Vísir - 26.01.1932, Page 3
V ÍSIR
fundurinn svo á, að Alþýðusam-
band Islands hafi ekki neina á-
stæðu til að halda þessu banni
áfram og skorar því eindregið
.4 Alþýðusambandið að aflétta
banninu nú þegar.“
Einnig var eftirfarandi tillaga
samþykt með öllum greiddum
atkvæðum:
„Fundurinn felur lu-epps-
-nefndinni að annast um þetta
og annað, er framkvæma þarf
í sambandi við þetta mál.“
Þá var rætt um áreitni þá og
-yrringar, sem Keflvikingar liafa
orðið fyrir í Reykjavík og sam-
þykt að kæra „Verkamálaráð
Alþýðusambands íslands“ og þá
einkum Héðinn Valdimarsson
fyrir eflirfarandi:
1. Að hafa lial't i hotunum að
taka einhvern eða einliverja
Keflvikinga, láta þá í poka og
drekkja þeim i Reykjvíkurhöfn.
2. Að nota útsendara sina til
þess, að sýna Keflvíkingum
þeim, sem staddir voru í
Reykjavík allskonar áreitni,
með því fyrst að hindra menn á
vélbát, sem þangað kom með
fisk, að selja hann eða gefa,
enda þótt bærinn hefði mikla
þörf fyrir hann, annað að láta
ræna frá einum vélbátnum
þeirri einu tunnu af olíu, er
hann átti, í óveðrinu 21. þ. m.,
og þannig stofnað bát og mönn-
um í lifsháska með því að bát-
urinn var á floti við brvggju, og
gat því ótvírætt orðið mönnum
að líftjóni, ef hann hefði slitn-
að frá bryggjunni og ekki getað
bjargað sér á vélinni. Eru dæmi
til, að svo hefir áður orðið á
Reykjavíkurhöfn, samánber 14.
janúar 1923.
3. Að flæma einn vélbátinn
frá bryggju fvrir áreitni og hót-
anir út i ófæran sjó og veður, og
hefir ekki spurst til þessa báts
síðan. Telur fundurinn það vera
orsök burtfarar og livarfs báts
þessa, og Verkamálaráðið þann-
íg hafa orsakað býgðarlaginu
stórljón með tapi þriggja mætra
mannslífa frá fátækum heimil-
um, auk einhverra fleiri, sem
aðkomandi munu hafa verið á
bátnum*
Guðm. Guðmundsson,
fundarstjóri.
Þorgr. H. Eyjólfsson,
fundarritari.
Keflavik, 26. jan. FB.
Útskipun í Véstra var lokið
um kl. 4 i gær. Liggur nú und-
ir Vogastapa, vegna óveðurs.
Ókunnugt cr hér, Iivert Vestri
fer liéðan.
Magnús Jónsson sýslumaður
kopi hingað í gærmorgun. Rétt-
arrannsólcn út af broltflutningi
Axels Björnssonar stóð fram yf-
ir miðnætli. Mun sýslumaður
Jiafa farið Iiéðan í morgun á-
leiðis til Hafnarfjarðar, vegna
þess, að þar er réttardagur í
dag.
Réttarrannsóknln
í Keflavík.
Réltarrannsókninni í Kefla-
■vík, út af brottflutningi Axels
Björnssonar, form. Verklýðsfc-
lags Keflavíkur, er um það bil
lokið. Yfirhevrðir voru nokkrir
verklýðsmenn, vegna kærunnar,
og þvi næst formennirnir. Ját
uðu þeir kæru Axels Björns-
sonar rétta í aðalatriðum, en
mótmæltu einstökuih atriðum
hennar. Nánara verður sagt frá
því, sem fram kom við réttar-
rannsóknina, þegar henni er að
fullu lokið.
U r útdraetti
úr lögreglubók Reykjavíkur.
—s—
Ár 1932, mánudaginn 25. jan-
úar var lögregluréttur settur á
skrifstofu lögreglustjóra og
lialdinn i forföllum lians al’ full-
trúa hans Jónatan Hallvarðs-
svni'
Fyrir var tekið að lialda
áfram réttarrannsókn út af
brottför m.b. Huldu frá Ivefla-
vík úr Reykjavíkurhöfn þ. 21.
þ. m.-----
-----„Þá mætti fyrir réttin-
um Guðmundur Guðbjörnsson,
formaður á m,-b. Merkúr frá
Keflavík, til heimilis i Keflavík,
37 ára að aldri, ámintur um
sannsögli.
Yfirheyrður segir svo frá, að
hann sé búinn að vera hér i
hænnm með bát sinn siðan 15.
þ. m„ Þessa daga hefir vfir-
heyrður búið á Hótcl Heklu.
