Vísir - 05.12.1930, Page 2
v í s r fí
■ ■ásat
iSixataa
Fypirliggjandi:
KaptofLni*,
fpamúpskapandi gódar og ödýrar-
Símskeyti
London 4. des.
United Press. - FB.
Atkvæðagreiðsla um kolaverk-
fallið
Kolanámamenn haía með 238
þúsund atkvæðum gegn 209 þús.
felt tillögu um verkfall í öllum
kolanámum landsins. — Skosku
námahéruðin, Lancashire og York-
shire voru verkfalli fylgjandi, en
Northumberland, Durhain og
Midland-námahéruðin mótfallin
því, að gengið væri til atkvæða
um verkfall. Eitt hundrað þúsund
námamenn hafa lýst sig hlutlausa
i deilunni, þar á meðal námamenn
i South-Wales. — Fulltrúafundi
námamanna er ekki lokið.
París 4. des.
United Press. - FB.
Franska stjórnin biðst lausnar.
Störf og stefna stjórnarinnar
var til umræðu í efri deild þings-
ins í dag. Þegar til atkvæða-
greiðslu kom, beið stjórnin ósig-
ur. 149 þingmenn greiddu atkvæði
gegn stjóminni, en 145 með.
Varsjá 4. des.
United Press. - FB.
Ný stjórn i Póllandi.
Forseti lýveldisins hefir útnefnt
nýtt ráðuneyti. Slavek er forsætis-
ráðherra og Pilsudski hermálaráð-
herra.
Khöfn 5. des,
United Press. - FB.
Kafbátsför Wilkins.
Harald Sverdrup prófessor hef-
ír haldið ’fyrirlestur fyrir kaup-
sýslumannasambandið í Bergen. í
fyrirlestri sínum gat hann um
hina fyrirhuguðu kafbátsferð
Wilkins um norðurhöf og undir
rorðurpólinn, en Sverdrup er einn
þeirra, sem. þátt tekur í förinni.
Sverdrup kvaðst vera hlyntur því
persónulega, að íarið væri i stutt-
ar rannsóknarferðir frá Spitzberg-
en og Franz Jósefslandi, og rnundi
vísindaárangurinn af slíkum ferð-
um sennitega verða meiri. Að lok-
uin kvað Sverdmp svo að orði, að
cf í Ijós kæmi, að áhöld og tæki
kafbátsins væri ekki i fullkomn-
asta lagi áskildi hann sér rétt til
þess að hætta við þátttöku í för-
inni.
París 5. des.
United Press. - FB.
Erfiðleikar um myndun stjómar
í Frakklandi.
Doumergue forseti hefir tekið
lausnarbeiðni Tardieu til greina.
Drenpr
yfir fermloga getar
fengið atvinnu viö
— senilferðlr í —
Félagsprentsntiðjnnni
United Press hefir átt tal við
Poincaré, sem kvað svo að orði:
„Eg tek ekki að mér að mynda
stjórn. Það er útilokað." Laval,
verkamálaráðherra, og Cheron,
dómsmálaráðherra, eru taldir lík-
legir eftirmenn Tardieu. Að eins
þrisvar sinnum hefir sá sögulegi
atburður gerst í Frakklandi, að
stjórnin hefir beðið ósigur í efri
deild þingsins. Það var senator
Hery, sem mest deildi á stjórnina.
Kvað hann hana hafa vanrækt að
gefa þinginu fullnægjandi skýrslu
um þýðingarmikla viðburði er-
lendis, sérstaklega i Þýskalandi.
Frakkland væri í þann veginn að
lenda í alvarlegri kreppu en nokk-
u’ru sinni fyr. — „Þetta er í 17.
skifti síðan Clemenceau miyndaði
stríðstímastjórnina, að Frakkland
er stjórniaust,“ sagði Iiery.
Búist er við, að stjórnarmyndun
taki vikutíma.
wss
Utan af landic
Siglufirði 4. des. FB.
Afar óstilt tíð og stormasöm.
Má heita, að óslitin jarðbönn hafi
verið hér frá veturnóttum, þar til
hlotaði um síðustu helgi. Snjór þá
talsverður. Ofsarok i nótt á suð-
vestan. Fauk járn af einu íbúðar-
húsi og skemdist lítilsháttar á
fleirum.
Sjaldan gefur á sjó, en ágætis
afli, þegar gefur. Síðast — fyrir
fjórum dögum — aflaði hæsti bát-
uriun átta þúsund pund.
Suðvestan rok í dag og snióél.
Tveir botnvörpungar leituðu
hafnar hér í nótt.
IndlandsráHstefnan.
I.
Indlandsráðstefnan var sett þ.
