Vísir - 30.06.1931, Blaðsíða 2

Vísir - 30.06.1931, Blaðsíða 2
VISIR Höfum fyrirliggjandi: Asparagus í súpur, ný kalifornisk uppskera.— Baun- ir, grænar, 3 teg. — Sardínur i oliu og tomat. — Bayerskar pylsur. — Lifrarkæfa. Crpaf Zeppelin á leid til Reykjavíkur. Hér með tilkynnist ættingjum og vinum, að systir mín, Guðrún Hallmundsdóttir frá Gjábakka í Þingvallasveit, and- aðist á Vífilsstöðum 29. |). m. Ágústa Hallmundsdóttir. Innilegt þakklæti til allra þeirra, er auðsýndu hluttekn- ingu við andlát og jarðarför Þorbjargar Friðriksdóttur kenslu- konu. Aðstandendur. Móttekið 30. iúni. United Press. FP>. Friedrichshaven 29. júní. Graf Zeppelin leggur af stað í fyrramálið kl. 5.30 f. b. áleið- is til íslands um Noreg og tek- ur póst í Reykjavík. Fer lieim- leiðis meðfram ströndum Skot- lands og Englands. Kl. 6,32 í morgun: Zeppelin lagði af stað frá Friedriclis- haven kl. 5,34 í morgun um Holland og England áleiðis til íslands með tólf farþega. Samkvæmt ofanrituðu hefir Graf Zeppelin lagt af stað kl. 3,32 eftir íslenskum tíma, og Símskeyti t —O— I. Habarovsk 29. júní. United Press. FB. Heimsflugið. Post og Gattv héldu áfram til Nome kl. 9 f. h. Koiriu hing- að kl. 11,40 l'. h. á sunnudag frá Blagovestchensk. (Hvor- tveggja timinn Greenwich- tími). ' s Noine 30. júní. United Press. FB. Post og Gatty lentu hér kl. 7 e. h. (Kyrrahafstimi). Malaga 29. júní. United Press. FB. Frá Spáni. Allsherjarverkfall hafið í mótmælaskyni vegna atburða í sambandi við kosningaóeirðir. Einn maður úr borgara-varð- liðinu var veginn. — Verka- menn hafa gengið kröfugöng- ur um borgina, veitingahúsum er lokað. Smáuppþot liafa orð- ið liér og þar í borginni, en lög- reglan befir fljótlega komið kyrð á aftur. Síðar: Tveir menn úr borg- aravarðliðinu voru vegnir á kosningadaginn. Ilöfðu þeir veitst að hóp manna i skemti- garði borgarinnár og leiddi það til óeirðanna. Tilkynt hef- ir verið, að hernaðarlög gildi í borginni Um stundarsakir. Malaga 30. júní. United Press. FB. Fjórir menn biðu bana í kosningaóeirðunum á sunnu- dag og mánudag. London 29. júní. United Press. FB. Deilan um Austur-Grænland. Norskur leiðangur hefir lagt undir sig Mygbukten í Græn- landi, og er því talið fullvíst, að liarðna muni deilan milli Dana og Norðmanna um yfir- ráðin vfir Austur-Grænlandi. er giskað á, að liann geti kom- ið hingað um kl. 6 síðdegis, en nánari skeyti liafa ekki borist um komu hans, þegar þetta er ritað. Um 10 þúsund bréf og bréf- spjöld liafa borist póststofunni til flutnings i loftfarinu, og tek- ur það við póstinum á Eskiblið. Þar hafa verið sett leiðarmerki, og neniur loftfarið staðar þar uppi yfir, og rennir niður kaðli, sem póstpokarnir verða festir við. Jafnframt skilar það þeim pósti, sem það flytur liingað. Þetta er önnur för Zeppelins til íslands. Hann kom hingað 17. júlí í fvrra, eins og kunnugt Khöfn 29. júní. (Frá fréttaritara FB.). Tidens Tegn skýrir frá þvi, að norskir veiðimenn hafi dregið norskaii fána á stöng við Myggebugten á Austur- Grænlandi og í nafni