Vísir - 08.07.1931, Blaðsíða 2

Vísir - 08.07.1931, Blaðsíða 2
yisiR Símskeyti Washington 8. júlí. Upited Press. FB. Hoover og afvopnunarráð- stefnan. United Press liefir fregnað það frá áreiðanlegum heimild- um, að vegna þess hve vel gekk með framgang gjaldfreststil- lögu Hoovers forsela, áformi ameríska stjórnin að sækja það af ekki minna kappi á afvopn- unarstefnunni í Genf i febrú- ar, að dregið verði úr víghún- aði til stórmikilla muna. ‘ Kaupmannahöfn 7. júli. i (Frá frétlaritara FB.) Deilan um Austur-Grænland. Norska.ríkisstjórinn hefir i dag svarað orðsendingu dönsku ríkisstjórnarinnar viðvíkjandi deilunni um Austur-Grænland. Setur norska stjórnin eftirfar- andi skilyrði fyrir því, að mál- inu verði vísað lil dómstólsins i Haag, í fyrsta lagi, að Danir fallist á það fyrirfram, að norsku stjórninni sé heimilt að lielga sér Austur-Grænland, ef Haag-dómstóllinn úrskurði að Austur-Grænland sé ekki eign neins lands (ingenmandslánd), en öðru lagi að Danastjórn ábyrgist, þrátt fyrir málaferl- in fyrir Ilaag-dómstólnum, status quo í Austur-Grænlandi miðað við 1. júlí. Berlingske Tidende í kvcld segir, að danska stjórnin svari neitandi. gerð og liolræsagerð, cn þær framkvæmdir þvkja hafa orð- ið dýrar, því greitt liefir verið lcr. 12.50 á dag, í lcaup fyrir ?y2 klst. vinnudag. Reknetasildar verður altaf vart, en aflast lítið. Fyrsta nót- síld kom inn í morgun. Ivom Björninn með nærfelt' full- fermi, scm var tekið hér rétt við fjörðinn. l'ór hann með .síJdina til Svalharðseyrar i frysli. Kvefsótl stingur sér niður í bænum. LJtan af landi. Siglufirði 7. jáli. FB. Ivöld tíð og votviðrasöm upp á siðk'aslið. Þorskafli tregur síðuslu viku og flestir bátar að hætta. Fisksala mjög trcg alt vorið. Fleslir cru þó að sclja nú talsverðan hluta atlans. Verðið 22 2.‘> aurar pr. kg. af fullstöðnum saltfiski. At- vinnuhorfur í bænum mjög slæmar nú Jicgar þorskveiðar hætta að mestu og úllit með síhiveiðar slæmt. Verksmiðjur Goos og dr. Paul bræða ekki í sumar. Ríkisbræðslan er að mestu tilbúin að taka á móti, en óhugur í sjómönnum og út- gerðarmönnum að veiða td liennar, því framkvæmdar- stjórinn segir söluútlitið mjög slæmt og allmikið éiselt af fyrra árs sildarlýsi á markaðinum. Fjöldi hæjarmanna og að- komumanna vinnulausir. Fara hinir síðarnefndu nú óðum heim. Byggingar í bænum með langminsta móti í vor og fram- kvæmdir einstaklinga vfirleitt. Bærinn hefir þar á móti látið framkvæma talsvert af gatna- Ritfregn. Eftir Guðbrand Jónsson. —o— Niðurl. Guðmundur Kamban: Jóm- frú Ragnheiður. Ávarpið „meistari Biynjóifur“ var héldur ekki að þeirrar tíð- ar hætti, það var „magister Brynjólfur“. í sambandi við þelta má geta þess, að höf. læt- ur Ragnheiði vita það eitt, að „Brvnjólfur Sveinsson er fyrsti og' einasti magister á íslandi“, en það er ekki rétt, t. d. var Sveinn Pétursson spaki Skál- lioltsbiskup (1466—76) ma- gister. Orðið signatúr var ekki notað um undirskrifl þá, held- ur handskrift. í heild sinni er engin tilraun gerð til þess, að beita setningaskipun og orða- lagi 17. aldar. Það má vera, að það sé gott, því að ekki cr slíkt heiglum hent. Maður þarf að lifa árum saman innán um út- lenda þjóð, tiþþess að læra siði hennar og venjur, hvort sem þær verða manni eðlilegar eða ekki, og maður þarf að vera jafn handgenginn orðalagi for- tíðarinnar árum saman, til þess að geta beitt»því. Eg liefi að eins þékt einn mann, sem gat það tii fulls. Það er hvað lak- asl að þessar latínu- og grísku- slettur, sem í rauninn engan svi]i setja á málfar bókarinnar, eru stundum lagðar út neðan- máls, ekki sem alira réttast eða þá s\ <) nálægt orðunum, að þýð- ingin er sem ekki væri. A bls. 21 standa orðin „piissima constan- tia“ og eru lögð út ncðanmáls guðrækilegasta slaðfesta, en ælti að vera mjög guðrækilegt skirlifi. Á bls. 87 er talað um athugasemd, sem er kauðaleg og „humi repens“, scm höf. leggur út orðrélt: skríðandi með jörð, en hver skilur það; við það er átt, að