12. nóv. og hófst með því, að
Georg V. Bretakonungur hélt
ræðu. Fyrstu dagana var unnið að
allskonar undirbúningi og enginn
opinber fundur haldinn. En þ. 17*
nóvember var fyrsti opinberi
fundurinn haldinn í St. James
Palace og fulltrúar Indlands á
ráðstefnunni gerðu þá þegar grein
fyrir kröfum sínum. Hver Ind-
landsíulltrúinn á fætur öðrum að-
hyltist sömu kröfuna, — kröfuna
um nýja stjórnarskrá, með ákvæð-
um umi, að Indland fái sömu rétt-
indi og sjálfstjómarnýlendurnar,
en sambandið milli ríkja Indlands
verði að ýmsu leyti á líkum grund-
velli og með ríkjum Norður-Ame-
ríku. Allir fulltrúamir virtust
hafa sameinast um þessa kröfu og
eigi vilja ræða kröfur, sem færi
skemra í frelsisáttina. — Áður en
þessi fundur hófst hafði Mac-
Donald forsætisráðherra verið kos-
inn forseti ráðstefnunnar, en San-
key lávarður varaforseti. Ýmsar
tillögur starfstilhögunarnefndar-
innar voru og ræddar. — Umræð-
urnar um framtíðar stjórnarfyrir-
komulag Indlands hóf Sir Tej
Babadur Sapru, frægur indversk-
ur Iögfræðingur og vildarvinur
| Sigrfðir Helgadóttlr. j
Dáin 26. nóv. 1930.
Lag: Sjá þann hinn mikla flokk.
Frá himinboga um haf og grund
á hljóðri vetrar morgunstund,
með líf og þrótt, að liðnri nótt,
rann dagsins dýrðleg sól.
Ei sáust blika sortaský
en sólin skein svo björt og hlý,
og enginn sá, hvar ógnin lá
á bak við blíðu og yl.
Þér æska og fjör í æðum ratui,
með öðrum' fleiri daginn þann,
á gleðistund rrieð glaða lund
þú sóttir síðsta leik.
En falin leyndist feigðardís
í fanhaskafli og köldurn ís,
þvi brautin hál, hún bjó þér tál
er loks þig lagiði í gröf.
Þéir vinir, seiii þér voru með
og voðaslysið fengu séð
nieð hjartað hljótt, við heljarnótt
með kærleik kveðja þig.
tJr foreldranna faðmi nú
til fjarri staða ert horfin þú
og vinum frá, sem varstu hjá
á lífsins liðnu stund.
Frá himtinboga um haf og grund
nú hljómar skært um inorgun-
stund:
„Ei dáin er, i dýrð hjá mér,
hún gleðst um eilíf ár.“
En gröfin heimtar hvað hún á
því holdið eitt er jörðu frá.
í drottins hönd, fer dýrðleg önd
er lífsafl líkams deyr.
Nú ljótnar himneskt ljósið þér,
það ljós er fegra’ en sástu hér.
Sú blessuð sól, þér boðar jól
í herrans helga sal.
Hver dagur er í drottins hönd
sem duftið sntáa á hafsins strönd.
Hve lengi hér, að lifum vér
ei fáum fyrir séð. x
Ágúst Jónssou,
Rauðarárstíg 5.
Gandhi. Var hann einn þeirra, sem
Iagði að honuin að taka þátt í ráð-
stefnunni. Sapru er einn af leið-
togum þjóðernissinna og einn
þeirra, sein átti tnikinn þátt i því,
að Indverjar tóku sig saman um
að kaupa ekki breska iðnaðar-
framleiðslu. Sapru fór ekki dult
með þá skoðun sína, að tími væri
kominn til þess að láta Indverja
fá sjálfstjórn. Ræða hans var iaus
við -hótanir, en hann var ákveðinn
í kröfum sínum. Hann drap á það,
að erlendir sigurvegarar hefði oft
fyrr á tímum lagt Indland eða
hluta af því undir sig, en þessir
sigurvægarar hefði ávalt sest að í
lándinu og sameinast þjóðum Ind -
lands, orðið Indverjar. Nú væri
Indlandi, þessu mikla meginlandi
með 320 miljónum íbúa, stjórnað
frá Englandi. í rauninni væri það
hálf tylft manna í London og önn-
ur hálf tyift í Indlandi, sem hefði
yfirráð Indlands i höndutn sér.
Þeir tímar eru liðnir, sagði Sir
Tej, að slíkt fyrirkomulag geti
blessast. Að svo mæltu sneri Sir
Tej sér að indversku prinsunum
og mælti: „Þið eruð prinsar, en
þið eruð fyrst og fremst Ind-
vCrjar, og þið hafið eins helgum
skyldum að gegna við okkar sam-
eiginlega móðurland og við hinir.
Sýnið nú, að þið séuð reiðubúnir
til að styðja kröfurnar ura sjálf-
stjórn.“
Sir Tej ræddi því næst um við-
skiftamál Breta og Indverja, her-
m
Konan mín, Ingibjörg Einarsdóttir, audaðist á heiroili sínu
í nótt. —
KefJavík, 5. deseinber 1930.
Elias Þorsteinsson.
mál og fjármál og þau önnur mál
sem urn er deilt. Kvaðst hann v.era
vongóður um, að hægt yrði að
ltiða. þessi deilumál til lykta á
þann hátt, áð þau kæmi ekki í
veg fyrir að Indland fengi sjálf-
stjórn. Næstur talaði einn prins-
anna, maharajah-inn af Bikanir.
