Vísir - 23.10.1931, Síða 3
VlSIR
Engin rýmincrarsalaT
til þess eru tímarnir ekki —
en þar sem svo margir kjólar eru, eins og í
N I N 0 N, — verða altaf nokkrir kjólar,
sem ekki komu „með síðasta skipi“. —
Þessir mismunandi kjólar eru sérstaklega hengdir fram
á morgmi laugardag
og seljast án tillits..til raunverulegs verðs, fyrir:
25 ocy 35 króimi".
(Kostuðu áður frá 45—85 kr.)
Farið i N I N O N og fáið góðan, smekklegan kjól og gjörið
góSkaup' NINON';
AartUD/TCÆTI • 13
Kork~parkett
,og kork á gólf undir dúka, úivcga ég beint frá
SUBERIT FABRIK A.G.
Verðið lægra en áður hefir þekst.
Einkaumboð fyrir ísland:
Lndvig Síoi»r.
ÍJengisskráning hér í dag.
Sterlingspund....... kr, 22,15
Dollar .............. — 5.63)4
Ssenskar krónur .... — 132,15
Norskar krónur .... — 124,09
Danskar krónur .... — 124,09
íGyllini...... — 228,94
Þýsk ríkismörk .... 131,84
Frakkn. frankar ... — 22,34
Svissn. frankar .... — 111,06
Pesetar ............. — 50,69
JLirur ............... — 29,47
Belgur ............... — 78,61
Esja
kom úr strandferö í nótt.
Enskur botnvörpungur
kom í gær til þess aö leita sér
nögeröar.
Selfoss
fór til útlanda í gær, meiS kjöt
o. fl.
Skilnaðarsamsæti
fyrir prófessor Jolivet veröur
baldiö næstk. laugardag kl. 7)4
Hótel Borg. Áskriftarlisti liggur
ó skrifstofu hótelsins.
St. Skjaldbreið nr. 117
hefir haustfagnaö í kveld í
templarahúsinu í Brattagötu. Sjá
íiugl. í dag'.
Guðspekifélagið.
Fundur í kveld í „Septímu“ i
.iGuöspekiféiagshúsinu, kl. 8)4. —
Fundarefni: Formaöur talar nokk-
ur orö. Siguröur Thorlacius skóla-
stjóri flytur erindi um uppeldis-
jnál.
Dagatöl
selur Félagsprentsmiðjan eins
ug aö undanförnu, til kaupnianna
£>g kaupfélaga. Veröiö sanngjarnt.
Utvarpið í dag.
10,15 Veðurfregnir.
46,10 Veðurfregnir.
18,45 Upplestur úr frönskum
bókmentum (Prófessor
Jolivei).
19,05 Þýzka, I. flokkur.
19.30 Veðurfregnir.
19,35 Enska, 1. flokkur.
20,00 Klukkusláttur.
Erindi: Um vikivaka
(Jón Jónsson, læknir).
20.30 Fréttir.
21,00 Hljómleikar: Tvíleikur
(Þór. Guðmundsson og
Emil Thoroddsen) og
(Þórhallur Árnason og
Emil Thoroddsen).
Grainmófón:
Haydn: Trio.
Hilmir
kom af veiðum í morgun.
Gjafir
til máttlausa drengsins, afh.
Vísi: kr. 41, safnaö á Laugaveg
74 (og eru þessir gefendur: E. og
O. 10 kr„ Helgi 1 kr., Rósa 1 kr„
Þórdís 1 kr„ Guðr. 1 kr„ Guöleif
2 kr„ Sjöfn 0,50, Steinunn I kr„
Karítas 1 kr„ Guörún 1 kr„ Guö-
íinna J. 5 kr„ Gísli 2 kr„ Guðný
H. 1 kr„ Þorbjörg G. 1 kr„ Jón-
ína M. G. 2 kr. Vilh. Ól. 1 kr„
Guöl. Sn. 1 kr„ N. N. 1 kr„ Jó-
hanna Á. 1 kr„ Arnbj. Á. 1 kr„
Jófr. H. 1 kr„ Ólafur G. 2 kr„
Gísli Sbj. kr. 2,50) To kr. frá'Aá.,
10 kr. írá S. E. 10 kr. frá N. N„
5 kr. frá ónefndum. 2 kr. frá J„
10 kr. frá G. B„ 5 kr. frá M„ 10
kr. frá Þrúðu, 5 kr. frá ónefndum.
