Alþýðublaðið - 25.06.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.06.1928, Blaðsíða 2
2 f Lijí ÐUBLAÐlt) ALÞÝÐDBLABIll | kemur út á hverjum virkum degi. j AfgreSðsla í Alpýðuhúsinu við j Hverfisgfitu 8 opin frá kl. 9 árd. I< til kl. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. a^/s-io4;, árd. og kl. 8—9 síðd. Siimar: 988 (afgreiðslan) og 2394 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftaiverð kr. f,50 á í mánuði Auglýsingarverðkr.0,15 | hver mm. eindálka. j Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (i sama húsi, simi 1294). Asóknin í ætið. Frá pví hefir verið skýirt áður hér í blaðinu, að Magnús Jóins- son hafi höfðað mál gegn Lainids- bankanum og krafið hann um bankaráðslaun, þótt M. J. eigi nú eftir lögum frá síðasta alþingi, ekki lengur setu í bankaráðinu. Hvers vegna höfðar M. J. mál þetta ? Eftir skýringum Jóns f>or- lákssonar einungis til þess að peynja að ná sér í bankaraðs- launin. Hafa aðrir en M. J- ráðið máls- höfðun þessari? Svo segir J. Þ. í „Mgbl.“.. En það mun rangt vera. M. J. vildi óður og uppvægur halda banka- ráðslaununum. Hann vildi fyrir hvem mun ekki af laununium missa, hvað sem starfanum liði. Nokkrar ihaldssálir töldu M. J. trú um, að von vaeri til þess að ná í launin með málssókn. Yfír þeirri fjugu gein M. J. Honum þótti vissara að fá sér skjöld að skjóta öllu íhaldinu fyrir sig. Pess vegna fór M. J. í félags- skap íhaldsmanna hér í bænum. Par ílutti hann fram kveinstafi sína. Þar kvartaði hann undan meðferðinni — að vera sviftur bankaráðslaununum. Hann leitaði athvarfs og ásjár hjá flokks- bræðrum sínum. Þeir aumkuðu sig yfir hann og hétu honum aðstoð sinni. Eftir tilmælum M. J. skor- uðu þeir á M. J. að höfða mál gegn Landsbankanum. Formaður íhaldsins J. Þ, ritaði grein í „Mgbl“. fulla af röngum álykt- unum og blekkingum. Eftir beiðni reyndi J. Þ. að afsaka fégirni M. J. En þó gat J. Þ. ekki kom- ist hjá því að skýra frá, að. mál- ið væri eimmg.is höfðað til þess að ná í launin — að eins óvíst, hvort M. J. myndi þiggja þau, :þó dómur gengi honum í vil! Trúi hver, sem trúa vill. Heyrst hefir, að íhaldið kosti málssókn M. J. gegn Landsbamk- anum. íhaldið aurar sanxan til þess að réyna að ná i; fé handa dyggum þjóni sínum af banka landsins. Ekki fé fyrir unnið starf í þágu bankans. Nei, fé fyrir að gera ekki neitt. Það er þjóðar- hollustan. Það er umhyggjan fyrir aðalpeningastofnun þjóðaiimnar. Og þingmaður höfuðstaðarins og guðfræðikennari við háskól- ann er aðalpersónan í þessum göfuga leik. Im. Launadeilan milli sjó- manna ogúfgerðarmanna útkljáð. Kl. 6 á iaugardagskvöldið komu fulltrúar sjómanna og útgerðar- manna saman á fund með sátta- semjara Tíkislns. Lauk fundi þessum ekki fyr en kl. í gærmorgun, en á honum tókust samningar. LágmaTkskaup á togurum er 211,50 kr. á. mánuöi — eða sama og í fyrra. Aukaþóknun er 4 aurar af fyrstu 2000 málum síldar, 5 aurar af næstu 2000 og 6 aurar úr því, en