Vísir - 27.07.1931, Blaðsíða 3

Vísir - 27.07.1931, Blaðsíða 3
Eldup guðs. llvcr eyðiniörk verðnr þér alföðurskaut. að engli guðs náðar hver vekjandi þraut. að heilagri jörðii öll heimkvnni þin. og hvar sem er litur þú guðlega sýn; þá lýsir hver runnur sein logandi bál. ef lifir guðs eldur í hjarta og sál. Alt viðhorf þíns anda er sjáandans sýn. i sál þinni' talar guð altaf til þín. Þú lifir í guði og guð býr í þér, og guðlegt er lífið og' alt sem þú sér. Hver einasli runnur þér birtist sem bál, ef brennur guðs eldur i hjarta og sál. Hvert einasta tónbrot er innblásið mál. í eilífri dögun þá lifir þín sál. Alt lífið fær nýja og Ijósari mynd, þar leikur sér blærinn uni sólroðinn tind, "Og alstaðar bál-runna auga þitt sér, ef eldur guðs kærleika brennur í þér. Pétur Sigurðsson. ana og liefir fjöldi kvæða eftir hann birst i blöðum og tímarit- 11 m bæði vestan hafs og austan. Leiðrétting'. I fréttabréfi úr Dýrafirði, seirf birtist i Vísi á laugardag, er getið um nokkur mannalát, og er þar fyrst nefndur Gísli Þórarinsson, en átti að vera Gils Þórarinsson, bóndi að Arnarnesi. Geir kom inn í morgun með 1900 körfur isfiskjar eftir viku úti- vist. Fisktökuskip kom hingað í gær. Esja kemur liingað kl. 4—5 í dag. Súðin var á Kópaskeri i morgun. Innflutningur í júní nam kr. 4.204.371.00, en þar af til Reykjavíkur 1.915.528.00. (Tilk. fjármálaráðuneytisins til FB.). Útvarpið í dag. Kl. 19,30. Veðurfregnir. — 20,15: Hljómleikar (Þör. Guð- mundsson, K. Matthíasson, Þórli. Árnason, Eggert Gilfer). Alþýðulög. — 20,30: Erindi. (Vilhj. Þ. Gislason, magister). — 20,45: Þingfréttir. — 21: Veðurspá og fréttir. — 21,25: Gramniófón hljómleikar (ein- söngur). Kaldalóns: Svanasöng- ur á heiði. Sungið af Maríu Markan. Þór. Guðmundsson. Kveðja. Sungið af Mariu Mark- an. Páll ísólfsson: Vögguvísa, sungið af Dóru Sigurðsson. i Sundmeistaramót I. S. í. var háð í gær við sundskálann í örfirisey, eins og tii stóð. Hófst sundmótið á ioo stiku sundi, frjáls aðferð. Þar var fyrstur: Jónas Halldórsson (Æ.) á 74.3 sek., og er það nýtt ísl. met. Fyrra metið var 82 sek., sett af Friðrik Ey- fjörð (Á.). 2. Sigurjón Jónsson (Á.) á 78.5 sek. og 3. Úlfar Þórð- arson (Æ.) á 83.5 sek. Allir sund- mennirnir syntu skriðsund, og ]rað ■prýðilega. Sundbráutin var ntjög vel mörkuð, með korkduflum, og hafði hver sundmaður sína sund- braut. Þá var þreytt 200 stiku bringusund. Þar var fyrstur Þórð- ur Guðmundsson (Æ.) á 3 mín. 22 sek.; 2. Magnús Pálsson (Æ.) á 3 mín. 27.4 sek. og 3. Þorsteinn Hjálmarsson (Á.) á 3 mín. 28 sek. — Þá var 200 stiku bringusund fyrir meyjar, og varð þar fyrst: Þórunn Sveinsdóttir (K. R.) á 3 mín. 41 sek.: 2. Lára Grímsdóttir (Æ.) á 3 mín. 41.6 sek. og 3. Jóna Sveinsdóttir (Æ.) og Sigríður Sigurjónsdóttir (Á.) urðu jafnar á 3 mín. 49 sek. — Og loks var 100 stiku baksund: Jónas Halldórsson (Æ.) var fyrstur á 1 min. 33.2 sek. og er það nýtt met. 2. Sigur- jón Jónsson (Á.) á 1 mín. 49,4 sek. og 3. Magnús Pálsson (Æ.) á 1 mín. 35 sek. Sundgarparnir syntu allir bakskriðsund. Sjávarhiti