Vísir - 14.01.1931, Blaðsíða 2

Vísir - 14.01.1931, Blaðsíða 2
VlSIR )) ftlMl ÖLSEIN) ((11 Við höfum ávalt miklar birgdir af: COLMAN’S Enga verslun má ranta Coliaan’s-vörnr. f Páll H. Glslason kaupmaður andaðist i gær á heimili sínu, Skothúsveg 7, eftir stutta legu i lungnabólgu. Æviatriða hans verður síðar getið. Símskeyti —o--- Slokkliólmi, 13. jan. United Press. — FB. Fjárlög Svía. Ríkisþingið var hátíðlega setl á mánudag. I hásætisræðunni var tilkynt, að nauðsyn beri til að auka ríkisútgjöldin að mun, vegna atvinnuleysisins. Rikis- stjórnin liefir lagt fjárlaga- frumvarpið fyrir þingið. Er gert ráð fyrir útgjöldum samtals 185,700,000, sern er 37,300,000 meira en á fjárlögum fyrir yfir- standandi fjárhagsár. New V'ork 13. jan. United Press. — FB. Flugvélin Tradewind kemur ekki í leitirnar. Loftskeyti frá eimskipinu Presi- dent Garfield hermir, aö „Trade wind" hafi dottið i sjóinn tuttugu mílur frá St. M'ichaels eyju, og að öl! skip h.afi verið heðin um að leita. (Siðari fregn frá Azoreeyjum hermir, aö sennilega sé fregnin frá President Garfield röng. Til Azore- cyja hefir ekkert frétst nm afdrif „Tradewind"), London 13. jan. United Press. — FB. Atvinnuleysið í Bretlandi. Atvinnumálará'öuneyti'S tilkynn- ir. að tala atvinnuleysingja hafi p 5. janúar veriö 2.617.770, sem er 25.357 minna en vikuna á und- an, en 1.138.990 mcira en á sáma tíma 1930. Utan af landi. —o— Akureyri, 13. jan. FP>. Út af fregnum um að lil stæði, að leggja niður útbú Út- v.egsbankaus hér samþykti Verslunarmannatélagið svolát- andi ályktun á fjölmennum fun^y gærkveldi: „Iw sem .sú fregn hefir hor- ist liingað, að í ráði sé að leggja niður starfsemi útbús ÚJtvegs- hanka íslands liér á Akureyri, leyfir Verslunarmannafélag Alc- ureyrar sér eindregið að mót- mæla því, að nefnt útbú sé lagt niður. Með stofnun útbús ís- landsbanka hér, runnú spari- sjóður Akureyrar og Sparisjóð- ur Norðuramtsins inn í hank- ann og var sú ráðstöfun vitan- lega gerð í trausti þess, að út- hú frá bankanum héldi áfram starfsemi hér. í öðru lagi er hlutafé það, er s. 1. ár var lofað af Norðlendingum til viðreisnar íslandsbanka lagt fram í trausti þess sérstaklega, að hankinn hefði liér áfram síarfandi útbú. Félagið telur ómetanlegt tjón fyrir Norðurland, ef úthúið yrði lagt niður. Skorar það því á bankaráðið og bankastjórnina að láta útbúið liér starfa áfram og reyna af fremsta megni að auka starfsemi þess, svo ]iað geti koinið að tilætluðum not- um fyrir útveg og verslun.“ Nýafstaðinn fjölmennur sameiginlegur fundur útgerðar- manna og sjómanna mótmælti fastlega ráðgerðri niðurlagn- ingu útbúsins og skoraði á rík- isstjórnina að lilutast til um, að útbúið liéldi áfram starfsemi sinni. Akureyri 13. jan. FB. Báejarstjórn Akúreyrar samþykti á fundi í dag í einu hljóöi tillögu viðvikjandi útbúi Útvegsbanka ís- Iands h.f. Tillagan var nærri því samhljóða tillögu Verslunar- mannafélagsins. Bretland árið sem leið. Kunnur amerískur blaðamaður, sem -skrifað hefir úm helsftt at- hurði í Bretlandi árið sem leift, kemst svo að orði, aö öll árin 1920 tí! 1930 hafi verið dimt yfir Bret- laudi, en svo svart liafi útlitið ver- ift á árinu, sem nú er nýliðiö, að það hafi verið langsamlega versta ár þessa tugar. Hvarvetna, segir þessi blaðamaður, varð þess vart, ; iðnaði, viðskiftum, stjórnmálum og utanríkisniálum, að