Vísir - 28.12.1930, Blaðsíða 3

Vísir - 28.12.1930, Blaðsíða 3
VlSIR hinar allra bestu olíur, sem fá- anlegar eru á erlendum mark- a8i, og notaðar eru í hinni al- kunnu og stóru smjörlílcisgerð Otto Mönsteds, sem allir kann- ast við. Forstöðumaður og aðaleig- andi sinjörlíkisgerðarinnar er hr. H. J. Hólmjárn efnafræð- ingur, sonur Jósefs Björnsson- ar, fyrrum skólastjóra á Hól- um og alþingismanns. Hann fór ungur til Danmerkur og nam þar efnafræði, en varð eftir það aðstoðarmaður á ríkis- rannsóknastofu í Kaupmannna- höfn þangað til árið 1921. Eftir það varð liann forstjóri „Jord- jbrugs Laboratoriet“, og hafði þá meðal annars á hendi eftir- íit með smjörlíkisgerðum. Hef- ir hann því fengið liinn besta undirbúning undir starf þetta, sem kostur er á. Auk þess hefir hann ráðið sér til aðstoðar þaulvanan danskan smjörgerðarmann, hr. E. Jen- sen, sem tvivegis hefir fengið fyrstu verðlaun fyrir rjómabús- afurðir í Danmörku. Forstjórinn lét svo um mælt við blaðamenn, að hann mundi ekkert til spara að vanda til af- urða verksmiðjunnar á allan hátt, og þeir, sem reynt hafa Svana-smjörlíkið, ljúka á það Mnu mesta lofsorði. Fiskveiðar Róssa. 1 þýska timaritinu „Der Fischer- hote“ þ. I. nóv., er sagt frá því, a'S Rússar leggi nú hiÖ mesta kapp á að auka botnvörpungaflota sinn, þannig hafi skipasmíðastöÖ i Dan- zíg tekið aÖ sér að smíða 4 stóra botnvörpunga fyrir Rússa. Önnur skipasmíðastöð í sömu borg, sent í vor lauk smiði á 6 botnvörpung- .um fyrir Rússa, hefir nú 8 ný botn- vörpuskip í smíðum fyrir þá, og á •smíöinni að verða lokið á næstkom- anda vori. Skipasmiðastöð í Emden hefir og tekið að sét að smíða nokkra. botnvörpunga fyrir Rússa, en á skipasmíðastöö í Rostock eru 3 botnvörpuskip í smíðum fyrir Rýssa. Þegar smtði allra þessara botnvörpuskipa er lokið, hafa þýsk- . ar skipasmiðastöðvar alls smíðað 40 botnvörpuskip fyrir Rússa á 3 ár- um. Botnvörpuskip þessi eru öll af Stærstu gerð, og kostnaður viS smíði þeirra er £ 1.400.000. Auk framannefndra botnvörpuskipa ætla Rússar að láta smiða 178 botn- vörpuskip á skipasmíðastöðvum i Leningrad. Verða þeir smíðaðir samkvætnt þýskum fyrirmyndum, og er hafin smíði á 28 þeirra. Skip þessi eiga öll að stunda fiskveiðar I Hvjtahafi. Innan þriggja ára er talið, að botnvörpuskipaíloti Rúss- lands verði jafnstór ])ýska botn- vörpúskipaflotanum. Jafnhliða þess II m skipastníðum er áformað að -stækka höfnina.i Murmansk, setn íiú rútnar ca. 50—60 botnvörpu- -skip. Er þegar hafist handa í þessu jefni, og hafa Rússar ameríska hafn- arsérfræðinga sér til aðstoðar við -stækkun hafnarinnar. Höfn þessi á að heita Nýja Munnansk og verð- ur reist þar ný borg, sem á að rúma 45.000 manns. Breskutn og þýskum blöðum hef- ir orðið tíðrætt urn þessa nýju satn- kepnishættu og búa sig undir ltarð- vítuga samkepni. Vafalaust er is- ienskutn útgerðarmönnum ljóst, að eínnig þeim gæti stafað hætta úr jþessari átt. Veðurhorfur í dag: 1 gærkveldi var djúp lægð fyrir suðaustan land, og austan og norðaustan hvassviðri um allan norðurhluta landsins og rok úti fyrir Vestfjörðum, en víðast norðaustan kaldi á suð- vesturlandi. Hiti 3 til 4 stig um land allt og talsverð rigning fyr- ir norðan og austan. ■— í dag eru horfur á allhvassri norð- austan átt og verður sennilega úrkomulaust og litið frost. Útvarpið. Dagskrá á morgun: Kl. 19,25: Hljómleikar (Grammófón). Kl. 19,30: Veðurfregnir. Kl. 19,40: Einsöngur (frú Guðrún Ágústs- dóttir). Kl. 20: Barnasögur (Þorsteinn G. Sigurðsson kenn- ari). Kl. 20,10: Hljómleikar (Þórarinn