Vísir - 05.10.1931, Blaðsíða 2

Vísir - 05.10.1931, Blaðsíða 2
Nýjar birgðir fyrirliggjandi af: SVÍNAFEITI, SMJÖRLÍKI „Prima“, BAKARASMJÖRLÍKI „B“. BAKARASMJÖRLÍKI „97“, OSTUR „Edam“, OSTUR „Gruyere“. æ Ný hlutaskpá fyrir TEOFANI CIGARETTUR er komin út. Helmingi færri arðmiða þarf nú til þess að eignast hina ýmsu muni. Skráin fæst í öllum verslunum. Gildir til 31. desember. Byrjið að safna strax, t Frú Martha Pjetursdðttir kona Indriða Iíinarssonar and- aðist í gærmorgun á heimili sínu hér í bænum. Æfiatriða þessarar merkis- konu verður síðar getið. Símskeyti —o— London, 3. okt. United Press. I*'B. Páfinn og kreppan. Páfinn hefir útgefið bréf um fjárhags- og viðskiftaástandið í heiminum og skorar á iðju- hölda og aðra atvinnurekendur að gera alt, sem i þeirra valdi stendur, til þess að koma í veg fyrir skort bágstaddra og veita eins mörgum mönnum atvinnu og frekast er unt. Búist er við, að boðskapur þessi verði birt- ur i „Osservatore Romano“ (málgagni páfastólsins) í kveld. — Undrun allmikla befir ])að vakið, að páfinn hefir gefið út bréf þetla. London, 5. okt. United Press. FB. MacDonald eykst fylgi. Stefnufesta og áreiðanleiki MacDonald hefir haft þau álirif, að nú er talið víst, að mikill fjöldi jafnaðarmanna muni flykkja sér undir merki lians, ef hann verður aðal-leiðtogi þjóðstjómarínnar í kosningun- uin. Munu þá stuðningsmenn hans, sem í kjöri verða, kalla sig „National Labour“ fram- bjóðendur. MacDonald mun ef til vill bjóða sig fram í Seaham kjör- dæmi, þar sem nokkur hluti verkalýðsins Iiefif nú breytt að- stöðu sinni. Námumannafélagið í Merton og Merton-deild verka- lýðsflokksins, haí'a á sameigin- legum fu'ndi einróma saniþykt að útnefna MacDonald sem frambjóðanda í kosningunum, og farið þess á leit, að fram- kvæmdaráð flokksins taki fyrri ákvarðanir sínar í þessu efni til athugunar af nýju. Hugleiðing. —o- Sú skoöun kentur oft frani hér á landi i ræöu og riti, aö nauð- syn Leri til aft umheimurinn sé íræddur betur um land vort og þjóð en verift hefir. Menn segja sem svo, að almenningur í flestum löndum, jafnvel á Norðurlöndum, Þýskalandi og Bretlandseyjum, sé næsta fáfróður um ísland nú á dögum. Og ]>að er engum efa und- ir orpið, aft menn hafa erlendis mjög takmarkaða þekkingu á ís- iandi og gera sér ramskakkar hug- myndir um land yort og þjóð. — Þetta er öllum kunnugt, sem ferð- ast hafa erlendis. Er mörgum það mikift metnaðarmál, aö úr þessu sé bætt. Þvi verður nú að vísu eigi á móti mælt með rökum, að æskilegt væri að aðrar þjóðir fengi íéttari upplýsingar um ísland en oftast vill raun á verða, er íslands er minst erlendis, en jafn vist er hitt, að niikið CT undir ]>ví komið, að þeir sem taka sér fyrir hend- tir að fræða erlendar þjóðar urn landgæði hér á landi og atvinnu- skilyrði, geri það á þann hatt, að j'að veki eigi ásælni í okkar garð efta leiöi til fólksflutninga hingað. Iiygg eg, að vér íslendingar hug- leiðum eigi sem skyldi, að eins og ástatt er mun það þjóð vorri fyr- ir bestu, að hún verfti hér ein og öllu ráðandi um sín mál. Ber ])ví að fara varlega, er um ]>es.si mál er