Vísir - 25.11.1931, Page 3
V I S I R
ijókaversluu og bókaútgáfu. Er
phætt aö segja, aö á því sviöi hef-
ir hann .verið áræSinn og ósérplæg-
inn. I;Iann hefir veriB vandur í
•valinu um útgáfur sínar og naum-
•ast gefiB út aörar bækur en þær,
■sem bókmentalegt gildi hafa eSa
hagnýtar eru. GuSm. var vel til
Ijókaútgáfustarfs fallinn. Hann er
sjálfur víSlesinn og vel mentaSur,
ttéfir ágætan skilning á gildi bóka
Ajg mikill smekkmaöur á allan ytri
frágang, og hefir gert þar mikíls-
•verSar umbætur. En slík stefna
-*em Guðm. hefir fylgt, er ekki veg-
ur til auBsældar hér, og GuSm,
hefir ekki aufigast af starfsemi
sinni. En hann hefir au'Bgaö ísl.
bókamarkaö.
1 almennum málum hefir Gu'Sm.
verih áhuga- og athafnamaöur.
Hann hefir látiö sér ant um iSn-
;aöannál og lagt góðan skerf til
skipulagningar í i'ðnaSarstéttinni
,en löngum veri'ð bjartsýnni en svo,
;aS tillögur hans næðu þeim ár-
angri sem hann hefSi kosið.
Nokkrum sinnum hefir Guðm.
fari'S utan til j>ess aö sækja iönsýn-
-jngar bæöi á Noröurlöndum og i
Þýskalandi og sótl þangaö jækk-
ingu sem aö gagni hefir komið hér
lieima.
Um bindindismál hefir Guöm.
-veriö áhugamaður og ötull starfs-
maöur. Hann hefir veriö Good-
•templar um langt skeiö og unniö
þeim félagsskaji mikiö gagn.
Munu margir templarar minnast
hans viö jtetta tækifærí meö þakk-
læti og viröingu fyrir ágætt starf.
Guöm. er ljúfmenni í umgengni
og prúömenni hiö mesta, enda nýt-
ur vináttu og viröingar allra, sem
honum hafa kynst. Munu þeir all-
ir óska þess í dag, aö hæfileika og
Oiannkosta Guöm. mætti lengi viö
jijóta enn.
Þ. G.
]Fi*étta]bs*éF
úr Húnaþingi.
—o—
21. nóv. FB.
30. okt. Seinni hluti október-
tnánaðar og fram að 2(5. okt'.
má lieita að verið hafi öndveg-
jstíð hér nyrðra, oftast lilýviðri
með óvenju mörgum sólríkum
döguni. Þann 27. olct. snerist i
norður nieð krapahríð, en birti
með frosti daginn eftir. Þurr-
viðri og stillur lil mánaðamóta.
Slælli laulc víðast úr miðjum
jseptember. Nýttust heyin vel
og urðu að lokum sein næst
meðallagi að vöxtum, en meiri
að gæðum.
Sauðfé hefir ekki verið tckið
i hús enn.
Fjárlaka hefir verið mikil í
sveitum austan Húnaflóa, þrátt
fyrir verðhrunið. Hjá Sláturfé-
lagi K. H. á Blönduósi var slátr-
að 17,500 fjár. Þar af fryst all-
snikið. Þ. 3.—4. okt. tók Brúar-
foss alls á Blönduósi 4,500
kroppa tii útflutnings. — Sauð-
fé reyndist í meðallagi að væn-
Jeika. Verkalaun fólks hjá slát-
urfélaginu urðu sem næst %
hluta lægri en í fyrra.
Héðan úr sýslu hafa verið
«end hross til slátrunar bæði til
Akureyrar og Reylcjavíkur.
Reyndist verðið svijiað, sist
lægra á Akureyri.
Nokkuð var unnið liér að
vegum í sumar og ein á brúuð,
Svarfá. Lítið unnið að síma-
lagningum, en fimm nýjum
landsímastöðvum bætt við.
í vor var búist við að kaup-
gjald yrði iiér 60—65 aurar á
klst. og hægl að fá menn fvrir
það kaup, en við vegagerð var.ð
kaup þó 75 aurar á klst.
1 sumar liefir Stefán Ruh-
ólfsson bygt rafveitur á þessum
stöðum i Húnaþingi: Blönduósi,
Fremstagili, Ystagili, Fossum
og Ásgeirsá i V.-Húnv. Eru þá
alls hygðar 10 rafveitur hér í
sýslu.
Héraðsskólarnir á Blönduósi
og Revkjum i Hrútafirði eru
báðir fullskipaðir í vetur. Kom-
ust ekki eins margar stúlkur að
í Blönduósskólanum og sóti
liöfðu. Nýtur skóhnn trausts xil
um land, enda kapp lagt á það
að nemendunum líði vel, og
kostnaði í hóf stilt. Kenslukraft-
ar skólans eru góðir.
