Vísir


Vísir - 18.04.1931, Qupperneq 5

Vísir - 18.04.1931, Qupperneq 5
VISIR Laugardaginn 18. apríl 1931. Eftirlit raflagna. Stutt athugasemd. —o— í Vísi 4. og 8. þ. m. er grein eítir Guðmund Þorsteinsson um eítirlitiö meö raflögunum hér i bæ. Vig grein þessa vil eg leyfa mér aö gera þessar athugasemdir: 1. ' Þaö er me'ö öllu tilhæfulaust aö eg eöa eftirlitsmaöur raflagna bafi gefiö nokkra yfirlýsingu um brunaástæðu á þeim 2 stööum er höf. nefnir, Skóga og húsið nr. 18 viö Laufásveg. Á fyrra staönum brann húsiö til kaldra kola og á seinna staönum var svo litiö brunnitS, aö lögreglan mun ekki hafa veriö i neinum vafa um Lrunaorsökina. Um brunann í Sogamýrinni var lögreglunni send skýrsla, aö beiðni hennar, daginn eftir brunann. En skýrslan of löng til aö birta hana hér, en i henni er talið ósennilegt aö kvikn- aö hafi út frá rafmagni og veit eg ekki til þess, aö lögreglan hafi haft neitt viö skýrsluna aö athuga. 2. Ef talan um sveina og lær- linga er vinna viö raflagningar er öðruvisi hjá löggiltum rafvirkjum hér i bæ, en hjá sveinafélaginu og þeim finst rétti sínurn hallaö í því efni, ætti þeim aö vera innan hand- ar aö fylgjast meö því sjálfir og halda fram rétti sínum viö hlutaö- eigendur. 3. Undanþágur frá lagninga- reglunum, er höf. nefnir, eru alt nteira og minna hártoganir. Eitt mun t. d. vera einangrunarmæling- in á veitunum. Er hún gerö meö 500 volta spennu frá einangrunar- mæli og er þaö meiri krafa er reglurnar heimta. Annaö mun vera aö i reglunum er sagt að stofnar og kvislar raflagna skuli vera þrítauga, ef um þær fer meiri straumur en 6 amp. Var þetta ákvæði sett vegna þess að götutaugakerfi rafmagns- veitunnar var í upphafi mjög grant og þótti því nauðsynlegt að geta jafnað straumnum sem best á alla 3 fasa götutauganna. Kerfið hefir síðan verið aukið og styrkt að miklum.mun og þar sem flest hús eru 1 og 2 hæöa er það orðið ó- þarfi, að fara með alla 3 fasa upp á loft í slíkum húsum. Er fyrir þetta i engu slegið af kröfum um öryggi eöa góðan frágang lagn- arinnar. Auk þess er ávalt hægt að draga i 3. fasann, þegar á þarf að halda. Hinar tilvitnanir höf. eru ekki eins nákvæmlega tilteknar, en að þvi er eg get séð svipaðar t. d. síðasta tilvitnunin á bls. 19., neðst: að lakkað járn skuli fyrst ibronsað. Þetta ákvæði kom til af þvi, að þegar reglurnar voru samdar, voru notaðar pípur með einskonar asfaltlakki er smitaði gégnum olíumálningu, þegar hún þornaði. Málarar töldu sér ekki skylt að lagfæra þetta eftir á. Varð þvi nauðsynlegt að heimta, að pípurn- ai væru bronsaðar undir málningu. Nú er þetta óþarfi, af því að nú er ágætt þurt lakk á pípunum. Það er ómögulegt að kalla þetta und- anþágu, heldur er þetta orðið ójrarft ákvæði, af því að efnið er orðið betra, svona er um margt fleira í reglunum. Með undanþágu skilst mér vera átt við ívilnanir veittar einstökum rafvirlcjum eða þeim öllum yfirleitt í kröfum þeim er reglurnar heimta, svo að lagn- irnar verði rafvirkjunum ódýrari, en eiganda eða almenningi elcki trygð eins vönduð lögn. Slikar undanþágur hafa ekki verið veittar. 