Noregs- konungs lagt undir Noreg (okkuperet) landsvæðið milli Carlsbergfjarðar og Bessel- fjarðar. Iíalla þeír landið „Land Eiríks rauða". Kolstad forsætisráðherra seg- ir, að þetta sé gert án víiimdar og samþvkkis Noregsstjórnar. Stauning segir, að málið verði lagt fvrir Haagdómstól- inn, ef Noregsstjórn viðurkenni landnámið. Utan af landi. Akureyri 29. júní. FB. Knattspyrnufél. Rvíkur fór í gærmorgun að boði Knatt- spyrnufél. Akureyrar inn að Grund. Var kirkjan skoðuð og nágrennið. í bakaleið var stað- næmsl í Kristnesi. Kl. 4 fór fram knattspyrnukappleikur milli K. B. og Þórs, og fór ltann svo, að K. R. vann með 10: 1. Dómari var Gunnar Schram. Að kappleiknum loknum fór fram kep])ni í 1500 stiku hlaupi og var Ólafur Guðmundsson fyrstur að marki. Þá þreyttu þeir Magnús Guðbjörnsson og Haukur Einarsson þolhlaup frá Fagraskógi og út á iþrótta- völl K. A. á Oddevrinni. Er hlaupið 28 rastir. Illjóp Magti- ús það á 1 klst. og 45 mín., en Haukur var 1 klst. og 52 min. Þykir Norðlendingum blaup þeirra hin frækilegustu. Um kveldið kl. 8 hófust íþróttir af nýju, og var fyrst handknatt- leikur milli stúlkna úr K. R. og K. A. Unnu K. R. stúlkurn- ar með 10: 3. Þvi næst fór fram fegurðarglíma og keppni í bændaglimu úti á íþróttavell- inum og þótti mikið til hennar koma. Þá tóku þeir Ingvar Ólafsson og Þorgeir Jóusson þátt i spjótkasti og kringlu- kasli og tókst ágætlega. Var það síðasti þáttur íþróttaleik- anna hér. Um kveldið bauð K. A. gestum sínum á dansleik í samkomuhúsinu, og við það tækifæri afhenti ritari K. R. tvo bikara til K. A. Skyldi ann- ar vera fyrir viðavangshlaup, en hinn fyrir þriðja flokk knattspyrnumanna. — Nokkr- ar stúlkur úr K. R. fara gang- andi áleiðis til Reykjavíkur í dag, en aðrir þátttakendur í förinni fara á „Goðafossi” í dag kl. 2. Verður komið við á Húsavík og verður ef til vill sýning þar í kveld. K. R. fólkið er sérstaklega vel ánægt með móttökur og allan aðbúnað hér. Sólskin og hlýtt veður all- an tímann. Vellíðan allra. Prestastefnan 1931. —o— (Niðurl.) Biskup hafði ekki haldið neina yfirreið á næstliðnu sumri, en aftur hefði hann, sem l'ulltrúi islensku kirkjunnar tekið boði norsku stjórnarinnar um hluttöku í hátíðaböldum Norðmanna í Þrándheimi. En af hálfu guðfræðideildar há- skóla vors hefði Asmundur dó- senl Guðmundsson tekið þátt í þeim hátiðahöldum. Að loknu máli bar biskup fram venjulegar tillögur sínar tmr styrk til up])gjafapresta og prestaekkna og voru þær sam- þyktar umræðulaust (alls út- hlutað kr. 8490,00). Ennfremur gerði hann grein fyrir hag prestseklcnasjóðsins, sem við síðustu áramót hefði verið orð- ínn kr. 60,434,30. Þá gerði Ásmundur dósent Guðmundsson grein fyrir starf- semi bamaheimilisnefndar. Fjársöfnun í þágu þeirrar starf- semi liefði numið alls kr. 4,288. Höfðu gjafir safnast úr öllum nrófastsdæmum landsins, en til- tölulega langmest úr Rangár- valla-])róf astsdæm i. .T örðin Hverakot í Grímsnesi hefði ver- ið keypt og þar- reist mikið og vandað lnis, scm gæti tekið 30 börn. Ákveðið liefði