Vísir - 20.04.1931, Síða 2

Vísir - 20.04.1931, Síða 2
VÍSIR FYRIRLIGG JANDI: MAÍSMJÖL MAÍS HEILL HÆNSNAFÓÐUR BL. HVEITIKLÍÐ RÚGHRAT. Stadentafondnr mðtmælir gerðnm stjðrnarinnar. Stjórnarliöiö á flótta. Fundur var haldinn í g'ær í Stúdentafélagi Reykjavíkur og var þingrofið til umræðu. Málshefjaudi var Eiuar B. Guðmundsson lögfræðingur. Flutti liann ítarlegt erindi um málið og sýndi fram á þá lög- leysu, sem stjórnin hefði haft í lrammi, og liversu mjög hún hefði brotið l)ág við gild- andi þingræðisreglur og al- ment velsæmi. t sama streng tóku þeir: Garðar Þorsteins- son lögfræðingur, Jón Kjárl- ansson ritstjóri, Matthías Þórð- arson fornminjavörður og Tlior Thors. Af hálfu Framsóknar töluðu þeir Helgi Briem bankastjóri, Svavar Guðmundsson og Her- mann Jónasson, en sá síðast- nefndi hafði nokkura sérstöðu i málinu. Þótti fundarmönnum þessum skjólstæðingum stjórn- arinnar fatast mjög vörnin, og ræður þeirra líkjast skrifum Tímans um málið. Af hálfu jafnaðarmanna talaði Ingimar Jónsson. Þessar tillögur voru sam- þyktar: „Fundurinn átelur liarðlega þingrof stjórnarinnar 14. apríl 1931. Telur liann slíkt stór- kostlegt hrot á almennum þingræðisreglum. Jafnframt vílir fundurinn það, að forsætisráðherra skuli þverskallast við að segja af sér enda þótt hann viti, að meiri hluli þings og þjóðar sé i and- stöðu við ráðuneyti lians.“ Var tiilagan samþvkt með 50 atkv. gegn 5, en lögreglu- stjórimi, Hermann Jónasson, kvaðst samþvkkur siðari liluta hennar, en ekki greiða henni atkvæði sökum þess, að hún væri ekki rétt „motiveruð“. Ingimar .Tónsson har fram viðaukatillögu, og var hún samþykt svohljóðandi, eftir að Jiafa tekið nokkurum orða- breytingum: „Þar sem atburðir síðustu daga hafa sýnt, að hægl er að beita konungsvaldinu gegn meiri hluta Alþingis, krefst Stúdentafélag Reykjávikur þess, að islenska rikið verði gert lýðveldi svo fljótt sem unnt er.“ Var tillaga þessi samþykt með 44 gegn 9 atkv. Flutningsmaður lél þess gct- ið, að ef konungur færi að vilja meirihluta-þingflokkanna, þá væri forsendur hennar að nokkuru lej’ti niður fallnar. Málsvarar stjórnarinnar á fundinum voru, eins og fram- an greinir, aðallega þeir Helgi P. Briem bankastjóri og Svav- ar Guðmundsson, fulltrúi i Sambandinu og hankaráðsfor- maður. Undruðust ménn það mjög, að ekki skyldi koma fram á þessum vettvangi nokk- ur lögfræðingur, annar en lögreglustjórinn, af þeim mikla fjölda lögfræðinga, sem sagt hefir verið i „Tímanum“, að reiðubúnir væri að verja gerð- ir stjórnarinnar. Og því verð- ur uú tæplega lialdið fram, að varnir lögreglustjórans hafi hætt mikið fvrir málstað stjórnarinnar, þar sem liann lýsti sig samþykkan aðalefni tillögu ])eirrar, sem samþykt var, þó að hann að vísu vildi ekki fallast á það, að þingrof- ið væri brot á stjórnarskránni. „Lögfræðingarnir“ Iielgi P. Briem og Svavar Guðmunds- son, virtust hins vegar ekki sem best „heima“ i lögunum. H. P. B. yirtist t. d. ekki hafa hugmynd um það, að stjórn- arskráin sjálf mælir svo fyr- ir, að stjórnarskrárbreytingar skuli bornar undir