var 14 stig. Dómarar voru: Ben. G. Waage, Erl. Pálsson og Björgvin Magnússon. — Forseti I. S. I af- henti verðlaunin. Eftirtektarverðast í ræðu hans, var það, að hann vildi láta opna sólbaðsskýlið í sundhöll- inni 1 iú þegar.. ])ó eigi væri komið endanlegt svar frá Alþingi um fjárframlag þess til sundhallarinn- ar. En allir þeir, sem áhuga hafa á sundlistinni. gera ráð fyrir, að Alþingi leggi fram helming kostn- aðar til sundhallarinnar hér, eins og það hefir veitt til sundlaugabygg- inga úti um land. Er vonandi, að háttvirtir alþingismenn athugi ])að i tæka tíð, að nemendur ríkisskól- anna fara sennilega á mis við sund- skvldu og sundkunnáttu, veiti -\1- þingi ekki helming fjárfrainlags ti! sundhallarinnar, eins og - i])rótta- menn hafa altaf gert ráð'fyrir frá þvi fvrsta, að snndhallarmálið kemst á dagskrá. Svar til húsfrevjunnar við Kárastíg. —o— Það mun eiga að vera svar við grein minni, sem húsfreyja við Kárastíg skrifar i Yisi 20. þ. m. Eg' var að vona að gamli aft- urhalds kúgunarandinn væri al- veg liorfinn úr sögunni, en nú sé eg að svo er eklci, liann lýsir sér svo afar vel i þessum fáu línum sem blessuð liúsfreyjan skrifar. Þá ætla eg,nú fyrst að minn- ast á nauðsynjavöru. Eg hefði viljað að háttvirt húsfreyja hefði lesið greinina svo að hún hefði sldlið liana, og svarað heniii með dálítilli sanngirni. Nauðsynjavara er vanalega tal- in það, sem liver og einn þarf til lífsviðurlialds svo sem fæði, klæði og liúsnæði. Eg lield að engum geti hugkvæmst að kalla bifreið' nauðsynjavöru, nauð- synja farartæki mætti kalla það, en þó liefi eg aldrei séð, er kaupmenn auglýsa, að þeir hafi alla nauðsvnjavöru, að eitt af því væri bifreið. Þá kem eg að því þar sem að liáttvirt liúsfreyja talar um að erfitt sé að gevma mjólk og VlSIR brauð i lieimahúsum, sérstak- lega smáKÖkur. Eg skil ekki livaða sniákökur frúin meinar, ekki geta það verið 5 aura eða 10 aura kökur, því að þær þola geymslu að minsta kosti 2—3 daga og eg' veit að enginn brauð- gerðarmaður liefir ástæður til að baka allar smákökutegundir daglega. Kökur sem styst þola geymslu eru rjómakökur og tertur. En ])að er ábyggilegt að séu þessar kökutegundir fengn- ar nýjar kl. 7 að kveldi þá er liægt að gevma þær fyrir þessa óvæntu gesti, þó að þeir kæmu ekki fyr en á miðnætti, og sama er að segja um mjólk og rjóma, ])að munu vera örfáar mjólkur- I)úðir sem liafa nokkur kæli- rúm, en i heimaliúsum er þó að öllu jöfnu liægt að setja mjólk- urfötuna eða rjómaílátið niður í vatnsfötu, og geymist það þar jafn vel og i mjólkurbúðunum, því að sannleikurifln er sá að það munu vera örfáar búðir sem fá mjólk eftir kl. 7 að kveldi. Þá kem eg að kaupinu, en sannast að segja ætla eg ekki að fara út i kaupdeilu. En af þvi að eg liygg að báttvirtri liúsfreyju sé ekki kunnugt um, livaða kjör þær stúlkur hafa sem vinna ÖV2 tíma á dag, kaup- ið er frá kr. 60 til lcr. 100 yfir mánuðinn og er tímanum vandlega skift svo að stúlkan vinnur annan daginn l'yrri- partinn en hinn daginn seinni jiartinn og skil eg ekki