verið að vinna að stofirun daglieimilis fyrir börn á Siglufirði og að stvrkja stúlku ])aðan til utan- farar til að kymiast þess hátt- ar liknarstarfsemi. Lagt var fram á fundihitm frumvarp lil laga um bamavemd, frá barna- verndarnefnd, sem einnig hafði samið frumvarp til laga um fávitahæli. Var nefnd kosin lil að athuga frumvörp þessi (en áli't sitt lágðf nefndin fram á fundi Pres'tafélagsins á Laugar- vatni). í umræðum, sem úrðu um þetta mál voru allir sam- mála urn að votta barnaheim- ilisnefndinni þakkir fyrir ágætt starf hennar, og þá sérstaklega frummælanda, sem reynst liefði mestur athafnaníaður inn- an nefndarinnar. Loks las biskup upp bréf frá Sjálandsbiskupi innihaldandi tilmæli þess efnis, að islenskir prestar mintust frá prédikunar- stól og i kirkjubæn 1. sunnudag i september þ. á. starfs þess, er nú væri unnið í heiminum til eflingar friði með þjóðunum, en sá sunnudagur væri næsti sunnudagur á undan setningu friðarþingsins áformaða i Genf. Var í einu hljóði sam])ykt að verða við þeim tilmælum. Kl. 8i/2 fhitti sira Friðrik Hallgrímsson ágætt erindi i dómkirkjunni fyrir almenning um boðskap kirkjunnar og starf. Föstudag 19. júní kl 9 var aftur gengið til fundar. Er sálmur hafði verið sunginn og bæn flutt, gerði biskup grein fyrir messuflutningi og altaris- göngum á næstliðnu ári. Vegna [)ess, hve mörg prestaköll stóðu óveítt, hefðu messur allsyfir orðið nokkuru færri en árið áð- ur, en þó svo að komið hefðu að meðaltalí nálægt þvi 40 messur á hvern ])rest. Af söniu ástæðu hefðu fallið niður altarisgöngur "i fleiri j)restaköflum en áður, og tala altarisgesfa þvi orðið nokkuru lægri en árið á undan (alls 4957). Þá skýrðí biskup frá störfum handbókarnefndar. Lét bann ])ess getið, að hann teldi nefnd- ina nú liafa Iokið þeim störfum, sem liún hefði skift með sér, til undirbúnings nýrrar hand- bókar og bar fram tillögu þess efnis, að tveim mönnum væri falið það starf, sem nú væri ó- unnið, að samræma hinar ein- stöku kirkjulegu athafnir o. s. frv. og til nefndi þá tvo: Sigurð próf. Sívertsen og Ásm. dósent Guðmundsson, í von um að styrkur fengist af almannafé til ])ess að launa það starf þeiiTa að einhverju leyti. Urðu all- miklar umræður um málið og lauk því með fullu samþykki fundarmanna á tillögum for- seta. Þá hreyfði biskup nýmæli urn aldurstakmark til fermingar, svo að mönnum yrði gert hægra fyrir en áður með að fá ófull- aldra ungmenni fennd og ekki þyrfti að ónáða biskup með undanþágubeiðnum, eins og nú ætti sér stað. Eftir allmiklar umræður var borin fram svo hljóðandi tillaga: „Preststefhan óskar að prest- um verði framvegis heimilt, án sérstaks aldursleyfis frá bisk- upi, að ferma börn, sem þeir telja fermingarhæf að þroska og þekkirigu, ef ])au ná 14 ára aldri innan næstu áramóta." Var tillaga þessi samþykt í einu hl’jöði og biskupi falið í nafni prestastefnunnar að greiða henni leið til lilutaðeig- andi stjórnarvalda. Lolcs flutti Magnús prófessor Jónsson ítarlegt erindi um við- tökur kirkjulegu frumvarp- anna á Alþingi og