atkvæði kjósenda, að engin stjórnar- skrárbreyting getur því náð fram að ganga, nema samþykl liafi verið á tveimur þingum og kosningar farið fram í milli. — En Svavar Guðmundsson virtist telja ])að brýna nauð- svn, og að sjálfsögðu heimilt stjórninni, að breyta stjórnar- skránni þannig i framkvæmd- inni, að tvennar almennar kosningar yrðu látnar fram fara út af þeim breylingum á stjórnarskránni, sem nú höfðu verið samþyktar i efri deild! — Annað veifið var ])að að vefjast fyrir þeim, að stjórn- inni hefði verið nauðsvnlegt að rjúfa þing nú þegar, af því að kosningar hefðu eliegar farið fram þremur vikum síðar og kjósendum þvi ekki gefist eins góður tími lil að hugsa sig um! — Mönnum skilst það, að þess- um lögspekingum stjórnarinn- ar muni að jafnaði gefast það illa, að hafa langan tíma til umhugsunar, því að því lengur sem þeir hugsi, því ruglaðri muni þeir verða. Símskeyti —0— London 19. apríl. Viðurkenna Bretar spánverska lýðveldið? Breska stjórnin hefir hafiö um- ræ'öur viö stjórnir nýlendnanna um hvort og hvenær skttli viðurkenna spánska lýðveldií). Þegar fullnaö- syör eru fengin frá nýlendunum verður lýöveldisstjórninni gert aö- vart. Mótmæli gegn þingrofinu. —o— Borgarafundurinn á laugar- dagskveld. —o— Vegna þess, hve blaðið fór snemma í pressuna á laugar- dagskveld voru engin tök á að skýra þá frá borgarafundin- um, sem lialdinn var í og við Varðarhúsið þá um kveldið. Stjórn Varðarfélagsins liafði ])oðað til fundarins. Söfnuðust menn í þúsundatali fyrir sunn- an lnisið, því að að eins lítill hluti fundarmanna komst inn. Veður var hið ákjósanlegasta og fengu ræðumenn ágætt hljóð, enda voru þarna ræður fluttar sein erindi áttu til allra bugsandi borgara. Fyrstur ræðumanna var Jakoh Möller. Brýndi hann m. a. fyrir mönn- um að liafa engar lögleysur í frammi, sem leitt gæti til þess að sóknin gegn einræðismönn- unum linaðist. Eins og sakir stæði væri sjálfstæðismenn til nevddir að bíða átekta, uns svar kæmi frá konungi, en er það kæmi, væri liægt að taka endanlega afstöðu til einræð- ismálsins. Fór hann þeim orð- um um, að ef konungur stæði við hlið forsætisráðherra í þessu máli, yrði barist í kosn- ingunum þ. 12. júní gegn for- sætisráðlierranum - og kon- unginum. Næstur talaði Jón Þorláks- son og fór nokkurum orðum um það deiluatriði, hvort stjórnarskráin hefði verið ]>rotin eða ekki. Bcnti bann á það mikilvæga sönnunargagn, að Einar Arnórsson, sem er aðalböfundur stjórnarskrár- innar, skýrir stjórnarskrána á þá leið í réttarsögu Alþingis, að ljóst má vera liverjum manni, að þingrofið seinasta er ótvírætt brot á stjórnar- skránni. En þessar skýringar voru fram komnar frá Einari Arnórssyni löngu áður en þing var rofið, löngu áður en nokk- urn óraði fyrir þeim atburð- um, sem nú liafa gerst. J. Þ. benti einnig á þá sjálfsögðu kröfu, að aldrei sé gengið svo nálægt ákvæðum stjórnar- skrárinnar, að orkað geti tví- mælis, livort um l)rot á henni sé að ræða. Menn í ráðlierra- stóli mætti síst af öllu láta slíkt koma fyrir. Þetta væri jafnvel Trvggva Þórliallssyni ljóst, þvi að þegar þeir .1. Þ. og J. B. fóru til lians á dögun- uni með áskoruu um að segja af sér, hefði hann sagt: „Ef mig liefði órað fyrir því, að það orkaði tvímælis, sem nú er raun orðin á, að hér væri um stjórnarskrárbrot að ræða, þá liefði eg aldrei farið út í það að leggja til, að þing yrði rofið.