Vísir - 19.02.1931, Blaðsíða 2

Vísir - 19.02.1931, Blaðsíða 2
VISIR )) KfeTHM g ÖLSEM (Cli S M J Ö R S A L T, S Ó D I, ,V 1 T 0“ (ræstiduft) og GRÆNSÁPAN þjóðkunna í I2V2 kg. fötum. Símskeyti —o— London 18. febr. • United Press. - FB. Breska stjórnin bíður ósigur í lávarðadeildinni. Stjórnin l>eið ósigur við at- kvfoðagreiðslu i lávarðadeild- inni um skólafrumvárþið, en i því er gert ráð fyrir hækkun skólaskyldualdurs í 15 ár. — Stjórnin segir ekki af sér vegna ósigursins, en sennilega er frumvarpið úr sögunni. Móti frumvarpinu greiddu 1(58 atkvæði, en að eins 22 með. Madrid 18. febr. United Press. - FB. Einváldsstjórn mynduð á Spáni. Stjórnmálaleiðtogar þeir, er ekki hafa snúist á móti kon- ungsvaldinu, hafa verið boðað- ir á fund til þess að ræða um stofnun eiuvaldsstjórnar. Var fundurinn haldinn í hermála- ráðuneytinu og stóð yfir í fjór- ar klukkustundir. Vegna las- leika séndi Berenguer kon- ungi boð um fundinn, en fór ekki sjálfur á fund lians. Sam- kvæmt áreiðanlegum heimild- unf mun hin nýja stjórn, ef stofnun hennar tekst, kalla saman þingið (cortes) til þess að endurskoða stjórnarskrána, en án þess að takmarka vald konungsins, eins og constitu- tionalistar höfðu lagt til. — Talið er líklegt, að i hinni nýju stjóm verði m. a.: Romanones greifi, Bugallal'greifi, Alíiuce- mas, Maura hertogi og senor De la Gierva. Ef Berenguei' íekur ekki forsæti i hinni nýju stjórn, er búist við, að Juan B. Anzar aðmíráll verði foi’seli stjómarinnar. Síðar: Stjórnarmyndun hef- ir tekist. Hefir stjórnin unnið hollustueið. Anzar er forsætis- ráðherra og fyrst um sinn flotamálaráðherra, Romanones utanríkismálaráðherra, Cierva ráðherra opinberra verka, Al- hucemas dómsmálaráðherra, Maura liertogi atvinnumála- ráðherra, Ventosa fjánnála- ráðherra, Berenguer hermála- ráðherra, Hoyos markgreifi innanríkismálaráðherra, Bu- gallal greifi sparnaðarráð- herra. — í liinni nýju stjórn eru frjálslvndir (liberal) stjórnmálamenn og ilialds- menn (conservatives) og cata- lanskir „regionalistar11. Ráð- herrarnir hafa allir lýst sig stuðningsmenn koúungs. Madrid 19. febr. United Press. - FB. Stjórnin er nú fullmynduð. Auk þeirra sem áður eru nefndir, ber að nefna: Gascon Marin, fræðslumálaráðherra, Rivera aðmíráll, flotamálaráð- herra. (Forsætisráðheirann er fyrst um sinn siglingamálaráð- faerra en ekki flotamálaráðli.). Fyrsti fundur hinnar nýju stjórnar verður haldinn í dag. fimtudag, kl. (5 e. 1). London 19. febr. United Press. - FB. Bresk aukakosning. Aukakosning fer fram í dag í East Islington. I kjöri eru: Miss Cazalet (íhalds.), Mrs. Manning (jafn.), Crawford major (frjálsl.) og Critchley lierfylkisforingi (ríkisfl.). — Kosningabaráttan hefir verið afar liörð og orðasennur harð- astar milli frambjóðanda í- haldsflokksins og ríkisfokks- ins. Utan af landi. —o— Akureyri 18. febr. FB. Kappróðrarbátar Mentáskól- ans voru vígðir klukkan hálf þrjú við höfnina og skírðir Kormákur og Hallfreður. Margir viðstaddir. Skólameist- arí flutti ræðu. Kenslumála- ráðherra og skólameistara þakkaðir bátaruir með dynj- andi liúrralirópum. Fagnaður í Mentaskólanum eftir vígluna og þar hlýtt á fróðlega út- varpsræðu kenslumálaráð- herra. Frá Alþingi í g æ r. —o— Efri deild. Þar voru tvö mál á dagskrá. Frv. til stjórnarskipunarlaga um breyting á stjórnarskrá konungsríkisins íslands, 18. maí 1920. Með frv. þcssu er farið fram á að gera tvær breytingar á stjórnarskránni. Er sú fyrri um afnám landkjörsins þar sem ætlast er til að umboð núver- andi landskjörinna þingmanna falli niður að loknu reglulegu Alþingi 1932, En hin breytingin er sú, að aldurstakmark kosn- ingaréttar og kjörgengis færist niður í 21 árs aldur. Forsætisráðherra mælti nokk- ur orð fvrír frv. og gat. þess