að ræða. Eiiginn íslendingur efast um ])að lengur. að ísland er að mörgu hið mesta kosta land og að lifs- skilyrði eru hér góð fyrir langt- um-fleiri en nú byggja land vort. Verkefnin hiða hVarvetna. Og i- hugunarvert er það hve mikið gagn oss er í rauninni i því, að vér erum í alhnikilli fjarlægð frá oðrum þióðum. Vegna fjarlægðar- innar frá öðrum löndum hefir oss auðnast að viðhalda þjóðinni að mestu óblandaðri og vér geturn með sanni verið stoltir af því, að framfarirnar hér á landi byggj- ast að mestu efta nær öllu leyti á starfi íslands eigin barna. Og vafa laust mun það verða oss mestur farsældargjafi' í framtíöinni, að vér getum sjálfir haldið þessu starfi áfram upp á eigin spýtur. Þangað til vér erum orðnir öflugri en vér nú erurh er oss áreiðanlega fvrir bestu, áð eigi sé um of gum- að erlendis af landgæðum hér. — Þjóðin hefir gýnt þaö með' þeim framfarastörfum, er unnin hafa veriö, að hún er einfær um að vinna framfarastörfin. Vér þurf- um eigi, nema að litlu leyti, að leyfa innflutning erlendra manna til ])ess aft vinna þau verk, sem oss skortir þekkingu til, því önnúr ráð eru fyrir hendi, sem sé þau, ;.ð láta unga menn íslenska sækja þekkinguna út fyrir pollinn, enda vottar þegar fyrir miklum umbót- um að ]>ví er þetta snertir. Ungir íslendingar eru nú í tugatali við nám erlendis, t. d. ínargir við há- skólanám, og leggja margir þeirra stund á fræöigreinir, sem fáir eða engir Islendingar hafa áður lagt VISIR stund á, en sem vér munum fá þörf íyrir í náinni framtíð. Verkefnin bíða hvervetna. Og væntanlega verður ])að einvörðungu hlutverk íslenskra manna að inna þau af hendi. En það getur því að eins orðið, að vér förunt skynsamlega að. og búum svo í haginn, að niðjar vorir geti „unað hér glaðir við sitt“, með skynsamlegri, gætinni framkontu út á við, og um fram alt með því, að leysa þjóðina sem fyrst af hinum erlenda skuldaklafa. Framtíð þjóðarinnar og vinnufriður er eigi síst undir því komin, að ábyrgðarríkum stjórnmálaflokki verði falið að íara með völdin í landinu, flokki, sem bætir um fyrir glópsku og gáleysi núverandi valdhafa í utan- ríkismálum og innanlandsmálum þjóðar vorrar. Laugatunga. 2. ágúst i sumar fór eg inn að Laugatungu með fleira fólki. þar sem málarameistari jón Björns- son og kona hans Greta Erdntann frá Stokkhólmi hafa komið sér upp heimili. Þau höfðu í vetur sem leið keypt ])etta býli og voru nú búin að gjöra það að þægilegum bústað handa sér. Þegar inn eftir kom þótti okkur fagurt um að lit- ast, allt. vafið í grasi og. snotur býli með fram Laugadalnum beggja megin. Við fórum út af að- alveginum og héldurn heim tröð- ina að Laugatungu. Húsið er ein- lyft með rauðmáluðu risþaki, en veggir og stafnar eru hvítir. FIús- ið svarar sér vel og er fallegt að sá þangað heiiti. Hjónin komu út .