Guðmundsson, fiðla, Emil Thoroddsen, slagharna): Tartini: Sonate, G-moll. Marti- ni-Kreisler: Andante. Hándel: Larghetto úr Sonate D-dúr. Kl. 20.30: Erindi: Þjóðbandalagið (Einar Amórsson, prófessor). KI. 21: Fréttir. Kl. 21,10: Hlióm- leikur á slagliörpu (E'mil Thor- oddsen, píanóleikari): — L. v. Beethoven: Sonate D-dúr. Sami: Presto. Sami: Largo e mesto. Sami: Menuetto. Sami: Rondo. Lord Fischer, togarinn, sem strandaði 18. þ. m. við Melrakkasléttu, var eign .Tóns Oddssonar, skipstjóra og útgerðarmanns í Hull. Skipið var 15 ára gamalt, en flokkað á ný. Jón lét af skipstiórn sið- astliðið vor, er hann liafði hlot- ið alvarleg meiðsl á fæti, sem hann varð fyrir við veiðar við Vestmannaeyjar. t sumar lét hann smíða sér nýjan togara, útbúinn samkvæmt ströngustu kröfum og framförum i botn- vörpuskipasmíði. Hið nýja skip heitir „Kópanes“ — nefnt eftir nesi einu á Vestfjörðum. Úr fyrstu veiðiför þess til Biarnar- eyiar (Bear Island) i nóv. s.l., seldi Jón aflann fvrir £ 1875. - Jón er bróðir Gísla sál. Odds- sonar, sem var skipstjóri á ,Leifi hepna“. Foreldrar Jóns eru þau Oddur Gíslason bók- bindari frá Ísafirðí og frú Jón- ina Jónsdóttir, nú búsett á Hverfisgötu 32 B hér i bænum. Andri kom frá Englandi í gær. Skinfaxi, tímarit U. M. F. I. (des. 1930) flytur þetta efni: Jóhannes úr Kötlum: Eg hylli (kvæði); Jó- hannes Friðlaugsson: Laufa- brauð (4 myndir); A. S.: Jól (kvæði); Guðmundur Einars- son: Fjallaferðir (2 myndir); Aðalbjörg Sigurðardóttir: Vertu sjálfum þér trúr; Sigfús Sig- fússon: Til U. M. F. 1. (vísur); A. S.: Eg skal! (4 myndir); Verkefni; Félagsmál. Loks er mynd af hnifskafti eftir Ríkarð .Tónsson. Ritstjóri Skinfaxa er Aðalsteinn Sigmundsson, kenn- ari. — Ungmennafélagskapur- inn liér á landi á 25 ára afmæli í næsta mánuði. Verður afmæl- isins minst með hátíðlegu fund- arhaldi og öðru. „The Shetland News“, sem er gefið út í Leirvík á Shet- landseyjum, birti þ. 4. des. langa og fróölega grein um ísland. Er i grein þessari skýrt frá feröum norrænna víkinga til Skotlands, Ir- lands, Orkneyja, Shetlandseyja, ALBUM mörg hundruð tegundir. ÓDÝR. Sportvöruhús Reykjavíkur. fundi íslands og landnámi, en því næst getiö um, aö í sumár hafi á íslandi verið hátíðlegt haldið þúsundára afmæli Alþingis. Aö ööru leyti er greinin aöallega um íslenska sagnaritun. Er frásögnin itarleg og fróðleg og skrifuð af hlýju i garð íslands og íslenskra bókmenta. E.s. Suðurland fer aukaferð til Akraness og Borgarness á morgun (mánudag) og kemur aftur hingaö annaö kveld. Veggábreiða Unnar Ólafsdóttur er til sýnis í leikfimissal Mentaskólans í dag og á morgun kl. 1—10. f kirkjunni á jólunum 1930. Eg hefi, síðan eg var barn, altaf haft mjög mikla ánægju af að fara i kirlcju, og svo mun um alla sem þar koma. En nú um jólin kom eitt atvik fyrir, sem truflaöi fyrir mér þá ánægju, að vera í kirkjunni, þó máske ótrúlegt sé, en svona var það nú samt, og um það eru marg- ir sömu skoðunar og eg. — Það, sem afbrigðum vakti var, að söng- stjóri tók til að slá taktinn, sem þeir kalla, náttúrlega fyrir þær fáu manneskjur, sem hann hefir sér til aðstoðar við kirkjusönginn, og af þvi að tilburðir hans við taktslátt- iun voru ærið óviðkunnanlegir, finst mér fyrir mitt leyti þeir vera alt annað en hátiölegir, þó þeir máske geti talist til mentunar, enda skilj- anlega mjög óþarfir, því það get- ur varla talist til mikils mælst, þó söngstjórinn sem vinnur fyrir borg- un, væri búinn að þjálfa svo sína fáu aðstoðarmenn, áður en hann fer að stjórna söngnum í kirkjunni, að þehn nægði