Bvers eiqa Sðlvallahúar
aS gjalða.
þegar stjórnarvöid Reykjavíkur-
kaupstaðar taka sínar ráðsálykt-
anir um götugerð og götulýs-
ingu i bænum? Þannig spyrja
sín á milli þeir menn, sem eru
búsettir á svonefndum Sólvöll-
um Iiér í bæ. Engu nýbygðu
hverfi bæjarins er af stjórnar-
völdum hans sýnd þvilík van-
hirðing og mér liggur við að
1 segja fyrirlitning, eins og Sól-
völlum. Allstaðar annarstaðar í
Vesturbænum, þar sem nýbygð
hefir risið upp á síðustu árum,
eru mjög sæmilegar götur og
götuhirðing. Og í úthverfum
bæjarins, þar sem bygðin ris
örast um þessar mundir, eru
nýjar og fullgerðar götur lago-
ar-jafnhraðan. Jafnvel má sjá
dæmi þess, að götur eru þandar
um lítt bygð svæði, eða þar sem
strjál hús rísa öðrum megin
götu.
Á Sólvöllum er meira um
sambyggingar en annarstaðar .
bænum. Er þvi bygðin þar
mjög þétt að tiltölu. Sumar göt-
ur eru þar fullbygðar og aðr-
ar þéttbygðar á löngum köflum.
Þar sem bvgð er þétt, verða
börn að tiltöln mörg, en lóðir
og garðar smáir. Hlutskifti
þeirra barna, sem um þessar
mundir vaxa upp á Sólvöllum,
verður að lirekjast á óþrifaleg-
uslu, minst hirtu og lakast lýstu
götum í bænum.
NINON
AUXTURJ'TDÆTI • 12
INÚ: i
Fermingarkjólar, 29.50. g
Nýtísku jalckar.
Samkvæmiskjólar,
Knipplingskjólar,
franskir, m/ ermum 1
og crmalausir,
frá 95 kr. 1
Ballkjólar frá 35 kr.
Charmeusekjólar
frá 16 kr.
Ullarkjólar frá 22 kr.
Tweed-Modeller
“ 29 kr. I
Blússur — Jumpers.
K.F.U.K.
A. D.
Fundur i kveld kl. 8yo.
Síra Friðrik Hallgrimsson dóm-
kirkjupreslur lalar. — Félags-
koiiur, fjölmennið! — Utanfé-
lagskonur velkomnar.
Til bökunap:
Hveiti, 40 au. kg„ í 5 kg. pok-
um 2 kr„ i 50 kg. pokum 15 kr.
Sultutau, 1.40 kg. Strausykur,
50 au. kg. Smjörlíki, 85 au. stk.
— Alt fyrsta flokks vörur.
Jóhannes Jóhannsson,
Spítalastíg 2. Sími 1131.
Undanfariri missiri licfir í
slórrígningum og vetrarlevs-
ingum vcrið., uppislaða vatns
sumstaðar í þessum götum því-
lík sem gerist, þar sem náttúr-
an ein fjallar um landslagið.
Dögum og vilcum saman liefir
ekki verið minsta eftirlit með
fráræslu á þessum svæðum. Og
i snjóalögum, þegar gaddur
safnast á göturnar, koma þarna
svo djúpar uppistöður, að vel
gæti svo farið, að smábörn
druknuðu á götunni. Götugerð-
in sjálf er með þeim hætti, að
moldkendu molarusli er fleygt
í hrygg á miðja götuna. Og þeg-
ar nægilega mikið af þvi er
blásið upp í nasir íbúanna og
gatan orðin svo holólt, að til
verulegra óþæginda er fyrir um-
ferðina, cr meira moldarrusli
haugað í götuna. Sumstaðar á
gatnamótum (Ásvalla- og Ljós-
vallagatna) er engin lýsing og
göturnar svo holgrafnar og
stórsteinóttar, að umferð öll er
þar beinlínis hættuleg.