á móti okkur og buðu okkur inn. Fyrst komum við inn i bjartar bæjardyr. Oðru megin var stór fataskápur, en hin- um megin lokrekkja með ábreiðu og sessum. yfir bæjardyrunum er geym^luloft. Inn úr þeim er stór stofa, í innri enda hennar er stúka að greind frá stofunni með skil- rúmi, ofan á því er hilla með vösum og blómskálum. Stúkan er einkaherbergi húsmóðurinnar og mátti þar á öllu sjá, að hún er listakona, enda hefir hún haldið sýningar á málverkum og fengið góð blaðaummæli. I dag og næstu daga heldur hún málverkasýningu af fjölda af myndum á Vestur- götu io. Faðir hennar er þektur listmálari í Svíþjóð. Það vakti eftirtekt rníná, hve vel hún talar islensku og hefir hún þó aðeins átt heima hér á landi í ár. Stofan er 7 metrar á .lengd, 'oreiddin er um 4 rnetra og hæðin undir loft 2,80 m. Öll gólf, loft, gluggar og hurðir eru olíuborin og var fallegt að sjá rákir, hringi og kvisti í viðnum. Veggir voru fóðraðir með grófum, sterkum striga og málaðir hvítir. Hús- gögnunum er vel fyrirkomið og eru þau úr dökkum rauðavið. Frú- in hafði erít ]iau eftir afasystur sina, en sjálf hafði hún ofið fóðrið á þau úr ísl. bandi með garðavefn- aði (ribs). Margt fleira haffti hún oíið bæði tjöld og sessu. Inn við stúkuskilrúmið stendur hljóðfær- ið (pianó) og þar nálægt hangir fiðla og gítar. I stofunni er gömul ísl. fatakista, einnig skrifkomm- óða og ofan á henni bókahilla, á öðrum stað er bókaskápur fullur af bókurn. Stór spegill er í stof- unni og hafði Htil stúlka á I. ári, dóttir hjónanna, garnan af að liorfa í hann og hló hún framan í föður sinn, er hún sá hann í spegl- inum. Á veggjunum hanga nxál- verk og rnyndir af ættingjum hjón- anna. Yfir sófanum eru stórar myndir af skájdinu Esías Tegnér og sagnfræðingnum og tónskáld- inu Geijer, sem báðir eru móður- frændur frú Gretu Björnsson, einnig er þar mynd af hugvits- manninum og efnafræðingnum Berzelius. Yfir hljóðfæri frúar- innar eru rnyndir af langömmu og langafa hennar, falleg og göfugnxannleg hjón að sjá. Hinu megin í húsinu eru svefn- herbergi, búr, eldhús og útidyr. Eldhúsið er rúmgott og í þvi stórt borð til að borða við. Tvöfaldur vaskur er til uppþvotta og grind (rikki) til að þurka leirinní.Marg- ir skápar og borð með hillum og skúffum eru bæði í búri og eld- húsi. Miðstöðvareldavél er i eld- húsinu og hefi eg heyrt sxðan, að hún reynist ágætlega til að hita upp íbúðina. Nú er eftir að litast um úti við. Ekki hafa hjónin aðrar skepnur en hænsni og einn sumarkálf. Garðræktin hjá þeim er hin rnynd- arlegasta, fjölbreyttar matjurtir og mikið af margskonar blómum. Einnig voru þar tré og runnar, að vísu á æskuskeiði, að eins síðan í vor, en í öllu var gróska og alt fallegt útlits. Túnið er 3 dagslátt- ur í góðri rækt. Eftir að við höfðum. skoðað okkur um, settumst við að kaffi- horði í stofunni og skemtum okk- ur með samræðum, þar til undir kveld að við heldurn heim aftur, cftir góðar endurminningar dags- ins og höfðum við vel minst hins gamla þjóðhátíðardags frá 1874, þegar langvarandi fjötrar hrukku í sundur. Þá hefði enginn trúað því, a'ð landsins synir og dætur niundu . eftir nokkui'a áratugi sökum óstjórnar, ráðleysi og óráð- vendi verða búin að hefta þjóðina og ’einstaklinga hennar í fjötur skulda og með því glata hinu sanna sjálfstæði landsntanna. Elín. FmIIX. S. A. Washington í okt. United Press. FB. Sjölugasta og annað þjóð- þing