Alþýðublaðið - 25.06.1928, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.06.1928, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐÍÐ 3 V'. //•VX'5'; ~ tj ■ Höfum til: Þurkuð bláber, kirsuber, kúrennur. s%> Súmi 249 (2 Msissr). Heppilegt í miðdegismatinn nú í kjötleysinu. Sjómenn! Gerið svo vel að athuga, að alt, sem páR* purlið til að úthúa jrður I ferðiœa nerður, fáið pér bezt og édýrast h|á I 0. Ellingsen. Kola-síiiil Valentinusar Eyjólfssonar er ssr. 2340. Ödýrai8 vðnir. Fallegar útitreyjur fyrir börn frá 1.95 Lífstykki seljast mjög ódýrt, Stór handklæði á 95 aura, góðar kvenbuxur á 1.85. Koddaver til að skifta í tvent, 2,85. Sundskýlur og sundhettur. Kápu- og hattablóm fallegt úrval og m. m. fl. nýkomið. Klöpp. PorgeÍTÍ Jónssyni beltið og feg- ur ðargl í mu ve rð launi n. Sundið og kappróðurinn á laug- ardaginn. Fyrst var kept í 100 metra sundi. 1. varð Friðrik Eyfjöirð, 1 mín. 28,2 sek. 2. Óskar Porkels- son, 1 mín. 33,6 sek. 3. Gísli: Þorleifsson, 1 mín. 37 sek. Næst fór fram 100 metra baksund. 1. varð Magnús Magnússon, 1 mín. 45 sek. og setti nýtt ísl. met; metið var 1 mín. 57 sek. 2. Guðni Sigmundsson, 2 mín. 13 sek. 3. Einar S. Magnússon, 2 mín. 14 sek. Þar- næst fór fram 200 m. bringusund. Fyrstur varð Jón I. Guðmundsson, 3 mín. 19 sek. og setti nýtt ísl .met; metið var 3 mín. 26 sek. 2. varð Jón D.. Jóns- son, 3 mín. 41,2 sek. og 3. Þórð- ur Guðmundsson, 3 mín. 45,8 sek. Þá fór fram 4x50 metra boðsundf tóku ]>átt í þvi 4 félög. Fyrst varð Ægir, 2 mín. 39,8 sek. annað Ár- fcijann , 2 mín. 47,7 sek., þriðja K. R„ 3 mín. 0,7 sek., fjórða !.. R„ 3 mín. 8,2 sek. Að síðustu háðu skipverjar af Óðni og Þór kapp- róður á um 1000 metra vegar lengd. Unnu skipverjar á Óðni og réru spölinn á 4 mín, 39 sek. ÞóTs-menn voru 4 mín 45 sek. Að Brúarlandi í gær fór fjöldi fölks. Fór það flest út um holt og hæðir og s'leikti sólskinið til kvölds, enda var logn og hiti. Heima að Brúar- landi var heldur líf. HlUtaveltan dró suma utan úr náttúrunni, og hélt þeim föstum, sem hún á ann- að borð hafði náð tangarhaldi á. Alt seldist upp á tveimur tím- um, og fóru sumir klyfjaðir heim. Var stundum handagangur í öskj- unni. Kl. 7 talaði Pétur G, Guð- mundsson nokkux orð, og eftir það var danzað um stund. Jónsmessuhátíðin í Hafnarfirði í gær fór hið bezta fram. Bar lítt á stimpingum og ölæði, og brá þar nokkuB út af venjn. Farþegaskip. Goðafoss kom á laugardag, Botnía og Alexandrína drotning í gær. Selfoss og Nova komu í fyrrinótt. Togararnir. 1 morgun komu af veiðum „Hannes ráðherra" og „Belgaum". Frn Margrethe Broock Nielsen sem kvað vera ein tilkomumesta danzmærin við kgl. leikhúsið í Höfn, fer af stað frá París í dag áleiðis til Reykjavíkur, og mun koma hingað 8. júlí. Ætlar hún að sýna hér listdanz. Sementsskip kom í morgun til J. Þorl. & Norðmann. Stærsta, lallegasta og Mýrasta úrvalið af Karlmannafðtnm, Sportbuxur, Taubuxur, Vinnubuxur, Manchet- skyrtur, Milliskyrtur, Pullovers, Peysur, Nær- fatnaður, Sokkar, Treflar, Bindi og margt fleira. Braims~verzlsiii Eldur! Eldur! Gleymlð elffl að Brunatryggja elpp yðar i hlnn elna islenzka brnnatryggingafélagl. SJóvátrjrgglngafél. Islands Bmiaadelld. Sími 254. Bezta Cigarettan í 20 stk. pökkum, sem kosta 1 króim, er: f Westminster, Virginia, Clgarettur. Fást i öllum verzlunum. Fundur í Borgarnesi. Framsóknarfélag Borgarness hafði boðað til stjórnmálafundar í Borgarnesi í gær. Fóru helztu, stjórnmálagarpar flokkanna upp eftibr, en, litlir postular fylgdu þeim.. Frá Framsókn voru þar Jónas ráðherra, Bjarni Ásgeirsson og Hannes Jónsson, frá Alþýðu- flokknum Jón Baldviinsson, frá í- haldinu Jón Þorláksson, 01. Thors, Jóhann í Brautarholti, Pétur Otle- sen og Magnús Guðmundsson, og svo .var þar einnxg aftaníhnýtingur íhaldsins, Sig. Eggerz. Fundurinn hófst kl. 3 með langri ræðu, er Bjarni Ásgeirsson hélt. Að henni lokinni rak hver ræðpan aðra, og varð mikill atgangur. Hefir Al- þýðublaðið enn ekki getað frétt um einstök atriði fundarins. — Fundurinn stóð til kl. að ganga fimm í morgun, og eru stjórn- málamennirnir nú á leið hingað.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.