Vísir - 08.04.1931, Blaðsíða 2

Vísir - 08.04.1931, Blaðsíða 2
VISIK Fyrirliggjandi frá MACONOCHIE BROS LTD. SULTUTAU: Jarðarberjasultutau „Radion Brand“. ----- „Ormon Brand“. Blandað ávaxtasultutau „Radion Brand“. ------------ „Ormon Brand“. Appeisínusultutau í 1 Jb. & 2 lb. og 7 ib. dnk. Símskeyti —o--- Chicago 7. apr. Mótt. 8. apr. United Press — FB. Borgarstjórakosning í Chicago. Borgarstjórakosning fór l'ram i Chicago í dag. Varð mikil að- sókn að kjörslöðum undir eins og opnað var. Núverandi borg- arstjóri, „stóri Bill Thompson“, og lið lians leggur mikið kapp á að hann verði endurkosinn, en gagnframbjóðandi Thomp- sons, Anton Chermak, sem er bæheimskur innflytjandi og er studdur af demokrötum i kosn- ingunni, er talinn hafa góða von um að bera sigur úr být- um, vegna þess, að menn gera sér vonir um, að lionurn muni auðnast að bæla niður glæpa- öldina í borginni. Nokkurar skærur hafa orðið, þar sem upp komst um að svik voru höfð í frammi. Starfs- mennirnir á einum kjörstaðn- um voru allir handteknir fvrir svik og aðrir settir í þeirra stað. Síðar: Aðeins fullnaðarúrsht ókunn. Cermak hlaut 004,000 atkv., Thompson 438,000. Thompson hefir látið svo um mælt, að Chicagobúar hafi lát- ið vilja sinn skýrt i ljós og ósk- aði Cermak til hamingju. Enn síðar: Fullnaðarurslit, samkvæmt opinberri tilkynn- ingu: Cermak 067,500. Thomp- son 475,600. Berlín 7. apríl. United Prcss. - FB. Stjórnmálafundur þýskra og breskra ráðherra. Samkomulag hefir náðst um það, að Briining kanslari og Curtius utanríkismálaráðherra komi til fundar við MacDon- ald, forsætisráðlierra Bret- lands, á sveitasetri hans i maí- mánuði, sennilega i hyrjun mánaðarins. — Opinberar til- kynningar hafa ekki verið birtar um þelta, en ætlað er að rætt verði á fundinum um af- vopnunarmálin og skaðaltóta- málin. London 7. april. United Press. - FB. Veikindi Bretakonungs. Tilkynning frá Windsor kastala liermir, að Bretakon- ungur liggi í slæmri hálsbólgu, en um hægfara bata sé að ræða. London, i april. FB. Húsnæðismál Breta. Allmikið hefir verið ritað um húsabyggingar í Bretlandi, sem reistar hafa verið á undanförn- um árum. Og því er ekki að leyna, að umkvartanir hafa komið fram þess efnis, að ekki sé unnið nógu kappsamlega að húsabyggingum i landinu. En sannleikurinn er þó sá,að þaðer stefnt bratt að þvi marki, að all- ir ibúar landsins fái góð húsa- kynni. Samkvæmt nýlega birt- um skýrslum „Commissioners of Inland Revenue“ er mikið unnið að húsabyggingum um land alt. Kringum London eru smábæir að mvndast hvervetna að heita mó. En það er síður en svo, að aðeins sé mikið unnið að húsabyggingum i nánd við London og aðrar stórborgir í landinu. bað er almenl mikið bygt um land alt. Á undanförn- um 4 árum hefir liðlega miljón nýrra bygginga verið komið upp eða einni á hverja 40 ibúa í landinu. Ný hús, íbúðarstórhýsi, versl- unarhús, leikliús og kvikmynda- leikhús, skrifstofubyggingar og verksmiðjur er verið að smiða svo nemur ca. 250,000 á ári, en árlegt verðmæti þessara ný- bygginga var metið s. 1. ár, með tilliti til tekjuskatts, yfir 9 mil- jónir sterlpd.. Ef nákvæmlega er talið upp hverskonar nýbygg- ingar voru reistar á undanförn- um árum verður útkoman þessi: 205,842 fjölskylduhús voru bygð, 7,813 verslunarbúð- ir, 920 skemtistaðir (leikhús, kvikm.Ieikhús