orgelundirspilið við götnul, algeng sálmalög, alveg eins og fjöldanum, því með allri virð- ingu fyrir söngflokki dómkirkjunn- ar, þykir mér fyrir mitt leyti ekk- ert meira varið i hans söng en alls safnaðarins. Og, eins og prestar, bæöi hér og annarsstaðar, hafa oft minst á, gerir söngur alls safnaðar- ins kirkjuathöfnina miklu hátiðlegri og um Ieið ánægjulegri, með þvi að allir sem geta, hafi bók með sér og syngi, og þá skilst mér, að takt- sláttur sé næsta óþarfur, enda lýsir slíkt sér sem yfirlæti og nútíma- uppátæki, sem hvergi á við og allra síst i kirkjunni. — Það kann nú einhverjum að þykja þetta óþarfa aðfinning, en eg fer ekki að því, því eg hefi fjöldann með mér, sem ekki hefir not af taktslætti í kirkj- unni. Tcnms Tómasson. St. „Víkingur" nr. 104. Ahygli skal vakin á jólafundi stúkunnar annaö kveld. Síra Árni Sigurðsson talar. Eru allir vel- koinnir á meöan húsrúm leyfir, Iivort sem þeir eru i stúkunni eöur eigi. Fólk er ámint um aö hafa meö sér sálmabók. Lindin, rit Prestafélags Vestfjaröa (II. ár), er nýkomin út. Efniö er mjög fjölbreytt og eftir þessa höfunda: Síra Jón Ólafsson, síra Þorstein Kristjánsson, síra Sigtr. Guð- laugsson prófast, síra Helga Kon- ráðsson, síra Böðvar Bjarnason, síra Halldór Kolbeins, Böövar frá Hnífsdal, Pétur Sigurösson, Lilju Blookers suðusúkkulaði, átsúkkulaði ogkex fy rir liggj andi. Hjalti Bjðrnsson & Co. Sími 720. K n n n Það er engin tilvilj un || að yður dettur fyrst í liug bifreiðastöð Steindórs, ef yður vantar bifreið, heldur hafið þér heyrt þess getið, S að stöðin hafi eingöngu góðar bifreiðar. Það er því ^ sérstök tilviljun ef þér ekki ávalt akið með bifreiðum Steindórs. § Encyclopædia Britannica er merkasta fræðirit á enska tungu, 24 bindi í stóru broti, um 24000 blaðsíður alls, um 15000 myndir, þar af um 1500 myndir á heilli síðú, f jöldi þeirra með lit- um, og um 500 landabréf og uppdrættir. Encyclopædia Britannica er samin af 3,500 höfund- um, og er hver þeirra í tölu hinna kunnustu fræði- manna og rithöfunda heimsins. Bókaskápur úr rauðviði fylgir ókeypis hverju ein- taki. Encyclopædia Britannica kostar: í bláu léreftsbandi (með skáp) kr. 675,00 i brúnu skinnbandi (með skáp) kr. 880,00 i bláu skinnbandi betra (með skáp) kr. 1160,00 og eru þessar tegundir til hér á staðnum. Bökaverslon Sigfósar Eymonflssonar. Björnsdóttur, síra Pál Sigurösson, sira Sigurgeir Sigurðsson, síra Sigurð Z. Gíslason, síra Jónmund Halldórsson, Á. G., Minningarorð um síra Bjarna Símonarson, rit- dómar, fundargerð Prestafélags Vestfjarða og reikningar félagsins. Pansskóli Rigmor Hanson heldur jóla- dansskemtun fyrir börn og tmg- linga (og gesti) á morgun kl. 5 i Varöarhúsinu. Foreldrar nemanda (barna) frá þessurn vetri eru boðn- ir á skemtunina endurgjaldslaust. Kl. 10 veröur skemtun fyrir full- orðna nemendur frá því í vetur og undanfarna vetur, en þar veröa ekki gestir. Kristileg samkoma á Njálsgötu 1 kl. 8 i kveld. — Allir velkomnir. Gjöf 1 til nýrrar kirkju i Reykjavík af- hent Vísi: 10 kr. frá E. G. Áheit á (Strandarkirkju, afhent Vísi: 2 kr., gamalt og nýtt frá háöldruöum hjónum. Símskeyti London, 27. desember. United Press. FB. Lávarður látinn. Látinn er Melchett lávarður, er áður hét Sir Alfred Mond, og var formaður „ImperiaT Chemi- cal Industries, Ltd.“. Vegna fráfalls Melchetts, fer fram aukakosning, þar sem son- ur hans, Henry Mond (íhalds- maður), er tekur sæti hans í lávarðadeildinni, er sem stend- ur þingfulltrúi fyrir kjördæmi í Liverpool.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.