Vísir - 09.01.1932, Blaðsíða 3
V 1S1R
*h
Bjfirg H. HnnfjörB
ja&daðist að heimili sínu, Óðins-
götu 21, þann i. des. f. á.
Hún var fædd 23. ágiist 18(50,
að Smádala-austurkoti i Ár-
íiessýslu, og ólst þar upp hjá
foreldrum sínum og systkinum,
'þar til lnin 1887 giflist fyrra
manni sínum, Jóni Ólafssyni,
bjuggu þau hjón á þeirri
sömu jörð, og eignuðust þar
tvo syni, þorlák, sem nú er
Ikaupmaður i „Gretti“ og Ólaf,
:sem er kaupm. í Hafnarfirði.
Arið 18!)1 fluttist lnin að
Stokkseyri og bjó þar með í’or-
Jáki svni sinum, þar til árið
1912, að luin flultist lil Reykja-
-vikur og dvaldi þar siðan.
Árið 1922 giftisl hún seinna
Knanni sinum, skáldinu Jósep
Húnfjörð, og lifði með honuni
^iðustu ár- æfi sinnar í ham-
ingjusömu hjónabandi, og
minnast vinir og kunningjar
margra góðra ánægjustunda á
tiirm glaða og geslrisna hcimili
þeirra.
Björg var ein af þessum ís-
lensku, greindu og góðu kon-
um, sem vinna störf sin i kyr-
þei, en eru perlur þjóðfélagsins;
konur þær eru trygglyndar og
fastlyndar, stiltar og starfsam-
ar, glaðar og gestrisnar, og
iirega ekkert aumt sjá, alla þessa
kosti liafði Björg i rikum mæli.
Björg er liorfin til landsii v
Ætkunna fyrir handan jarðneska
tilveru. Vinir og vandamenn
isakna liennar með hryggum
huga.
íslensk kona er lögst til hinstu
fivíldar. Friður veri með sál
hennar og blessuð veri hennav
minning.
Kr. Jónsson.
finnanlegur Jiér i bænum um
þessar mundir og jafnvel meiri,
æh búast mætti við um þetta
teyti árs. Við hér uppi í holtun-
um þurfum á mikiili þolinmæði
að halda dags daglega, því að
vi'ð erum vatnslausir að heita
fflá mestan hluta dagsins. Samt
«eriun við látnir greiða vatns-
skatt, eins og alt væri í besta
iagi. En óneitanlega finst mér
það vera ú móti öllum viðskifta-
reglum, að greiða stórfé fyrir
ækki neitt. Og nú hefir valns-
skatturinn verið hækkaður til
mikilta muna — skatturinn af
því vatni, sem við fáum ekki.
Okkur finst þetta skrítið rétt-
iæti.
F.g á bágt með að trúa því, að
inenn spilli vatninu eða eyði því
;að óþörfu. En nú liefi eg séð
harðorðar auglýsingar um það,
£ið mönnum verði refsað sam-
kvæmt lögum frá 1907, ef vatn
•sé misnotað. En hvað er mis-
notkun? — I auglýsingunni er
isérstaklega talað um þvottahús
og vatnssalerni. Eg skal ekki
um það dæma, hvað meta megi
óþarfa vatnseyðslu í þvottahús-
um. Það er vitanlegt, að mikið
vatn þarf til stórþvotta. Þvottur-
mn þarf að skolast rækilega, svo
að liann verði hreinn. Eg ætla
að þvottakonurnar sjálfar sé
dómbærastar um það, hversu
mikið vatn þær þurfi að nota.
Eg bygg að verkfræðingar eða
aðrir karlmenn sé miður liæfir
til slikra dómstarfa.
Þá eru vatnssalernin. Mér er
óskiljanlegt, að nokkur maður
hafi gaman af því, að „hanga
þar í festinni14 si og æ og bleypa
vatni niður að óþörfu. En sé
vatnssalerni bilað, svo að vatnið
streymi af sjálfu sér, ])á er auð-
vitað sjálfsagt að gera við það.
Og þaæ viðgerðir ætti bærinn að
láta framkvæma á koslnað hús-
eiganda, Vandinn ætti ekki að
vera annar en sá, að húseigend-
u r tilkynti bilanii' og svo væri
gert við þær þegar i stað. Hitt
gæti orðið tafsamara, að láta
tuiseigendur annast þetta sjálfa.