Héraðsfundur var lialdinn 13.
sept. á Blönduósi. Var hann
frekar illa sóttur. Engin nýmæli
höfðu verið rtedd á fundinum.
Rætt hafði verið um að fela
prófasti að kalla saman auka-
Iiéraðsfund i vetur og laka trú-
málin til umræðu. Messum
mun í sumum sókimm liafa
fækkað á árinu.
Fiskafli á Húnaflóa hefir ver-
ið stopull í sent. og okt., vcgna
ógæfta. Allmikill fiskur ])ó ver-
ið í flóanum.
Ferðamannastraumnum er
nú lokið. Telst mönnum svo til,
að hann hafi verið mun meiri en
í fyrra.
Jarðabætur liafa á ])essu
sumri verið meiri en áður. í A.-
Húnv. liafa 3 dráttarvélar unnið
i'vor, sumar og haust. Húsa-
gerð aftur verið með minna
móti.
Árið 1927 lét skógræktar-
stjórnin gera tilraunir á þrem-
ur stöðum hér i sýslu með sán-
ing á birkifræi. Staðir þessir
voru allir i Vatnsdalum, á Evj-
ólfsstöðum, Hofi og Ilaukagili.
Á öllum stöðunum voru blett-
irnir girtir. — Þ. 9. sept. s. 1.
athugaði skógraéktarstjórinn
þcssa reiti og gerði mælingar á
plöntunum. Taldi hann allmarg-
ar plöntur á Eyjólfsslöðum og
Hofi vera frá 7—9 þml. að liæð,
en á Haukagili 7—12 þml. Er
raklendast á Haukagili. I reitn-
um á Haukagili fann hann eina
plöntu 23. þml. liáa. Var hún
plöntuð liaustið 1927 í jurta-
pott og færð út í reitinn um vor-
ið. Sýnir þctta, að flýta má fyr-
ir plöntunum með ])ví að sá að
liaustinu í vermireil og færa
þær svo út að vorinii.
Eitt nýja emhættið er eftir-
litskennaraembætti fýrir á.-
Húnvs. Sldpaður i það var
Kristján Sigurðsson frá Brúsa-
stöðum. Nú er liann að ferðast
milli skólastaðanna.
Um miðjan þennan mánuð
var viktuð ær á Hjallalandi i
Vatnsdal. Ærin var tvílemba,
átti hrút og gimbur. Ærin vikt-
aði 110 pund, hrúturinn 118
pund, en gimbrin 102 pund.
Skortur á verkafólki, einkum
kvenfólki, hefir verið í haust.
Sumstaðar ekki hægt að mat-
húa slátur, nema að nokkuru
leyti. Kom ])að sér illa, þar sem
slátrin eru lítt scljanleg. Nokk-
ur eftirspurn hefir verið eftir
mönnum til vetrarhirðinga.
Virðist ástæða til þess að benda
fólki, sem vantar atvinnu að
leita hennar út um svcitir lands-
ins.
Fjárkreppan er nú farin að
lcoma í ljós. Vegna verðhruns-
ins gátu menn ekki fengið pen-
inga hjá verslunum — skuldir
fyrir. í sparisjóðum er vegna
kreppunnar sagt upp inneign-
um og eiga þeir erfitt með að
geta fullnægt lánsþörfinni. Pen-
iugar i umferð manna á milli
eru þvi orðnir af skornum
skamti.
Látnir merkismenn Zophoni-
as Hjálmsson, Blönduósi, d. 28.
ágúst, Jón Pálsson prófastur,
Höskuldsstöðum, d. 18. sept.
og Þorsteinn Gunnarsson,
Bjarghúsum, d. 28. sept.
Skr. 30. olct.
Þ. K.
Veðrið í morgun.
Iliti í Reykjavík 5 st., Isafirði
3, Akureyri 2, Seyðisfirði 5.
Vestmannaeyj um 6, Stykkis-
liólmi 4, Blönduósi 5, Hólum í
Hornafirði 7 (skeyti vantar frá
Raufarliöfn, Grindavik og
Kaupmannaliöfn), Færeyjum 7.
Julianehaab G- 8, Angmagsalik
-v- 1, Jan Mayen 1, Hjaltlandi 9,
Tynemouth 8 st. Mestur hiti hér
i gær 6 st., minstur -f- 5 st. Úr-
koma 0,5 nim. Sólskin 0,2 stund.
■— Djúp hegð fyrir sunnan Is-
land á hreyfingu norður eftir.
Horfur: Suðvesturland.
