Vísir - 28.02.1931, Page 2

Vísir - 28.02.1931, Page 2
V I S l H Fóðupbœtip og hænsnafóður: Maís, Maísmjöl, Ódýpt rúgmjöl, Rúghrat, Hveitilirat, Blandaö hænsnafóöur, Hafrar, Haframjöl, Gular baunir. 88 88 88 æ 88 8WASTIKA CIGARETTUR fást hvarYetna - 20 stk. 1,00. 88 88 Símskeyti —o— Khöfn 27. febr. (Mótt. 28.) United Press. FB. Verkbann yfirvofandi í Danmörku. Félög' ýmsra danskra at- vinnurekenda, liafa gefið út til- kynningu um verkbann frá 9. mars að telja. Orsökin er á- greiningur um launakjör. Ef af verkbanninu verður, missa 50.- (XK) verkamenn i járn, málm, timbur og feiri iðngreinum at- vinnu sína um stundarsakir. — Tilraun til að miðla málum mun verða gerð af sáttasemj- ara rikisins. Berlín, 27. febr. United Press. - FB. Trotsky sjúkur. Samkvæmt áreiðanlegri fregn liggur Trotskv þungt haldinn í Prinkipo. Moskva, 27. febr. United Press. - FB. Nýjar ofsóknir. Ákærandi hins opinbera hefir ákært 11 „menshevista“ fyrir að Iiafa með leynd unnið gegn hagsmunum ríkisins með það fyrir augum, að erlend riki fengi ástæðu til ihlutunar. — Flestir liinna ákærðu eru hátt settir umboðsmenn stjórnar- innar. — Réttarhöldin hefjast þ. 1 mars og er búist við, að þau verði enn sögúlegri en réttar- Iiöldin, þegar verkfræðingarnir voru leiddir fyrir rétt fyrir svip- aðar ákærur. Utan af landi. Flateyri, 27. febr. FB. Súgfirðingar og Önfirðingar ætla að verjast inflúensu fyrst um sinn. Er þar því samgöngu- hann. Óskar Finarsson. Frá Alþingi í g æ r. —o—. Efri deild. Frv. Erlings og Jóns Bald- vinssonar um f'orkaupsrétt kaupstaða og kauptúna á hafn- ar mannvirkjum var til 1. umr. í efri deild i gær. Fr með því heimilað hæjarstjórnuin (hreppsstjórnum í kaupstöðum, sem eru sérstakt bæjarfélag) að gera samþykt um það, að áskilja bæjarfélaginu forkaups- rétt á hafnarmannvirkjum, lóð- um þeim, er að sjó liggja, og á lóðum og löndum innan lög- sagnarumdæmisins, svo og öðr- um fasteignum, sem hæjar- stjóm telur nauðsyn að tryggja bæjarfélaginu forkaupsrétt á. Sama gildir um forleigurétt. Þetta frv. hefir verið flutt síðustu árin, en ýmist verið drepið, eða það hefir dagað uppi. Frlingur mælti fyrir því nokkur orð, og var því vis- að til allsherjarnefndar. Neðri deild. í gær messaði Haraldur einn i neðri deild. Voru á dag- skránni þrjú skattafnunvörp, sem liann flytur. Talaði hann i hálfa aðra klukkustund fyrir þeim, og tók enginn annar til máls. Eitt l'rumvarpið er um tekju- og eignarskatt, annað um fasteignarskatt, og hið þriðja um tolllækkun á kaffi og kaffi- bæti, sykri og sýrópi. Vill hann, eins og kunnugt er, auka mjög hina heinu skatta. Gerir hann ráð fyrir, að ef frumv. lians ná fram að ganga, muni tekju- og eignarskattur hækka um lið- lega 1 milj. kr. á ári og i'ast- eignarskattur um 600 þús. kr. að minsta kosti. Vill Haraldur svo lækka nauðsynjavöru-toll- ana um sömu upphæð og þess- ar lækkanir nema. Þegar Haraldur Iiafði lokið sínu máli, var frv. þremur yís- að til fjárhagsnefndar, en þar fengu þau