4. Þá kem eg að árás höf. á eítirlitið • og á eftirlitsmanninn. Virðist hún vera aðal tilgangur greinar hans. Höf. ver mörgum dálkum til þess að sverta og sví- virða eftirlitsmanninn á ýmsa lund, án þess þó að geta bent á eitt einasta ákveðið dæmi um að hann hafi vanrækt skyldu sina. Þegar slík árás kemur frá manni sem orðið hefir fyrir barðinu á eítirlitsmanni við starf hans, lít eg svo á að hún sé eftirlitsmanni til meðinæla og almenningi til' nokkurrar tryggingar i því að eft- irlitið sé rækt samviskusamlega. Eg sé ekki ástæðu til að gera fleiri athugasemdir urn þetta að svo stöddu, né ræða málið við greinar- höfund jrenna. 13. april 1931. Steingr. Jónsson. MAtmælin gegn þingpofinu. —o— Norðfirði, 17. apríl. FB. Fjölmennur borgarafundur i Nes- kaupstað í gærkveldi samþykti í einu hljóði- svo hljóðandi fundar- ályktanir: „Almennur fundur alþingiskjós- enda í Neskaupstað lýsir því yfir, að hann telur þingrof það, sem Framsóknarstjórnin hefir knúð fram með konungsvaldi stórvíta- vert, þar sem með því er gert ský- laust tilræði til þess að ræna meiri- lduta aljiingis því valdi, er honum ber eftir réttum þingræðisiæglum. Fundurinn skorar á núverandi ríkisstjórn að leggja nú þegar nið- ur völd, þar sem hún hefir andvíg- an sér meirihluta alþingis og al- þjóðar. Ennfremur skorar fundur- inn fastlega á meirihlut'a alþing- is, að halda fast fram þeim kröf- um að störf þingsins haldi áfram, svo þau mál nái fram að ganga, sem nú liggja fyrir þinginu og meirihluti þess virðist vera sam- mála um og hnekkja á þann hátt gerræði því, sem núverandi stjórn hefir framið i skjóli konungs- valdsins. Ennfremur var samþykt í einu hljóði svo hljóðandi tillaga: Al- mennur borgarafundur í Neskaup- stað vítir hlutdræga framkomu út- varpsstöðvarinnar gagnvart út- varpsnotendum i landinu urn út- sendingu innlendra stjórnmála- frétta, sérstaklega með tilliti til framsöguræðu fjármálaráðherra um fjárlögin pg fréttum af stjórn- mála stórtíðindum þeim, sem nú eru að gerast, einkum í upphafi þeirra. Telur fundurinn, að út- varpsstöðin hafi gengið á settar reglur um óhlutdræga fréttastarf- semi með því að undanfella að skýra frá miklurn hluta þess, sem gerst hefir í sambandi við þing- rofið. Frá Vestmannaeyjum: Al- mennur borgarafundur í Yest- mannaeyjum mótmælir ein- dregið hinni gerræðisfullu á- rás á vald hins 1000 ára gamla Alþingis, sem ríkisstjórnin hefir framið með þingrofinu nú. Fundurinn skorar á for- ingj a stjórnarandstöðuflokk- anna að halda til streitu heil- ögum réttindum þings og þjóð- ar gegn ofbeldismönnum þeim, sem lilotið liafa vantraust Al- þingis og mikils meiri hluta þjóðarinnar og láta þeim ekki á neinn liátt haldast uppi valdarán það, er þeir reynt liafa að hafa í frannni. Fund- urinn lcrefst þvi algerðra stjórnarskifta og viðurkenn- ingar á rétti Alþingis. ímskeyti Madrid 15. april. Uniled Press. FB. Brottför Spánardrotningar. Járnbrautarlest Spánardrotn- ingar bilaði rétt áður en kom- ið var til Avila og varð hún og börn hennar að ferðast i þriðja flokks lest þaðan. Öll gluggatjöld voru niður dregin á leiðinni, nema i Avila, þar sem menn söfnuðust saman og liyltu drotninguna, en liún hef- ir ávalt átt miklum vinsældum að fagna á Spáni. — Talið er, að beitiskipið, sem Alfonso fór á frá Carthagena, fari til Mar- seille. — 16./4. Alfonso kom hingað kl. 5.45 i morgun. Lagði hann af stað héðan til Parisar eftir stutta viðdvöl. Drotningin og börn hennar eru þegar komin til Parísar. Madrid, 17. apríl. United Press. - FB. Frá Spáni. Gatalanski stjórnmálamaður- inn Nicolau Dowler liefir fall- ist á að verða sparnaðarráð- herra í lýðveldisstjórninni. Virðist því svo, að einhver versti örðugleikinn á vegi lýðveldis- stjórnarinnar sé frá, þar sem öfluglega hefir verið að þvi unnið að gera Cataloníu að sér- stöku lýðveldi og stofnun lýð- veldisins Cataloniu verið' til- kynt. Allmargir ráðlierrar Cata- loniulýðveldisins komu til Mad- rid á fimtudag til þess að ráðg- ast við stjórnina. Ráðgera þeir að fljúga aftur til Barcelona í dag. Dómsmála og fræðslu- málaráðherrann i lýðveldis- stjórninni og Macia forseti Cata- loniulýðveldisins lcoma saman á fund, til þess að ræða um sam- hræðslu Cataloniulýðveldisins við alríkislýðveldið. — Lýðveld- isstjórnin liefir hirt tilkynningu viðvíkjandi kveðju Alfonso og kveðst ekki mundu á neinn liátt reyna að nota ummæli lians í stjórnmálalegum tilgangi. Ivveðst stjórnin vera fullviss um yfirgnæfandi fylgi meðal landsmanna og óttast engar til- raunir í þá átt, að koma Alfonso að völdum aftur. — Fræðslu- málaráðherrann hefir tilkynt, að kensla hefjist í öllum deild- um háskólans á mánudag. ■— Stjórn annars spánverska lýð- veldisins er nú fullsldpuð og hefir fyrsti ráðuneytisfundur- inn með þátttöku allra ráð- herranna verið lialdinn. Barcelona, 16. april. United Press. - FB. Aðskilnaður ríkis og’ kirkju í Cataloniu. Macia hefir sagt í viðtali við United Press, að aðskilnaður rikis og kirkju verði eitt af grundvallarmálum catalanska lýðveldisins, en stjórninni sé ljóst, að það sé viðkvæmt og flókið mál og of snemt að hugsa um að koma aðskilnaðinum í framkvæmd eins og nú standa sakir. Frá spánska Marokkó. Madrid: Jordana hersliöfðingi hefir verið sviftur landstjóra- stöðunni í spánverska Marokko. Hann hefir flúið til Hert.(?) NRP. 17. apríl, FB. Vinnudeilurnar í Noregi. Sáttasemjari hefir í dag nýja málami'Slunartilraun í pappirsiðn- a'öinum. Hefir hann í gær haft fundi meS formanni félags at- vinnurekanda, Dahl forstjóra, og formanni landssambands verka- M Ski*úfiyk:lai» og tengur § M eru ómissandi við alla vélavinnu. M « lloilioðsmean: ÞÖBfiUB SVEINSSON & CO. 8 Bið.jið umsvifalaust um Siriussúkkulaði. Vörumerkið er trygg- ing fyrir gæðum þess. a m Smnrt branB nesti etc. sent heim. Teitingar. MATSTOFAM, Aðalstræti 9. Mjólkurbú Flóamanna Týsgötu 1. - Vesturg. 