horfui’nar á frarngangi þeirra. Var þá, er hann Iauk máli sinu, kornið að borðhaldstima, og þvi fundi slitið. Kl. 4 siðdegis bófst fundur af nýju. Samkvæmt dagskrá skyldi þá erindi flutt um kirkjulegt líf i Svíþjóð, en ræðumaður fekk sig leystan frá flutningi sökum lasleika. Var þá tekið fyrir næsta mál á dag- skrá: Kirk jan og útvarpið. Gerði sira Friðrik Hallgríms- son, sem er i útvarpsráði af kirkjunnar liálfu, grein fyrir starfi útvarpsins, að þvi er snertir hina andlegu fræðslu og spunnust af því fjörmiklar um- ræður, er héldust allan fundar- timann. Voru menn allir á einu rnáli um gagnsemi útvarpsins og flestir lýstu gleði almenn- ings viðsvegar um land vfir guðsþjónustunum, sem út- varpað væri. En einnig heyrð- ust raddir um, að hættur gæti stafað af útvar])inu fyrir kirkj- una, svo að vrði til þess að draga úr kirkjurækni manna, auk þess sem ekki væri alt jafn- holl fæða, sem bærist mönnum til eyrna gegnum „gjallarhorn- ið“. Því var þó lireyft, af síra Gunnari Arnasyni, að æskilegt væri að útvarpað vrði upp- byggilegri kveldhugvekju (10— 15 minútna) alla virka daga vikunnar, aðra en laugardaga, og tillaga borin fram þar að lútandi, og var hún samþykt. — Að endingu [xakkaði biskuj) fyr- ir hönd fundarmanna sira Frið- riki Hallgrímssvni starf hans í útvarpsráðinu. Kl. 8Yo flutti sira Ásm. Guð- mundsson ágætt og eftitektar- vert erindi fyrir almenning í dómkirkjunni um kirkjuna og verkamannahreyfinguna. Laugardagsmorgun 20. júní kl. 9 var aftur gengið til fund- arhalds og hófst fundur sem áður með sálmasöng og bænai’- flutningi. Biskup skýrði frá því bvað liði sálmabókar-endurskoðun- inni, sem áformuð befði verið, að nefnd liefði enn ekki fengist sett til að vinna það verk og þá ekki heldur loforð fvrir neinu fé í því skyni, sem óhjákvæmi- legt skilyrði væri fyrir, að koma slíku verki i framkvæmd. Verlc eins og endurslcoðun sálmabókarinnar væri meira vandaverk en svo, að brapa xnætti að því, yrði vel að vanda það er lengi I ætti að standa. Hinsvegar taldi biskup vand- hæfi á þvi að fá endurskoðunar- nefnd skipaða öðru eins mann- vali og nefnd sú’ var skipuð, sem vann að sálmabókinni fi*á 1886, og naumast verið unnið svo að islenskum sálmakveð- ska]> síðan, að úr miklu væri að velja. Hitt leiddi af sjálfu sér, að senn 50 áragömul sálmabók fullnægði ekki sem skyldi trú- arþörf einstaklinga á vorum dögurn, þótt bún þætti afbragð á sirium tíma og væri álitin það enn af mörgum, bæði innan Tands og utan. Þess vegna yrði það að teljast tímabært mál að farið væri að vinna að endur- skoðun bennar eða safna til viðbætis við hana, senx einatt væri fvrsta sporið til gagn- gerði-ar endurskoðunar. Um- ræður urðu ekki um þetta mál. Þá skýrði biskup frá tilliög- un áformaðrai’ biskupsvislu næsta dag og þáttöku synodus- presta og annara andlegrar stéttar manna í þeirri athöfn. Og vegna undirbúningsins und- ir þá athöfn óskaði biskup að prestastefnunni yrði lokið með þessum fundi, enda væri dag- er.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.