Hvers eiga Sólvallabúar að
gjalda? Eru þeir óskilvísari
gjaldþegnar eða óæðri tegund
af mannkyni en aðrir ibúar i
nýbygðum hverfum bæjarins.
Þcir, sem eiga við slíkt að búa,
ala þar upp börn sín, eiga þar
húseignir sínar og gjalda slcyld-
ur sínar möglunarlaust, eiga
lieimtingu á því, að fá að vita,
livers vegna þeir eru sliku hróp-
legu misrétti beittir. Og þeir
eiga heimtingu á meira. Þeir
eiga kröfurétt á því, að úr mis-
réttinu og vanliirðingunni verði
bætt þegar á næsta ári.
Jónas Þorbergsson.
om takmðrkoa á lnnftutalngl á óþörfum varnlngl.
Samkvæmt heimild i lögum Nr. 1, 8. mars 1920, um heim-
ild fyrir ríkisstjórnina til að takmarka eða banna innflutning á
óþörfum varningi, eru liér með sett eftirfarandi ákvæði um tak-
mörkun á innflutningi slíks varnings.
1. gr.
Eftirfarandi vörutegúdir er bannað að flytja til landsins:
a. Kjötmeti og pylsur, nýtt, saltað, þurkað, reykt eða niðursoðið.
Fiskmeti allskonar, nýtt, saltað, hert, reykt eða niðursoðið. Smjör,
smjörlíki, ostur. Ávextir niðursoðnir, syltaðir og sykraðir. Ávaxta-
mauk, lmetur, niðursoðið grænmeti og makrónudeig. Brauð alls-
konar, kaffibrauð, kex, annað en matarkex. Brjóstsykur, kara-
mellur, sykurgúmmí, súkkulaði, konfekt, marsipan, lakrís, hun-
ang og síróp. ÖI, límonaði, sódavan, óáferig vín, ölkelduvatn,
ávaxlasafi (saft). Ilmvötn, hárvötn, hársmyrsl, Blóm og jurtir,
lifandi og tilbúin, jólatré og jólatrésskraut. Loðskinn og fatnaður
úr þeim. Hanskar, reiðtýgi, skinntöskur og veski. Silkivefnaður,
silkihattar, flosliattar, silkiskór, flosskór, sólhlífar, silki og silki-
varningur, flauel og flos. Ivnipplingar. Fiður, dúnn og skraut-
fjaðrir. Veggmyndir og málverk, mjoidabækur, myndarammar,
rammalistar, allur glysvarningur og leikföng, flugeldar og flug-
eldaefni. Hljóðfæri allskonar og grammófónplötur. Gull og silfur-
smíðisvörur, plettvörur, gimsteinar og hverskonar skrautgripir,
eirvörur, tinvörur, nýsilfurvörur, nikkelvörur. Legsteinar. Fólks-
flutningabifreiðir og bifhjól. Frímerki og aðrir safnmunir.