etc.), 274 gisti- hús og gildaskálar, 23,697 verk- smiðjur og vöruskemmur og 393 skólar og sjiítalar. — Hefir jiegar verið bætt úr brýnustu þörf, að þvi er húsnæðisskort snertir, og má því búast við að bráðlega fari eitthvað að draga úr húsabyggingum. (Ur blaða- tilk. Bretlandsstjórnar). London, í april. FB. Bókaútgáfa Breta. Nýjar bækur, sem út eru gefnar í Bretlandi, koma aðal- lega út vor og haust. Sumar- mánuðina og frá því í nóvem- ber og til marsbyrjunar, koma tiltölulega fáar bækur út. Síð- astliðið haust komu fleiri bækur út en nokkuru sinni í Bret- landi, en bókasalan var dauf. Enda þótt bresk útgáfufélög hafi ekki beðið ncinn linekki, sein jafnað verði til þeirra erf- iðleika, sem aðrar atvinnu- greinir eiga við að stríða vegna heimskreppunnar, þá hefir þó krcjipan skapað þeim nokkura erfiðleika. Bókaútgáfa verður þ.ví með minna móti í vor, en hinsvegar er búist við að út- gáfuvalið verði mun betra en oftasl áður vorútgáfutimann. Kom jiað þegar í ljós, er yorút- gáfutiminn í ár hófst snemma í mars. A meðal nýrra bóka má nefna „The World Crisis 1914— 1918“, eftir Mr. Winston Churc- hill. Tvær bækur aðrar hafa vakið alveg sérstaka eftirtekt, „If“, safn ritgerða eftir ellefu núlifandi höfunda, og eru átta þeirra enskir, og loks „Great English Short Stories“. Smá- sagnasafn jietta er 1000 b!s. og mjög ódýrt (8,0 d.) og inniheid- ur margar bestu smásögur enskra bókmenta frá 16. öld til vorra daga. (Or blaðatilk. Bret- landsst jórnar). Nýkomið: Margskonar búsáhöld, þ. á. m. 4 gerðir af Búrvogum á kr. 3,65—4,80. Baðvogir, ómissandi á hverju heimili, burðarmagn 125 kg. á kr. 23,00. — Vog þessi er fyrirferðalítil, fögur útlits, sterk og af nýjustu gerð. — Record- og Ideal- Tauvindurn- ar óviðjafnanlegu, Taurullurn- ar alkunnu, tvær stærðir o. m. m. m. fl. — Hvað sem hver seg- ir, þá gera menn ávalt bestu kaupin í verslun undirritaðs, sem vissra ástæðna vegna, nær ávalt bestu innkaupum. B. H. BJARNASON. álið. I. Framsókn — íhald. Eitthvert merkilegasta mál- ið, sem nú er til meðferðar á Alþingi, er vafalaust frum- varpið um virkjun Sogsins. Það miðar ekki að eins að því, að fullnægja þörf Reykjavíkur fyrir rafmagn og skapa bæjar- búum skilyrði til þess, að auka og bæta atvinnuvegi sína. held- ur er einnig með þvi stigið fyrsta sporið til þess að veita rafmagni út um bygðir lands- ins, þannig að fjöldi sveitabýla, kaujitúna og sjávarþorpa, sem annars ættu þess engan kost, geti fengið rafmagn til lýsing- ar, hitunar og annara þarfa. — Fyrsta sjiorið til þess að fá nokkra reynslu um það, hverj- ir möguleikar kunni að vera á þvi, að landsbúar alment, bæði til sjávar og sveita, geti orðið aðnjólandi hinna undursam- lcgu þæginda, sem rafmagnið veitir. Það mætti nú ætla, að þingið væri nú nokkurnveginn sam- huga um, að lirinda þessu nytjamáli í framkvæntd. En það er nú síður en að svo sé. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma, j)á ntun jtað jafnvel vera mjög vafasamt, að málið nái frani að ganga á jtessu þingi. Þegar við fyrstu umræðu málsins risu allir ráðherrarnir á rnóti því, og i almæli er, að sá stjórnmálaflokkurinn, sem kennir sig við [vamsókn, muni bindast samtökum um að hefla framgang ntálsins. — Það er nú ekki trútt um, að jtað sé einhver kaldhæðni í því, að svo skuli atvikast, að einmitt þeir mennirnir i þinginu, sem kalla sig framsóknarmenn, skuli verða til jiess að berjast á móti slíku máli, og að sá flokkurinn, sem andstæðingarnir kenna við íhald, skuli beitast fyrir jtví. — Virðist svo sem þá sé öllu öf- ugt snúið. Framsóknarmenn láta liátt unt það, að þeir trúi á framtið landbúnaðarins, að Jieir einir vilji af fullri alvöru hlynna að sveitabúskapnum. —- En með hverju verður betur lilynt að jieiin, sem. i sveitunum búa, en með jiví að veita til þeirra raf- magni og gera þeim kost á, að notfæra sér það til allra lieim- ilisjiarfa og ef til vill til miklu víðtækari nota, svo sem til hey- þurkunar. Látum svo vera, að þeir hinir trúarsterku á fram- tíð landbúnaðarins, séu vantrú- aðir á það, að landbúnaðurinn geti risið undir kostnaðinum af rafveitunum út um sveitirnar. Er jiað ekki, jirátt fyrir jiað, jiess vert, að gerð sé tilraun um Jiað, einmitt í sambandi við fyrirhugaða virkjun fyrir Reykjavík, sem áreiðanlega skapar alveg sérstaka aðstöðu fyrir nærliggjandi sveitir, til að gera slikar tilraunir áhættulít- ið eða áhættulaust? — Um það blandast mönnum nú sjálfsagt alls ekki hugur. En „framsókn- ar“-mennirnir virðast einblína á það, að Sogsvirkj unin sé fyx*st og fremst hagsmunamál Reykjavíkur, rafmagnið frá Soginu komi ekki fyrst til sveitanna, eins og einn þing- maðurinn orðaði það, lieldur til Reykjavikur. En hagsmun- ir Reykjavikur eru ekki hags- munir landsins, segja „fram- sóknar“-mennirnir okkar, sem ekkert sjá út fyrir hinn allra þrengsta sjóndeildarhring hrejijia- og flokks-pólitíkur- innar. Kosningar eru fyrir dvrum. Foringjar framsóknarflokksins búast til þess að hagnýta sér hvert vopn sem þeir geta hönd á fest, í kosningabaráttunni. Þeir þykjast eiga lítilla liags- niuna að gæta í næstu nær- sveitum Reykjavíkur. í Reykja- vík, Hafnarfirði, Gullbringu- og Kjósarsýslu og Borgarfjarð- arsýslu eiga þeir enga von í jiingsætum. í Árnessýslu mætti ætla, að jieir tefldu tveimur jiingsætum i liættu, með jivi að beitast gegn Sogsvirkjuninni. En á jiað mun trejrst, að það kjördæmi sé svo örugt, að á það sé liættandi, en í annan stað á að halda því að Ámes- ingum, að þeir megi ekkert missa af rafmagninu úr Sog- inu út úr sýslunni! — Svo mjög' trúa þeir á þröngsýni og skammsýni kjósenda sinna, „framsóknar“-menn þessa lands. — Þeir trúa því ekki að eins, að íbúar fjarlægra hér- aða, vestan-, norðan- og aust- anlands sjái ofsjónum yfir því, að nokkrar sveitir hér sunnan- lands, sem að visu eru bygðar af fulluni tveimur fimtu lilut- um allra landsmanna, fái ein- hvern stuðning til þess, að geta notfært sér rafmagn úr Sogsvirkjuninni, jafnvel þó að öllum sé augljóst, að það sé fyrsta sporið til þess að lcom- ið verði upj> slíkum rafveitum til almenningsnota, einnig í jiessum fjarlægu sveitum, og jiað spor, sem verður að stíga fyrst, áður en slikar tilraunii* verða gerðar í öðrum lands- hlutum, af því að skilyrðin eru hér best. Þeir trúa því jafnvel, að Árnesingar séu svo þröng- sýnir og' skammsýnir, að þeir sjái ofsjónum yfir Jiví, hve mikið rafmagn jieir missi út úr sýslunni, þó að allar líkur séu til, að með Jiessu móti einu geti Jieir sjálfir fengið rafmagn til sinna þarfa. Þessir eru „framsóknar“- menn þjóðar vorrar. En íhalds- menn eru þeir þingmenn úr

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.