í fyrra var aukaþóknunin 3 aurar af öllum afla. Á línubátum eru ráðningakjör- in að öllu leyti eins og í fyrra — að öðru leyti en því, að kaup matsveina er 25 kr. hærra á mán- uði hverjum. Nýtt ákvæði í samningunum er þaS, að vinni hásetar á togur- um eða línuhátum að kolun, þá skal þeim greitt fyrir þá vinnu samkvæmt kauptaxta verka- mannafélagsins „Dagsbrúnar“. Sjómenn stóðu fast samain um kröfur sínar, og sýna úrslitin þaðj fyllilega, hve máttur samtakanna er mikill. Mega sjómenn eftiná- stæðum vel við una það, sem náðst hefiir að þessu sinni. Aöalfundar Efniskipaféiags íslanðs. Hagur félagsins fer batnandi. Aðalfundur Eimskipafélags ís- lands var haldinn á laugardaginn. Fundarsókn var sæmileg, þar eð atkvæðaseðlar voru afhentir fyiir rúmlega 40<>/o af hlutafénu. Hagnaður á rekstri varð á árinu 1927 291,192,28 kr. eða um 220 þúsundum meiri en árið áður. Hagnaðist félagið á öllum skip- unum. Á „Goðafossi‘“ varð hagn- aðurinn mestur — eða 146,462,63 kr., en minstur á „Lagarfossi — eða 24,138,87 kr. Var ákveðið að verja 182,474,46 kr. til afskrifta af eignurn félagsins, 4500,00 kr. voru stjórnendum félagsins greiddar — eða 500,00 kr. hverj- um. Endurskoðendum voru borg- uð 3600,00, og 26,306,38 kr. voru yfirfærðar til næsta árs. Verður því hluthöfum enginn arður greiddur af hlutafé sinu. 1 stjórn voru kosnir: Eggert Claessen, Garðar Gíslason og Jón Þorláksson, og fyrir hönd Vest- ur-lslendinga Ásm. P. Jónsson. Ólafur G. Eyjólfsson vaf kosinn endurskoðandi. Eins og menn vita, keypti fé- lagið nú í ársbyrjun „Villemoes" af ríkinu — og á það þvi 6 skip. Khöfn, FB., 23. júní. Nobile flutt meiri matvæli. Frá Kingsbay er símað: llalsk- ir flugmenn vörpuðu í gær nlður meira af nauðsynjum til Nobile- flokksins. Leituðu þeir og að hin- um tveimur flokkunium, en leit þeirra bar engan árangur. Enn þá alt óvlst um afdrif Amundsens. Ctti manna um afdrif Amund- .sens fer vaxandi. Flugmenn leita hans í dag. Rússneski ísbrjót- urinn Maligin loitar austan, við Spitzbergen. Stjórnarmyndunin í þýzkalandi. Frá Berlín er símað: Stjórnar- myndun með þátttöku socialista, demokrata, centrums og þýzka þjóðflokksins hefir misheppnast. Samkomulag komst ekki á um kröfur þjóðflokksins, sem nýlega var símað um. Hermann Múller gerir aðra tilraun til stjórnar- myndunar með þátttöku social- ista, demokrata, centrums og hay- erska þjóðflokksins. Deilurnar í Jugosíaviu. Frá Belgrad er símað: Þing- menn Króatabænda hafa ákveð- ið að slíta sambandi við núver- andi stjórn Júgósláfíu og taka ekki þátt í þingfundum fyrr en bætur eru fengnar fyirir morðin og trygging fyrir því, að svipað komi ekki fyrir aftur. Járnbrautarslys í Sviþjóð. Frá Stokkhólmi er símað: Hrað- lestin til Norðurlandsins rakst á eimvagn nálægt Bollness. Sextán menn hiðu bana, en .tuttugu meiddust hættulega. Khöfn, FB„ 24. júní. GengismálogstjórniniFrakklandi. Frá París er símaÖ: Veirðfest- ingarfrumvarpið var lagt fyrir þingið í gærkveldi. Samkvæmt því er ákveðið að frankase’ölar séu innleysanlegir með gulli. 