (Skeyti vantar frá Grindavík, Grænlandi og Kaup- mannahöfn). Mestur hiti í Reykja- vík í gær 11 st., minstur 7 st. Úr- koma 3,2 mm. Lægð, sem var viS Noröurland í gær, er nú komin norSaustur fyrir land.' Ný lægö viröist vera að nálgast úr suSvest- ur átt. Stórt og víðáttumiklS há- þrýstisvæði fyrir sunnan land. — Horfur: Suövesturland, Faxaflpi, BreiSafjörður: Breytileg átt og hægviöri. Skúrir. Vestfirðir, NorS- urland, noröausturland: Hægviðri. SumstaSar smáskúrir. Austfirðir, suðausturland: Vestan gola. Úr- komulaust. Alþingishátíðarmótið (sundin). Það var slæm aðstaSa, sem sundmennirnir höfðu í Örfirisey í gær; vestanátt og talsverö kvika og kalt bæöi í lofti og sjó. En þrátt fyrir þetta náöist ágætur árangur í flestum sundunum, og í einu var sett nýtt íslenskt met. 100 m. fjrálst sund: 1. FriSrik J. EyfjörS 1 mín. 24,5 sek.; 2. Öskar Þorkelsson 1 mín. 26 sek.; 3. Gísli Þorleifsson 1 mín. 26,1 sek. 100 m. baksund: 1. Jónas Hall- dórsson 1 mín. 40,3 sek. (nýtt ís- lenskt met) ; 2. -Magnús Magnús- son 1 mín. 45,3 sek. 200 m. bringusund: 1. Jón I. GuSmundsson 3 mín. 20,4 sek.; 2. Þórður Guðmundsson 3. mín. 32,4 sek.; 3. Elías Valgeirsson 3 mín. 51,4 sek. í báöum þeim sundum, sem met voru ekki sett í, voru sundmenn- irnir alveg viö met, og má búast viö nýjum metum á næsta sund- móti, ef veöur verður dálítiS hag- stæðara en nú. En undir þeim aö- stæSúm, sem voru í gær, má árang- urinn teljast ágætur. Hjúskapur, Síðastliðinn laugardag voru gefin saman i hjónaband, af stra Friðrik Hallgrímssyni, ungfrú Sigrún Kristjánsdóttir frá Borg- argarði í Stöðvarfirði og Guðjón Klemensson frá Grindavík. — Ennfremur ungfrú Lilja Einars- dóttir frá Kálfsstöðum i Land- eyjum í Rangárvallasýslu og Óskar Þorvarðsson frá Ljótar- stöðum i Landeyjum. —- í sið- astliðnum mánuði voru gefin saman i lijónaband af lögmann- inum í Reykjavík ungfrú Ólína G. Ólafsdóttir og Guðmundur Jónsson, bókari i Völundi. — Heimili þeirra er á Ljósvalla- götu 22. Gs. Botnia kom frá Englandi í gær, meS marga erlenda ferSamenti. Gs. Island kom í gær frá Kaupmannahöín. Meðal farþega voru Ólafur Benja- minsson og frú, og margt crlendra feröamanna. — Skipið fer annaö

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.