að báðar þessar breytingar héfðu verið í því frv. fil breytingar á stjórnarskránni, sem felt hefði verið i efri deild 1927. í því frv. hefði einnig verið 3. breytingin, um þinghald annaðhvert ár, og hann verið því fylgjandi ])á. En þann tíma sem hann liefði verið í stjórninni, hefði hann sannfærst um, að óheppilegt mundi vera að breyta frá þvi, sem nú er, að Alþingi komi saman á hverju ári. .Tóni Baldvinssyni þóttu breyt- ingar þessar litilfjörlegar. Úr því nð afnema ætti landkjörið, hefði átt að gera Alþingi að einni málstofu. Að hafa 2 deild- ir, væri ekkert annað en svika- mylla, til þess að hrekja málin á milli deilda og drepa þau. Annars var Jón all Jningorður i garð stjórnarinnar fyrir það, að hafa ekki tekið u]>p í frv., að þeir sem þegið hafa sveitar- VeloX'Undrapotturlnn Við það að nota Yelox-gufu- suðupottinn spara menn 80% i gasi eða öðru eldsneyti, og þess utan mikinn tíma, sem annars fer til eldamensku. Hér fer á eftir vottorð frá læknisfrú Kristínu Gúðmundsdóttur, sem sjálf hefir keypt og notað Vel- ox-gufusuðupottinn: „Mér undirritaðri er ljúft að votta, að gufusuðupóttur, er eg hcfi fengið í verslun B. H. Bjarnason, hefir revnst ágæt- lega. ■ Reykjavik, 13. deS. l93Ö. Kristín Guðmun(Lsdöttir.“ Sign. Velox-gufusuðupotttarnir fást í VERSL. B. H. BJARNASON. styrk skuli einnig liafa kosn- ingarrétt. Fleiri tóku ekki til máls. Var frv. svo að till. fórsrh. vísað til sérstakrar nefndar — stjórnar- skrámefndar, sem þá var kos- in, og eiga sæti í henni: J. Þorl., Jóli. Jóh., Jón Jónss., Páll Her- manss. og Jón Bald. Síðara málið á dagskrá var till. sú um dýrtíðaruppbót á laun embættismanna, sem getið var um í gær, og var samþ. að um hana skuli hafðar tvær umr. Neðri deild. Þar voru 5 ’stjórnarfr. á dag- skrá til 1. umr. og ein til þings- ályktunar. 1. Fjáraukalög fyrir árið 1929.4—Með þeim cr farið fram á, að til viðbótar við þau gjöld sem talin eru í f járlögum árið 1929 verði veittar kr. 2,128,758,- 39, og er þegar búið að eyða þeirri fúlgu. Helstu liðirnir eru þetta: Ráðuneytið o. fl., tæp 57 þús. kr., Hagstofan rúm 10 þús., Dómgæsla og lögreglustjórn rúm 214 þús. kr., sameiginleg- ur kostnaður við embættis- rekstur rúmar 152 þús. kr., til læknaskii>unar og heilbrigðis- mála h. u. b. 160 þús. kr., til samgöngumála rúml. 911 þús. kr. (þar af til vegamála 587,586,95),'til kenslumála tæp 236 þús. kr., til vísinda og bók- menta rúm 21 þús. kr., til verk- legra fjrirlækja tæpar 45 þús. kr., og ýmislegt fleira, sem ekki verður hér talið. 2. Frv. til laga urn samþ. á landsreikningnum fyrir árið 1929. Fyrir báðum þessum frv. inælti fjármálaráðh. nokk- ur orð og var ]>eim að umr. lokinni vísað lil 2. umr. og fjárhagsn. 3. Frv. um bókasöfn presta- kalla. Segir svo í 2. gr. frv.: „f bókasöfn prestakalla má einungis kauj>a bækur guð- fræðilegs og andlegs efnis, vandaðar fræðibækur al- menns efnis og úrvals skáldrit.“ Þriggja manna nefnd á að sjá um útvegun þessara bóka og heitir hún „bókanefnd presta- kalla“. Skul 2 af þeim vera guð- fræðingar og kosnir af „syno- OH BOY BESTA TUGGU GÚMMÍIÐ Fæst hvarvetna. — Pakkinn 25 aura dus“ til 3 ára i seun, en þriðja manninn lil jafnlangs tíma skipar dóms- og kirkjumála- ráðuneytíð, og á það að vera „maður, sem sérstaklega er kunnur að smckkvisi og þekk- ingu á almeimum bókmentiun“. Til bókakaupanna má verja alt að 10 þús. kr. á ári úr ríkis- sjóði, gegn-J4 annarstaðar frá. Bókasafn hvers pi-estakalls skal geymt þar sem prestur situr, og er það i ábyrgð hans; er prest- uin leyft að lána sóknarbörn- um sínum bækur úr bókasafn- inu. 4. Frv. um embættiskóstnað sóknarpresta og aukaverk þeirra. Með frv, þessu er sóknarprestum ætlað að „fá greiddan ferða- og skrifstofu- kostnað embættis síns, með 500 eða 700 kr. hver, og fer upp- hæðin eftir stærð prestakalla, erfiðleikum og kostnaði við þjónustu þeirra.