Bandaríkjanna kemur saman til funda þ. 1. des. n.k„ og verða mestu vandamálin fyrir þinginu sennilega land- búnaðaj’málin og atvinnuleys- ismálin, en mörg mál önnur, sem úrlausnar bíða, munu vafalausl revuast mjög erfið meðferðar, og vafasamt hvort takast muni að léiða þau til lvkla á viðunandi liátt. Á und- anförnum árum hefir ]iess gætt mjög i meðferð þjóðþingsins á vandamálum, að f járhagur rík- isins Iiefir verið góður, og náðu ýms lagafrumvörp afgreiðslu þjóðþingsins af ])cirri orsök, að liægt var að ráðasl í mikil úl- gjöld, sem af samþykt laga- frumvarpanna leiddu. En nú liorfir öðru visi við um fjár- haginn, ])vi á fjárhagsárinu, sem lauk ]). 80. júní s.l„ vár 900 dollaramiljóna tekjuhalli á Slátur af góðum dilkum verður til á þriðjudag. — Uppl. á afgreiðslu Álafoss. Sími 404. ríkisbúskapnum, og horfurnar eru þær, að á yfirstandanda fjárhagsári verði útgjöldiu verulegum mun meiri en tekj- urnar. Þjóðþingið mun vafa- laust reyna að koma á jafnvægi i ríkisbúskapnum og mun það verða miklum erfiðleikum bundið. Um tvent virðist vera að ræða, að endurskoða tolia- lögin, eða draga að stórmild- um mun úr útgjöldum ríkisins. —- Endurskoðun tollalaganna munu báðir aðalflokkamir lielst vilja hliðra sér lijá að taka til meðferðar, eins og ástatt er (forsetakosningar að ári). Er og talið, að forsetinn vilji ekki, að endurskoðun tollalaganua komi til umræðu nú á næsta þingi. Hinsvegar munu sumir „progressive“ þingmenn, sem að vísu teljast til stjórnarflokks- ins, en oft bafa sýnt, að þeir vilja ekki beygja sig undir blindan flokksagan, hafa í hót- unum um að draga tollamálin fram til umræðna. Það mmi og verða miklum erfiðleikum bundið, að draga úr útgjöldum, þar sem almenningur virðist vera hlyntur ýmsum málum, sem liafa mikil útgjöld í för með sér, nfl. aðstoð til atvinnu- lausra kai'la og kvenna, aðstoð til bágstaddra bænda o. s. frv. En einnig eru menn hlyntir ýmsum ríjdsframkvæmdum umfram það, sem vanalegt er, vegna kreppunnar. Talið er, að þessi mál verði rædd á þjóð- þinginu: 1) Tillögur um at- vinnuleysisstyrki. Svipað fyrir- komulag og í Bretlandi. Ef tii kæmi, vrði ríkið að leggja fram stórfé í atvinnuleysissjóði. 2) Tillögur um frekari fjárveiting- ar til landbúnaðarráðsins (Fe- derai Farm Board), sem á við mikla erfiðleika að stríða. Land- húnaðarráðið hefir fengið til umráða 500 miljónir dollara, en er i miklum kröggum. Ráðið liefir gífurlegar birgðir af liveiti og baðmull, sem ekki ganga út, eins og ástatt er í heiminum. 3) Frekari lánveitingar til fyrr- verandi hermanna út á bónus- skirteini þeirra. í hvaða öðru landi sem væri, mundi vafalaust verða gerð lil- raun til endurskoðunar tolla- laga, el' ástatt væri sem í Banda- rikjunum, ]>ó ekki væri annars vegna cn vegna minkandi toll- tekna rikisins siðan núverandi tollalög komu lil framkvæmda. En þessu liorfir nokkuð öðru vísi við i Bandarikjunum, þar sem sú skoðun er all-rótgróin, að atvinnuvegunum sé „vernd“ að núverandi tollafyrirkomu- lagi, en kröfum um breytingar á tollalögunum er von á úr ann-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.