í að nokkur geti verið svo ósann- g'jarn að álíta að stúlkur geti lifað af þessu kaupi; vinnan er þannig að erfitt er að fá vinnu liinn hluta dagsins sem nokkuru nemur. Eg veit að stúlkur sém eru hjá vel stæðum foreldrum' eða vandamönnum sínuin geta lifað af þessu kaupi með því að borga lítið til heimilisþarfa, en sú stúlka sem þarf að vinna fvrir sér að öllu leyti lifir eklci af þessu, svo eg veit að það get- ur aldrei komið til greina að þetta kaup verði lækkað að sinni þó að vinnutiminn væri stvttur. Þá sdgir háttvirt hús- freyja, að með þessu nýmæli verði önnur liver stúlka sem vinnur við þetta, svift vinnu, því ekki þurfi frekar i þessum búðum en öðrum að liafa vakta- skifti, en þetta er ekki rétt. I flestum mjókurbúðtim eru að eins 2 stúlkur, önnur fyrri part- inn en liin seinni, ef svo ein stúlka ætti að vinna þetta yrði liún að vera matablaus allan daginn. Eg veit að ekld einum einasta vinnuveitanda kæmi til liugar að bjóða stúlkum sínum þetta, þó að háttvirtri frú fynd- ist það nógu gott fyrir þær, svo að ekki getur komið til greina neitt vinnutap. Það er hægur leikur fyrir háttvirta húsfreyju að slá fram þessum orðum, ef þið viljið ekki vinna fyrir þetta seni eg tiltek, geti þið farið, við fáum nóg fólk. Þetta er hægt að segja þegar atvinnuleysi er. en komið geta þeir tímar, að ]iað dugi ekki. Að endingu ætla eg að hugga liáttvirta húsfreyju með þvi að á næstu árum lag- ast ])etta, að tíminn verður styttur og þætti mér það ekki fjarri sanni, að liáttvirt hús- frevja komi á stofn kökugerð og léti selja allan sólarhringinn og stæði sjálf við afhendinguna. Ræði eg ekki meira um þetta að sinni. G. CEMENT seljum við frá skipshlið á meðan á uppskipun stendur úr e. s. Selfossi. Hringið í síma 8 og spyrjið um verð. H. Benedikísson & Co. Sími 8 (fjórar línur). Hitt og þetta. Ekki mátti það minna vera. Amerísk blöð birtu fyrir nokkuru síðan þá fregn, að á íslandi séu gefin út 100 timarit og 40 dagblöð. Rlöðin geta þess jafnframt, að ekki séu nema 400,000 ibúar hér á landi og undrast mjög lestrarfíkn vor ís- lendinga. fer héðan austur um land föstud. 31. þ. m. Tekið verður \ Samkepni sjóveldanna. Til skamms tíma keptu sjó- veldin um að hafa sem flest hinna stóru orustuskipa. Ekki er það vegna þess, að sjóveldin víli fyrir sér að smíða þessi miklu herskip kostnaðar vegna, ef flotamálasérfræðingar áliti, að tilganginum með smíði þeirra væri náð. En reynslan bendir nú í aðra átt og stórveld- in eru liætt við smíði stóru or- ustuskipanna. Þannig er nú tal- ið vafasamt, að aftur verði smíðað annað eins bákn og breska lierskipið H. M. S. Rod- ney er liingað kom hátíðarsum- arið (1930). -— Nú keppast sjó- veldin við að smíða sem flest smá-beitiskip, ca. 5,000 smálest- ir að stærð. Þegar horfið var frá smíði orustuskipanna miklu var í fyrstu lögð áhersla á smíði 10,000 smálesta beitiskipa. En nú er talið að nýjustu 5,000 smálesta beitiskipin, sem kosta helmingi minna en 10,000 smá- lesta skipin, komi að meiri not- um. Þau eru hraðskreiðari og eru útbúin