Vísir - 08.04.1931, Blaðsíða 3

Vísir - 08.04.1931, Blaðsíða 3
I fjarlægum héruðum, sem vilja gera tilraunina, meðfram i þeirri von og trú, að af henni leiði, að rafmagnsveitur verði síðar gerðar um aðrar bvggi- Jegar sveitir landsins. Frá Alþingi í gær. Efri dcild. i. Stjórnarskrárbrcytingarmr voru til 2. umr. í efri deild í gær. Eins og kunnugt er, var kosin sér- stök nefnd fimm manna til a8 at- buga þetta frv. 1 þessa nefnd voru kosnir Jón Þorláksson, Jóhannes Jóh., Jón í Stóradal, Páll Herm. og Jón Baldv. Nefndin lagSi til óskift, að frv. væri samþykt, Jón J. og Páll vildu hafa þafe óbreytt, en hinir áskildu sér rétt til ýmissa foreytinga. Páll Hermannsson hafði fram- fiögu fyrir nefndarinnar hönd. Kvað hann frv. fela i sér tvær að- albreytingar, færslu aldursskilyrðis fyrir kosningarrétti og kjörgengi niður i 21 ár og afnám landkjörs. Fyrri breytingín hefði þegar verið gerð að þvi er snerti kosningar til foæjar- og sveitarstjórna, og kröf- -urnar um hana væru orðnar svo háværar, að ekki yrði gegn þeim staðið. Hins vegar hefði svo verið til ætlast í upphafi, er landkjör var ákveðið, að það ætti að skapa tneiri festu í þinginu og ennfrem- ttr bæta úr tnisrétti er verða kynni tnilli flokkanna við kjördæmakosn- íngar, en þessum tilgangi hefði það engan veginn náð, eitts og landkjör- ið síðastliðið sumar hefði sýnt, •einkum að því er snerti Alþýðu- flokkinn. Auk þess fylgdi því mik- 511 kostnaður, þar sem að eins væru kosnir þrír t einu. Jón Baldvinsson mælti fyrir ýmsum breytingartillögum er hann foar frant. Éin þeirra var um, að ákveða mætti með lögum að vara- þingmenn skyldu kosnir samtímis aðalþingmönnttm. Nú værtt ekki kosnir varaþingmenn nerna við landkjör og gæti það valdið miklu misrétti, t. d. við hlutbundnar kosningar í Reykjavík, ef smá- flokkur kæmi að einum þingmanni, sem félli svo frá, og þá yrði að kjósa á ný í hans stað, en þann nýja þingmann fengi auðvitað stærsti flokkurinn ranglega. önnur breytingartillaga hans var um að þeginn fátækrastyrkur skyldi •ekki valda missi kosningarréttar. Þriðja breyt.till. var um að á- kveða mætti nteð lögum, að þing- menn (ekki að eins í Reykjavík) skyldtt kosnir hlutbundnum kosn- íngiim. Þá var sú fjórða, sem hann flutti ásamt Jóhannesi og Jóni Þorl., að almennar Alþingiskosn- íngár fari fram að loknu þingintt 1932. Ef þessar stjórnarskrárbreyt- ingar yrðu sainþyktar, myndi bæt- ast við fjöldi nýrra kjósenda, og þegar svo yrði, væri venja að láta kosningar fara strax fram. til þess að hinir nýju kjósendur mættu neyta réttarins strax. Samkvæmt þesstt færtt þá fram kosningar bæði 1931 og 1932, þ. e. a.'s. þeir þing- menn sem kosnir yrðu i sttmar, -sætu að eins á einu þingi. Þótti Jóni það mikið gleðiefni, að 12 ára barátta sín og annara Al- þýðttflokksmanna fyrir 21 árs kosningarrétti skyldi hafa skapað þá hreyfingu i landinu, að stjórn- in sæi sig neydda til að bera fram þessa breytingu. Jón Þorláksson sagði, að til leið- •réttingar á hinu mikla misræmi t kjördæmaskipttninni hefðtt verið farnar tvær leiðir, sem hvorttg væri iri ' ILKA 1 RAKSAPA - B 1 1 Krona U 7tt?ZnœyÍT' W strönéjrusðtL 1 teröfum* góð, önnur sú, að taka þingmann frá sveitakjördæmi og fá hann kaupstað, eins og þegar Hafnar- fjörður var gerður að sérstöku kjördæmi, og hin sú, að fjölga þingmönnum handa þeint kjör- dæmum, sem verst yrðu úti. — Nú væri landskjörið nokkur lagfæring á misræminu, og afnám þess án nokkurs annars væri ótvírætt spor aftur á bak. En þó kvaðst hann fylgja því i þeirri von. að einhver lagfæring fengist þá á kjördænta- skipttninni i heild. Forsætisráðlierra sagði. að við fyrstu sýn mætti hann vel una við undirtektir flokkanna beggja, en þó hefði nú komið i ljós og tnyndi koma entt betur, að þeir sjálfstæð- ismenn og jafnaðarmettn væru að bræða sig saman. og réð hann það af því, að þeir flytja eina breyting- artillögu saman! Eftir nokkrar ttmræður fór fram atkvæðagreiðsla. Voru aliar breyt- ingartillögurnar samþylttar. flestar með 8 atkvæðmti gegn 6 (frant- sóknartnanna). Var frv. síðan vts- að til 3. ttmr. Frv. mn kirkjuráð var til 3. umr. og samþykt, frv. um cndur- greiðslu á aðfhUningsgjöldum af cfniv'órum til iðnaðar til 2. umr. og vísað áfram, og frv. um opinbcra greinargerð starfsmanna ríkisins. sem Ingvar og Erlingur flytja, var til I. umr. Er efni þess það, að embættismönnum og öðrunt sýslun- armönnum landsins skttli skylt, að flytja árlega í útvarpið a. m. k. tvö fræðandi erindi ttm stofnun ]rá eða starfsgrein, er þeir veita for- stöðu. Var þessu frv. vísað til 2. ttmr. og allsherjarnefndar. Þá var og á dagskrá jtingsálykt- unartillaga Erlings út af lokun ís- landsbanka, en hún var enn tekin af dagskrá sámkvæmt beiðni Er- lings. Neðri deild. 12 mál voru þar á dagskrá, en að eins eitt komst til umræðtt, og var það frv. Haralds Guðmttnds- sonar um breyting á lögum um bann gegn dragnótaveiði í land- helgi. Fer það fram á að lengja þann tíma, þegar dragnótaveiðar eru leyfðar, upp í 7 mánuði. ]>. e. frá 1. ágúst til 28. febr. Umræðttr urÖii miklar ttm þetta frv. og skoðanir manna skiftar. Haraldur og Jón Ólafsson töluðu með ]tví og töldu skaðlaust að leyfa þessar veiðar lengur en nú er gert vegna þess að alyeg væri ósannað, að dragnætur-spiltu fiskveiðum. og í öðru lagf væri nauðsynlegt að eitthvað veiddist af kóla, ef ætti að selja • ísvarinn fisk til útlanda. Hins vegar voru þeir Sveinn. Bene- dikt, Sigurður Eggerz og Ottesen andvígir frv. Töldu þeir það bæði skaðvænlegt vegna fiskjarins, þvt að kolinn myndi þá enn meir ganga til þurðar og ennfremur væri þetta stórháskalegt vegna jafnréttis- ákvæðisins i sambandslögunum. Danir, sem stunduðu tnjög drag- nótaveiðar, mundu sópa hér land- helgina og hafa jafnvel betri að- stöðu en íslendingar sjálfir, þar sem þeir- losnuðu við tollagreiðslur og skatta. Umræðunni var ekki lokið kl. 4 og var því frestað. VlSIR Veðrið í morgun. Hiti um land alt. í Reykjavík 5 st., ísafirði 6, Akureýri 6, Seyðisfirði 8, Vestmannaeyjum G, Stykkisliólmi 5, Hólum i Homafirði 7 (skeyti vantar frá Blönduósi, Raufarhöfn og Grindavik), Færeyjum 8, Juli- anehaab -r- 2, Angmagsahk -f- 4, Jan Maven 2, Hjaltlandi 6, Tynemouth 7, Kaupmannahöfn 2 st. — Mestur hiti liér i gær 10 st., minstur 3 st. Úi'koma 6,3 mm. — Lægðin yíir Grænlands- hafi færist hægt norður eða norðaustur eftir. Horfur: Suð- vesturland, Faxaflói: Sunnan og suðvestan átt, stundum all- hvöss með skúnim. Breiða- fjörður, Vestfirðir: Sunnan og suðvestan kaidi eða stinnings- kaldi. Skúrir. Norðurland, norð- austurland: Sunnan kaldi eða stinningskaldi. Víðast úrkomu- laust. Austfirðir: Allhvass sunn- an og skúrir i dag, en suðvestan kaldi og léttir til i nótt. Su&- austurland: Suðvestan átt, stundum allhvöss nxeð skúrurn. Vísir er sex síöur í dag. Ásigling. IÞór sigldi nýlega á færeyska fiskiskútu, sem lá fyrir akker- um við Vestmannaeyjar, og braut á henni stefnið. Kom hún liingað i ga*r til þess að leita sér aðgerðar. Maður bjargasl á sundi. í fyrri viku var línuskipið Rifsnes að veiðum í allmiklum sjógangi og féll brotsjór yfir þilfarið og tók stýrimanninn Jón Sigurðsson frá Görðum fyrir borð. En með því að hann var vel syndur og skipið var á lítilli ferð, þá tókst honum að synda að skipinu og var bjai'g- að. Dómnefnd sú, sem dænm átti um ritgerðir (og síðar ræður) þeirra, sem sóttu um prófessorsembættið í sagnfræði, hefir einum rómi lagt til, að Árna Ivókaverði Pálssyni verði veitt em- l>ættið. Dómar hafa verið kveðnir upp í mál- um breslai skipstjóranna, sem Æg- ir kom með á páskadagsmorgun. I gær var skipstjórinn á Loch Carron dæmdur í 2500 kr. sekt fyrir ólöglegan umbúnað veiðar- færa í landhelgi, en skipstjórinn á Lady Margot var dæmdur i morg- un í T2.500 kr. sekt, og afli og vciðarfæri upptækt. Skólahlaupið fór fram á sunnnudaginn kl. 2 e. h. Keppendur voru tvær sveitir frá Iðnskólanum. — Fyrstur að marki var Oddgeir Sveinsson á 8 mín. 52.8 sek sek. Hljóp hann nijög léttilega og var langt á und- an keppinautum sínum. Annar var Jón H. Vídalin á 9 mín. 30 sek. og þriðji Hákon Jópsson á 9 mín. 32 sek. Iðnskólinn vann því bik- arinn í annað sinn. Eiimig fengu þrjr þeir fyrstu verðlaunapening- frá K. R. —. Þegar forseti í. S. I. afhenti bikarinn, lét hann í ljósi undrun sína og annara iþróttavina yfir þvi, hversu þátttaka skólanna i þessu hlaupi væri hneykslanlega litil, þar sem að eins einn af 10 fjölsóttum skólum tæki þátt í hlaupinu. Heiður þessa eina skóla væri því mikill. Vonandi kæmi ekki slíkt fyrir aftur næsta ár, þvi hann sagðist ekki trúa því fyr en Mör hundruð gramniófónplötur, nótiu’, ein- stök lög og hefti seljast fyrir helniing verðs og nxinna. Af öll- uni vörum gefinn minst 10°/c afsláttur. Hlj ððfær aver slnn Helga Hallgrímssonar. Sinxi: 311. (Áður versl. L. G. Lúðvigsson). fullreynt væri, að skólarnir gæftt hinu nrikla menningarmáli iþrótt- anna ekki meiri gaum. Iðnskólanemendur ertt beðnir að koma í Nýja Bíó í dag kl. 6, til þess að sjá iðnaðar- og landafræðiskvikmyndir. Skóla- stjórinn skýrir myndirnar. Faust-sýning þýska félagsins Germania var í Iðnó í gærkveldi. Prófessor Alex- ander Jóhannesson skýrði efni leiksins í nokkurum orðum, áður en sýningin hófst. Aðsókn var af- bragðs góð og leikntim vel tekið. 51 árs er t dag Árni Erasmusson, tré- smiður. fslendingar í Berlín eru nú a. m. k. 30 talsins, flestir nemendur. Kom það í ljós, er sendiherra Danmerkur í Berlín, Herluf Zahle, kammerherra, fór að grafast fyrir um hve margir ís- lendingar væri þar. Hafði sendi- herrann í huga að halda hátíðleg- an tneð þeim fullveldisdaginn, en eigi hafði náðst til þeirra allra fyr- ir þann tima. En sendiherra hafði hoð inni fyrir Islendingana þ. 31. f. m. Var bústaður sendiherra skreyttur íslenskum fánum. Sendi- herra talaði fyrir íslandi, Bjarni Guðmundsson fyrir Danmörku. — Pétur Jónsson og María Markan skemtu með söng. Að lokum voru sungnir þjóðsöngvar íslendinga og Dana. (Eftir sendiherrafregn). Lögreglan hefir beöið blaðið að skila því til bifreiðarstjóranna, að vegna ■þ.ess, að þeir aki altof hart víða í bænum nú í seinni tíð, verði hert mikið á eftirlitinu með bifreiða- akstri hér í bænum. Happdrsetti K. R. Samkvæmt ákvörðun stjórnar- ráðsins fer dráttur fram 16. þ. m. Það, sem eftir er af miðum, verður selt næstu daga, og fást þeir í versl. Haralds, Landstjörnunni, hjá Árna B. Björnssyni, Drífanda, Vaðnesi, B. Jónssyni, Vesturgötu 27, og víð- ar. Þeir, sem eiga eftir að gera skil, eru ámintir urn að gera það tafar- laust. Hjálpræðisherinn. Hljómleikasamkoma á fimtudag- inn 9. apríl, kl. 8 síðd. Mikill söng- ur og hljóðfæraleikur. Kapt. L. Larsen frá Hafnarfirði stjórnar. Allir velkonmir! — Opinber æskn- lýðshátíð með veitingT.mi á föstu- dag. io. apríl, kl. 8 síðd. Allir á aldrinum 15—25 ára velkomnir. Lautn. G. Ypung stjórnar. Inn- gangur 35 aura. Útvarpið í dag. Kl. 19,05: Þingfréttir. — 19,25: Hljómleikar (Grammófón). — 19,30: Veðurfregnir. — 19,35: Barnasögur (síra Friðrik Hall- grímsson). — 19.50: Tvísöngur (Daníel og Sveinn Þorkelssynir) : Mendelssohn: Ó, hversu fljótt. Ru- binstein: Wanderlied. — 20,00: Enskukensla (Anna Bjarnadóttir, kennari). — 20,20: Tvísöngúr (Daníel og Sveinn Þorkelssynir) : Bj. Þorsteinsson: Sólsetursljóð. Verdi: Dúett úr „La forca del de- stino“. — 20,30: Yfirlit um heíms- viðburði (síra Sig. Einarsson). — 20,50: Óákveðið. — 21,00: Fréttir. — 21,20—25: Hljómleikar (Emil Thoroddsen, slagharpa): Paderew- ski: Theme varié, A-dúr. — 21,35: Hljómleikar (Þór. Guðmundsson, fiðla, E. Thoroddsen, slagharpa) : Sv. Sveinbjörnsson: Romanza. Vögguvísa. Moment musical. Hu- moreske. Þórarinn Jónsson: Hu- moreske. Knaltspyrnufélag Reykjavíkur. Allar stúlkur i 1., 2. og 3. fim- Ieikaflokki, eru beðnar að mæta á æfingu í kvöld kl. 9, í nýja banxa- skólanum. — Áríð.andi að allar mæti. Karlakór Reykjavíkur endurtekur samsöng sinn á morg- un í dómkirkjunni kl. 9 síðd., í síð- asta sinn, og með lcckkuðu verði, samanber auglýsingu i blaðinu í dág. — Félagið hefir þegar sungið þris- var og ávalt fyrir fullri kirkjunnt og þarf ekki aö draga i efa, að bæj- arbúar sæki þenna síðasta samsöng félagsins að þessu sinni, ög fylli kirkjuna. — Hinum frægn Kúban- Kósökkum, sem komu nú með „Lyru“ hefir félagið boðið á þenn- an samsöng. Hf. Hallveigarstaðir. Aðalfundur félagsins verður haldinn annað kveld kl. 8)4, í Varð- arhúsinu, og verðttr þar margt til skemtunar. Félagskonur eru beðn- ar að fjölmenna. Varðskipið Hvidbjörnen kom i gær frá Danmörku, til þess að annast sirandvarnir um tíma, í stað Fyllu. Súðin hefir nú verið leyst frá hryggju og var verið að reyna hana í morg- un. Gullfoss kom frá útlöndum i gær. Meðal farþega voru: Frú Kristín Bern- höft.Gunnhildur Steinsdóttir, Stein- unn Sveinsdóttir. Sveinbjörn Gísla- son, Anna Eiríksdóttir, Jón Magn- ússoip Eyvind Johansen, Hákon Bjarnason, Guðmundur Kristjáns- son. Alfreð Kristinsson, Kristján Friðbjörnsson, Sveinn Jónsson, Eg- ill Sandholt. Botnvörpungarnir, sem inn liafa komið undanfarna daga. eru allir farnir aftur tíl veiða. Þýskur botnvörpungur kom í gærkveldi til þess að leita sér aðgei’ðar. Tveir enskir botnvörpungar koixiu í xixorgun, annar nxeð veikan nxann, lxinn til þess að kaupa nýjan fisk. Til fólksins á Staðarhóli, afhent Vísi: 5 kr. frá H. M. Aheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 15 kr., gamalt og nvtt áheit frá S. S„ 6 kr. frá H. M„ 10 kr. ganialt áheit frá F. R., 10 kr. frá S. S., 5 kr. frá Þórunni Þórðard., 5 kr. gamalt áheit frá' U. G.. 2 kr. frá N. N.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.