“ Sýna þessi unnnæli ljóslega, að stjórnin hefir ekki vitað hvað hún var að gera, þegar liún fór út á þessa hættulegu braut. En það er stundum of seint að 'iðrast. .T. Þ. benti á, að íslendingar líti konungsvaldið öðrum aug- um en Danir. íslendingar liefði oft þurft að vernda rétt sinn gegn konungsvaldinu. Þótt Danir þoli það, að kon- ungur reki þing þeirra lieim, þá sé öðru máli að gegna um íslendinga, þar sem konungur sé búsettur í fjarlægu landi. 1. grein stjórnarskrárinnar á- kveði, að hér skuli vera þing- Nú er mikiö af nýjum vðrnm komið, úrvaliö er gott og verðiö er afar lágt. ATH. Eldri vðror settar nið- ur í samræmi við þær nýjn. NJtt í Skemmuna: Sokkap mörg þekt og góð merki. Kvensokkar, fjölbr. úrval. Silki og gcrfisilki, frá 1.25 parið. ísgarns frá 2.10 parið. Ullar frá 1.75 parið. Telpusokkar: ullar, baðmullar, ísgarns og silki frá 1.25. Drengjasokkar, margar tegundir. Afar sterkir, frá 1.95. Barnasokkar. IJálfsokkar. Sportsokkar. Utanyfirsokkar. Kvennærföt: við allra liæfi, mikið úr- val. Bolir frá 1,75. Buxur frá 2,10. Barnanærfatnaður. Barnaföí — Telpukjólar. Drengja og Tel|)ii|)eysur. Prjónagarn. Gott úrval. — Heklugarn. Stoppigarn. — Lífstykki. Brjóstbaldarar. Fallegar kventöskur. Ferðatöskur, Margskonar Smávara. Nytt í Herrahúðtna: Regnfrakkar frá 36 kr. Linir hattar. Harðir hattar. Enslcar húfur. Nærfatnaður. Sokkar. Skyrtur. Náttföt. Hálslín. Treflar — Peysur. Regnhlífar - Göngustafir. Hitaflöskur frá 1,50. Ennfremur: Original Tliermos. Nytt á loftið: Kvenkápur, sumar og vor. Regnkápur. Skinnkápur. Regnfrakkar. Heimakjólar. Samkvæm isk j ólar með og án erma. Kventreyjur. Pils, blá og tvced. Prjónatreyjur og golf- treyjur. Barna- og unglinga- Vrorkápur og Regnkápur. Barna- og unglinga- Kjólar, margar teg. Mislit dyra og glugga- tjaldaefni, fallegt virval. Dívan- og borðteppi. Regnhlífar. Kvenna og barna, fallegar og ódýrar. Nytt í vefnaðar- vdrudeidina: Gluggatjaldaefni, m. úrval Léreft, einbr. og tvíbr. Landsins bestu Flónel — Tvisttau. Morgunkjólaefni. Alklæði, franskt. Blá Cheviot í unglinga og karlaföt. Ullarkjólatau, einlit og munstruð. Káputau, einlit og tveed. Silki, Crepe dc Chine og Georgette, margir litir. Hanskar. Ivragar. Ilmvötn. Heímsþekt merki. Allar Smávörur. Handklæði — Dreglar. Gólfklútar o. m. m. fl. Rúmfatnaður. Rúmstæði. Fiður og Dúnn. Saumavélar. Qleymid ekki aö athuga verö og vörugæöi í Haraldarhúð. niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinniiiniiiniiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMWHiiiiHHiiiimniiiiiiiniiiiiiiiniiiiiiinniniiiiiiniiiniiiHiHiinHiiHiimiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiniiiiiiniiiiiiiiiiii

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.