þetta gamla land er að lierjast við að laga sig eftir hinum nýja tíma. Bretar virðast loks hafa séft, að þeir hafi verið um oí fastheldnir við fornar venjur. Nýir keppi- nautar liafa fleytt rjómann í löndum, þar sem Bretar vortx eitt sinn aft kalla einráðir á markaftin- um. í öðrum löndum hafa iðnað- argpeinir, sem Bretar áður fyrr bygðu á velgengni sína að miklu leyti, verift skipulagðar af nýju Aðrar þjóðir hafa skotiö Bretum aftur fyrir sig. Á méginlandinu liafa verið stofnuð viðskiftasam- hönd . og við stofnunina gengið alveg frarn hjá Bretum. Og jafn- vel í nýlendunum og sjálfstjórnar nýlendunum hafa heyrst mótmæli gegn því, aft Bretum sé í nokkru ívilnað umfram aðrar þjóðir. - En á árinu 1930 tóku hreskir iftju- höldar til að koma betra skipulagi á iðnaðarreksturinn, til Jtess að \erfta samkepnisfærari. A bresk- unytkipasmíðastöðvum er sniíðað- ut meira en helmingur skipastóls ]>ess sem Irætist vift skipastól heimsins á ári hverjtt, efta 55%. fsriðað við smálestatölu. En skipa- smíðastöðvarnar voru orftnar ó J>arflega tnargar. Öflugustu skipa- sntíðastöðvarnar keyptu skipa- smíðastöðvar minni máttar keppi- nauta — og lokuðu þeim. Þeg- ar kolanámulög jafnaðarntanna- stjórnarinnar komust til fram- kvæmda, neyddust námueigendur til -að hefja nokkra endurhóta- starfsemi. Samsteypur i stáliðnað- inum urðu til styrktar Jteim iðn- aði. E11 ]>rátt fyrir, að farið hafði veriö inn á Jtessa braut, fórvt vift- skifti Breta við aðrar Jtjóðir enn minkandi. í fyrsta skifti i sögunni fluttu Þjóðverjar vit meira af vör- um. en Bretar. Frá áramótum til októberloka nam útflutning- ur Breta 2.440.185.720. dollurum. — Útflutningurinn þessa mán- uöi hafði minkað um $ 599.817.050 miðað við sarna tímabil árið 1929. Atvinnuleysistölurnar tala og skýru rnáli um viðskiftaástandið. Atvinnuleysingjar voru á þriðju miljón talsins í árslok eða rneira en miljón fleiri en í árslok 1929. Til Jvess aö geta látið þennan at- vinnuleysingjaher lifa þolanlegu lifi, varð ríkisstjórnin að verja $ 184.850.000 (atvinnuleysistrygg- ingar). Á sama tíma var stórfé varið i ellistyrki og ekknastyrki, í J>eirri von, að yngra fólkið íengi atvinnu gamla fólksins og ekkn- anna. A síðastliðnu ári hófu hlaða- kongarnir og lávarðarnir Beaver- brook og Rothermere baráttu fyr- ir tollvernd. Einkunnarorð þeirra voru: Empire Free Trade. Engir tollmúrar innan Bretaveldis, en tollvernd gagnvart öðrum ríkjum. Nýr flokkur var stofnaður til ]:ess að vinna að þessurn málum og kotn flokkur þessi tveimur frambjóðendum á J)ing' í auka- kosningum. Flokknum varð þó . mikið ágengt í öðru. Stofnun og barátta flokksins varð óbeinlínis til ]>ess, að Stanley Baldwin, leið- togi íhaldsflokksins, neyddist til að taka tollvernd á stefnuskra íhaldsflokksins. Trésmiðafélag Reykjavíknr. Þeir félagsinenn — og ekkjur dáinna félagsmanna sem óska að sækja um styrk úr tryggingarsjóði félagsins, sendi um það skriflega umsókn til formanns félagsins, Ragnars Þór- arinssonar, Bjarnarstíg 7, fyrir 20. janúar þ. á. í alþjóðamálum gætti þess íniklu meira í framkomu Ramsay AíacDonald, að hann var Breti frekar en jafnaðarmaður. Flota- málaráðstefna var haldin í Lon- don á árinu, með nokkurum árangri, en minni en búist hafði verið við. Bandaríkin, Bretland og Japan komu sér saman um að draga lítils liáttar úr vígbúnaði á