Vísir - 03.12.1931, Síða 4

Vísir - 03.12.1931, Síða 4
VISIR if ávðxtnnnm sknln þér Jekkja [lá! Varðar mest til allra orða undirstaðan rétt sé fundin. Engimi hefir sýnt betur en frú A'ðalbjörg Sigurðardóttir á bæjar- Stjórnarfundi 19. þ. m., hversu hinn pólitíski klafi flokksband- anna getur teymt greinda og, a'ð því er virðist eða virst hefir góða menn til ósæmilegra athafna. Frú- itt er trúuð kona og leitar meir en títt er um íslendinga, að fylgja þeim í trúmálum, sem hún hyggur líkasta í breytni sinni og líferni meistaranum frá Nazaret. — Spar- ar frúin hvorki tíma né fé, til þess, a'ð reyna að kynnast sem best þeirn, er flýta vilja fyrir feomu guðsrikis hér á jörðu og — íeggur víst hart aS sjálfri sér. Frúin er forma'Sur í nefnd jþeirri, sem semja á lög um barna- vernd, og þá auðvitað víðtæka yernd gegn illu uppeldi af hálfu drykkfeldra foreldra. Frúin er stjórnarmeðlimur í mæörastyrks- nefndinni, og síðast en ekki síst ct frúin móðir. Alt þetta vil eg athuga í sambandi við framkomu hennar á umræddum bæjarstjórn- árfundi. Þar voru til umræðu vín- veitingar á Hótel Borg. Þessi um- mæli eru höfð eftir frúnni í Morg- unblaðinu 21. nóv. „Næst talaði Aðalbjörg Sigurðardóttir. Hún Sagðist hafa verið með jiví, að Bj. Bj. fengi leyfi sitt skilyrðislaust. Iíún vissi ekki betur, en rekstur gistihússins gæfi 40 þús. kr. halla á ári, ef vinsalan væri ekki reikn- uð. Þa'ð væri augljóst, að hótel- eigandi hefði ráðist í fyrirtækið með því skilyrði, að hann hefði vfnsölu." Frúin er með því, að Hótel Borg hafi skilyrðislaust leyfi til vínveit- ínga. En hvaða þýðingu hefir það?* Meginhluti hótelgestanna á kveldin eru ungmenni þessa bæjar og hvaðanæfa að af landinu, sem mcð veru sinni á hóteli þessu, ])ar sem vín er um'hönd haft, hneigj- ast ef til vill meira og minna til vínnautnar. Er frúnni ekki ljóst, að margir foreldrar í þessum bæ, sem alið hafa og fóstrað börn sín með stakri umhyggju og kost- gæfni, stynja vegna þess, að börn þeirra falla fyrir tálsnörum og freistingum þeim, sem valdhafarn- ír leggja í veginn fyrir æskuna, Er ekki frúin sér þess meðvitandi, af hjá siðferðislega heilbrigðu fólki vekur það samviksubit, að feiða ógæfu yfir aðra, vekja sorg þar sem áður var gleði, með því að steypa ungum og efnileg- um þjóðfélagsþegnum í glötun d'rykkjuskaparfýsnanna? En að því hefir Hótel Borg unnið með ötulíi áfengissölu, og því vill frú- jnn halda við. Er frúnni þaö ljóst, hversu þeirri móður er innan- brjósts, sem tekur á móti barni gínu ölvuðu í fyrsta sinni. Eg hefi sjálfur séð slíka sjón og kynst þeim sálarkvölum, þegar framtíð- arvonir einstæðings-ekkju með 6 ungbörn, hrundu til grunna, þegar elsrti sonur hennar, fyrirvinna heímilisins, kom ölvaður heim í fyrsta sinn. Úr því var hann henni tapaður. — Var afstaða frúarinn- ar í hótelmálinu mæðrastyrkur frá henni til slíkra einstæðings mæðra? Hefir frúin hvergi rekið sig á þessi ummæli, í bók sem f jallar um trúmál: „Það sein þér gerjð einum af mínum minstu bræðrum, það gerið þér mér“? Heldur frúin það, að þótt hún eigi nú ung, vel upp alin og vel gefin börn, að þau sé svo frábrugðin öðrum börnum, að þau geti ekki fallið fyrir tálsnörum þeim, sem hún með atkvæði sínu í bæjar- stjórninni bjó börnum annara mæðra. Frú A. S. hefir komið þeirri ný- breytni á, að barnaskólabörn fái mjólk að drekka á milli