öllum liugsanlegum vígvélum. Hvert sjóveldanna um sig liefir fjölda sérfræðinga sem vinna að uppgötvunum og endurbótum á þessu sviði og sí- felt er gamla baráttan háð: að revna að halda öllu leyndu fyr- ir keppinautunum. Frakkland á tvö 4,800 smálesta beitiski]) i smíðum, Bretland tvö 7,000 smálesta skip og eilt 5,000 smá- lesta. Ætla Bretar sér að leggja aðaláherslu á smiði beitiskipa af þessari gerð í nánustu fram- tið. Kostnaðurinn við smíði 5,000 smálesta beitiskipa af nýj- ustu gerð, er talinn vera sem svarar til 23 miljóna íslenskra króna. Þá ætla ítalir sér ekki að verða eftirbátar hinna stórveld- aiina. Smá-beitisldp Itala eru liin vönduðustu að allri gerð og ná suni þeirra alt að 42 linúta liraða. Og seinast en ekki síst, þá hafa Þjóverjar einnig í liyggju að leggja áherslu á smíði likra skipa og liér hefir verið minst á. Þeir geta þó ekki kept við liin stórveldin, vegna ákvæða Versalafriðarsamning- anna og erfiðra fjárbagsá- stæðna. Þó liafa þeir smíðað 3 smá-beitiskip. Beitiski]) þeirra heita Königsberg, Karlsruhe og Köbi og eru knúð áfram af dieselvélum. Skotturnarnir em þannig útbúnir, að hægt er að skjóta af þeim 72 105 pimda skotum á mínútu hverri — og í hvaða átt sem vera skal. á móti vörum á miðvikudag. Bestu skdrnir i borginni eru i Aðalstræti 9. Jón Þorsteinsson. Bifreiða og bifhjólanotkun 1 Bretlandi. Fyrir skömmu síðan kom iit bæklingur i Englandi sem hefir inni að halda ítarlegar upplýs- ingar um bifreiða- og bifhjóla- iðnaðinn í Bretlandi og notkun og sölu þessara farartækja. Notkun þessara farartækja er nú orðin svo almenn i Bret- landi, að hún er í engu landi almennari, miðað við íbúatölu, nema í Bandarikjunum. Ffam- leiðsla bifreiða, vöruflutninga- bifreiða og bifhjóla eru blóm- legar iðngreinir í Bretlandi. Ár- ið 1923 var útflutningur bif- reiða umfram innflutning að verðmæti 3% milj. sterlpd., en árið 1930 á áttundu miljón ] sterlpd. Ber þcss og að gæta, ; að einmitt árið 1930 vai' kreppa ! um heim allan. Þessar iðngrein- ; ir, sem að framan. eru nefndar, ; eru nú með þýðingarmeiri iðn- I greinum Bretlands. - Árið I 1930 voru 236,528 bifreiðir j framleiddar í Bretlandi. Áð því er notkun og endingu bifreiða snertir, er þess getið í bæklingn- um, að endingarskeið bifreiða sé að meðaltali 7 ár og 9 mán- uðir. (Úr blaðatilk. Bretastj.). Verndartollastefnan í U. S. A. liefir dregið þann dilk á eftir sér, að tekjur rikisins liafa rýrnað að miklum mun. Á sið- asta fjárbagsári, sem endaði 30. júni, rýrnnuðu ríkistekjurnar um 615 milj. dollara, miðað við næsta fjárhagsár á undan. Demokratar, sem að visu eru í minni hluta á þjóðþinginu, telja að tekjurýrnunina megi rekja að miklu leyti til liinnar ó- heppilégu verndartollastefnu síðari ára, en republikanar liafa viljað hækka tollmúrana sem mest og farið einsHangt í því og þeir þorðu. Demokratar liafa boðað, að þeir muni á na^sta þingi hefja öfluga baráttu f\T- ir þvi, að innflutningstollarnir vei'ði lækkaðir til stórmikilla muna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.