Vísir - 03.12.1931, Blaðsíða 2
VlSIR
HúsmæOur!
Munið, að LIBBY’S mjólkin er besta
og þó ódýrasta dósamjólkin, sem þér
getið fengið.
Biðjið kaupmann yðar um LIBBY’S mjólk.
Fæst alstaðar.
r^iIH!IIIIK!IliilKI!!I!!l!iið!I!gSI!II!IIIIIIIIIIIIIIUn!IlISII!IlgIIl!H!l!!IKI
k^iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiii
|| Vetrarfrakkar
ódýrir, í mjög miklu úrvali, fyrir börn og fuM-
orðna.
Fóðraðir skinnhanskar, treflar, vetrarsjöí
Si í mörgum litum.
rma
æ
Swastika
CigaFettui® \7irginia.
20 stykki — 1 króna.
Arömidi í hverjum pakka.
Fást hvarvetna.
æ
æ
æ
æ
æ
æ
æ
æ
æ
æ
æ
æ
Gnnnlaugnr Claessen
dr. med. fimtugur.
Dr. tned. Gunnlaugur Claessen
verSur fimtugnr í dag. Hann flutt-
ist hinga'ð til Reykjavíkur áriö
1913, og þegar Röntgenstofan var
sett á stofn ári'ð 1914, tók hann
við forstöðu hennar, en nú er hann
yfirlæknir Röntgendeildar Land-
spítalans, eftir að Röntgenstofan
fluttist þangað.
Dr. Gunnlaugur Claessen er
löngu orðinn þjóðkunnur maður,
ekki eingöngu vegna þess, að hann
hefir veitt Röntgenstofunni for-
istöðu, heldur vegna þess, hvernig
hann hefir gert það. Röntgenskoð-
anir og lækningar eru tiltölulega
ung vísindagrein, sem hefir vaxið
hröðum skrefum, og því hefir það
verið mikil heppni, að fá dr.
Gunnlaug sem röntgenlækni. Hann
hefir altaf fylgst mjög vel með
því, sem gerst hefir í röntgen-
íræðum og fært sér þær framfarir
í nyt, sem orðið hafa. Svíar hafa
verið forgöngumenn á því sviði,
og af þeim. hefir dr. Gunnlaugur
mest lært, enda er hann lærisveinn
próf. Forsells, sem nú mun vera
einna þektasti röntgenlæknir í
heimi. Fyrir hans tilstilli fékk dr.
Gunnlaugur leyfi til þess að verja
doctorsrit sitt 1928 um röntgen-
skoðun á sullum, við Háskólann í
Stokkhólmi, en ritið er svo, að
framhjá því verður eigi gengið af
þeim, sem við sullarannsóknir
fást.
Dr. Gunnlaugur Claessen var
aðal hvatamaður þess, að Radium-
sjóðurinn var stofnaður og radi-
um fengið hingað til landsins, en
það er nú talið ómissandi við
Iækningar á krabbameini og ýms-
um öðrum sjúkdómum.
Geitur má lækna með röntgen-
geislum en með öðru móti er mjög
erfitt aö uppræta þær. Dr. Gunn-
laugur hefir barist fyrir því, að
leitaðir yrðu upp allir geitnasjúkl-
ingar á landinu og útvegað
styrk á fjárlögum til þess að koma
þeim til lækninga, en sjálf lækn-
ingin hefir verið ókeypis. Ár-
angurinn af því starfi hans er nú
orðinn sá, að geitur eru nú nær
því horfnar á íslandi.
Það yrði oflangt mál að telja
upp allt það, sem dr. Gunnlaugur
Claessen lrefir starfað að, því að
honurn dettur margt í hug og er
framkvæmdamaður. Oft hefir
hann ritað í dagblöðin um áhuga-
mál sin og flutt erindi t. d. um
bætiefni. Þá hefir hann unnið mik-
ið að því, að bálstofa kærnist hér
iijrp og er það mál nú vel á veg
komið. Um skeið átti’ hann sæti í
bæjarstjórn og þótti þar mikið
til hans korna og söknuðu hans
margir er hann fór þaðan, cn'
blindur flokksmaður hefir hann
aldrei gétað orðið.