Þar bjó og á öðru herbergi for-
maðurinn á m.b. Huldu, Páll
Magnús Pálsson, og hittust þeir
oft og áttu tal saman og segist
yfirheyrður hafa fylgt Páli um
borð i m.b. Huldu, er hann fór
hinn 21. þ. m. frá Steinbryggj-
unni, og sá yfirh., er báturinn
fór frá og út úr liöfninni. Yfirb.
kveður engan liafa áreitt skip-
verja eða veitst að bátnum yf-
irleitt, þegar liann fór, og
kveðst yfirheyrður aldrei hafa
orðið var við, að neinn gerði
það, meðan báturinn lá hér, og
kom yfirlicyrður þó oft á dag
niður á bryggju, þar sem bátur-
inn lá. Hinsvegar segir yfirh.,
að Páll liafi sagt við sig er þeir
fylgdust að niður að bátnum, að
best væri fyrir ])á að fara að
komast i burtu, þvi þeir væri
farnir að hóta að mölva bátana
fvrir þeim við bryggjurnar. 1
sambandi við þetta tilgreindi
hann enga niénn og yfirlieyrð-
ur kveðst aldrei liafa orðið var
við, að slík orð féllu i garð þess-
ara eða annara báta. Yfirh.
kvað sér ekki kunnugt, bvað
mikla olíu eða aðrar vélárvistir
bátur þessi hafi haft, er hann
lét úr höfn, en hann kveður for-
manninn hafa verið alt of gæt-
in mariri til þess að fara olíu-
knappur í ferðalag.
Uppl., játað rélt bókað.
Þá mætti fyrir réltinum Þór-
hallur Einarsson form. á mb.
Uðafoss frá Keflavík, og til
heimilis þar, 31 árs að aldri.
Ámintur um sannsögli.
Yfirheyrður skýrir svo frá,
að hann hafi komið hingað til
bæjarjfis á bát sínum síðastl.
þriðjudagskvöld, og lagðist
hann þá að steinbryggjunni. Lá
þá við s,ömu Iirvggju mb. Hulda
frá Keflavik, og lá hann þar
einnig, er mb. Hulda fór liéðan
úr bænum 21. þ. m.
Yfirheyrður se’gist þessa
daga, sem nafngreindir bátar
dvöldu hér samtimis, oft hafa
liitt form. á mb. Huldu, sem
vfirh. þekkir persónulega, svo
og aðra skipverja á þeim bát,
og kveðst yfirlieyrður hafa hitt
form. síðast um klukkutima
áður en báturirin fór. Ekki
kveður yfirheyrður þá for-
manninn hafa átt tal uiri olíu-
eða aðrar vélabirgðir mb.
Huldu, en yfirhevrður kveðst
sama daginn og llulda för,
hafa átt tal við við vélamann
hennar, Magnús Sigurðsson.
Sagði Magnús yfirheyrðum þá,
að þeir hefðu meira en nóg af
brensluolíu, og gat þess meira
að segja, að þeir gætu miðlað
öðrum af henni. Hinsvegar
kvað Magnús þá knappa með
smurningsoliu. Yfirheyrður get-
ur þess, í þessu sambandi, að
ekki komi til mála, að smurn-
ingsolíuskortur hafi getað orð-
ið bátnum að tjóni, því að ef
í nauðir reki, megi altaf blanda
smurningsolíu með steinolíu,
þó ekki til langframa.
Þá er yfirheyrður spurður
um það, hvort hann liafi orðið
var við, að einstakir menn eða
forráðamenn Alþýðusambands-
ins hér i bænum, veittust að
mb. Huldu á einn eða anrian
bátt. Þessu svarar yfirli. neit-
andi, og segist ekki vita annað
en að sá bátur hafi verið lát-
inn alveg afskiftalaus. Og ald-
rei segir hann, að form. á mb.
Huldu liafi látið orð falla í
framangreinda átt. Yfirh. kveð-
ur veður Iiafa verið mjög
slæmt, þegar mb. Ilulda fór
héðan. Rétt eftir að liann var
sloppinn út úr liöfninni, gerði
sérstaklega slæmt él, og kveðst
yfirli. þá og aðrir hafa talið
víst, að hann mundi snúa aftur,
með því að form. liafi verið sér-
staklega varkár maður.
U]>plesið. .Tátað rétt bókað.
Þá mætti fyirr réttinUm Si-
mon Gíslason, vélamaður á mb.
Merkúr frá Keflavík og búsett-
ur þar, 22 ára, ámintur um
sannsögli.
Hann skýrði svo frá, að bann
hafi átt tal við vélamanninn á
mb. Huldu, áður en liann fór
héðan, og sagði liann yfirheyrð-
um þá, að hann Iiefði næga
oliu. Ekki kveður vfirb. sér-
staklega hafa borisl í tal um
smurningsolíu.
Yfirli. kveðst liafa verið á
steinbryggjunni, er mb. Hulda
fór þar frá 21. þ. m. Er Hulda
var að fara út með bryggjunni,
þeim hluta hennar, sem var í
sjó, snerist afturendinn upp að
bryggjunni ogstoppaði vélin þá
alt í einu sem snöggvast, en fór
þó rétt strax á stað aftur. Ekki
segist yfirheyrður liafa séð,
hvort spaðarnir komu við, með
því að bæði var bryggjan i sjó
og um nokkura fjarlægð að
ræða. Telur yfirheyrður senni-
legt, að þessi stöðvun hafi
stafað af því, að annaðhvort
Iiafi spaðarnir slegist í bryggj-
una, eða þá, að véiamaðurinn
liai'i kúplað frá er hann sá, hve
skrúfan nálgaðist bryggjuna til
þess að forðast að þeir slægj-
ust i hana af afli. Ekki þekti
yfirh. aðra viðstadda á bryggj-
unni, en þar voru nokkrir
menn.
Upplesið. .Tátað rétt bókað."
Margir fleiri bafa verið yfir-
heyrðir og rannsókn verður að
sjálfsögðu enn haldið áfram.
Veðrið í morgun.
Hiti um land alt. 1 Reykjavík
8 st., ísafirði 5, Akureyri 8, Seyð-
isfirði II, Vestmannaeyjum 8,
Stykkishólmi 8, Blönduósi 10,
Rafuarhöfn 6, Hólum í Hornafirði
6, Grindavík 8, Færeyjum 7, Juli-
anehaal) o. Hjaltlandi 7, Tyne-
mouth -f- 1 (skeyti vantar frá Ang-
magsalik og Kaupmannahöfn). —
— Mestur hitt hér í gær 8 st.,
minstur 1 st. — Yfirlit: Djúp
lægð yfir Grænlandshafi, en há-
þrýstisvæði um Bretlandseyjar. —
Horfur: Suðvesturland, Faxaflói,
BreiðafjörSur, Vestfirðir: Alllivös
sunnanátt og rigning. NorSurland :
Allhvass surinan. Rigning vestan
til. Norðausturland, Austfirðir:
Allhvass sunnan. Víðast úrkomu-
laust. SuSausturland: Sunnan og
suðvestan átt, allhvöss. Rigning og
dimmviðri.
Náttúrufræðingurinn
(12. örk 1931) kom út nú um
áramótin og er þar með lokið
fyrsta árgangi þessa fróðlega
rits. Efnið er þetta: „Land-
björninn“ (með mynd) eftir
A. F. — „Mosajafninn og
frændur hans jafnarnir“ (með
4 myndum) eftir Á. F. — „Þist-
ilfiðrildáganga“ (með mvnd)
eftir dr. B. Sæm. — „Fuglalíf
á Vatnsnesi“ (frli.) eftir D. D.
— Náttúrufræðingurinn liefir
flutt margar ágætar og fróðleg-
ar ritgerðir og liefir sumra
þeirra verið getið sérstaklega
hér í blaðinu. Menn ætti að
kaupa ritið og styrkja á þann
hátt lofsverða viðleitni útgef-
andanna, en hún er sú, að veita
allri alþýðu manna ódýra og
aðgengilega almenna fræðslu
um náttúru landsins og dýralíf
og náttúrufræði yfirleitt. Utgef-
endurnir eru báðir ágætir og
lærðir náttúrufr. og hafa
mikinn liug á að miðla lands-
mönnum af þekkingu sinni.
— Hér eftir kemur ritið út á
tveggja mánaða fresti, tvær ark-
ir i senn. Árgangurinn kostar
6 krónur, en einstök hefti eina
krónu. Nýir áskrifendur segi til
sín lijá útgeföndum eða sendi
pantanir i póstliólf 212 eða 491.
Skip vantar.
Vélskipið Mínnie, 57 smál. á
stærð. lagði af stað frá Siglufiröi
á föstudaginn áleiðis til Sand-
ger'öis, og hefir ékki til ])éss spurst
síöan. Slysvarnarfélagiö hefir l)eö-
iö öll skip, sem vera kunna á þess-
ari leiö, aö gefa gætur að skipinu.
Ægir
leitaöi allan daginn í gær aö
v.b. Huldu, leitaöi harin djúpt,
í stefnu frá Eldey aö Jökli, en
leitin bar engan árangur. V.b.
Hulda er nú talinn af og leitinni
hætt.
Trúlofun.
S. s. laugardag opinberuöu trú-
lofun sína ungfrú Milly Eiriks-
dóttir og Gísli Magnússon, frá
Smiðshúsum á Stokkseyri.
