Vísir - 04.12.1930, Síða 3
V I S í R
Frú Aðalbjörg Sigurðar-
dóttir hefir nýlega gefið út
„Bænir tilheyrandi Árin og ei-
lífðin I“, eftir Harald sál. Ni-
elsson, prófessor. Höfðu margir
Jkvartað yfir því, þegar er
ræðusafnið (Árin og eilífðin I.)
koni út, að engar bænir fylgdu
ræðunum, og voru höfundin-
um sifelt að berast kvartanir
yfir þessu frá lesöndum bókar-
Snnar víðsvegar um land. Þeg-
ar ekkja liöfundarins gaf út
síðara bindi ræðusafnsins,
jþótti henni sjálfsagt, að láta
bænimar fylgja með þvi. Siðan
befir hún fengið bænir þær, er
tilheyra fyrra bindinu og gefið
þær út, eins og áður. var sagt.
s,Nokkrar tækifærisbænir, sein
®g fann um leið“, segir útgef-
andinn i formála fyrir kverinu,
„læt eg fvlgia með sem sýnis-
hom af þeim tegundum bæna.
Sömuleiðis notaði eg tækifærið
4il að forða frá gleymsku
ímessubænunum, sem maður-
ínn minn notaði við upphaf
guðsþjónusta sinna siðustu ár-
ín. Veit eg að mörgum, sem á
hlýddu, eru þær ógleymanlegar
í sambandi við hið yndislega
orgelspil, sem látið var fylgja
þeim.“
Haraldur p'róf. Níélsson var
vafalaust einhver allra mesti
og snjallasti prédikari, sein
usppi hefir verið hér á landi
síðustu mannsaldrana, og hafa
ræð'isöfn hans orðið vinsæl
meðal fjölda manna, jafnvel
sumra þeirra, sem fylgdu hon-
iim bó ekki að málum í trúar-
skoðunum. Má þvi óhætt gera
ráð fvrir, að bænasafn það,
sem hér er um að ræða, verði
kærkomið ölluin þeim, sem
ænæíur höfðu á hinum fram-
liðna ræðuskörungi og predik-
unarstarfsemi hans.
Hijímsveifin
úg tönlistarskdlinn
Viðtal við stjórnanda Hljóm-
sveitarinnar.
Nýlega fékk eg tækifæri til
nokkuð ítarlegs viðtals við dr.
Mixa um starfsemi Hljómsveit-
arinnar á yfirstandandi vetri.
Þar sem Cltvarpsstöðin mun nú
bráðum taka til starfa, varð
ffyrsta spurningin eðlilega i þvi
sambandi:
— Hvernig geinð þér ráð fyr-
ir að starfi Hljómsveitarinnar
við ÍJtvarpsstöðina verði liátt-
áð?
— Sveitin er ráðin til þess,
að hafa útvarjishljóinleika tvis-
var í viku. Eg vona, að geta
ikomið þar fram með nokkuð
störan flokk þriðju hverja viku
að jafnaði og þrisvar í mán-
uði með nokkru minni flokk
(um 12 menn). Þegar þess er
gætt, að margir þátttakenda
verða að nota talsvert af tíma
sínum til náms, er ekki hægt
að búast við meira, ef æfingar
eiga að vera eins nákvæmar og
óhjákvæmilegt er að þær séu.
önnur kveld verður svo flutt
kammermúsik, þjóðleg músik
og Idassisk danslög.
— Getið þér gefið nánari
upplýsingar um verkefnin?
— Til að bvrja með liefi ég
undirbúið „Spielmusik“ eftir
Kríeger (bvskt tónskáld frá 18.
bld) og einnig leiksviðsmúsik
eftir Purcell (frægt enskt tón-
skáld, er uppi var á 17. öld).
Fámennari flokkurinn mun að-
allega flytja alþýðlega tónlist
(Brot úr söngleikuin, ballettum
o. fl.). Hvað kammermúsik
snertir, þá verður reynt að gefa
sem viðtækast yfirlit yfir þær
stefnur, er skanast hafa í þeirri
grein tónlistarinnar, allt til
vorra daga, að svo miklu leyti
sem störf við skólann og Hljóm-
sveitina frekast leyfa.
— Hvaða námsgreinir eru
nú kendar í skólanum?
— Slagharpa, fiðla, armfiðla,
cello, kontrabassi, óbó, hljóm-
fræði (skvldunámsgrein) og
kammermúsik.