í fyrstú heyrði Röntgenstofan
undir Læknadeild Háskólans og
kendi dr. Gunnlaugur C-Iaessen þá
iífeðlisfræði í deildinni en hætti
því er Röntgenstofan varð sjálf-
stæð stofnun. Seinna kendi hann
þó aftur Hfeðlisfræði í Háskólan-
um, í forfölkun annara og nú flyt-
ur hann fyrirlestur fyrir stúdenta
urn röntgenfræði.
Dr. Gunnlaugur Claessen er
glæsimenni í sjón og allri fram-
komu, vel máli farinn og ungur í
anda. Er því enn mikils af honum
að vænta.
G. Th.
Símskeyti
New York 2. des.
United Press. FB.'
Fylgi demokrata og andbann-
inga eykst í U. S. A.
Aukakosning til þjóðþingsins
hefir fram farið í borginni
Elizabeth, New Jersey. — Percy
Stewart, sem er demokrat og
andbanningur, var kosinn.
Ivjördæmi þetta hefir til þessa
ávalt sent menn úr flokki re-
publikana á þing og bannmenn.
— Stewart veittist mjög að
Hoover forseta í kosningunum
og vitti liann fyrir framkomu
hans í mörgum þjóðmálum.
í fulltrúadeildinni eru nú 219
þingmenn úr flokki demokrata,
214 úr flokki repúblikana og 1
úr flokki verkamanna og bænda
(Farm-Iabour-party).
Rikisstjórinn i New Jersey
hefir útnefnt Warren Harbour,
sem er i flokki republikana, til
þess að taka sæti Dwigbt Mor-
row’s í öldungadeild þjóðþings-
ins, sem er látinn, út kjörtíma-
bil hans. Harbour er andbann-
ingur.
Madrid,, 2. des.
United Press. FB.
Spánverska þjóðþingið sam-
þykkir stjórnarskrár-
frumvarpið.
Azana fyrsti forseti hins spán-
verska lýðveldis.
Þjóðþingið (cortes) hefir nú
lokið við að semja stjórnar-
skrárfrumvarpið og samþykt
það. Tilkynt er, að Azana sé
fyrsti forseti lýðveldisins, og
verður liann formlega kosinn í
byrjun næstu viku. — Frum-
varp liefir verið lagt fyrir þing-
ið um laun forsetans. Er ráð-
gert, að liann liafi eina miljón
peseta í árslaun. Einnig er ráð-
gert að forsetinn fái árlega til
ferðalaga, starfsmannabalds, í
borðfé o. s. frv. 1,250,000 pe-
seta.
London, 3. des.
United Press. FB.
Tollmál Breta.
Mr. Colville, aðstoðarverslun-
armálaráðlierra, skýrði frá því
i neðri málstofunni í gær, að
ekki væri líklegl, að stjórnin
mundi gangast undir neinar
þær skuldbindingar, sem drægi
úr ákvæðum laga viðvíkjandi
óeðlilegum vöruinnflutningi, og
er búist við, að þetta muni mjög
draga úr tollasainninga-umleit-
unum fulltrúa erlendra ríkja.
Hymans, utanrikismálaráðherra
i Belgíu, er væntanlegur til
London á sunnudag, og ætlar
að hitta Runciman að máli á
mánudag. Einnig er þá búist
við, að nefnd franskra viðskifta-
sérfræðinga, undir forystu Elbe,
ráðunautar utanríkismálaráðu-
neytisins, komi þá til London.
Þrátt fyrir yfirlýsingu Colville’s,
er búist við, að fulltrúar er-
lendra ríkja muni leggja mikið
kapp á að koma þvi til leiðar,
að stjórnin láti eigi koma til
framkvæmda ýms áform við-
víkjandi takmörkunum á inn-
flulningi.
London, 2. des. Mótt. 3.
United Press. FB.
Gengi sterlingspunds.
Gengi sterlingspunds, er við-
skifti dagsins hófust, 3.25 miðað
við dollar, en 3.3914, er viðskift-
um dagsins lauk.
New York: Gengi sterlings-
punds, er viðskifti hófust, $3.33,
en $ 3.36, er viðskiftum dagsins
lauk.
