Vísir - 28.12.1930, Blaðsíða 4

Vísir - 28.12.1930, Blaðsíða 4
VlSJR Silva-Extpa HaFramj öl amerískt — besta tegund. Nýkomið. I. Brynjólfsson & Kvaran. CHEVROLET vörubíllinn fyrir 1931 er kominn á markaðinn með feikna endurbótum. Tvöföld grind, endurbætt gerð af fjaðraklossum. Vatns- og rykþéttir hemlar (bremsur) að framan og aftan, af sömu gerð og á Buick 1930—31. Hemla- skálar að aftan nær helmingi stærri og sterkari en fyr. Hjólgjarðir (felgur) að aftan með lausum hringum. Drifið 20% sterkara en áður. Afturöxlar um helmingi sterkari en i næstu gerð á undan. Afturhjólagúmmí 32x6 með 10 strigalögum. Vinsla meiri en áður. Margar fleiri endurbætur, sem menn geta séð, þeg- ar þeir skoða bílinn, sem er fyrirliggjandi á staðnum. Verð hér kr. 3000.00 með yfirstærð af gúmmíi á afturhjólum (32x6 átta strigalaga). Verð hér kr. 3100.00, með tveggja tonna gúmmí á afturhjólum (32x6 tíu strigalaga). Tvöföld afturhjól (4 afturhjól), ef óskað er, fyr- ir smávægilegt aukagjald. Engin vörubifreið kemst nú nálægt Chevrolet fyr- ir neitt svipað verð, eins og hver maður getur séð sjálfur, þegar hann skoðar bílinn og ber saman við aðrar tegundir. Fjölda margir varahlutir í Chevrolet hafa stór- lækkað í verði, svo að Chevrolet verður allra bila ódýrastur í rekstri. Jóh. Ólafsson & Co. R e y k j a v í k. '**T«*T'lfr Bðst að anglýsa í Yísi. Besta Gigarettan í 20 stykkja pökknm, sem kosta 1 krónu, er: Commander. W estminater, Vipginia, Cigapettuap. Fást í öllum verslunu m. I hverjum pskka er gullfalleg Is- len ek m ynd og í®r hver sá er safuað hefur 50 œyndum elna atækkaða mynd Kærn húsmæðnr! Til að spara fé yðar sem mest og jafnframt tíma og erfiði þá notið ávalt hinn óviðjafnanlega gðlfgljáa Og skðábnrðinn Fœst í ðllurn helátu vei*8lunum. en Til daglegrar notkunar „S I RI U S“ Stjörnukakaó. Athugið vörumerkið. Lýsi. Mæður, alið upp hrausta þjóð og gefið börnunum ykkar þorskalýsi. Fæst í Von. Ungur verslunarmaður ósk- ar eftir atvinnu sem fyrst. Til- boð, merkt: „Traustur“, send- ist afgr. Visis. (658 Stúlka óskar eftir árdegisvist. Uppl. frá 4—6 á Ásvallagötu 11. _____ (657 Duglegur trésmiður óskar eft- ir atvinnu, helst yfir árið. Með* mæli fyrir hendi, ef óskað er. Tilboð leggist inn á afgr. Visis fyrir 30. þ. m., merkt: „1931“, (652 Stúlka eða unglingur óskast á fáment heimili. Uppl. í sima 1592. (648 Myndir stækkaSar fljótt, vel *og cdýrt. — Fatabúðin, (418 TAPAÐ - FUNDIÐ Regnhlíf fundin. — Vitjist í versl. Liverpool, Baldursg. 11. (654 Grænt veski týndist á Fraícká- stíg á jóladaginn. Skilist í Bók- band ísafoldar, gegn fundar- launum. (650 Slifsisnæla tapaðist annan jóladag. A. v. á. (649 Grænn blýantur, mcb skrúfubu blý í, hefir tapast frá Gamla. Bíó og upp á Skólavörðustig. Skilist á afgr. Vísis. (647 r KENSLA t Iíerbergi óskast til leigu nú Jjegar, helzt í miðbænum. Uppl. í síma 1774. (656 Forstofuherbergi með öllum þægindum til leigu. — Uppl. á Laugaveg 86. (651 Þeir nemendur Laugarvatns- skóla, sem eru staddir hér í bænum, geri svo vel að tala við Guðmund Gislason kennara á sunnudaginn 28. þ. m., kl. 12 til 3 e. li. Sími 1963. (655 SHT- SKILTiWINNUSTOFAjN Túngötu 5. (481 Líftryggið yður i „Statsan- stalten4'. Ódýrasta félagið Vest- urgötu 19. Sími: 718. O. P. Blöndal. (868 Kenni vélritun og tek að mér vélritun og fjölritun. Martha Kalman, Grundarstíg 4. Síml 888. (161 Nýtt 6 íbúða steinhús til sölu, Uppl. á Framiiesveg 28. (653 Ágætur „Narag“ miðstöðvar- ofn nr. 3 til sölu mjög ódýrt, ennfremur vaskur. Bragagötu 29 A, uppi. (43-í Eg sel hús, jarðir og bygg* i ingarlóðir. Útvega eignaskifti.