“ E11 fyrir auka- verk eiga prestar að fá þóknun eftir gjaldskrá, er ráðuneytið setur til 10 ára í senn. 5, Frv. til laga um kirkjur. — Er þetta allmikill lagabálk- ur í 4 köflum og 31 gr. og fjall- ar um byggingu kirkna, með- ferð þeirra og viðhald o. m. fl. sem oflangt yrði upp að telja. Dómsmrh. fylgdi öllum þess- um frv. úr lilaði með fáeinum orðuin. Gat þess<, sem raunar var flestum kunnugt áður, að öll þessi frv. væru samin af k irk j umálanéf nd ]>eirri, sem setið hefir á rökstólum undan- farið, og að þau hefðu verið borin franx i Ed. i fyrra, en ekki fyr en undir ]>inglok og dagað því uppi. Um frv. sjálfl urðu engar umr. og var þeim vísað til 2. umr. og nefnda. (Bókasafnsfrv. til mentmn., frw unx embættis- kostnað til f járliagsn. og kirkju- frv. lil allshn.). En ]>egar dómsmrli. hafði gert grein fyr- ir síðasla frv. reis Héðinn upp og vítti stjórnina fyrir að hafa ekki senl þingmönnum stjórn- arfrv. áður en þing kom sam- an svo þeir liefðu getað kj-nt sér þau. Ut af þessu liófust hörkuumr. og var gefið í skyn að stjórnin mundi liafa laumað frv. út til flokksmanna sinna fyrir ]>ing, en ráðherrarnir Jón- as og Tryggvi báru á móti því. Þóttust surnir þm. muna það, að fyrverandi stjórnir hefðu seni mörg af frv. sínum til þm. fyrir þing, en Jónas neitaði því, að liann hefði, ]>au ár, sem hann átti sæti á þingi, áður en Fram- sóknarflokkurinn komst til valda, séð nokkurt stjfrv. fyr en á þing kom. Lárus Helgason og Hannes Jónsson vottuðu ]>að, að livor- ugur liefði séð frv. fvr en hér í Reykjavík, og lét Hannes þá ósk í ljós að stjórnin tæki upp hjá sér að senda þm. frv. svo snemma, að þeim gæfist kostur á að ræða um þau við kjósend- ur sína heima í liéraði. Jóh. Jós. hélt því fram, að í tíð fyrv. stjómar hefði það verið venja að senda þm. st jfrv. Sá kaupir best sem skiftir við Verslnn B. H. Bjarnason Aðalstrætl 7. Járnyörur — Bvggingarvör- ur — Smíðatól og hverskonar Eldhús- og Búsáhöld. — Alt að eins fyrstá flokks vörur, selur enginn jafnódýrt, sem yerslun undirritaðs, t. d. Gilletterakvéi- ar frá kr. 1,65, Slípivélar fyrir rakvélablöð á 7,00, Þaksaum. galv. 7,50 pr. þús. Skaraxir, 3ábyrgð verksm. límd á hyerja öxi, á kr. 4,00, Spear & j Jacksons bútsagir eru bestar. 26 þml. lengdir frá 7,50—18,50 Aluminium kaffikönnur, mesta prýði á hverju heimili, 8 bollar á 4,95. Alum. Potta allar stærð- ir og gerðir, að sama skapi ó- dýrir. Éndurbættar Graetzvélai’ á 12 kr. Tauvindur með kúlu- legum kr. 30,50, Taurullur, aS sama skapi ódýrar, Tauvind#r, án hnattlegu: „Ideal“, 33 sm. valslengdir á 19,50. Aths. Rakið yður sjálfir og notið rakvélablaðið „Eclipse“ sem ekki á sinn líka. ' Afgreiðum pantanir allar samstundis gegn póstkröfu, hvert á land sem er. B. H. BJARNASON. áður en þeir fóni til þings, þ. e. a. s. þau frv., sem voru svo snemma tilbúin að liægt vár að senda ]>au, en Jónas neitaði því og nefndi m. a. rikislögreglu- fn\, sem Jón Magnússon hefði verið að pukrast nxeð hér á þingi. Þótti Jóh. óþarft af dóms-j mrh. að tala liáðslega um rík- islögreglu, þegar vitað væri að sjálfur dómsmrh. væri svo hræddur orðinn við fósthræður sína „boIsana“, að liann hefði -fengið bæði ríkislögreglu og aðra til þess að verja sig fyrir iiiiiiiiiiiiiiiiiiiamiiiiiiiiiiiimmi sossöOöcso?>cöoooöcðc>oeaooQco Skyndisalan Ef þér þurfið að kaupa LÖK eða K O D A V E R. þá notið tækifæríð. Lökin eru iir ágætu efni, 21/4 nitr. á lengd, kosluðu áður 7,90 en nú 4,00 stk. KODDAVER, 50x70 cm. á stærð, 0,90 stk. KODDAVER, 40x65, kosta aðeins 0,50. Alt annað eftir ]>essu. cscysftoonononoooiinoooooooosK X

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.