Flutti hann snjalla ræðu og taidí
sig fylgjandi sjálfstjóniarkröfun-
um, á þeim grundvelfi, sem að
íratnan getur. Næstur honum tal-
aði Mr. Jayakar, frægur lögmað-
ur, sem talaði fyrir tnunn ungu
kynslóðarinnar í breska Indlandi.
Hann er vinur Gandhi og róttæk-
ur þjóðernissinni. Kvaðst hann
þess fnllviss, að ef sjálfstjórnar-
kröfurnar næði fram að gánga, þá
myndu kröfurnar um fult sjálf-
stæði og aðskilnað Bretlands og
Indlands úr sögunni innan fárra
mánaða. Hins vegar, ef sjálf-
stjórnarkröfunum væri ekki sint,
myndi baráttunni fyrir fulluin
skilnaði haldið látlaust áfrám.
Að eins enskt mál er'talað á
ráðstefnunni. Notkun indversku
málanna kemur ekki til greina.
Enskan er eina málið, sem allir
fulltrúarnir skilja og geta talað.
f. O. O. F. — 1121258 Yt
m. atkvgr.
H.
Veðrið í morgun.
í Reykjavík -4- 1 st., ísafirði -f-
2, Akureyri o, Seyðisfirði 3, Vest-
mannaeyjum 1, Blönduósi -r- 2,
Hólum i Hornafirði 1, (skeyti
vantar frá Stykkishólmi, Raufar-
höfn, Julianehaab, Jan Mayen og
Kaupmannahöfn), Færeyjum 4,
Angmagsalik H- 8, Hjaltlandi 9,
Tynemouth 1 st. —■ Mestur hiti
hér í gær 2 st., minstur 2 st.
Úrkoma 2 mm. — Alldjúp en kyr-
stæð lægð við austurströnd Græn-
lands veldur vestan og suðvestan
átt um Grænlandshaf og ísland.
— Horfur: Suðvesturland, Faxa-
flói, Breiðafjörður, Vestfirðir,.
Norðurland: Suðvestan og vestan
átt, stundum allhvöss. Éljaveður.
Norðausturland, Austfirðir:. Suð-
vestan kaldi. Úrkomulaust. Suð-
austurland: Suðvestan kaldi. Snjó-
él.
Silkifajólar
15, 16 og 17 krónur i
nokkra daga.
H p ö n n.
Leit vai- hafin
i gær að hotnvörpuskipimit
Aprií, sem lagði af stað frá Eng-
landi í fyrri viku, og ætti að
vera komið hingað, en hefír
ekki enn komið fram. VarS-
skipin Ægir og Óðinn annasf
leitina og fara með allri súður-
strönd landsins, djúpt og grunt.
Vísir
er sex síðnr i dag.
S ióm a nnak veö.ja_
4. des. FB.
Farnir til Englands. Vellíðan,
Kærar kveðjur. — Skipverjar é
Hannesí' ráðherra.
Guðm. G. Bárðarson
flytur f jórða og síðasta fyrir-
lestur sinn í kveld kl. 8Vá í hað-
stofu Iðnaðarmanna í Lækjar-
götu. Uinræðuefni: Reykjanes-
skagi. — Aðgöngumiðar hjá
Eymundsson og við inngang-
inn. — Erindi Jiessi hafa verxð
bæði fróðleg og skemtifeg.
Kristján Kristjánsson
syngur í kveld kl. 9 i Iðnó
Emil Thoroddsen aðstoðar.
Hjúskapur.
I dag verða gefin saman i.
hjónaband ungfrú Jórunn Krist-
jánsdóttir og Sæmundur Helga-
son póstmaður.
Nýi Þór;
Vísir flytur í dag grein um
Þór, hið nýja strandvarnaskipr
ríkisins eftir Pálma Loftsson
útgerðarstjóra. Er það svar viS
ummælum Gísla Jónssonar
vélfræðings, og er honum að
sjálfsögðu heimilt rúm í blað-
inu til andsvara.
Heimdállur
heldur fund kl. 2l/o á sunnu-
dág.
Framsöknarfélag Rvíkur
heldur fund í Sambandshúa-
inu kí. 8% annað kveld.
Af veiðum
kom Arinbjöm hersir í gær,
en Geir er væntanlegur i dag.
iiiiiiiiiiiiii!Eiiinitinnnnminmiiiiiiiniiiiiiiiiuiiiiiiiiuiiiiiniui(^
” Nú geta ailir eignast fallegt 2
| Gólfteppi |
S því fjölbreytt úrval af þeim verður i desember-mán- |
« uði selt með svo þægilegum
| Afborgonarskilmálum (
að það ætti að vera öllum kleift, uð eignast þau. j
Notið tækifærið á meðan úr nögu er að velja. i
iiHHiiimiiiiiitHiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiinHiii