Vísir - 14.02.1932, Blaðsíða 3

Vísir - 14.02.1932, Blaðsíða 3
V T N i s» oí't á mannfundnm og við ýms jækifæri. Á vetri hverjum — í byrjun april — er venjulega allmikið iim að vera i héraðinu. Þá eru haldnir aðalfundir margra fé- jaga á sama tíma, i nánd við Kópasker. Þar heldur Kaupfé- lagið aðalfund sinn, svo og hún- ;gðarsambandið, íþróttasam- •bandið, Bókasafn Norður-Þing- eyinga, Sparisjóður Norður- Þingeyinga o. fl. Sækja margir fundi þessa og er þvi oft ýinis- konar gamansemi höfð um hönd jafnhliða. Skemta menn sér ágætlega, þótt þarna sc ekki um að ræða neinar nýtísku- skemtanir. Flestir virðast hafa mestar mætur á þvi, sem af forníslenskum rótum cr runnið ,og með sönnum, þjóðlegum blæ. Menn virðast kunna því jigætiega norður hér, að vera iausir við hina fjölbreyttu og margbreytilegu bæjamenningu, er viða vill teygja arma sina upp í strjálbygðar sveitir þessa iands. 1 Öxarfjarðarliéraði eru all- viða komin viðtæki. Á Hóls- f jöllum eru að minsta kosti tvö, þrjú i Kelduhverfi, fjögur í 'Öx- arfirði og tvö í Núpasveit og á flestum bæjum á Melrakka- sléttu. Bifreiðafærir vegir eru um ait héraðið, ei* víða vondir yfir- ferðar, því lítið er til þeirra lagt. Sárnar mörgum héraðsmanni, hve þessu máli er litill gaumur gefinn, þegar litið er til þess, að til vegabóta í öðruni héruðum eru lagðir tugir þúsunda og aft- ur tugir þúsunda. Þó tekur út yfir alt, að ekki skuli enn hafa verið lagður nokkur vegur yfir Reykjaheiði, þar sem sjáanlegt er að það kostar afar lítið, og þetta er nú eini þröskuldurinn á milli þessa héraðs og Norður- íandsvegar. Nýjar leíðir. Nii fyrir ekki all-löngu rilaði f)r. (jr. Claessen i Vísi um að nahðsyn Itæri til, að liafa ís- lenska ríkisskrifstofu i London. Ekki efa eg, að það hafi við rölc ;að styðjast, sérstaklega mi, þeg- ar enskir útgerðarménn eru farnir að reka uggana i íslend- inga út af ísfisksölunni, sém þeir sjálfsagt réitilega verða varir við að skaði þá, en senni- iega eykst sú andúð, þess meira sem lit er flutt af nýjum fisfci. Ár eftir ár hafa islensku stjórnarvöldin kostað all-miklu fé til markaðsleita erlendis fyr- ir ýmsar afurðir héðan, og einn- ig er víst, að S. í. S. og ýms- jr kaupsýslumenn héðan hafa Ækki legið á liði sinu i því efni, en þrátt fyrir allar þessar til- raunir er enn þá ófundinn ó- brigðull markaður fyrir ýmsar jafurðir, sem íslendingar liafa fram að bjóða, og vil eg þar til nefna saltkjötið og saltsildina, sein hvorutveggja ætti að geta runnið út í stórborgum ná- grannalandanna, væri rétt sölu- leið fundin, þvi hiklaust má telja þessar fæðutegundir með þeim hestu Iianda vinnandi fólki. Hér á landi hefir til þessa gengið all-skrikkjótt að fá fólk til að horða síldina, en annar- staðar á Norðurlöndum gengur það greiðlcga og cr þvi i því efni aðal vandinn sá, að hitta á ^élta söluleið, og mun eg í eftir- farandi linum leitast við að gera nokkura grein þeirra sölu- möguleika, sem eg hygg að leiddi til þess, að íslendingar fengju sæmilega tryggan mark- að fyrir þær tvær fæðuteguud- ir, sem eg liefi hér að framan gerl að umtalsefni. Búast má þó við, að stærri kaupsýslumönn- um gcðjist ekki með öllu að mínum uppástungum, en þcir um það; það er þá fyrir þá smærri að gera tilraunirnar. Eg geri ráð fyrir að margir minniháttar íslendingar, sem til útlanda hafa farið, hafi orð- ið þess varir, að í öllum stór- borgum er fjöldinn allur af smáum, ódýrum matsölustöð- uin, og að þeir einnig hafi tekið eftir því, að slíkir staðir eru á öllum matmálstimum þéttskip- aðir af alþýðufólki, sem