Vísir - 15.04.1931, Blaðsíða 5

Vísir - 15.04.1931, Blaðsíða 5
VISIR Miðvikud. 15. apríl 1931. Frá Spáni. Konungur afsalar sér völdum Lýöveldi stofnaö. Auglýsing fááÉ^feifo&-.;&,frá. heilbrigrðisstj órninni. S t í.‘ Samkvæmt samningi milli lxeilbrigðisstjórnarinnar og sér- fræðinga í kynsjúkdómum, læknanna Magga Magnús og Hann- esar Guðmundssonar, veita nefndir læluxar ókeypis læknishjálp i kynsjúkdómum í lækningastofum sínum á þessum tímum: MAGGI MAGNÚS læknir: Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga, kl. 1—3 e. li. HANNES GUÐMUNDSSON læknir: Þriðjudaga, fimtu- daga og laugardaga, kl. 10—12 f. h. Allir þeir, sem þurfa að fá ókeypis læknishjálp, verða að koma á þessum timum, því á öðrum tímum verður ókeypis læknislijálp ekki veitt. Heilbrigðisstj órniiu Samkv. auglýsingu heilbrigðisstjórnar, verður viðtalstími minn fyrir aðra sjúklinga framvegis aðeins kl. 6—7 e. h. M. Jiíl. Magxiixs. Madrid, 14. april. United Press. FB. Lýðveldissinnar hafa liafið fundahöld viðsvegar um Spán og verður af ýmsum fregnum ráðið, að menn búast við stofn- un lýðveldis. Stofnun lýðveldis- ins liefir þegar verið lýst yfir á ýmsum stöðum. Var það og gert í desember, þegar stjórnar- byltingin hraust út. Óeining kvað vera innan stjórnarinnar um það hvort stjórnin skuli segja af sér eða ekki. Frjálslyndu ráðherrarnir héldu því fram á ráðherrafundi, að stjórnin ætti að segja af sér, en ílialdsmennirnir Gierva og Bugallal greifi liéldu þvi fram, að liorfurnar væri ekki eins ó- hagstæðar stjórninni og aðrir ætluðu. Vildu þeir láta konung einráðan um hvað gera skyldi. — Forsætisráðherrann fer á fund konungs i dag og skýrir honum frá afstöðu ráðherranna og biður liann að taka ákvörð- un. Frá Huelva er simað, að skærur liafi brotist út í Dala- rosa og tveir menn beðið bana af lýðveldissinnum, er hermenn reyndu að tvíslra lýðveldis- sinnafundi, í Madrid var verka- maður skotinn af liermönnum og beið hann bana. Búist er við, að þýðingarmikl- ar ákvarðanir verði teknar í dag af jafnaðarmönnum og lýðveldissinnum. Eftir hálfrar stundar viðtal við konung tilkynti Aznar for- sætisráðherra, að konungur mundi kalla leiðtoga flokkanna á fund sinn. í viðtali við blaða- menn vildi Aznar ekki kannast við, að stjórnin liefði ákveðið að segja af sér. Konunginn kvað hann enn aðeins hafa ráðfært sig við þá, sem næstir honum eru, en ætli nú að ráðfæra sig við stjórnmálamenn utan ríkis- stjórnarinnar. Aznar kvað aug- ljóst, að stærri borgirnar krefj- ist nýs stjórnarfyrirkomulags, Þjóðsðngurinn. Mér til undrunar sé eg að grein mín í Vísi þ. 22. f. m. um þjóð- sönginn hefir „knúð“ Carl D. Tu- linius til andsvara, en að það skyldi verða Heimdellingur — þjóðernis- sinni •—• undrar mig þó mest! Með fyrrnefndri grein rninni ætlaðist eg ekki til að deila mundi af hljótast, þvi að þar er einungis lögð fram sú skoðun, senx flestallir Islending- ar aðhyllast, að kommúnistum og örfáum undanskildum. En að sjálf- stæðismaðurinn C. D. T. fylti þann flokk hafði eg ekki búist við. Að rninsta kosti hefi eg hvergi séð það í stefnuskrá ungra sjálfstæðis- manna, að þeir vilji á einn eða ann- an hátt stuðla að því, að „þjóðníða" ættjarðarsöng sinn. Höf. tilfærir senx dænxi, að allar aðrarsiðaðar ]xjóðir,ogþóhelst Eng- lendingar, endi aldrei svo opinbera skemtun, að þjóðsöngur þeirra sé ekki leikinn eða sunginn að lokum. Slík staðhæfing sem þessi finst mér ekki ná neinni átt. Unx það, hvernig Englendingar nota þjóð- söng sinn, skal eg láta ósagt, en hvað sem því líður, þá vita menn, að „sinn er siður í landi hverju,“ og að það, sem siður er í Englandi en smábæirnir vilji halda i konungsvaldið. Aznar taldi eklci líklegt, að annar ráðuneyt- isfundur yrði kallaður sanxan tun málið, að eins sé beðið eftir því lxvað konungur geri. Siðar: Zanxora, leiðtogi lýð- veldissinna hefir tilkynt, að konungurinn muni segja af sér og Iýðveldi verði stofnað. Unx leið og sú fregn barst, bárust fregnir víðsvegar úr landinu um að stofnun lýðveldisins liafi verið lýst yfir í Barcelona, Vigo, Gijon, Sevilla og einnig i mörg- um öðrum Basque-borgunx. — í Vigo var gengin afar f jölmenn kröfuganga. — I Barcelona lenti nxúgnunx og lögreglunni sanxan, en borgarstjórinn tók sér vald í hendur og konx í veg fj’rir, að lögreglan beitti nxúg- inn hörðu. Fór þá nxúgur manns til héraðsliallarinnar og tók málverk af Alfonsó konungi, sem þar liékk, bar það út á götu og brendi það. Flögg lýð- veldissinna og Kataloníu blakta á ráðliúsinu og héraðshöllinni í Barcelona. — Um allan Spán er beðið með nxikilli eftirvæixtingu hvaða fregnir berist frá kon- ungslxöllinni. London. United Press, kl. 14,42: Lýðveldissinnaleiðtoginn Alcala Zamora tilkynnir, að konungurinn segi af sér kl. 3 e. h. London, kl. 16,01. United Press: Aznar hefir staðfest, að konungurinn segi af sér. Seinustu fregnir: Ný stjórn liefir verið nxynduð. Zanxola er forsætisráðherra. Ennfremur eiga sæti í stjórninni Manuel Garcia Prieto, Alejandor Ler- roux,Fernando Delosrios,Alvaro Alhornoz, Manuel Azana, Cas- ares Quiro, Miguel, Largo, Ca- bellero. Sunxir ráðherranna tóku þátt í stjórnarbyltingartil- rauninni í desember og höfðu verið ákærðir fyrir það af Azn- arstjórninni. getur verið ósiður á íslandi og vice versa. En hitt er mér kunnugt um, að á Norðurlöndum er slík notkun þjóðsöngsins ekki siður. Að öðru jöfnu finst mér rétt a<5 menn geri sér ljóst efni og inni- hald íslenska þjóðsöngsins og hafi það hugfast þegar hann er um hönd hafður. Þjóðsöngur okkar er fyrst og fremst lofsöngur — þakkar- gjörð — ekki um ættjörðina, held- ur unx guð, og yfir honunx hvílir einskonar trúarleg helgi — helgi bœnarinnar, senx er rauði þráður- inn í öllum erindum söngsins. Og ef daixsleikir, danssýningar og kaffihúsaskemtanir eru viðeigandi tækifæri til að flytja slíka þakkar- gjöi’ð í, þá virðist líka rétt að lcvik- myndahúsin léku þjóðsönginn að hverri sýningu lokinni, hvers kyns sem væri. — Að eg telji dansleiki, danssýningar o. fl. þess háttar „hneykslanlegar athafnir" eða „hryllileg“ tækifæri, er hártogun á orðurn mínum og kemur hvergi fram í fyrri grein minni. Þvert á móti lít eg svo á, að skenxtanir þessar séu nxjög nxeinlausar og oft skemtilegar, enda þótt eg geti ekki fallist á að þær séu viðeigandi vett- vangur fyrir þjóðsöng vorn. Þar sem höf. talar um „feluleiks- kenningu" mína með þjóðsönginn, á hann víst við þá skoðun mína, að þjóðsönginn beri einungis að við- hafa við hátíðleg og þjóðleg tæki- færi — tækifæri, sem til þess eru löguð, að vekja inenn til þjóðlegra og gagnlegra umhugsana. Þessa skoðun nxína held eg fast við. Hún er engin „feluleikskenning“, það sjá allir heilvita menn. Höf., senx telur öll tækifæri viðeigandi, mundi vafalaust komast að annari niður- stöðu, ef hann heyrði þjóðsöíig sinn sunginn eða leikinn við öll nxöguleg og ómöguleg tækifæri — á öllunx dansleikum, kvikmynda- húsum og kaffihúsunx. Þjóðsöng- urinn er þjóðinni helgur, um það er höf. mér sammála, en ætli ekki eitt- hvað af helgi hans væri farið að afmást við slíka ofnotkun, sem höf. vill hafa hann til? í grein sinni getur höf. þess, að nokkurir kommúnistar haf i hneyskl- ast á meðferð íslenska þjóðsöngsins á kaffihúsi hér í bæ. Ef þetta er rétt, sem eg efast ekki um, þá gera þeir höf. skönxm til, því að komm- únistar eru annars ekki þektir að því að fyllast vandlætingu yfir meðferð þjóðlegra dóma. Það ætti að liggja þjóðernissinnaðri mönn- unx nær. Að lokurn vil eg taka það fram, að þar eð þetta mál er tilfinninga- mál fyrst og frenxst, er það ekki ætlun mín að gera það að blaða- deiluatriði. Læt eg þvi útrætt um þetta mál af minni hálfu, og grein- um, sem hníga i þá átt að áfellast skoðun nxína á þessu máli, svara eg að engu, — þær gera það sjálfar. Patriot. Ath. Deilunni um þetta mál er lokið hér í blaðinu nxeð þessari grein. Ritstj. Hvert stefnir ?j Það má óhætt fullyröa, að franx- tíð stórútgerðarinnar lxér á landi er að verða sérhverjum hugsandi íslendingi hið mesta áhyggjuefni. Þrátt fyrir óvenjulega árgæsku og veltiafla árum saman, virðast flestar útgerðirnar vera að sökkva i skuldir og ýmsar gefast upp. Dylst ekki, að eitthvað hlýtur að vera bogið við rekstursfyrirkomu- lag útgerðarinnar og aðbúð yfir- leitt, enda nxun þetta vera orðin almenn skoðun. Hitt mun öllum þorra manna ekki hafa verið jafn ljóst, hvað það væri, sem stæði henni helst fyrir þrifum og hverra unxbóta væri nxest þörf, enda hefir til þessa rikt undraverð þögn um það efni. —> Virðist svo sem þeim mönnum, sem kunnugir eru rnála- vöxtum hafi af einhverjum ástæð- unx þótt ófýsilegt að reifa málið í heyranda hljóði. Nú hefir loks síra Magnús Bl. Jóixsson gerst til þess að höggva á þennan gordiska þagnarhnút. Með fullri einurð hefir hann geng- ið fram fyrir skjöldu og kveðið upp úr nxeð sannleika, sem hefir rneira eða minna ljóst vakað í vit- und alls þorra manna, en nú skýrst og hlotið fasta mynd. Sá sannleik- ur er í fám orðunx á þann veg, að stórútgerðin íslenska geti blátt áfranx ekki borið sig vegna óhag- kvæmrar skattaálagningar og ó- hæfilegs og óþarfs reksturskosín- aðar. Grein síra M. Bl. J. unx útgerð- arnxálin, senx fyrir nokkuru var birt hér í blaðinu undir fyrirsögn- inni „Hveit stefnir?" er einkar verðnxæt fyrir ýmsra hluta sakir. Hún er rituð með óskeikulli rök- vísi af rnanni, senx auðsjáanlega hefir til brunns að bera mikla þekkingu á þessum efnum. Auð- sætt er að höf. ber fyrir brjósti hag alþjóðar, en ekki neinna sér- stakra stétta þjóðfélagsins eða Bifreiðastðð Kristins & Gnnnars, Hafnarstræti 21. Síniar: 847 og 1214. — Ávalt fyrsta flokks bif- reiðar til leigu. — Ábyggilegir bifreiðastjórar. stjórnmálaflokka. Og loks þessi nxikilsverði kostur, að hér er ekki einungis talað um ástandið og fundið að, heldur einnig bent á raunhæfar leiðir til viðreisnar, sem framkvænxa megi að nokkuru leyti þegar í stað. Eg, sem þetta rita, er í flestum atriðunx samdóma síra M. Bl. J. unx lausn þessa máls. Er því eigi ætlun mín, að svo komnu, að fara inn á ítarlegar unxræður uin ein- stök atriði þess. Hitt virðist nxér aftur á rnóti ekki úr vegi, að virða lítið eitt fyrir sér hvað gerst hef- ir í málinu síðan ánxinst grein kom út. Hafa einhverjir nxeðal útgerðar- manna risið upp 0g reynt að and- æfa áliti síra M. Bl. J. ? Hafa þeir reynt að verja fyrir alþjóð hið undarlega launafyrirkomulag og fyrirhyggjuleysi um öflun kola og salts og annað er sXxertir reksturs- kostnað útgerðarinnar ? Ekkert hefir heyrst um það. Hafa útgerðarfélögin átt með sér fundi og hrundið af stað fram- kvæmdunx er miði að því að konxa rekstri útgerðarinnar í hagkvæm- ara horf? Ekkert hefir heyrst um það. Hafa bankaráðin setið á rökstól- um í þessu skyni eða framkvæmd- arstjórnir bankanna nxint útgerð- armennina á, að þeir væru flestir að fara með fé almennings og ] ess vegna yrði að krefjast þess, að þeir reyndu að haga atvinnu- rekstri sínum svo, að einhver von væri til þess að tekjur og gjöld fengju nokkurn veginn staðist á? Ekkert hefir heyrst urn það. Hefir stjórn eða þing gert ein- hverjar ráðs.tafanir til þess að létta sköttunx á útgerðinni eða breyta þeim á þann veg, að þeir valdi henni minna tjóni? Ekkert hefir heyrst unx það. Það eina, sem unx þessi mál hef- ir heyrst — en það er líka ábyggi- legt — er að félögin hafi haldið skipum sínum út á veiðar að nýju þann 20. f. 111. að óbreyttu rekst- ursfyrirkomulagi. Hvert stefnir? Aðkomumaður. Viðgeröír og uppsetnlng útvarpstækja. — Dsyfing fitvarpstmflana OTTO B. ARNAR. fiús Mjólknrfél. Síml 999. Tilkynning. --O—* FB. 31. niars. Mjólkurbandalag Suðurlands tilkynnir: Hiun 8. deseinber var stofn- að Mjólkurbandalag Suðurlands Aðiljar þeir, sem standa að bandalaginu eru: Mjólkurbú Flóanxanna, Mjólkurbú Ölfus- inga, Mjólkurbú Thors Jensen og Mjólkurfélag Reykjavikur. Hafa þessir aðiljar koniið sér upp nýtísku mjólkurbúum. •— Neniur stofnkostnaður jxeirra samtals yfir eina miljón krónur. Tilgangur bandalagsins er: 1) Að auka vöruvöndun á nxjóllt og mjólkurvörum. — 2) Að koma betra' og öruggara skipulagi á sölu á þessum vör- unx og styðja að tryggari fram- leiðslu meðal bænda. — 3) Að vinna að því, að íslensk fram- leiðsla á þessunx vörum verði einráð á islenskum nxarkaði. — 4) Að vinna að aukinni neyslu á nxjólk og mjólkurvörum. Það verkefni, sem bandalag- ið liyggst að taka á arma sína fyrst, er nxjólkursölufyrirkomu- lagið i Reykjavílt, sem er i megnustu óreiðu, sökum skiln- ingsleysis margra framleiðenda, sem standa utan við mjóllcur- búin og lialda uppi aragrúa af nijólkurbúðum, til mikils kostn- aðarauka við söluna í bænum. Eftir að mjólkurbú Thors Jensen tekur til starfa nú á næstunni, verður frá aðiljunx bandalagsins eingörigu seld nxjólk, senx liefir gengið gegn- um hreinsunareld fullkonxinna nxjólkurstöðva, og vill banda- lagið á þann hátt skapa öryggi neytenda um að fá að eins heil- næma og góða mjólk, en selur bana samt senx áður á sanxa verði og aðrir selja sina mjólk, sem ckki hefir sama öryggi. Mörg fleiri viðfangsefni hafa verið á dagskrá bandalagsins og verða þau tekin til úrlausnar svo fljótt sem kraftar þess og ástæður leyfa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.