Margir vita ekki livert þeir eiga
að snúa sér i þeim efnum,
nema með fyrirspurnum og eft-
irgrenslunum, cn slíkt tekur
tíma og vatnið streýmir tit ónýt-
is á meðan.
Eg hefi ckki séð að því fund-
ið enn sem komið er, að menn
taki sér bað eða þvoi sér og ekki
hcfir baðhúsinu verið lokað enn.
En þetla getur lagast og enginn
veit livað fyrir kann að koma.
Þó að eg búi á „íiáum stað“
og sé vatnslaus heila og hálfa
dagana, þá get eg þó ekki ætlast
til þess, að þeir, sem „neðar“
t)úa og keypt liafa vatnið eins
og eg', hætti að fara i bað eða
þvo sér mín vegna. Þeir eiga
beimtingu á vatninu og hafa
borgað það fullu verði. Það er
ekki þeirra sötc. þó að bærinn
standi ekki í skilum við okkur.
En vitanlega eiga þeir að fara
skynsamlega með vatnið. Þeir
eiga ekki að nota meira en þeir
þurfa, enda legg' eg engan trún-
að á það, að menn hegði sér
þannig yfirleitt.
Hitf er óneitanlega l)art, að
vatnsskattur/'nn skuli nú liafa
verið liækkaður á okkur, sem
ekki fáum helming þess vatns,
sem við þurfum að nota. — iÞað
er lika eitthvað svo óviðfeldið
af bæjarfélaginu, að vera að
hækka í vcrði þau þægindi, sem
])að getur eklci látið i té.
En livað sem þessu líður, þá
er öldungis ófært að slá aukn-
ingu vatnsveitunnar á frest
lengur en til vorsins.
Fon'áðamenn bæiarins verða
að finna einhver ráð sem duga
til ]>ess, að bví nauðsynjaverld
verði hrundið i framkvæmd.
Húseigandi.
Slys.
í gær barst skeyti um það
frá Snorra goða, sem er á leið
til Engtands, að einn skipverja
hefði tekið út og druknað. Slys-
ið vildi til á fimtudagskveldið
um Id. 8. Þetta var ungur og
efnilegur 1118610* héðan úr bæn-
um, Jakob Jónatansson, sonur
Jónatans Jónssonar göllsmiðs.
I. O. O. F. 3 = 1131118 = E. I.*
□ Edda 59321127 = 2. Atkvgr.
Messur á morgun.
Iðnó:
mánud. 11. jan. kl. 8V2
hefir liin fræga dáleiðslu-
kona
Karina de Waldoza
I dómkirkjunni kl. 11, síra Frið-
rik Hallgrímsson. K1. 5 síra Bjarni
Jónsson.
1 fríkirkjunni kl. 5, síra Ámi
SigurÖsson.
1 fríkirkjunni í Hafnarfirði kl.
2, síra Jón Auðuns.
sýningu á margskonar dá-
leiðslu. — Aðgöngumiðar
kr. 3,00, 2,50, 2,00, 1,50
f'ást i Iðnó á mánudag frá
kl. 1. Sími 191.
Veðrið í morgun.
Hiti i Reykjavík -c- 5 stig, ísa-
firði -c- 11, Akureyri -c- 12,
Seyðisfirði -4- 10, Vestmanna-
evium -4- 1, Stykkishólmi 4- 6,
Blönduósi 4- 12, Raúfarhöfn
4- 10, liólum í Hornafirði 4- 8,
Færevium 1, Julianehaab 4- 13,
Jan Maven 4- 5, Angmagsalik
4- 15, Hialtlandi 3, Tynemouth
4- 1. (Skeyti vantar frá Grinda-
vík og Kaunmannahöfn). Mest-
ur liiti i Reykjavik í gær 4- 2
stig, minstur 4- 10. Úrkoma 5,7
mm. Yfirlit: Diúp lægð vestur
af Bretlandsevium á hrevfingu
austur eftir. önnur lægð fvrir
norðan Island. — Horfur: Suð-
vesturland, Faxaflói, Breiða-
fjörður: Suðaustan gola. Úr-
komulaust og viða léttskýiað.
Vestfirðir, Norðurland, norð-
austurland, Austfirðir, suðaust-
urland: Brevtileg átt og hæg-
viðri. Viðast léttskýjað.
