Vísir - 21.07.1931, Blaðsíða 2

Vísir - 21.07.1931, Blaðsíða 2
V IST R 1 1 Olseini (0 I Höfum fyi irliggjandi: Þakjárn, 24 & 26, allar stærðir. Þakpappa, 4 teg. Þaksaum. æ . Islenskar landlagsrayndir. Þenna og næsta mánuð látum við heilan myndaflokk, Nr. 55—100, af hinum fallegu brúnu Teofani ljósmynd- um (landslagsmyndum) fyrir 25 arSmiða úr SWÁSTÍKA cigarettum. Að eins heill myndaflokkur afhentur í einu. Gildir til 1. ágúst. Þórður Sveinsson & Co« Hafnarstræti 10. Símskeyti París, 20. júlí. United Press. FB. Þýskir og franskir ráðherrar á fundi. Frakknesku og þýsku ráð- herrarnir sátu á fundi til mið- nættis. Frakkar ákváðu a.ð taka þátt í Lundúnaráðstéfnunni, sem hefst í dag kl. 6 e. h., eftir að samkomulag hafði náðst um að ræðá að eins fjármál Þýska- lands. London 20. júlí. United Press. FB. Lundúnaráðstefnan. Fulltrúar Belgíu, Frakka og Þjóðverja komu til London í dag. MacDonald og Henderson komu til móts við þá á járn- brautarstöðina og buðu þá vel- komna á ráðstefnuna. S í ð ar: S j ö veld af u ndurinn hófst kl. 6,30 e. h. og lauk fyrsta fundinum kl. 8,15. Mac- Donald forsætisráðlierra hélt þar ræðu og fór mörgum orð- um um hið þýðingarmikla starf, sem ráðstefnan ætti að inna af liendi. Hlutverk ráð- stefnunnar væti að gera ráð- stafanir til að traust skapaðist þjóða milli og lánstraust þyrfti að komast á fastan grundvöll afiur nú þegar. Hvers konar tafir, þótt stuttar væri, gæli haft mjög alvarlegar gtleiðing- ar. Með sérhverjum deginum bæri hætturnar nær, sem gæti leitt af sér það hrun, sem eng- inn mannlegur máttur gæti við ráðið. Hlutverkið væri nú fyrst og fremst að atliuga sérstak- lega fjárliagsaðstöðu og ástand Þýskalands. Vandamál Þýska- lands væri bæði stjórnmála- legs og fjármálalegs eðlis, en MacDonald bað fulltrúana að hafa i huga, að það væri fjár- málaerfiðleikar Þýskalands er ráðstefnan hefði til athugunar. Utan af landi. —o-- Akureyri, 20. júlí. FB. Fjögur síldveiðiskip komu i nótt og er búið að salta af þeim. Engin tilraun varð gerð til vinnustöðvunar. Kven- gímmí- stígvél mött og glansandi. Mjög stórt úrval. Verð frá kr. 10,75. Híanntiergsliræíttr. Á laugardaginn bvolfdi vöru- bifreið, er var að flytja fólk, of- arlega á Vaðlaheiði vestan- verðri. Var 14 manns í bifreið- inni að bifreiðarstjóranum með- töldum. Valt bifreiðin hálfa aðra veltu og meiddust jjrjár konur talsvert, en aðra sakaði lílið eða ekki. Frá Alþingi í gær. E f r i d e i 1 d. í efri deild stóð fundur til kl. að ganga fjögur, og snerust umræðurnar lengsl af um kjördæmaskipunina. 1. mál var frv. stjórnarinnar um ríkisbókbald og endur- 'skoðun, og var þvi visað áfram til 2. umræðu og fjárbags- nefndar. 2. Tillaga til þingsályktun- ar um dýrtiðaruppbót embætt- ismanna, og 3. Þingsályklunartill. út af Rússavíxlunum, fóru báðar til fjárhagsnefndar. 'i. málið var tillaga stjórnar- innar um sldpun milliþingci- nrfndar í kjördæmamálinu. Forsæiisráðherra mælti fyr- ir tillögunni lyrstur manna. Kvað hann skipun Alþingis og kjördæmaskipunina eitt bið þýðingarmesta í íslenskri lög- gjöf. Væri því sjálfsagt, er slíkt mál kæmi á dagskrá þings og þjóðar, að hafa sem vandað- astan undirbúning og hrapa ekki að neinu óliugsuðu. Þess vegna bæri stjórnin nú lram tillögu um skipun milliþmga- nefndar, sein skvldi rannsaka þetta mál sem gaumgæfilegast, liæði innanlands og eins liitt, hversu erlendar þjóðir liefði bjá sér leyst þenna vanda. Yrði að vanda til nefndarinn- ar eftir föngum, og myndi Framsóknarflokkurinn ekki velja í hana neinar liðleskjur, heldur þá menn, er iiæði liefði þrek og greind til að leysa þetla mál. Óskaði hann eftir því að fá vinnufrið fyrir nefnd- jna, og að allir flokkar gætu orðið sammála um að skipa liana, en ldtt væri mjöglíklegt, að þegar til úrslita og ákvörð- unar kæmi, myndi leiðirnar skilja. Jón Þorláksson tók þá til máls. Sagði hann stjórnina liafa gefið þá meginástæðu fyrir þingrofinu 14. apríl, að hún vildi tefja fyrir breyting- um á kjördæmaskipuninni og tilhögun Alþingiskosninga. En það væri óvenjulegt, sem bet- ur færi, að stjórn í þingfrjálsu landi gripi til þess að fremja slíkt atliæfi, traðka þingræðinu og brjóta stjórnarskrána, og það jafnvel áður en það mál væri komið fram í þinginu, sem liún þættist þurfa að rjúfa þingið út af. Það eina sem komið liefði verið fram fvrir þingið, iiefði verið tillaga um að rýmika grundvöllinn undir skipun Alþingis og kjördæm- íinna, til þess að síðari þing liefðu þar frjálsari hendur. Þá liefði stjórnin hleypt upp þing- inu, og væri dæmi til slikra verka hvergi að finna nema á byltingartímum. Núverandi kjördæmaskipun væri óviðunandi, þar sem meiri liluti þjóðarinnar hefir enga tryggingu fyrir þvi, að þingið sýni vilja þcss meiri hluta. — Af ótta við, að rétt- lætiskröfurnar um leiðrétting á þessu næðu fram að ganga, liefði Framsóknarflokkurinn rofið þingið. En nú væri l)lás- ið til undanhalds af hálfu flokksins og boðið upp á nefnd til þess að athuga þetta mál. Að visu væri hætt við, að þetta væri herbragð, og í þá átt bentu orð forsætisráðherra, um að leiðirnar myndu skilja, þeg- ar til ákvörðnnar drægi. En ef nefndin yrði samþvkt, yrði að lieimta, að hún skilaði áliti fvrir næsta þing. Til þess að nokkrar verulegar umbætur væri ha-gt að gera i kjördæma- skipunarmálinu, yrði að brevta stjórnarskránni. Það mætti gera nú á þessu þingi, eins og Sjálfstæðisflokkurinn ber fram frumvarp um, og leysa það svo til fullnaðar á vetrarþinginu. þegar milliþinganefndin befði skilað áliti. Lagði Jón að lokum til, að kosin yrði sérstök nefnd (stjórnarskrárnefnd), sen: bessari tillögu yrði vísað til, og þangað færi svo einnig frum- varp Sjálfstæðismanna um breytingar á stjórnarskránni. Jón Baldvinsson bar fram breylingartillögu þess efnis, að nefndin skyldi liafa lokið störfum fyrir næsta reglulegt jjíng. Ennfremur skuli tveir nefndarmenn tilnefndir af mið- stjórn Sjálfstæðisfl., tveir af miðstjórn Framsóknarfl. og einn af Alþýðuflokknum, i stað þess að eftir till. stjórnar- innar vrði i nefndinni 4 Fram- sóknarmenn og 1 Sjálfstæðis- maður. Jón Baldv. sagðist sannar- lega ekki hafa búist við þvi, að stjórnin bæri fram tillögu um skipun nefndar til að athuga brevtingar á kjördæmaskipun- inni, að minsta kosti eftir því sem flokkur hennar befði komið fram við kosningarnar. En batnandi manni er best að lifa. Hins vegar kvaðst Jón Baldv. vera tortrygginn um að bér væri heilindi á bak við hjá stjórninni. Forsætisráðherra befði gengið út frá þvi, að leið- irnar myndi skilja. þegar til ákvörðunar kæmi, og ef*Fram- sóknarfl. ætlaði að lialda • við þvi ástandi sem nú er, þá væri það leikaraskapur einn, að skipa ])essa nefnd. Sagðist hann ekki geta greitt tillögu stjórnarinnar atkvæði, nertia breytingartillaga sín vrði sani- þvkt. Forsætisráðherra vildi ekki r:eða þingrofið á þessum stað og stundu. Ekki gat hann þess, hvort nefndin ætti að skila áliti fyrir næsta þing, né livort liann væri samþykkur tillögu Jóns Baldvinssonar. Út af lcjör- dæmamálinu tók hann það fram, að ekki kæmi til neinna mála, að höfðatalan ein ætti að ráða. Jakob Möller tók næstur til máls. Sagði hann, að ef þetta mál hefði, eins og forsætisráð- herra licfði minst á, ckki verið athugað og rætt rólega, þá væri það stjórnin og fyrst og fremst Trvggvi sjálfur, sem liefði valdið þvi, að biti hljóp i mál- ið, með þingrofstiltæki sínu 14. apríl, sem nú væri svo al- ræmt orðið. Fór Jakob siðan nokkrum orðum um hið gífurlega rang- læti, er svo greinilega hefði komið í ljós við þessar kosn- ingar. Úr þessu vrði að bæta sem allra skjótasl; og sá meiri hluti kjósenda, sem væri of- beldi beittur, gæti ekki og myndi ekki una slíku ástandi. Spurði þá Jónas frá Hriflu, hvort þetta ætti að vera hót- un. Jakob sagðist skyldu revna að skýra það enn einu sinni l’vrir Jónasi, sem bann virtist aldrei geta skilið, að þess fvnd- ust engin dæmi i sögunni, að meiri hluti þjóðar sem væri kúgaður, léti sér það lynda til lengdar, og það væri ólíklegt að íslendingar væri eina und- antekningin frá þessari stað- reynd. Jónas Jónsson talaði þá og deildi á Sjálfstæðisflokkinn og þó sérstaklega á Jakob. Vildi hann halda ])ví fram, að þeim svipaði mest til kommúnista, fyrst þeir vildu „taka kosning- arréttinn og skiftá honum jafnt upp á milli manna,“ eins og kommúnistar vildu taka allar eignir og skifta þeim jafnt. Jakoh Möller svaraði og sagði, að Jónas liefði aldrei skilið og gæti ekki skilið kröf- ur lýðræðismanna, um að allir hafi jafnan kosningarrétt og meiri hlutinn sé ekki beittur ofbeldi af minni hlutanum. .Tónas ruglaði altaf saman kröfuin lýðræðismanna og kommúnista, en það sé skilj- anlegt, því að Jónas hafi lengi staðið nálægt kommúnistum og stafi þessi hugsanagrautur hans væntanlega af því. Tillaga .Tóns Þorlákssonar um sérstaka nefnd i málið var síðan samþvkt og hlutu þessir kosningu: Jón Þorláksson, Jakob Möller, Magnús Torfa- son, Páll Hermannsson, .Tón .Tónsson (i Stóradal). Síðan var þessari fyrri um- ræðu um tillöguna frestað, og kom þá hvorki liún né breyt- ingartillaga .Tóns Baldvinsson- ar til atkvæða í gær. 5. og fí. mál vöru frumvörp Jóns Baldv. um forkaupsrétt kaupstaða á hafnarmannvirkj- um o. fl., og um breyting á lögum um samþvklir um lok- unartíma sölubúða. Fóru þau bæði til nefndá. N e ð r i d e i I d. Mestar umræður urðu þar um jöfiuinarsjóðinn og frum- varp Sjálfstæðism. um bregt- ing á stjórn Síldareinkasölunn- ar. — Um bið síðarnefnda tóku lil máls Jóhann .Tósefs- son, Guðbrandur ísberg og Vilmundur .Tónsson. Voru þeir allir á einu máli um að l)revta tilhögun um kosningu útflutn- ingsnefndar, en hins vegar greindi þá ísberg og Jóhann á við Vilmund um, hversu mik- ill skyldi vera íhlutunarréttur verkamanna þeirra, er í landi vinna. Fóru þessi frumvörp tvö, á- samt fleirum, er á dagskrá stóðu, til 2. umr. og nefnda. Lífvördup stj ópnarinnar Eg x-akst af tilviljun á „Al- þýðublaðið“ hjá kunningja mínurn hér i bænum og sá þar, mér til mikillar furðu, að stjórnin muni liafa konxið sér upp 100 manna lífvarðarsveit (leynilögreglu) niina eftir I kosningarnar og greiði þessum 100 mönnum 20 kr. á dag hverjum eða 2000 kr. allri sveitinni. Segir blaðið að þetta sé „sagt“, en fullj'rðir ekki að það sé áreiðanlegt. Eg átti bágt með að trúa þessu, en kunningi minn benti mér á, að ritstjóri Alþbl. væri gamall og nýr samherji og skoðanabróðir þess mannsins, sem umsvifamestur hefir verið i framsóknarflokknum, lir. Jón- asar .Tónssonar, og mundi því að hkindum vita þetta með vissu, þó að hann orðaði það svona vai'lega. Mundi enn full- ur trúnaður með þeim Ólafi og Jónasi, þó að svo væri látið lita út við og við, sem þeir væri á gagnstæðri skoðun um liitt og þetta. Þar væri alt „sama tóbak- ið“ undir niðri. Og það fullyrti kunningi minn, að enn mundi Jónas ráða þvi, sem honum sýndist hjá framsóknarmönnum, og vafa- laust væri „lífvörðurinn“ lians verk að mestu leýti eða öllu. Tx-yggvi hefði aldrei þorað að standa eða sitja öðruvísi en Jónas skipaði fyrir. Og sama væri að segja um Ásgeir og alla framsóknar-hersinguna. Eg fór að hugsa um það, hvað hugleysið gæti stundum verið dýrt og slænx samviska valdamannanna kostnaðarsöm fvrir rjkissjóðinn. !Það er ekk- ert smáræði, ef þjóðin þarf að borga 2000 kr. á dag végna hug- lausra og sakbitinna valdhafa. Mætti ef til vill kalla þessa fjár- hæð „hræðsluskattinn“. — Á 10 dögum verður hræðsluskattur- inn 20 þúsund krónur, en 200 þúsund á 100 dögum. Og enginn má vita, bversu lengi liðinu verður haldið vígbúnu. Út af þessu rifjuðust upp fyrir mér slitur úr grein í „Tímanum“ fyrir skömmu, þar sem J. .1. er að lýsa aðdáun sinni á því fyrirkomulagi, er minni hlutinn stjórnar meiri hlutanum og kúgar bann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.