— Starfsemi skólans ætti
þannig að vera upphaf að auð-
ugra og fjölbreyttara tónlista-
lifi?
— Já. En samt er það hér,
eins og viða þar, sem til slikra
fyrirtækja er stofnað, að and-
stæð öfl risa upp og reyna að
hindra eðlilega framþróun og
næði til starfa. Og svo er tekið
það ráð, að breiða skykkju heil-
agrar, listrænnar vandlætingar
yfir beinagrind persónulegrar
síngirni og reynt að telja al-
menningi trii um, að hér sé
einhver voði á ferðum.
— Hvað álitið þér nauðsyn-
legasta markmið kenslunnar,
ef tillit er tekið til aðstæðna
hér?
— Fyrstu árin er það fyrir
mestu, að nemandinn fái sem
nákvæmasta verklega leikni.
Skjótar framfarir eru villandi
og einskis virði, ef grundvöll
nákvæmrar þjálfunar vantar.
Almenn tónlistarleg mentun
fæst með hljómfræðináminu og
æfingum i Kammermúsik, eiga
nemendur á þann hátt að ná
lw'in hroska, að aeta aðgreint
góða og lélega tónlist. Með vax-
andi þekkingu er grafið undan
hnr"nleaum og fúskaralegum
tónlistarskilningi. Og jiessi
nauðsynlega þekking kemur
smám saman, þó hætt sé við,
að útbreiðsla hennar kunni að
mæta andúð.
— Eitt enn — verða fleiri
kammermúsik-kveld? Margir
munu hafa vonast eftir að svo
yrði.
— Eflaust munum við halda
fleiri slíka hljómleika, en með
það eitt fyrir augum, að gefa
áhevrendum kost á að heyra áð-
ur ókunn verk og víkka þann-
ia sióndeildarhring sinn. Þar
sem við erum hingað komnir
sem kennarar höfum við fyrst
og fremst áhuga fyrir allri
fræðslustarfsemi.
K. M.
Veðrið í morgun.
Hiti um land alt. 1 Reykja-
vik 2 st., ísafirði 2, Akureyri 4,
Seyðisfirði 7, Vestmannaeyjum
4, Stykkishólmi 1, Blönduósi 2,
Raufarhöfn 3, Hólum i Horna-
firði 4, Grindavík 2, Færeyjum
9, Julianeliaab -f- 6, Angmagsa-
lik ~ 8 (skeyti vantar frá Jan
Mayen), Hjaltlandi 9, Tyne-
rnoutli 9, Kaupmannahöfn 2 st.
Mestur hiti liér í gær 9 st.,
minstur 1 st. Úrkoma 10 mm.
— Djúp lægð fyrir norðan larid
á hreyfingu norðaustur eftir.
Köld norðan átt i Grænlandi.
Horfur: Suðvesturland, Faxa-
flói, Breiðafjörður: Alllivass
suðvestan og vestan. Skúra og
N æturhugsun
Koldimma nótt.
Dimt er í djúpinu þinu,
dapurt í hugskoti mínu.
Koldhnma nótt.
Helkalda nótt.
Hel er und hjúpinum þinum,
helkalt á veginum mínum.
Helkalda nótt.
Andvöku nótt.
Talaðu málinu ininu,
mildi er í andvarpi þinu.
Andvöku nótt.
Þögula nótt.
Halla ég höfðinu mínu,
hægt upp að brjóstinu þínu.
Þögula nótt.
Friðsæla nótt.
Friðinum fagna ég þinum,
fagna þú andvörpum minum.
Friðsæla nótt.
Eilífa nótt.
Vefðu mig vorfaðmi þinum,
veittu burt sorgunum mínum.
Eilífa nótt.
E. Ó.
élja veður. Vestfirðir, Norður-
land: Vestan stormur fram eft-
ir deginum, en minkar með
kveldinu. Éljaveður. Norðaust-
urland,-Austfirðir: Hvass suð-
vestan. Víðast léttskýjað. Suð-
austurland: Allhvass og hvass
suðvestan. Skúraveður.
Verslunarmannafélag Rvíkur
heldur fund annað kveld kl.
8% í kaupþingssalnum. Egill
Guttormsson form. samb. ísl.
verslunarmanna hefur umræð-
ur um lánsverslun. Er það mál
sem alla stéttina varðar og
verður væntanlega fjölment á
fundinn.
Kristján Kristjánsson
söngvari ætlar að syngja í
Iðnó annað kveld kl. 9. Emil
llioroddsen aðstoðar.