Faxaflói: Hvass austan fyrst, en
gengur síðan í suðaustrið og
lægir heldur. Rigning öðru
hverju. Breiðafjörður, Vesl-
firðir, Norðurland: Hvass ausl-
an og síðar suðaustan. Þiðviðri
og nokkur rigning. Norðaustur-
land, Austfirðir, suðausturland:
Allhvass austan og síðar suð-
ahstan. Rigning.
Silfurbrúðkaup
áttu í gær frú Sjdvía Guð-
mundsdóttir og Ólafur læknir
Lárusson i Vestmannaeyjum.
Var þess minst með veglegri
veislu í Eyjunum. Höfðu ýmsir
vinir lijónanna hér í bæ ætlað
að taka þátt í veislunni, en það
fórst fyrir vegna óhagstæðra
skipaferða.
Fimtugsafmæli
á í dag'. 25. nóv., frú Jóhannr
Egilsdóttir, Bergþórugötu 18.
Dr. Max Keil
talar í háskólafyrirlestri sínum í
kveld kl. 6 um þýskar bókmentir
á uppg'ötvunaröldum.
Safnaðarfundur
verður í dómkirkjunni annað
kveld kl. Umræðuefni: Þátt-
taka safnaðarins í liknarstarfi hér
t bænum í vetur. — Sjá augl.
Lögreglan
biður að láta þess getið að börn-
um sé leyft að renna sér á sleðum
á þessum stöðum til kl. 9 síðd. dag
hvern: — Arnarhólstúni, Biskups-
stofutúni (við Hólatorg), túni
Thor Jensen, milli Þingholtsstr. og
Fríkirkjuvegar. Ennfremur á
])essum götuspottum: Vesturgötu
frá Seljavegi niður aö sjó, Njarð-
argötu frá Laufásvegi að Sóleyjar-
götu, og Vitatorgi milli Hverfis-
götu og Lindargötu. — Lokað
verður fyrir bifreiða umferð um
þessa götuspotta þegar sleðafæri
er.
Esja
var á Mjóafirði í dag'. Væntan-
íeg hingað þ. 29. nóv.
Lagarfoss
er á Akureyri.
Ivolaskip
kom Iiingað i morgun.
Goðafoss
kom í morgun til Vestmanna-
eyja. — Væntanlegnr hingað i
fyrramálið.
Gullfoss
kemur hihgað í kveld frá
Stvkldsholmi.
Grein
um Elliheimilið liefir Vísi
borist frá S. A .Gíslasyni, og
birlist hún í blaðinu á morgun.
Símagjöldin.
Vill væntanleg framkvæmda-
stjórn félágs símanotenda, sem
\erið er að stofna í Reykjavík, sjá
um aö reiknað verði hæfilegt af-
notagjald talsíma fyrir ])á, seni
búa og leigja talsíma í úthverf-
um borgarinnar? Hingað til hefir
það viðgengist, að menn búsettir
1 úthverfum borgarinnar, sem hafa
talsíma, verði að greiða okurgjald
fyrir uppsetningu eða flutning
]>angað, og ofan á það verða þeir
svo að greiða tvöfalt og þrefalt
árgjald á við aðra símanotendur.
Það er hreinasta okurgjald, að
verða aö greiða kr. 200.00 og kr.
300.00 árlega í leigu af talsíma, í
úthverfum borgarinnar. T. d. er
20 mínútna gangur frá höfninni
og inn að Hlemm, aðrar sléttar
20 mínútur er verið að ganga frá
Hlemm og inn á innri Kirkjusand.
Flutningur símans inn á Kirkju-
sand er svo dýr, að maður skyldi
ætla, að línukostnaðurinn væri
greiddur með flutningsgjaldinu.
En fvrir hvað kemur tvöfalt og
þrefalt árgjald?
L. S.
Fyrirspurn.
Alþýðublaðið gat þess fyrir
nokkru, aö fyrv. veitingamaðúr á
Hótel Skjaldbreið væri á förum
austur aö Litla-Hrauni til þess að
afplána sekt fyrir vínsölu. Hvers
vegna hefir blaðið ekki getiö um,
hvort stéttárbróðir hans, eigandi
Borgar, hafi greitt sekt sina, eða
hvort hann ætli líka aö sitja hana
af sér á Litla Hrauni? Þessu er
Alþýðublaðið beðið að svara, og
cía eg ekki, að því verði það ljúft.
Blaðið er svo nákomið aðiljum, aö
það hlýtur að vita þetta.
Spurull.
Leiðrétting.
Starfsmenn í Kaffibrennslu O.
Johnson & Kaaber liafa beðið
Vísi að geta þess, að þeir fóru ekki
ld. 6 úr Kaffibrennslunni kveldið,
sem eldsins varð vart, helclur kl.
6)4, og höföu áður gengið frá öllu
tins og venja er til á hverju kveldi,
kælt síðustu 1)rennslu og auðvitað
stöðvað allar vélar, eins og venja
er til. Þeir telja líklegt, að kviknað
hafi frá neista. sem falist hafi í
kaffinu.