kenslu- stunda. Frúin hefir um sama leyti r. nnið að því, að æskumenn gæti fengið áfengi ótakmarkáð á Hótel Borg að kveldinu. Þetta er ekki i sem bestu samræmi hvað við ann- að.Hið fyrra lofsvert, en hið síðara fyrir neðan allar hellur. Hvemig skyldi Krishnamurti hafa greitt atkvæði í hótelmálinu, ef hann hefði verið bæjarfulltrúi ? Frúin ætti að íhuga það. Frú A. S. vill, að þvi er virð- ist, að áfengissala á Hótel Borg sé ótakmörkuð vegna þess, að árlegt tap sé á rekstri þess er nemi 40 þús. kr., og hóteleigandinn geti ekki framfært sig og sína án vinveitinga. Hvaðan hefir frúin upplýsingar um tapið ? Reikning- ana á borðið! Slagorð og slúður þýðir ekki að bera á borð fyrir fullorðið fólk. Þeir munu fleiri í þessum bæ, sem trúa því, að hótel- stjórinn hafi árlega minst 40 þús. kr. i hreinar tekjur, en ekki tap. Um bæimi hafa heyrst háværar raddir um það, að hóteleigandinn hafi sent ríflegar fjárupphæðir í sambandi við mentun dætra sinna í Ameríku s.l. sumar, og hvort sem þetta verður sannað eða ekki, þá er sú skoðun manna jafn sterk þeirri, sem ríkt hefir síðastl. 2 ár, að ólögleg áfengissala. hafi farið fram i hótelinu fyrir a.tbeina hó- telstjórans, en sent loks varð sann- að eftir margar yfirhilmingar og sjónhverfingar. En báðar getgát- urnar eru líklega jafn réttar. Veit ekki frú A. S. það, að allar þær konur, sem sektaðar voru i s. l. mánuði fyrir ólöglega áfengis- sölu, voru mæður? Frúin vill ef til vill segja, að mæður eigi ekki að framfæra sig og börn sin á óheiðarlegan hátt. Gott og vel! En það á skjólstæðingur hennar, hótelstj., ekki heldur að gera. Frú- in mun sem stjórnarmeðlimur mæðrastyrksnefndarinnar ef til vill segja, að hið opinbera eigi að ala önn fyrir mæðrum, svo að þær þurfi ekki að framfæra sig og sína á óheiðarlegan hátt. Gott og vel! Hefir skjólstæðingur hennar, hó- telstjórinn, ekki sömu skyldur og réttindi í þjóðfélaginu og þessar mæður? Á hann ekki rétt á opin- beru framfæri, eí hann þarf, en getur ekki alið önn fyrir sér og skylduliði sínu á heiðarlegan hátt ? Er ekki frúin með jafnrétti? Skjólstæðingur frúarinnar, hótel- stjórinn, hefir brotið sömu lög og umræddar mæður. Eg hefi nú hingað til talað ein- göngu til frú A. S. og beint til hennar nokkrum spurningum, sem eg vona að hún svari við -fyrsta ]>óknanlegt tækifæri. Eg hefi gert það til þess að reyna, hvort hún gæti ekki fundið sjálfa sig aftur eins 0g hún var áður en hún gekk óhollum mönnum á hönd. En biðja vil eg hana afsökunar á drættin- um, sem stafaði af veikindum mín- um en eklci viljaleysi. En áöur en eg skilst við frúna, vil eg, til þess að fyrirbyggja misskilning í svari hennar, láta hana vita það, að eg veit að hún á illa aðstöðu. Fortíð írúarinnar og nútíð eru í hrygg- spennu, og nútíðin hefir undirtök- in. Eg vil ekki aö frúin gangi þess dulin, að það er mitt álit, að hjá henni hafi hvorki valdið heimska né illgirni, lieldur ístöðuleysi, þaö sama, sem ])jáir þjóð vora síðan núverandi stjórn tók við völdum, ])að sama, sem jafnaðarmaðurinn Bebel lýsti svo snildarlega í ræðu í þýska ríkisþinginu árið 1902. Iiann sagði: „Aldrei hefir fyrir nokkurri stjórn í nokkurru landi verið skriðið jafn mikið og nú er gert hér; hver sem kynnist heldra fólkinu að ráði, sér glögt hvað þar cr mikið af ragmensku, staðfestu- leysi og sleikjuskap. Þar er hvergi þrek til að segja sannfæringu sína, ef hún kann að styggja ein- hvern; allir þakka, skríða, snapa og nasa eftir stöðu og hagnaði." Eg hefi ekki iýst öllum þeim grunnhugsaða vaðli og blekking- um, sem mál þetfa var vafið í á umræddum fundi. Það er nóg efni í aðra grein. En ekki get eg svo skilist við þetta mál i þetta sinn, að eg veki ekki athygli á því, að Jónas Jónsson, dóms- og drykkju- málaráðherra, er ekki eins þunnur og íhaldsmenrlirnir vilja vera.láta. Iiann var sem sé búinn að segja það fyrir í Tímanum, að ihalds- mönnum kæmi það mjög illa, ef ekki væri vínveitigar á Hótel Borg. Þessi ummæli sönnuðu íhaldsmennirnir Pétur Halldórs- son og Jón Ólafsson svo átakan- lega, og héldu svo fast á málun- um, aö lögreglustjóranum gafst ekki tækifæri til að gefa tilefni til ijýrrar rannsóknar á lagabrotum Jóhannesar hótelstjóra. Eg hefi ekki í grein þessari tek- ið sérstaklega afstöðu til þeir’ra bæjarfulltrúa, sem eru templarar og fylgdu drykkjumála-skóla- nefndarformanninum að málum, því að framkoma þeirra er fyrir íieðán alt velsæmi, en þeir taki það til sín, sem þeir eiga í grein þessari sameiginlegt með frúnni. Ekki mun af veita. Berið hvert annars byrðar. Rvik 26. nóv. 1931. Magnús V. Jóhannesson. Tóbaksdósir töpuðust frá Reykjavíkur Apóteki upp að Þórsgötu. Skilist á afgr. Visis gegn fundarlaunum. (72 Gullarmbandsúr tapaðist síð- ástl. laugardag. A. v. á. (61 Fóðraður veírarhanski tapað- ist 1. desember. Skilist gegn fundarlaunum á Skálholtsstíg 2, niðri. (77 Roskin kona óskar eftir reglu- samri og góðri stúlku með sér í Iteimili. Lysthafendur leggi inn nöfn og heimilisfang, merkt: „Reglusöm“, inn á afgr. Vísis. ___________________________(84 Stúlka óskast á matsöluna á Hverfisgötu 57. (92 Stúllva óskast í nágrenni við Reykjavík. Þarf að kunna að mjólka. Uppl. í sírna 1049. (63 Tek að mér að sauma barna- föt á telpur og drengi. Mjög ó- dýr saumaskapur. — Grettis- götu 2A, efstu hæð. (60 Unglingsstúlka óskast fyrra hulta dags. Bankastræti 3. (79 Stúlka óskast 1 til 2 tima að morgninum. Þingholtsstræti 3. (74 Herbergi til Ieigu með ljósi og liita. Uppl. á Ljósvallag. 10. (83 Herbergi til leigu á Holtsgötu 12. Verð kr. 25.00. (90 Basar KFU.K verður haldinn þ. 4. des. í húsi K. F. U. M„ og hefst kl. 3 síðd. Seld verður vönduð og ódýr handavinna. Ókeypis aðgangur. Kl. 8y2 síðd. verður haldin skemtun á sama stað, þar verð- ur skemt með kórsöng Karla- kórs K. F. U. M. Samspili (har- monium og cello). Einsöngur: Erling Ólafsson. Erindi: Fröken Thóra Friðriksson. Einsöngur: Frú Guðrún Ágústsdóttir. — Aðgangseyrir 1 kr. fullorðnir, 50 aurar fyrir börn. — Veiting- ar seldar á staðnum. Fjallkonn- skúpiduftið reynist betur en nokkuð annað skúriduft sem hingað til hefir þekst hér á landi. Reynið strax einn pakka, og látið reynsluna tala. Það besta er frá H.f. Efnagepd Reykjavílctir. Nýl^omid 2 Gulrófur, Kartöflur, Hvítkál. Von. TAPAÐ “FUNDID Litið, svart silkisjal, með löngu lcögri, tapaðist á mándaginn var. Finnandi sldli þvi á Vestur- götu 41. (87 Herbergi til leigu. Getur verið með öðrum. — Uppl. í Hafnar- stræti 17. (71 2 stofur og eldhús til leigu. — Uppl. á Laugavegi 67. Sími 2053. (69 Forstofustofa með ljósi, hita og ræstingu til leigu. Þjónusta getur fylgt. Uppl. á Laugavegi 24 B. (66 IGott herbergi með for- stofuinngangi til leigu. Laugavegi 70 B. (65 Kjallaraherbergi til leigu á Bergstaðastræti 52, nú þegar eða um næstu mánaðamót. (62 Stór og góð stofa móti suðri, með forstofuinngangi, til leigu á Sólvallagötu 17. — Ljós, hiti og ræsting fylgir. Uppl. i sima 1057.__________________ (59 íbúð, 2—3 herbergi og eld- hús óskast 15. desémher. Fvrir- framgreiðsla fyrir 3 mánuði. A. v. á. (57 Lítil ibúð óskast fvrir skibnst fólk. Uppl. Ránargötu 32, niðri. ________________________(56 Góð stofa með öllum bægind- um til le’gu fvrir reglusaman mann. Seljavegi 31. (54 | TILKYNNTN^^j Mér undirritaðri hefir verið dregið livítt lamb, mark: Sýlt vinstra, biti aftan. Réttur eig- andi gefi sig fram og semji um markið. Þorbjörg Jónsdóttir, Ólafsbakka við Bakkastig. (68 Kvenveslci með peningum tap- aðist í gærkveldi. Skilist á Njáls- götu 86, miðhæð, gegn fundar- launurn. (85 Selfacting Supnlement Water Apparatus, tilbúið og endurbætt af mér. Rights for Sale. — P. Jó- hannsson. (80 p KAUPSKAPUR Jólabazarinn i Kirkjustr. 10,- er fjölbreyttasti jólabazarinn að allskonar barnaleikföngumr tækifærisgjöfum, jólagjöfum,- Kertastjakar frá 1.25—20 kr,' Jólatrésskraut, kerti, klemmur' og allsk. jólavarning. Alt nýjar vörur. Lágt verð. Amatörvcrsk Þorl. Þorleifssonar. Sími 1683, (89! Ef þér viljið verja peningum yðar vel, þá kaupið lóðir af mér. Margrét Ámason, simi 2352. (88 Gott orgel óskast í skiftum fyrir píanó. A. v. á. (8(5 Nýtísku steinhús i Austur- bænum til sölu. Útborgun 10' ]>ús. kr. Mjög arðvænleg eign, Viljum kaupa lítið timburhús eða steinhús. Margar húseignir til sölu, sem kosta frá 6 þúsund’ krónum. Semjið strax. Eigna- skifti oft möguleg. Vörusalinn, Ivlapparstíg 27. (82' Slátur til sölu í ísbirmnum, (75* Nú er tækifæri til að gerá inn- kaup á ódýrum húsgögnum í Vöursalanum, Klapparstig 27, t. d.: 1 og 2ja manna rúmstæð- um, verð frá 20 krónum. Ser- vöntum, skápum, borðum o. m, fl. — Ennfremur til sölu með tækifærisverði: Harmoniku- beddi, Saumavélar, Ljósakrón- ur, notaðir dívanar. Fjaðrama- dressur o. fl„ sem ekki er hægf að telja upp. (8Í Nokkur pör af ódýrum skaut-r um á Fornsölunni, Aðalstr. 16, (91 - ——■—— ......... —........... Vantar vél 4% hestöfl „Per- fect“ eða „Sleipnir“, mest eins árs gömul. A. v. á. (70* 2 góðir kolaofnar óskast ke>i)tir. H.f. Ivol & Salt. (55- Til sölu 2 rúm, dívan, fata- skánur, borðstofuhúsgögn, leð- urhúsgögn, körfuhúsgögnr kæliskápur og 5 manna Essex-- bifreið o. m. fl. Norðurstig 7. Til sýnis frá 5—8. (67 3 nýlegar forstofuluktir og' eldhúslampi til sölu með tæki- færisverði. — Uppl. i síma 1519. (64 Notað harmoníum, í besta standi, til sölu á Frakkastíg 9. __________________________(58- Góð, dökkblá karlmannsföt,- brúkuð, til sölu. Verð 25 kr. —«• Skálholtsstíg 2, niðri. (7& Veðslculdabréf, trygt 1.—2. veðrétti í góðu húsi,-get ég selt, — Lystliafendur sendi nöfn sin strax á afgreiðslu Vísis, merkt: „Veðbréf“. (73 í Skrúð við Shellveg, niðri, fást nýir dívanar, gert við gamla — saumuð allskonar föt, föf hreinsuð og pressuð, og til jóla- giafa lióðabókin Hagyrðingur, eftir Eldon og Gerði, í fallegu’ bandi. — Lítið á. (21 Til sölu nokkur veðdeildar- bréf. Uppl. í sima 1243 eða hjá Sigurði Jónssvni, Fjölnisvcfú 18, kl. 6—8 siðd. (2 I FÆÐ! Gott fæði fyrir litið verð. Getum bætt við þremur áreið- anlegum mönnuin. Matsalan, Hverfisgötu 57. (76 FÉI-AGSPRENTSMIÐJAN

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.