Gengisskráning hér í dag:
Sterlingspund ......... kr. 22.15
Dollar................. — 6.50)4
100 sænskar kr............ 124.24
— norskar kr........ —-121.19
— danskar kr.........— 122.11
— ríkismörk........... — X 54.46
frakkn. frankar . . — 25.64
— - belgur........... — 90-36
—. gyllini ............. — 261.30
— svissn. frankar . . . — 126.99
— pesétar ................ 55.25
línu ............... - 33-27
tékkóslóv. kr....- 19-42
Botnvörpungarnir
Arinbjörn' hersir fór á veiÖar í
gær. Gvllir kom frá Englandi í
morgttn.
Línuveiðarinn Jarlinn
tekur nú bátafisk til útflutnings
hér. Fer til Englands, er hann hef-
ir fengi'ð fttllfermi.
Aflasala.
Ver seldi í fyrradag 1100 körfttr
af ísíiski í Englandi fyrir 988 stcr-
lingspund, íisk úr Otri fyrir 227
og bátaíisk íyrir 40 sterlingspund.
ísfirski botnvörpungurinn Haf-
steinn hefir selt bátafisk, 900 kitti,
fyrir liðlega 1200 sterlingspund.
Þór
fór til Bíldudals i nótt.
Skrifstofur
bæjarsímans og landssimans
er nú verið að flytja i hið nýja
hús símans við Thorvaldsens-
stræti.
Kvæðakveld
ætlar Kvæðafélagið Iðunn að
halda í Varðarhúsinu í kveld kl. 81.
Kveða þar börn, karlmenn og
konur.
Kristilega
var það án efa gert af rit-
stjóra Vísis, að mýkja orðalagið
á greinarstúf mínum um liöfð-
ingsskap bæjarstjórnarinnar.
En ekki er eg nú svo vel inn-
rættur að eg finni til neinnar
þakklátssemi fyrir þessa upp-
eldistilraun, og það þykir mér
stórum miður að úrfelling nokk-
urra orða gerir talsverðan kafla
greinarinnnr að hreinni mein-
ingarleysu. Eg fæ liklega ekki
að segja það fremur nú en áð-
ur, að eg liafði í grein minni
látið ])á skoðun í ljósi að þeir,
sem nefna sig sjálfstæðismenn,
væru i reyndinni ekki miklu
minni höfðingjar en liinir sem
kalla sig sósíalista, en eru nátt-
úrlega annað miklu fínna, sem
sé ósviknir spekúlantar.
Sn. J.
Leiðrétting’.
Misnrentast liafði í grein Sn. J.
hér i blaðinu í gær: „Þessi á-
sökun“ (þriðji dálkuf, 22. lína
að ofan) átti að vera þessi af-
sökun.
S.jómannakveðja.
8. jan. FB.
Farnir lil Englands. Vellíðan.
Kærar kveðjur til vina og
vandamanna.
Skipshöfnin á Max Pemberton.
Aheit á Strandarkirkju,
afhent Vísi: 5 kr. frá G. 1\.. 2
kr. frá D.
f Betaníu
verður samkoma annaÖ kvöld kl.
8j4- Allir hjartanlega velkomnir.
Hjálpræðisherinn.
Samkomur á morgun : Helgunar-
samkoma kl. io)4 árd. Sunnudaga-
sköli kl. 2 sí'Öd. Kapt. Axel Olsen
og frú stjórna. LúÖrafl. og strengja-
sveitin aðstoða. Allir velkomnir!
Karina de Waldoza
heitir dáleiðslukona sem
heldur sýningu í Iðnó á mánu-
dag kl. 8V2. Sjá augl.
Krishnamurtikvöld.
Annað kvöld (sunnudags-
kvöld) kl. 8V2 geta þeir, sem
vilja, fengið að hlýða á kenn-
ingar Krislmamurtis i Guð-
spekifélagshúsinu. Verða lesn-
ar har upp þýðingar á ræðu eft-
ir hann og spurningum og svör-
um. Aðgangur ókeypis.
Pétur Sigurðsson
flvtur erindi i Templarahús-
inu í Hafnarfirði, aimað kveld,
sunnudaginn 10. janúar, kl. 8J/2-
Aðgangur ókeypis. Allir vel-
komnir.
Útvarpið í dag.
10,15 Veðurfregnir.
16,10 Veðurfregnir.
18,40 Barnatimi (Ragnheiður
Jónsdóttir, kennari).
19,05 Fyrirlestur: Dýralækn-
ingar, II. Búnaðarfél. ís-
lands. (Hannes .Tónsson,
dýralæknir).