K. R.
hefur dansleik á laugardag-
inn kemur í húsi félagsins. Sjá
nánara auglýst hér i blaðinu i
dag.
Fjórðungsþing
fiskifélagsdeilda sunnlend-
ingafjórðungs hefst í kaup-
þingssalnum kl. 1 á morgun,
föstudag.
Félag Vestur-Islendinga
heldur skemtifund í kveld kl.
8y% í Iðnó, uppi.
Basar K. F. U. K.
verður haldinn á morgun i
lmsi K. F. U. M. — Þar verður
jafnframt fjölbreytt skemtun
fram á kveld. Sjá augl.
Aðalfcjörn Pétursson
flytur erindi um Rússland
annað kveld i templarasalnum
við Brattagötu. Hann hefir set-
ið fulltrúaþing í Moskva, ferð-
ast víða um landið og kann frá
mörgu að segja.
Frá Englandi
komu i gær Otur og Skúli
fógeti, en i morgun Tryggvi
gamli og Bragi.
Island
fór héðan í gærkveldi, áleiðis
til útlanda.
Dettifoss
fór frá Akureyri kl. 12 í dag,
áleiðis til Reykjavikur.
Rússiand i dag.
Fyrirlestur heldur Aðalbjörn Pétursson í Templarasalnum við
Bröttugötu annað kveld, föstudag, kl. 8V2 síðdegis.
Fyrirlesarinn hefir dvalið í Rússlandi í sumar og fei’ðaðist .
viða um landið, þar á meðal til Kákasus, úkraine, sem með-
limur í fjöhnennri sendinefnd frá fimm löndum. — Aðgöngu-
miðar verða seldir í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar,;
Hljóðfæraliúsinu og við innganginn og kosta 1 krónu.
Nýjar íraoskar bækur íást í Ysrslnnlimi „París".
Skiftafundur
i þrotabúi Gísla J. Jolmsen, útgerðarmanns, Túngötu 18, verð-
ur haldinn í bæjarþingstofunni i hegningarhúsinu laugardag-
inn 6. þ. m. kl. 2 e. li. Verður þar væntanlega tekin ákvörð-
un um sölu eða aðrar nauðsynlegar ráðstafanir gerðar á
eignum búsins.
Beykjavík, 3. desember 1930.
Þórðup Eyjólfsson
Nýttl
Elochrom filman,
ljósnæmi: 600 H&D. er
fyrsta filman sem hægt er
að taka með vetrar- og
skammdegis myndir eins
og um sumardag væri.
Gerið eina tilraun.
Sportvöruhús Reykjavíkur.
Höfum ávalt fyrirliggjandi
bestu tegund „steam“ko!a
D. C. A. Hards.
Fljót afgreiðsla!
Kolaverslun
Guðna & Einars
skipaður skiftaráðancb.
„Brúarfoss"
fer héðan á sunnudagskveld kl.
12 á miðnætti vestur og norð-
ur um land til Iíaupmanna-
hafnar. Vörur afhendist fyrir
hádegi á laugardag, og farseðl-
ar óskast sóttir.
Terslunin Aldan
verður opnuð á laugardaginn
kemur, 6. þ. m. — Þar verða
góðar og ódýrar vörur. Einnig
ágætar jólavörur.
200
nllarteppi
seljast fyrir kr. 4,90 stykkið.
Notið þetta gjafverð strax.
IIIIIimilllXIIIIIBIilIllIHKIIIIllIlliIi
Höfum b>Tjað ferðir frá Hafn-
arfirði til Reykjavíkur kl. 9'/2
árdegis alla daga.
Bifpeiðastöd
Steindórs.
liiiiiiiiimmiiiiiimiiiiimiiiimii
Besí aS anglýsa f VÍSI.
Dronning Alexandrine
fór frá Akureyri kl. 10 í gær-
morgun, áleiðis hingað.
Botnía
fór frá Leitli kl. 11 í gær-
kveldi, áleiðis til Reykjavíkur.
Áheit á Strandarkirkju,
afh. Visi: 10 kr. (gamalt á-
heit) frá N. N., 5 kr. (gamalt á-
heit) frá Þ.
Stúlka
óskast í vist nú þegar. Uppl. í
sima 1542 til kl. 4% e. h.
Sendisvein
vantar á Landssimastöðina,
Saltfiskar.
Þurkaður saltfiskur í stærri
og smærri kaupum. Talið við
okkur, áður en þér festið kaup
annarstaðar.
Von,