væran blund í fyrra. Ný þingmál. Nokkur ný frumvörp eru komin fram, og eru meðal jjeirra þessi: 1. Frv. til laga um verðfest- ingu pappírsgjaldeyris. Flutn- ingsmenn Jón Þorláksson og Björn Kristjánsson. Fr frv. á þessa leið: 1. gr. Svo fljótt, sem við verð- ur komið, og eigi síðar en 1. júlí 1932, skal Landsbanki ís- lands gefa úi og setja í iimferð gullgilda, innleysanlega seðla samkvæmt ákvæðum 3. -12. gr. laga nr. 10, 15. april 1928, um Landsbanka íslands. Seðlar þessir sknlu að útliti vera greinilega frábrugðnir þeim seðlum, sem nú eru í umferð. 2. gr. Meðan núverandi seðlar Landsbankans og ríkissjóðs og seðlar íslandsbanka eru í um- ferð, skal gildi þeirra gagnvart gulli og gullgildum seðlum vera þannig, að 100 kr. í þessum seðlum,, sem nefnast íslenskar pappírskrónur, jafngildi 82 kr. i gullgildum seðlum og gull- mynt. Fftir 31. des. 1935 skulu ]>essir seðlar ekki lengur vera löglegur gjaldeyrir manna í milli eða í opinber gjöld, en bankarnir skulu þó enn um 2 ár vera skyldir að innleysa seðla, sem framvísað verður, eftir reglum, sem fjármálaráð- herra setur. 3: gr. Allar kröfur, skuldir og skuldbindingar, sem taldar eru í krónutali og stofnaðar eru eða stofnaðar verða á timabilinu 7. ágúst 1914 til 1. jan. 1934, skulu lúkast i íslenskum pappírskrón- um. Eftir að seðlar samkv. 1 gr. eru komnir í umferð, skal greið- anda ávalt heimilt að inna greiðsluna alla eða nokkurn hluta hennar af hendi i gull- gildum krónum, eftir því hlut- falli, að hverjar 82 gullkrónur jafngildi 100 kr. af Jæirri upp- hæð, sem greiða ber í pappírs- krónum. Á sama liátt skulu allar fram- lialdandi greiðslur, sem taldar eru í krónum, svo sem land- skuldir, liúsaleiga, vextir, kaup- gjald, iðgjöld og því um líkt, svo og skattar og gjöld til op- inberra þari'a, lúkast í íslensk- um pappírskrónum, eða jafn- gildi Jæirra í gullkrónum sam- kvæmt framansögðu, til árs- loka 1933. 4. gr. Frá ársbyrjun 1934 skulu allar greiðslur þær, sem ræðir um í .3. gr., umreiknað- ar i gullgildar krónur með lækkaðri krónutölu eftir hlut- fallinu 82 : 100. Frá sama tíma skulu allar verslanir verðleggja vörur sínar i gullgildum krón- um, og ríkissjóður inna af hendi launagreiðslur i gullgild- um krónuni, og skulu allar upp- hæðir þessar lækka að krónu- taii eftir hlutfallinu 82 : 100 frá því, sem vera mundi á sama tíma, ef greitt væri í pappírs- krónum. 5. gr. Með konunglegri til- skipun má kveða nánar á um það, liverjar krdfur og skuldir skuli undanþegnar ákvæðum 3. og' 4. gr. af þeirri ástæðu, að ])ær eru stofnaðar fyrir 7. ág. 1914. 6. gr. Meðan núverandi seðlar Landshankans og seðlar ís- landshanka eru í umferð og eru löglegur gjaldeyrir, skal háð- um hönkunum skylt að inn- leysa þá með gullmynt eða gull- gildum seðlíim, ef liandhafi óskar, þannig að 82 kr. i gull- mynt eða gullgildum seðlum séu greiddar fyrir hverjar 100 kr. í núverandi seðlum. Nánari reglur um þessa 'innlausnar- skyldu getur ráðherra sett. 7. gr. Með konunglegri til- skipun má setja ákvæði um skiftimynt, svo sem þarf vegna framkvæmdar þessara laga. 8. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Greinargerð. — Frv. þetta er að mestu samhljóða frv. með sömti fyrirsögn, sem þingmenn úr Sjálfstæðisflokknum hafa flutt í nd. á þingum 1929 og 1930. Frestir eru færðir aftur um 2 ár frá. hinu upphaflega frv., og ldutfallið milli pappírs- króna og gullkróna er sett 82 : 100, í stað 81,70 í liinum fyrri frv. Er ])á miðað við ])að. að gullgikli sterlingspunds er 18,1595 gullkrónur, en sölu- gengi sterlingspunds sem næst 22,15 pappírskrónur. Eftir þessu vrði hlutfallið, nákvsém- lega reiknað, 81,984 gullkr. móti 100 pappírskrónum, og þykir þá einsætt að velja lieldur heilu töluna 82, er samsvarar gengi 22 kr. 14VV ey. á gullgildu sterlingspundi. Við flutningsmenn teljum þá úrlausn gengismálsins, sem í frv. felst, þá tiltækilegusfu, eft- ir því, sem nú er komið. Gengi pappiskrónunnar hefir nú verið óbreytt i 5y2 ár, og eftir svo langan Hma mundi það vera óeðlilcgt og óhagkvæmt að stofna til breytinga á ])essu gengi. Hinsvegar teljum við nauðsvnlegt, vegna seinni tíma, að viðurkenna gullgildi á þeim skuldum og kröfum, sem stofn- aðar eru fyrir slríð, þ. e. áður en gullinnlausnarskyldunni var létt af seðlabankanum. Ef þessar gömlu kröfur verða feldar í gildi með löggjöf, t. d. með myntlagabreytingu, er altaf hætt við, að sú trú rótfestist, að eigi sé óhætt að geyma inn- stífcðufé hér á landi, það verði „stýft“ eða felt í gildi næst þeg- ar styrjaldarkreppu eða aðra á- móta kreppu her að höndum. En undii-staða allra þeirra framfara í landinu, sem byggj- ast á notkun lánsfjár, er sú, að menn vilji eiga hér innstæðufé á vöxtum, 'en telji sig ekki knúða til að forða þvi frá yfir- vofandi „stýfingu" hér og flytji það til útlanda. 2. Frv. til laga um rekstrar- lánafélög fyrir bátaútveg og smáiðju. Flutningsmenn eru 7 sjálfstæðismenn í neðri deild. 3. Frv. til ábúðarlaga. 4. Frv. til laga um ágang bú- fjár. Flutningsmenn þessai’a tveggja frv. eru Jörundur og Bernharð. 5. Frv. til laga um byggingu fyrir Háskóla íslands (stjfrv). Mun þessara hiála getið nári- ara síðar. J árnbrauíin. —o-— Þingmenn okkar „láglend- inga“ á kreiki. ——r Sljórnin liefir, sem kunnugt er, lagl fyrir Alþingi „Frum- varp til laga um nýjan veg frá Lækjarbotnum í Mosfellssveit austur i Ölfus“. Hefir vega- málastjöri samið frumvarpið og rilað með þvi ítartéga grein- argerð. Með frumvarpi þessu, ef að lögum verður, má gera ráð fyrir, að „járnbrautar- <lraugurinn“ sé kveðinn niður að fullu og öllu. Fn hann hef- ir nú verið á kreiki árum sam- an og nærst við brjóst liinna skammsýnustu manna. í grejnargerð Vegamálastjóra segir svo meðai annars: „Síðan gerður var síðast (1926) samanburður á járn- braut og fullkomnum akvegi til Ölfusár, liafa komið fram mikl- ar breytingar, er álirif hafa á þennan samanburð. Umferðin á veginum allan meginhluta ársins, þann tíma allan, er veg- urinn liefir