Helsíngfors, 2. des.
United Press. FB.
Þjóðaratkvæði um bannið
í Finnlandi.
Finska ríkisstjómin liefir á-
kveðið að leggja fyrir þingið
frumvarp til laga um þjóðar-
atkvæði um vínbannið. Verði
frumvarpið samþykt óbreytt,
fer þjóðaratkvæðagreiðsla fram
29. og 30. desember.
Síldareinkasalan.
—o—•
Fundur í fulltrúaráði Síldar-
einkasölunnar hófst aftur í gær kl.
4 sí'ðd. í Kaupþingssalnum. Voru
allir fulltrúarnir mættir, auk jiess
Steinþór Guðmundsson, útflutn-
ingsnefndarmaður og Guðmundur
Skarj^héðinsson, fulltrúi einkasöl-
unnar á Siglufirði, sem báðir
fengu leyfi fulltrúanna til þess að
taka J)átt í umræðum. Fult var
áheyrenda fram úr dyrurn.
Fundurinn byrjaði á því, að Er-
lingur Friðjónsson las upp aftur
bráðabirgðayfirlit um efnahag
Síldareinkasölunnar, sem Steinþór
Guðmundsson fyrir einkasölunnar
hönd hafði lagt fram á fundinum
á mánudaginn.
Var þetta efnahagsyfirlit einka-
sölunnar nú tekið til umræðu og
fætt um einstaka liði þess, en jafn-
framt snerust umræðurnar upp í
almennar aðfinslur við einkasöl-
uná.
Finnur Jónsson spurði hvort J.
Östensjö hafi nokkurntíma verið
látinn bæta 880 tunnur af úrsalti,
sem frá honum hafi komið. Saltið
hafi verið blakt á litinn, með slori,
fiskuggum og jafnvel heilum fisk-
um innan um saltið.
Ingvar Guðjónsson sagði að sér
væri kunnugt um, sem umboðs-
manni Östensjö, að salt þetta hafi
verið afhent í ógáti.
Guðm. Skarphéðinsson kvað
Jietta salt, 880 tunnur, sem komið
hafi með e.s. Use til Siglufjarðar,
ekki vera einsdæmi. Því að heill
farmur af slærnu salti hafi komið
með e.s. Varild til veiðistöðvanna
við Eyjafjörð. Slæmt salt myndi
eiga mikinn þátt 5 síklarskemdun-
um sem orðið hcfðu í sumar.
Steinþór Guðmundsson sagði
Jiað merkilega tilviljun, að
höfuð-vitleysur útflutningsnefnd-
ar hafi verið ákveðnar á þeim
fundum, er hann var fjarverandi.
T. d. hafi 18. ágúst í sumar verið
ákveðið að greiða verkunarlaun að
fullu til síldarsaltenda með ávísun-
um eða víxlum, Jjótt þeir ættu þá
cftir að afhenda einkasölunni síld-
ina. Þetta hafi bakað einkasölunni
um 10.000 króna skaða á einum
saltanda, Ingvari Guðjónssyni.
Ingvar Guðjónsson kvað Stein-
þór hafa notað sér þessa sömu
samþykt, þótt einkasalan með J)vi
tæki á sig meiri áhættu en gagn-
vart sér, því að hann ætti sjálfur
Ys hluta þeirrar síldar sem hann
hafi verkað, en verkunarfélag
Steinjiórs ætti lítið af Jieirri sild,
sem það verkaði. Steinþór hafi
verið á útflutningsnefndarfundum
þegar mest afglöp voru gerð, t. d.
þegar ákveðið var að salta meira,
en nokkurt vit var í.
Um efnahagsskýrslu einkasöl-
unnar sagði hann að skuldirnar
væru taldar minsta kosti 100 þús.
krónum lægri en þær væru í raun
og veru. Eignamegin væri hreins-
uð síld talin 24 krónu virði tunn-
an, en sér væri kunnugt um, sam-
kvæmt upplýsingum frá Br. Levy,
að hún væri ekki seljanleg fyrir
12 krónur tunnan.