Gengisskráning hér í dag:
Sterlingspund........ kr. 22.15
Dollar .............. — 6.121/2
100 sænskarkr......— 119.60
— norskar kr.....— 119.60
— danskar kr.....— 122.04
— þýsk ríkismörk —- 146.45
— fralckn. frankar — 24.41
— belgur ........85.43
— svissn. frankar . 119.60
— gyllini .......— 246.52
— pesetar........— 52.48
— lirur.......... — 31.73
— tékkósl. kr....— 18.31
Gestamót
ætlar Ungmennafélagið Velvak-
andi að halda öllum imgmenna-
félögum sem i bænum eru staddir
næstkomandi laugardagskveld,
sem og að vanda verða þar fjöl-
mennir. Þar verða góðir fyrir-
lesarar og' sjónleik ætla þeir að
sýna þar, sem sagöur er mjög
hlægilegur, söngur verður þar
einnig, sem mörgum mun kærkom-
inn og eitthvað fleira, að lokum
mun verða stíginn dans fraro eftir
nóttu. Vv.
Ný verslun
verður opnuð á morgun a
Hverfisgötu 64. Sjá augl.
Jóla- og nýárskort
í mjög fjölbrevttu úrvah, fást
nú eins og áöur i Safnahúsinu,
Þeir sem ætla aci senda vinum
sínuin jólakorl út um land
ættu að kaupa þau sem fyrst
meðan nógu er úr að velja.
Helgi Árnason.
Útvarpið í dag.
10,15 Veðurfregnir.
16,10 Veðurfregnir.
18,40 Barnatimi (Margrét
Jónsdóttir).
19,05 Þýzlca, 1. flokkur.
19.30 Veðurfregnir.
19,35 Enska, 1. flokkur.
20,00 Klukkusláttur.
Erindi: Frá útlöndum
(Villij. Þ. Gíslason).
20.30 Fréttir.
21,00 Hljómleikar: Einsöngur
(Daniel Þorkelsson).
Kreutzer-sónata, eftir
Beéthoven.
í Bethaníu
samkoma i kveld kl. 8yí- — '
Allir velkomnir.
Hjálpræðisherinn.
Þann 26.—29. nóv. verða haldn-
ir betrunar- og t)ænadagar. Sækið
samkomur þessa daga. Á fimtu-
dag stjórna kaptein Axel Olsen og
frú. Föstudag: Eiisain Hollaud.
Laugardag: Kapt. Svava Gísla-
dóttir. Sunnudag: Stabskapt. Arni
Jóhannesson og frú. Stabskap-
teinninn og írú hans, ásamt fleiri
íoringjum, taka þátt í öllum sam-
komunum. Lúðrafl. og sti'engja-
sveitin aðstoða. Samkomurnar
bvrja kl. 8 síðd. Allir velkomnir!
Gjöf
til máttlausa drengsins, afhent
Vísi: 5 kr. frá J. S.
Áheit á Strandarltirkju,
afh. Vísi: 1 kr. frá í. M.
Hitt og þetta.
Lloyd George í skemtiför.
Lloyd George hefir verið véik-
ur síðan snemma í haust, en hefir
verið að hressast að undanfömu.
Nú hefir hann tekið sig upp að
heiman sér til hressingar ásanit
konu sinni og tveimur börnum.
Lögðu þau af stað 13. þ. m. og
var ferðinni heitið til Ceylon. Er
búist við, að þau verði þrjár vik-
ur hvora leið, en tvær vikur um
kyrt þar eystra. Þau fara sjóleið
alla leið frá Englandi
Vilhelmína drottning
í Hollandi hefir tilkynt ráðuneyti
sinu, að hún ætli á næsta ári a8
afsala sér 10% af tekjum þeirn,
sem hún og elsta dóttir hennar
ciga tilkall til. Ennfremur hefir
luin leyst nokkura leiguliða stjórn-
arjarða frá því aö greiða land-
skuldir á þessu ári. Hún haföi áð-
ur ákveðiö að láta fyrst um sinn
niður falla allar stjórnarveislur,
dansleika og hátíðahölcl viS
hirðina.
Fugferðir frá Englandi.
Breska flugfélagið, „Imperial
Airways" hefir nýlega lækkað tíl
muna fargjöld til meginlands
Evrópu. Þrátt fyrir verðlækkun
sterlingspunds er nú ódýrara að
fljúga frá London til ýmissa staða
á meginlandi Evrópu. enda
fjölgar þeim stöðugt sem ferðast
loftleiðis. Hinsvegar liafa járn-
brautarfargjöld frá London til
borga á meginlandinu aukist uttl
20%—40%. Flug-farseðill frá