sjó, og var þannig frá samningum gengið, að Frakkland og Ítalía gæti skrifað undir, ef þessi tvö stórveldi gæti jafnaö ágreining sinn um flotamálin. í Genf hófu bresku fulltrúarn- ir haráttu fyrir almennri afvopn- un, en áhrifa Frakklands, sem krafðist öryggis á undan afvopn- un, gtetti meira, J)VÍ að minsta kosti 12 Evrópuríki fylgja Frökk- um í Jiessupi málum. Bresk alríkisstefna var haldin á árinu, en árangurinn varð sá, að þýðingarmestu nmlunum var sigh i strand. Forsætisráðherrar sjálf- stjórnarnýlcndnanna börðust fyrir tollvernd, til J>ess að auka við- skiftin innan Bretaveldis. Jafnað- armannastjórnin lét þá fara tóm- henta heim, og var Snowden fjár- málaráðherra talinn hafa mestu um ráðið. En ráðgert er að halda nýja ráðstefnu í Ottawa á yfir- standandi ári. Loks var Indlands- ráðstefnan sett. Hver árangúrinn af henni verður, er ekki hægt að segja mikið um að svo stöddu, en segja má, að íramtíð Bretaveldis sc’. undir því komin, að vel rætist úr þeim málúm. Alment er talið. aft skaint niuni ]>ess að bíða, að jafnaðarmanna- stjórnin falli, en ef til nýrra kosn- inga kæmi, verður engu um úrslit- iu spáð. I aðalflokkunum þremur cr sundrung og óeining og öflug óánægja með aðalleiðtoga flokk- anna, Ramsay MacDonald, Stan- ley Baldwin og David Lloyd George. Þeir halda allir velli enn, hvað sem seinna verðúr. Þegar ganila árið kvaddi, voru horfurn- ar i sannleika verri en nokkru sinni: Vinnustöðvun í kolaiðnað- inum og baðmulláriðnaðinúm yfir- vofandi. Og með nýbyrjáða árinu hófst kolaverkfall í South-Wales og vinnustöðvun í háðmullariðn- aðinum, sem getur orðið svo yfir- gripsmikil, að hálf miljón karla og kvenna missi atvinnuna um lengri eða skeinri tíma. A. Líkbpensla. —0— Þaö er nú oröið æði-langt síðati að sést hefir, hér í Reykjavíkurblöð- unum, minst á likbrensluna, sem uni eitt skeið virtist töluvert áhugamál ýrnsra Reykvíkinga, og herra dr. med. Gunnlaugúr Claes- sen skrifaði allitarlega ttni. Hann mun einnig manna mest hafa kynt sér alt sem að líkbrenslu lýtur, og vera málinu kunnugri en flestir að’rir hér. Eg, fyrir mitt leylr, er lík- brennslunni mjög hlyntur og álit það eitt af nauðsynjaniáluni okk- YETRAR í HARALDARBÚÐ hefst í fyrramðlið. Til ]>ess að gela aí'greilt okkár mörgu viðskiftavini sein best, verðnr útsöluvör- unum skií’I i flokka og siðan ákveðnir vöruflokkar seltlir daglega. Þannig verður á inorgun, og föstudag og laugardag, seldur skyndisöluvarningur Af Loftinu: Þar vei'ða seldar allar kvenna- og barna-velrarkápur nieð féikn íniklum afföll- um allt frá 19.00 slk. Kvenkjólar úr ull og silki seldir frá 10.00 stk. Mjög mikið af samkvæmiskjólum selt fyrir hálft verð. Golftreyjur, ullar og silki, frá 5.00. Regnhlífar, mikið úrval á 3.00 stk. Regnfrakkar kvenna með sérstöku tækifærisverði. í Heppabúðinni á að selja alla vetrarl'rakka fyrir litið verð. Sérstakt tækifæri fvrir litla menn og vel sfóra, að fá góðan frakka ódýrt. Feikn mikið af drengja-regnkápum og frökkum frá 9.00 stk. Hermannaregnkápurnar frægu eru komnar aftur og verða seldar á að eins 15.00 stk. Ennfrenuir herra-regnfrakkar. Ath. — I næstu viku heí'st 2. flokkur skyndisölunnar og á sunnudaginn verður auglýst hvaða vörur verði þá seldar skyndisöluverði. Fvlgist vel með og nolið tækifærin. HawUdiM ÝforuMon

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.