—• NotiS jólafríið og fáiö upplýsing- ar. — SigurSur Þorsteinsson, RauSará. (638 Til sölu: Laxveiðijörð nálægt bænum. Hef kaupanda að góðu íbúðarhúsi. Gisli Þorbjarnarson. (259 FÉLAGSPFFNTSMIÐJAN. . Gull á hafsbotni. „Meiða þau yður?“ sagði hún dálítið hikandi. ; „Það gera þau að vísu. — Og þér ráðið hvað þér gerið. En þetta er árangurinn af því, að þér sögðuð Gonzaíes frá starfi frænda míns og minnispeningn- um. Það er ef til vill ekki fallegt af mér að segja þetta, en satt er það samt. Gonzales tók mig hönd- ura í gærkveldi og flutti mig hingað. Hann ætlar að liafa mig hér sem gisl, þar til er frændi minn lætur *ér segjast. „Lætur sér segjast — í hverju?“ sagði hún. • „Þangað til hann lætur honum í té þær upþlýsing- ar, sem hann vill fá. Gonzales vill fá allar upplýsing- ar um það, hvers frændi minn hafi orðið visari.“ „Honum varð mikið um það, þegar eg sagði hon- um frá þessu. Eg — Eg —“ hún leit undan og félst hugur. „Mér þykir þetta mjög leitt. Mér kom ekki til hugar, að hann mundi grípa til þessa úrræðis.“ „Ojæja. Eg býst við, að, yður bregði i brún, þegar þér farið að átta yðúr á þvi, hvað satt er og rétt í þessu máli. Við frændumir erum ekki eins bölvað- ír og hann lætur i veðri vaka. Síður en svo.“ Hún svaraði engu, en kraup þegar á kné og tók að fásf við böndin á fótum mér. „Heyrið þér, jungfrú,“ sagði eg skelkaður. „Það er líklega best, að þér látið þetla eiga sig. Gonzales verður óður og uppvægur — gæti ef til vill hefnt sin á yður, ef þér hjálpið mér.“ „En yður líður illa.“ „Það gerir ekkert til. Þér eyðileggið áform hans með þessu. Það er þýðingarmeira.“ Hún leit upp og horfði á mig ákveðin á svip. „Eg samþykki ekki öll áform Gonzales.“ Hún roðnaði yndislega og mælti þetta þannig, að eg gat að eins skilið það á einn veg. „Þér eigið við það — að hann — að hann vilji ná ástum yðar,“ sagði eg og har ört á. „Við skulum ekki tala um það. — Æ, ég vildi að eg hefði hníf.“ „Dæmalaus fyrirmunun er þetta — að eg skyldi gleyma hnífnum. Farið þér í vasa minn, héma hægra megin, og heyrið þér,“ — eg hikaði —- „Eg heiti yður því, að reyna ekki a'ð flýja héðan af sjálfsdáðum, cf þér leysið bönd mín. Yður er óhætt að treysta því.“ „Já,“ sagði hún blátt áfram. „Hún var ekki í neinum vandræðum með að finna hnífinn og í sömu svipum var hún búin að skera af mér böndin. Eg settist upp og tók að núa leggina á mér með stirðnuðum fingrunum. „Þakka yður fyrir,“ mælti eg. „Eg er yður mjög þakklátur og skal ekki segja neinum, að þér hafið leyst míg. Eg var reglulega vinarþurfi núna. Og ])ér megið treysta þvi, að eg er ekki eins slæmur og þér haldið" Hún leit á mig vingjarolega og ofurlitlum glampa brá fyrir i svip hennar. „Það er margt i þessu máli, sem mun verða yður ráðgáta,“ mælti eg ennfremur. „Það er erfitt að dæma rétt, þegar maður er aðeins kunnur annarí hlið málsins. Ef þér kynnist mér betur, er frá liður. þá leyfist mér ef til vill, að skýra yður nánara frá málavöxtum, og þér getið þá dæmt um þetta. En gætið þér ekki litið á mig sem vin þangað til? — Mundi það ve-ra mjög erfitt?“ Hún mælti ekki orð, en sat kyr og hárið luildi hana Sem skykkja væri. Hún dýfði hendinni í poll, eins og Jiún væri að leika sér, og hefði ekki heyrt hváð eg sagði. „Eg veit, að eg fer fram á mikið,“ sagöi eg, bar ört á og hálf-stamaði. „En seinna gæti þó ef til vill. — Eg býst við, að það sé erfitt fyrir yður, að hreyta skoðun yðar á mér.“ „Það er ekki víst, að það sé svo erfitt,“ sagði hún og brosli við mér feimnislega, yndislega. Eg rétti út höndina og hún Iagði hönd sína í lófa mér. Það var dásamlegt augnablik. Mér varð það ljósí

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.