17. Sími 1287. - Sími 864. 1. flokks mjólkurafurðir. Skjót afgreiðsla. Allt sent heim. manna, Halvard Olsen. — Mörg blö'S ætla, aS þessi nýja tilraun sé upphaf til þess, aS reynt veröi a'S nj^ju aS hefja málamiSlun í ö’Srum greinum. Þannig lítur Tidens Tegn þeim augum á, aS horfurn- ar séu nú nokkru betri. Krýningarafmæli norsku konungs- hjónanna. Þ. 22. þ. m. eru 25 ár liSin sí'San norsku konungshjónin voru krýnd í Niöaróssdómkirkju. Hátí'Sar- guSsþjónusta verSur haldin minn- ingardaginn í NiSaróssdómkirkju og verSa konungshjónin viSstödd. Frá Alfonso. Frá London er símaS til Norsk Sjöfartstidende, aS Englandskon- ungur liafi boSi'S Alfonso fyrrv. Spánarkonungi til Windsor Castle um stundarsakir. — Eignir Al- fonso, sem kunnum bankamanni enskum hefir veriS falin umsjá meS, rnunu nema tveimur miljón- um sterlingspunda. Vornýungar. Leðurvðrur stórt úrval til FERMINGARGJAFA handa drengjum og stúlkum. Leðurvörudeiid Hljúðfærahússins Austurstræti og Laugavegi 38. Hnefaleikur. Hnefaleikur fór fram í Chicago í gær. Edgar Norman bar sigur úr býtum. Hann kepti viS Harry Dillon, Kanadamann. Vann Nor- man í þriSju atrennu, sló Dillon niSur, sem ekki stóS upp aftur, fyrr en eftir aS bjöllunni hafSi ver- iS hringt til merkis um, aS byrja aftur. Tilkyiming. 18. apríl. FB. Norska aðalkonsúlatið iil- kynnir: Samkvæmt norskum lögum frá 6. mars 1931, lieitir borg sú í Noregi, sem nú heit- ir Nidaros, frá sama degi að telja Trondheim. Biskupsdæmið og dómkirkj- an halda sínum gömlu nöfn- um, sem sé „Niðaróss biskup- upsdæmi“ og „Niðaróss dóm- kirkj a.“ Mæður, alið upp lirausta þjóð og gefið börnunum ykkar silfurtært þorskalýsi, fæst altaf í VO N. K. F. U. M. Kl. 10 árd. á morgun. Sunnu- dagaskóli. Kl. iy2 siðd. Y-D.-fundur. (Vet- urinn kvaddur). Kl. 3 síðd. V.-D. (Drengir 7—10 ára). (Sumarfundur). Kl. 6 síðd. Ungmeyjadeild K. F. U. K. Kl. 8% síðd. U.-D.-fundur. Öll- um meðlimum ráðlagt að koma á fundinn. Fermingar- drengir vorsins velkomnir. Allir piltar, 14—17 ára, vel- komnir. Væringjar. Haldin verður útiæfing sunnud. 19. þ. m. Mætum lcl. 2 e. li. við gamla barnaskólann. ítotið nilcock’s plástra ei tiér tiafiO tirautir Þa'ð eru hinir dásamlegu brúnu plástrar, sem færa y'ður hlýju og fróun. Kraftur þeirra er svo mik- ill, að þeir minka undir eins þján- ingarnar, hversu djúpt sem þær kunna a'ð liggja, og lækna þær að fullu á skömmum tima. — AL- COCKS plástrar eru bestir állra meðala slíkrar legundar, af því að þeir hjálpa yður allan timann, sem þér notið þá. — Þursabit (Lumbago), Iscliias, gigt, bak- verkur, hósti og kvef geta blátt áfram ekki staðist áhrif plástr- anna. Fást hjá öllum lyfsölum. ALLCHCÉI POROUS PLASTERS Aðalumboðsmaður okkar fyrir ísland er: Stefán Tliorarensen, Reykjavík. Alcock Manufacturing Company. Birkenhead. England.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.