Sveinn Benediktsson sagði, að
samkvæmt efnahagsyfirlitinu frá
einkasölunni vantaði ca. 118 þús.
krónur upp á að síldarbirgðirnar
hrykkju fyrir skuldum, en þar
sem sjóðir 196 J)ús. kr. væru tald-
ir til skulda, ætti einkasalan að
eiga taíp 80 Jnúsund krónur, en J)að
væri herfileg blekking, þar sem
skuldirnar væru taldar ca. 100 ])ús.
kr. lægri en upplýst væri að þær
mundu vera; tómtunnur metnar 8r
þús. of hátt, saltbirgðir, skrif-
stofubygging o. fl. 20 þús. of hátt,
síldarskemdirnar alls ekki teknar
til greina, þótt upplýst væri, að
a. m. k. þriðji hluti síldarinnar
væri skemdur og tiltölulega mest
dýrasta síldin; yrði J)ví að draga
frá vegna skemdanna a. m. k. 540
J-.ús. kr. Tjón vegna óseljanlegrar
sildar myndi nema ca. 300 þús.
kr., vantalinn sölukostnaður og
geymsla erlendis ca. 100 J)ús. kr.
Þótt áætlanir þessar væru ekki
nákvæmar, myndi það sýna sig, að
cfnahagurinn væri síst betri, en
þessar tölur sýna. Einkasöluna
vantaði því yfir miljón króna til
þess að eiga fyrir skuldum. Tjáði
ræðumaður að lokum, að hann og
Hafsteinn Bergþórsson, fulltrúar
sunnlenskra útgerðarmanna, hefði
ákveðið að bera fram svohljójS-
andi tillögu:
„Þar sem ljóst er af bráöa-
birgðauppgjöri Síldareinkasölunn-
ar, að fyrirtækið á ekki líkt þ)íá
tyrir skuldum, þegar tekið er til-
lit til þess, að síldarbirgðirnar er»
áætlaðar langtum hærra verði, ea
þær eru seljanlegar fyrir, og stór-
um útgjaldaliðum slept, þá leggur
fundurinn til við landsstjórnina,
að hún þegar í stað hlutist til um,
að einkasalan gefi sig upp og bá-
hennar verði tekið til skiftameð-
ferðar, sem gjaldþrota."
Nefnd var kosin á fundinum tíl
Jiess að tala við ríkisstjórnina út
af fjárhagsöngþveiti einkasölunn-
ar, og hlutu þessir kosningu: Haf-
steinn Bergþórsson, Finnur ]ón»-
son og Þorlákur Guðmundsson.
Deilt var mjög hart á einkasöl-
una á þessum fundi. Sérstaka at-
hygli vöktu fyrirspurnir frá nefnd,
sem Félag linuveiðaraeigenda
kaus í haust til að rannsaka gerð-
ir einkasölunnar. Kom þar margt
gruggugt í dagsljósið.
Fundur byrjaði kl. 10 í morgu*.
Fypirspnm.
Það er altalað hér í bænunx,
að hr. Jóhannes Jósefsson, fyr-
verandi veitingamaður á Hótel
Borg, sé skuldugur orðinn viS
„Áfengisverslun rikisins’* um
fjárhæð, sem nemur meira ea
100 þúsund krónum. Um síð-
ustu áramót cr sagt, að skuldia
hafi verið um 80 þúsund króu-
ur, og hefir hún þá, ef fregnir
þessar eru sannar, vaxið um
rúmar 20 þúsund krónur á
þessu ári.
Eins og menn vita, var því
mjög á loft haldið í „Tímanum“
og víðar, að fyrverandi for-
stöðumaður áfengisverslunar-
innar, hefði látið safnast all-
miklar skuldir hjá sumum hér-
aðslæknum og þá ekki síður
bjá útsölumönnum áfengis ut-
an Reykjavíkur. Yar fyrverandí
stjórn legið mjög á hálsi fyrir
slælegt eftirlit að þessu leyti og
sltuldasöfnunin fordæmd. For-
stöðumaður áfengisverslunar-
innar var og látinn fara frá
starfi sínu af þessum sökum, er
sjórnarskifti urðu, en við tók
þægur og sanntrúaður fram-
sóknarmaður. Hóf hann þegar