verið fær bifreiðum, hefir farið mjög vaxandi, en vetrarumferðin er enn tiltölu- lega lítil, jafnvel þó að vegur- inn sé auður, sérstaklega eru afurðallutiiingarnir að austan enn tiltölulega litlir. Árið 1927 voru bifreiðir liér sunnanlands 461, en 1. júlí ’30 voru þær örðnar 1008, og hafa þvi meir en tvöfaldast á þess- um 3 árum. Eldri skýrslur hefi ég ekki til samanburðar. Mestur munurinn liggur þó i því, hve flutningsgjöld öll með bifreiðum hafa lækkað og veld- ur þvi einkum sú ástæða, að bæði bifreiðir og allt, sem þarf til rekstrar þeina, hefir lækk- að mjög í verði og' er jafnframl orðið miklu haldbetra; á það sérstaklega við bæði um sjálfaí bifreiðirnar og gúmmí til þeirra, en einnig bensínið hefir lækkað til muna. Þá cru og vöruflutn- ingahifreiðir orðnar stærri, svo þær flytja miklu meiri þunga en áður. Er nú svo komið, að lifandi fé og stórgripir er ná- lega allt flutt til Reykjavíkur á bifreiðum. Hala þvi öll flutn- ingsgjöld lækkað mikið, jafn- vel fyllilega vum helming, og eru nú riálega komin niður í það verð, ef flutningur er háð- ar leiðir, sem áætlað var með jámbraut, 20 kr. fyrir 1000 kg. milli Reykjavíkur og Ölfusár. Hafa jafnvel stundum fengisf fluttar vörur fvrir lægra verð en þetta.“......Fargjöld fyr- ir fólk eru komin langt niður úr því verði, sem áætlað var með járnbraut. Þannig var far- gjald í lokaðri, þægilegri hifreið 1930 milli Reykjavíkur og ÖI- fusár 5 kr., en var áætlað kr. 6.70 með jámhraut .... “ „Jafnframt er nú orðið miklu Jiægilegra en var, jafnvel fyrir 5 áruni, að íerðast í bifreiðmn; þær eru orðnar bæði rýmri, hlýrri og mýkri og öruggari i akstri, svo fara þær méð miklu meiri liraða nú en fyr. Fru því jafnaðarlega að eins IV2—2 lclst. niilli Reykjavikur og Öl- fusár, sem áætlað var að járn- hrautarlest færi á 2VÍ: klst. Jafnframl hefir reynslan sannað það í nálægum löndum, að tilgangslaust er að heita nokkurri þvingun til að tryggja jámbrautum flutninga í sam- kepni við bifreiðir. Hinsyegar hefir viðast verið tekið það ráð, að leggja allríflegan skatt á bifreiðir til þess að fá nokkuð upp i viðliald og umhætur veg- anna og liefir það hvarveína gefist injög vel. í þeirri samkepni, sem und- anfarið hefir verið liáð, og enu er mjög harðvitug milli bif- reiða og járnbrauta, hefir sætt furðu, hve lækkáð liefir llutn- ingskostnaður með hifreiðuin og vérður að játa það, að þajr hafa viðast unnið á í samkepn- inni, sérstaklega á vegalengd- um innan við 100 km., og það mikið.“ Því næst skýrir vegamála- stjóri frá þvi, að reksturskostn- aður járnbrauta liafi að vísu lækkað, einkum vegna hetra fyrirkomulags, en reksturs- kostnaður járnbrautar hér muni ekki geta lækkað að sania skapi, því að liér hafi verið „miðað við mjög einfaldan og sparan rekstur á öllum siáð- um.“ „Má því ekld áætla rekstrar- kostnað jámbrautar neitt svip- að sem í hlutfalli við þá lækkttö, sem orðin er nú þegar með hif- reiðum.“

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.