liún sé svip- laus. Á hls. 128 nefnir höf. fata- efnið „rask“; eg skal ekki for- laka, að það heiti kunni að koma fyrir, en venjulega hcit- ið var „arrest“. A l>ls. 27!) nefn- ir höf. „rósenóhlu". Eg held nú varla, að rósadalir komi fyrir .svo seint hér á landi; þá munu alstaðar hafa verið notaðir rík- isdalir, en hvað sem um það er, voru þeir hér kallaðir „nóbilar". Það er og allvíða, sem sett er fram sitthvað smálegt, sem er í beinu ósamræmi við líðar- andann. A bls. 31 er Ragnheið- ur látin segja, er henni er sagt, að Daði sé bi’únn að eiga tví- bura með Guðrúnu Sveinsdótt- ur: „Þau eru bæði fullorðnar manneskjur og hafa sjálfsagt vitað Iivað þau voru að gera“. Þetta er lnigsun 20. aldar, 17. öldin hefir ekki verið i ncinum vafa um, að þafl liafi ekki vit- að livað þau voru að gera, held- ur hafi djöfullinn verið hér á ferðinni og hafi rifið undan þeim þeirra andlega læri, eins og liaft er eftir sira Þórði i Reykjadal. Á bls. 38 lætur höf. Vísa-Gísla lýsa því fvrir Ragn- heiði, hvað sér hafi jjótt Krist- ján IV. éla tígulega með fingr- ununi. Þetta er frá'leitl, því að i lok 16. og byrjun 17. aldar átu orðið allir heldri menn með lmif, skeið og gaffli, sem sjá má af því, að í Þjóðminja- safni voru eru til hnifapör Guð- brands biskups Þorlákssonar (nr. 8417), og að því er sér- staklega til Kristjáns IV. kem- ur, þá eru hnífapör lians til sýnis á Rósenhorgarsáfni, en eg veit ekki númerið; hefi þó séð þau. Svona mætti halda á- fram að telja, því að dæmin eru nóg. Kamban hefir því i smáu sem stóru vanrækt menn- ingarsögulegu Iiliðína á slarfi sínu, og einmitt í þeím efnum er hið smáa ef tíl víll hvað inest áriðandi. Skáldsagan gef- ur því ranga mynd af þeím tíma, sem Iiún á að lýsa og hennar hætti. Einhverjum kvnni að verða að spyrja, hvort sagnfræðileg iðja og skáldleg andagil t og list gætu yfir höfuð farið saman, Um það eru dæmin deginum Ijósarí; eg nefnl þó ekki sé nema tvö: Quo vadis eftir Sien- kiewicz og Salamho eftir Flau- bert. Báðar liafa þessar bækur fult listagildi og fult s.agnfræði- gildi. En einhver kynni að spyrja, Iivort skáldsaga sögu- legs efnis gæti ekki liaft fult listagildi, enda þótt sagnfræðin héfði farið öll í handaskolum, og er það auðvitað. Sagnfræð- in í leikritum Shakespeares er ekki á marga fiska, en hver myndi dirfast að neita þeim um listagildi. Og er þá að at- luiga hvers virði Jómfrú Ragn- heiður er frá þvi sjónarmiði séð. Gangur alvikanna i sögunni skiftir um þetta litlu máli, það er sálarl'ræði höf. og fegurðar- lilfinning, sem alt veltur á 1 því efni. Mafmlýsingarnar erti allar daufar og fólkið þoku- kent, nema jómfrú Ragnheiður sjálf. Jafnvel Daði, sem þó ætti að vera einn aðalþolinmóður- inn, maðurinn, sem vekur stjórnlausa ástriðu þessarar mikilhæfu konu, er dreginn svo laust upp, að maður sér hann varla, og manni finst höf. eig- inlega cingöngu láta liann fá að fljóta með, vegna þess, að Ragnheiður gat ekki lent í Jiess- um ástamálum sínum, nema einhver karlmaður kænii þar til skjalanna. Að öðru virðist höf. standa alveg á sama um hann og alla aðra; þeir eru látnir lmappa sig saman sem haktjald fyrir Ragnheiði, mátu- lega laust dregnir lil ])ess að ekkert sjáist nema hún. En cin- mitt af Daða hefði maður þurft að fá svo glöggva mynd, að í maður af henni gæti skilið á- hrif hans á Ragnhciði, þvi eins | og frá þvi er gengið, sýnist manni alt hennar tilfinningalíf æ . æ ^ Islenskar landligsmyndir. Þenna og næsta mánuð látum við heilan mvmdaflokk, Nr. 55—100, af hinum fallegu brúnu Teofani ljósmynd- um (landslagsmyndum) fyrir 25 arðmiða úr SWASTIKA cigarettum. Að eins heill myndaflokkur afhenlur í einu. Gildir til 1. ágúst. Þórdur Sveinsson & Co« Hafnarstræti 10. sprottið u])]) úr þoku og vera stjórnlaus vergirni, sem gríp- ur niður á fvrsta manni, sem fvrir verður, og ekkert annað. En það getur auðvitað verið, að einmitt þetta hafi verið til- gangur höf. Þetta er meingalli. En þá ælti maður líka að mega búast við því, að mynd Ragn- heiðar væri rétt gerð og fögur. Það pr hvorugt. Hin fyrsta ást hinnar ungu, óspiltu stúlku, sem ætli að gera samhand þeirra Daða og' hennar unaðs- fagurt, verður að vergirnisæðí, sem varla sér neinn stað í Skál- holtslandi ónotaðan, eins og Ivamhan lýsir því svo afar-v’ið- bjóðslega. Og hverníg verður ])essi manneskja svona? Þar kemst Kamban í mótsögn við sjálfan sig, því að liann segir, að eiðurinn, sem hún vann, veki þennan anda til lífs með henni, en er þó á'ður húinn að lýsa þvi, livernig hún hefir líf- að i slíkum órum frá átta ára aldri. En hvernig áttí eiðurinn að geta valdið þessu? Kamhan heldur að ciðurinn hafi ekki verið rangur. Segjum að svo liafi verið. Segjinn, að þau væru þá ósnortin livort af ö'ðru Daði og hún, þá hefði eiður- inn að þeirrar tiðar hætti átt að véra þeim áhrifarik áminn- ing uin það, að hleypa sér ekki út í slíkt samhand eftir það, hvað sem tilfiningunum liði. Ilitl, að eiðurinn hefði átt að knýja Ragnlieiði út í það, sem eiðurinn i raun rétfri átti að levsa hana undan, er fráleítt. Hefðu þau aftur á móti verlð svo nákunnug áður, að eiður Ragnheiðar hafi verið rangur, þá hefir þeiin lilotið að veitast erfitt að slíta þau bönd, sem tengdu þau, bönd samlífsins og bönd meinsærisins. Og eftir allri mannlegri skynjan, hlýt- ur það að hafa verið á þann veg, en þau eða Ragnheiður liafa trúað þvi í þann svipinn, að ])ess héfði engan stað séð, og verið þá einráðin í því, að slita sambandi sinu upp úr eiðnum. Sú von hefir brugðist þeim og svo kemur <>11 rauna- sagan. Hún er ekki síður rauna- leg og átakanleg fyrir það, og nútíðin lítur þetta atvik ekki ásökunar-, heldur meðaumk- unaraugum. En skýring Kamb- ans er sálfræðilega röng, og myndin, sem hann dregur af Ragnheiði er ljót, „])lúm])heit“ ein, eins og það heitir á Kamb- ans eigin máli. En það er víð- ar sem Kamban ekki skilur. Þegar liann er að lýsa því, er móðurgleði Ragnheiðar vaknar Við fyrstu hreyfingar barnsins, og kæfir allan losta liennar, svo að hún u])p frá því er með venjulegu kveneðli, þá lætur hann hana óska þess, að Daði væri lcominn til hennar, til að njóta gleðinnar með henni, en gerir það reyndar á hálfóþveg- inn liátt. Lætur höf. þá uppi þá skoðun, að slíkrar gleði geti karlmaður ekki notið. En það er mesti misskilningur. Ef mað- ur ann konu, ann liann og sam- eiginlegu barni ])eirra, og get- ur einmitt innilega notið þess- arar gleði, þó að það auðvitað liljóti að verða með öðrum hætti en móðirin. Aðalpersónan og sálfræðiathuganir höf. eru því einnig í heild sinni rangar. Kamban virðist lítið auga hafa fyrir fegurð. Blygðunar- levsi lians er svo magnað, að hverjum einasta manni lilýtur að hrjósa lnigur við. Hann skil- ur það ekki, að til eru þau at- vík í sambandi manns og konu, sem eru heilög þeim, en hljóta að verða andstygð í augum þriðja manns. Kemur ])að best fram, er hann lýsir samförum Ragnheiðar og Daða, er liún leitar samfara við hann fyrstu nóttina eftir að hún vann eið- inn. Höf. virðist engan skilning á því hafa, að hinn mikli levnd- ardómur um uppruna mann- anna er fjársjóður hvers ein- staks manns, sem liann ekkí Iangar til þéss að sjá í speg'li, Iieldur i ljóma endurminning- anna, og sem aldrei má sjást eða sýnast, nema i hillingum. Það skyldi fyrirgefið höf., ef einhver innri ])örf frásögunnar Iiefði knúið hann til þessarar grófn Iýsingar, en svo er ekki; það er annað, sem liefir komið henni af sfað. Þefta er ekki einsdæmi í bókinni. Ilann lýs- ir því með óþægilegri lífeðlis- fræðilegri nákvæmni, hvernig Ragnheiður breytist úr barni i konu, alveg að óþörfu, en það hefði lífeðlisfræðilaust vel á Iialdið getað orðið yndisfögur og' rétt lýsing. Hann lætur Ragn- heiði og' Elínu i Bræðratungu vera í samræðum sín í milli um þetta, að óþörfu. Forvitni hvers Sund- Hettur, Föt, Skýlur, Hringir úr gúinmí. Sloppar, Handklæði. SUNDBÚNINGAR fyrir Ármann, K. R. og I. R.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.