124,21 frankar jafngilda sterlings- pundi. Frumvarpið sennilega sam- þykt í dag. Á meðal hægri-manna vex óánægjan gagnvart Poincaré, vegna þess að vinstriflokkarmir hafa fengið formannssæti í flest- um þingnefndum. Þykir hægri- mönnum Poincaré draga of mikiði taum vinstri flokkanna. Búast margir við því, að hægrimenn reyni bráðlega að fella Poincaré- stjórnina. , Trianosamningarnir Frá . Bukiarest er símað: Utan- ríkismálaráðherrar „Litla-banda- lagsins‘“ hafa samþykt að reyna að hindra allar tilraunir, sem gerðar verða til þess að fá Trian- onsamningunum breytt. Rakettuvagninn. Frá Berlín er símað: Rakettu- vagninn var settur í reynslufeirð á járnbrautarteinum. Tilraunin misheppnaðisl Sprenging eyði- lagði vagninn. Nobile bjargað. Frá Stokkhólmi er símað: Sænski hjálpaTleiðangurinn sím- aði í morgun: Nobile bjargað. Björgunarstarf heldur áfram: Umdagmnog veginn. Dóra og Haraldur Sigurðssou komu hingað til lands" með „Brúarfossi“ ásamt tveimur börn- um sínum. Annað kvöld heldur Haraldur hljómleika í Gamla Bíó Kl. 7i/2- Seinna mun frúin halda hljómleika. Haraldur er hinn mesti snillingur, og ætti að vera óþarfi að mæla með honum. Hann mun leika lög eftir Brahms, Schubert og Chopin. AUsherjarmótið. , I kvöld verður kept í boð- hláupi, og er það síðasta kieppnin á þessu móti. Eftir sundkeppn- ina hafði K. R. 179V2 stig, I. R. I3U/2, Ármann 131, Ægir 26, Stefnir 14 og Iþróttafélag Kjósar- sýslu 12. Knattspyrnukeppnin verður á Iþróttavellinum í kvöld kl. 9 milli Vals og K. R. Veðrið. Hiti 3—11 stig. Djúp lægð við vesturströnd írlands á austurlei'ð. Hæð suðvestur af íslandi og yfir Grænlandshafi. Horfur: Norðlæg , átt. Íslandsglíman. Islandsglíman var háð í gær- kveldi á íþróttavellinum. Þeir Georg Þorstéinsson og Benedikt Jacohsson mættu ekki, og voru því keppendur að eins 8. Glimain fór vel fram og drengiltega — og þótti áhorfendum það eitt að, hve fljótt hún gekk. Þorgeir Jónsson varð glímukóngur og hlaut verð- launin , fyrir fegursta glímu. Hafði hann 7 vinninga. Næstur honum var Sig. Thorarensen. Hann hafði 6 vinninga, féll að eins fyrir Þorgeiri. Þá voru þeir jaínir Marino NorÖqvist og Björg- vin Jónsson, höfðu báðir 4 vinin- inga. Marino féll fyrir Þorgeiri, Björgvin og Sigurði, en Björgvin fyrir Þorgeiri, Sigurði og Axel' Oddssyni. Fimti var Jörgen Þor- bergsson. Hann sigraði þá Axel, Ólaf Jónsson og Björn Blöndal. Sjötti var Axel Oddsson. Hann feldi Ólaf og Björgvin. Loks vora þeir hvor með 1 vinning, Ólafur Jónsson og Björn Blöndal. Feldi Blöndal Axel og Ólafur Björn. JFjöldí fólks var við!staddur, og meðal áhorfenda var sendiherra Breta í Kaupmannahöfn. Skýrði Jóhannes Jósefsson fyrir honum íslenzku glímuna, áður en kapp- glíman hófst. Að lokinini glím- unni flutti formiaður íþróttasam- bands Islands ræðu og afhenti

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.