19.30 Veðurfregnir.
19,35 Fyrirlestur: Eldgos og
orsakir sandfoks. (Gunn-
laugur Kristmundsson).
Búnaðarfél. Islands.
20,00 Klukkusláttur.
Upplestur: Sögukafli
Halldór Kiljan Laxness).
20.30 Fréttir.
21,05 Grammófón hljómleikar:
Píanó-konsert eftir Racli-
maninoff.
Útvarpstrióið.
Danslög til kl. 24.
Skáldkonan Jane Aasten.
Eftir Richard fíeck.
Frh.
í Sensc ancl Sensibility gerir
skáldkonan að athlægi hvim-
leiða ofurviðkvæmni; svnir,
með dæmum úr daglega lifinu,
hvernig heilbrigð tilfinningar-
semi getur auðveldlega orðið
að væminni uppgerðar-við-
kvæmni. Og enn eru til svo
bljúgar sálir, að þeim liggur
við að tárasl vfir hverju lítiF-
ræði. Ýmislegt er vel um skáíd-
sögu ]>essa, t .d. sumar kven-
lýsingarnar. Þó er efnismeð-
ferð og ýmsum skaplýsingum
harla ábótavant, enda var
þetta ein af fyrstu sögum
skáldkonunnar.
Pride and Prejudice muo
hafa náð íuestri lýðhylii af
skáldsögum Jane Austen, og
margir gagnrýnendur telja bók
þessa meistaraverk hennar.
Dramh og hlejrpidómar, sem
svo miklu höli valda í sögunni,
eru enn langt frá því að vera
upprætt, söguefnið er þvi jafn-
nýtl í dag eins og þá er bókin
var skráð. Aðalsögupersónurn-
ar eru: annarsvegar Darcý,
dramhsamur mjög af ætt sinni
og slétt, en í raun og veru mað-
ur örlátur og göfuglyndur; hins
vegar Elizabeth Bennet, gáfu-
kona, hreinlynd en skapmikil;
gremst henni stórum mikillæti
Dareys. Drambið og hleypidóm-
arnir hlaða lengi ókleifan mis-
skilningsmúr milli clskliuga
þessara og er frásögnin um
ústamál þeirra næsta margþætt.
Að lokum fellur allt i ljúfá löð.
Þó er niðurlagi sögunnar ekki
linýlt við, fvrir siðasakir, til áð
þóknast lesöndum, sem kjósa
að vel fari í hverri sögu og verða
stórreiðir, ef út af er hrugðið.
Sögulokin i Pride and Preju-
diee eru eðlilegur árangur ]>ess,
sem á undan var gengið; svo
er um Imútana húið, að nianni
finnst, að öðruvísi mátti ekki
og átti ekki að fara, samkvæmt
órjúfanlegu lögmáli lífsins,
Frásögnin er hin skenitilegasta,
stillinn þróttmikill. Kímni liöf-
undarins nýtur sin hér ágæt-
lega. Fleslir munu sammála
um það, að list Jane Austens í
skanlýsingum, nái hámarki sínu
i Elizabeth Bennet, sem er hæði
aðlaðandi og raunveruleg, en
ekki kaldur persónugervingur.
Darcy er einnig vel lýst; hið
sama er að segja rnn alt Ben-
net-fólkið; það festist Jesand-
anum í minni. í stuttu máli:
Slikur hlær hins sanna raun-
veruleika livílir yfir persönun-
um og athöfnunum i sögu þess-
ari, að mami furðar á. Og af
því að Jane Austen cr svo lúk-
laus og sannsögul i raunsæi
sinu, ])á þarf hún ekki að fylla
frásögnina öfgum, til ]>ess að
vekja og haida athygli lesand-
ans.
Mansfield Pai-k liefir veríð
kölluð „ný og gamansöm út-
gáfa af sögunni imi Kolskör“;
en flestir rnunu kannast við
liana úr æfintýrunum. Frii þvi
að vera olnbogahamið í ösku-
stónni, varð húu aö lokum
gæfubarnið. — Mansfield Park
segir frá ungri stúlku, Fanny
Price, muna'ðarleysingja, seiu
sér að lokum fegurstu drauma
sina rætast. Þetta er í rauu og
veru ástarsaga; en á þeim
Fannv og Edmund sannast orð
Shakespeares: „Vegur sannrar
ástar var aldrei sléttur". En þó
söguefnið sé næsta algengt og
einfalt, þá er örlagaþráðum