Bandalag íslenskra skáta
hefir tilkynt FB. eftirfarandi:
Stjórn Bandalags íslenskra skáta
hefir borist umboösbréf frá norska
skátabandalaginu um þátttöku í 6.
landsmótinu, sem haldiö veröur
hjá Mandal dagana 6.—13. júlí
næstkomandi. Gjald fyrir þátt-
takendur er norskar kr. 14.00, auk
feröakostnaöar til Noregs. —
Einnig hefir stjórn B. I. S. Iiorist
l'i'éf um þátttöku i skátamóti sem
haldiö veröur nálægt Haag í Hol-
landi frá 2.—12. ágúst næstk.
Gjald auk feröakostnaöar 30—35
gyllini. — Þeir ísl. skátar, sem
heföu i hyggju aö fara á mót
þessi, skulu tilkynna þaíS B. í. S. í
siðasta lagi frá 15. mars næst-
komandi.
Aflasala.
Þórólfur seldi i gær afla sinn
fyrir 1287 sterlingspund. —• Arin-
björn hersir hefir og nýlega selt
fyrir 961 sterlingspund. Seldi hann
i Hull og mun vera fyrsti islenski
togarinn, sem þar hefir selt afla
sinn á þessu ári.
Skip Eimskipafélagsins
Goöafoss var á leið til Reykja-
fjaröar á morguri. Væntanlegur
hingaö á fimtudag. Lagarfoss er á
Noröfiröi. Dettifoss er í Hámborg.
Selfoss er hér.
Hjalti J. Húnfjðrð.
—o—
Fæddur 12. október 1900.
Dáinn 16. janúar 1932.
Fyr á björtum æskuárum,
ei þitt hjarta lá í sárum.
Glæstra vona blasti borg.
Drengur gegnum veikleik varstu,
yasklega’ reynslu þunga barstu.
Einn i gleöi —- einn í sorg.
Oft þér fanst hiö fagra, góöa —,
fjölbreytt lifiö heföi aö bjóöa,
einnig ])aö, sem eyddi ró.
Hált var oft á heimsins glottum,
Herfylking af sjónarvottum,
sem aö ben í hæl þinn hjó.
Sjóinn þinn þú sigla vildir
sjálfráöur, og störfum fylgdir
knálega viö kjarna — hjóm —.
Oft á lífsins öldum hæstu,
örlaganornir glottu, hvæstu —
— hlógu aö þínum helgidóm.
• \
Göfuglyndi geö ])itt festi,
Gleði var þitt fararnesti.
Andinn frjáls til framkvæmdar.
Skýr var hugsun, hjartað góöa,
hjálp og samúð vildi bjóða,
þeim, sem lífsins byröar bar.
Sefur holdiö — sálin lifir —
Svifin lífsins harðspor yfir,
signdur af guði sonur minn.
Fram til starfa, fram til dáða,
för þín rís til bestu ráða —
heimili þitt er himininn.
Jósep S. Húnfjör'ð.
Enskur línuveiðari
kom hingað i gær vegna smá-
bilunar.
Enskur botnvörpungur
kom hingað í gær vegna bilun-
ar í vél,
Lyra
kom hingað i dag.
Karlsefni
er væntanlegur af veiðum í dag.
Snorri goði
fór á veiöar í gær.
Sindri
fór vestur á fjörðu í nótt. Tekur
þar bátafisk til útflutnings.
Fermingarbörn
dómkirkjusafnaðarins eru beðin
aö koma í kirkjuna til viötals, sem
hér segir: Fermingarbörn síra
Bjarna Jónssonar á morgun (mið-
vikudag) kl. 5 og síra Friðriks
Hallgrímssonar á fimtudag kl. 5-
M.s. Dronning Alexandrine
fór frá Kaupmannahöfn kl.
10y2 í morgun, áleiðis til Reykja-
víkur, með viökomu í Leith.
Kristileg samkoma
á Njálsgötu 1, kl. 8 í kveld. —
Allir velkomnir.
Aflasala.
Garðar hefir selt ísfiskafla í
F.nglandi, 2300 körfur, fyrir 1967
sterlingspund.
Gengið í dag:
Sterlingspund ........ kr. 22.15
Dollar ................. — 6.47JÍ
100 sænskar kr........— 124.55
— norskar kr...........— 120.88
— danskar kr............— 122.II
— ríkismörk......... — Í53-3Ö1
— frakkn. frankar . . — 25-7°
— belgur ..............— 90.42
— gyllini ............ — 261.61
— svissn. frankar . . — 126.87
— pesetar ............. — 54-34
— lírur .............. — 32.72
— tékkóslóv. kr.....— 19-35