b. Hverskonar vefnaðarvörur, tilbúinn fatnaður og höfuðföt
nema fiskstrigi (Hessian), segldúkur, pokar og pokastrigi, lóðar-
belgir, lampakveikir, sáraumbúðir, vinnuföt (overalls) og sjó-
klæði. Egg, ný og niðursoðin, eggjaduft, niðursoðin mjólk. Skó-
fatnaður allskonar úr leðri og gúmmi. Nýir og þurkaðir ávextir
og grænmeti, annað en kartöflur og laukur. . Skósverta, kerti,
sápur, gólfáburður, leðuráburður og liverskonar fægiefni, sápu-
spænir og sápudufí. Allskonar feitmeti, nema til iðnaðar. Vöru-
flutningabifreiðir og reiðhjól. Hverskonar leður og skinn-vörur,
sem ekki eru áður nefndar. Tilbúin stofugögn og hlutar úr
þeim. Úr og klukkur. Kaffibætir. Bréfspjöld. Kvikmyndir. Efni
til brjóstsykur- og konfektgerðar. Sjónaukar, ljósmyndavélar og
hlutir i þær. Speglar og glervörur, aðrar en rúðugler, netakúlur,
flöskur og lampaglös. Postulínsvörur allskonar. Hnífar, skæri,
skotvopn. Skip og bátar. Mótorar allskonar. Skrifvélar, reikni-
i élar og aðrar skrifstofuvélar.
c. Tóbak, cigarettur, vindlar og aðrar tóbaksvörur, til 1,
janúar 1932.
2. gr.
Nú telur einhver vafa á því, hvort vara sú, er hann vill
flytja til landsins, falli undir ákvæði 1. gr. eða undir livern staf-
lið greinarinnar hún falli og getur liann þá leitað úrskurðar at-
vinnu- og samgöngumálaráðuneytisins um það, og er það fulln-
aðarúrskurður, sem og aðrir úrskurðir þess út af skilningi á
ákvæðum reglugjörðar þessarar.
3. gr.
Nú telur einliver sér nauðsyn á að flytja til landsins ein-
liverja af vörum þeim, sem nefndar eru í 1. gr. og gelur liann
þá leilað til þess leyfis innflutningsnefndar, sbr. 4. gr. Innflutn-
ingsleyfi á vörum þeim, sem greinir í 1. gr„ staflið a„ verður þó
ekki veitt, nema ómissandi þyki og á vörum þeim, sem taldar eru
i staflið b. og c. ekki nema nefndin telji þess sérstaka þörf.
, 4. gr.
Atvinnumálaráðherra skipar 5 manna nefnd lil þess að atliuga
beiðnir um innflutningsleyfi og veita þau eftir þvi sem ástæða
þykir til. Ef nefndinni þykir ástæða til að veita innflutningsleyfí
á einhverri af vörum þeim, sem taldar eru i 1. gr„ staflið a„ verð-
ur hún að bera það atriði undir atvinnumálaráðherra, sem þá
ákveður, hvort veita skuli leyfið.
Kostnaður við nefnd þessa greiðist úr ríkissjóði.
5. gr.
Kaupmönnum og lcaupfélögum er skylt að gefa innflutnings-
nefnd nákvæma skýrslu um birgðir sinar af vörum þeim, sem
innflutningur er bannaður á samkvæmt reglugerð þessari og um
verð þeirra kominna i bús hér á landi að greiddum tolli og öðrum
kostnaði. Enn fremur ber þeim, sem sækja um innflutningsleyfí
á téðum vörum, að gefa nefndinni slíka skýrslu, ef hún óskar þess.
6. gr.
Lögreglustjórar og tollstjórinn i Reykjavik skulu liver í sínu
umdæmi hafa gætur á því, að fyrirmælum reglugerðar þessarar
sé nákvæmlega framfylgt og er þeim heimilt að sctja þær reglur
og gera þær ráðstafanir þar að lútandi, sem þurfa þykir.
7. gr.
Þær vörur, sem komnar eru i skip í útlöndum áleiðis liingað
þegar reglugerð þessi öðlast gildi, má flytja inn á sama liátt og
hingað til.
8. gr.
Brot gegn ákvæðum 1. gr. reglugerðar þessarar varðar sektum
alt að 100,000 kr.
9. gr.
Með mál út af brotum á reglugerð þessari skal fara sem almenn
lögreglumál.
10. gr.
Reglugerð ]>essi öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum
þeim, sem lilut eiga að máli.
Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 23. október 1931.
TRYGGVI ÞÓRIIALLSSON.
. ... i ■
Vigfús Einarsson.