þar neytir matar síns, sem það sam- stundis borgar. Þesskonar matarhús vil eg að íslendingar setji á stofn i sem flestum stórborgum erlendis, og hafi þar á boðstólum vel tii- reidda, ódýra rétti úr áður um- ræddum matvælum. Að sjálf- sögðu yrðu það fleiri fæðuteg- undir héðan sem hús þessi gætu selt, þótt eg að eins nefni hér kjötið og síldina. Að sjálfsögðu má gera ráð fyrir, að nokkurn tíma taki, að gcra slik hús kunn, og eins það, að kostnað nokkurn hefði það í í'ör með sér að setja þau á lagg- irnar, t. d. vegna auglýsinga, og eins má gera ráð fyrir, að borga þyrfti blaðamönnum og læknum fyrir að kynna húsin og þær ýmsu fæðutégundir, sem þau hefðu fram að bjóða, en eftir því gjaldi þyrfti vori- andi ekki að sjá. Það leiðir af sjálfu sér, að þesskonar mafsöluhús bæri að hafa í þeim borgarlilutum, sem fjölskipaðastir eru því fólki, sem ekki hefir efni á að borða daglega dýrindis krásir, og þess- vegna ætli leigan á þeim að vera lág, og elcki ætti mannahakl að vera mjög kostnaðarsamt, því við þau gætu starfað ólærl fólk, en þó þyrfti faglærður maður að vera við hvert hús, svo cng- in mistök á matartilbuningn- um gætu átl sér stað. Eg liefi getið þcss hér að framán, að af hálfu þess opin- hera hafi á undanförnum ár- um verið lcostað all-miklu fé til markaðsléitar á ýínsum afurð- um héðan, en sii leit hafi þvi miður gefið landi og lýð of liiið í aðra lvönd, og að sumu leyti fiirðar mig ekki á, þó svo hafi farið, því mér er kunnugt uni, að sumir af þessum markaðs- leitarmönnum hafa farið héðan án þpss tfð hafa sýnishorn af þvi, sem þeir liafa verið að bjóða og má geta nærri, livernig slíkum mönnum reiðir af. Eins og gefur að skilja, er ekki að vænta að kaupendur sæki cftir vörum, sem þeir aldrei hafa Iieyrt eður séð. ís- lendingar mundu einnig verða tregir að bíta á öngulinn án alls agns, og því skyldu erlendar þjóðir ekki vera það einnig. Óþarft tel eg fyrir mig, að fjölvrða um þctta meira, vona að Jiessar' líriur mcgi vekja framtakssama menn til að byrja á þeirri starfsemi, sem eg hér að framan hefi bcnt á i þeirri von, að það megi nokk- uð greiða fyrir sölu á lcjötinu og síldinni. Ban. Daníelsson. Skoðið blnsnrnar og pilsin i sýningarskáp Ninons, I □ Edda 59322167. — 1. At- kvgr. I. 0 O.F. 3 = 1132158 = M A Alþingi verÖur sett kl. i á morgun, að aflokinni guðsþjónustu. í dóm- kirkjunni. Síra Friðrik Hallgrims- son predikar. Athöfninni í kirkjtt og jánghúsi verður útvarpað. Laus embætti. Þessi héraðslæknisemliætti hafa uýlega verið auglýst laus til flm- sóknar og er umsóknarfrestur til i. maí næstkomandi: Miðfjarðar- hérað, Flateyjarhérað og Reykj- arf jarðarhérað. Jón Steffensen læknir hefir verið settur til þess, að gegna héraðslæknisem- hættinn i Miðfirði fyrst um siun. Aflusala. Snorri goði seldi isfiskafla í fyrradag i Þýskalandi fyrir 15.000 mörk. A veiðar er nýfarinri enski liotnvörpung- urinn, sem Ægir náði út nyrðra á dögunum og dró síðan hitígað. Botnvörpungurinn var lítið skemd- ur og fór viðgcrð frant hér. Maggi Júl. Magnús, lækuir, flytur erindi í Gantla Bíó kl. 3 í dag um ..atvinnuleysi og atvinriuhætur". Hjúskapur. Nýlega vortt ■ gefin satnan í líjóiiahand, af séra Jóni Tltorar- ensen á Stóra-Núpi, ungfrú Ást- ríður Kyjólfsdóttir og Guðmund- ttr Thorarensen. Heintili þeirra er á Bergjjórugötu 23. Iítiiuiravinafélag íslands, seitt stQfnað var hér i hænum 24. f. m., og hcfir þánn tilgang, að hjálpa blindum mönnuni á all- an hátt, ætlar í dag að láta bera út áskriftalista til félagasöfnun- ar hér í hæ. Félagið biðtír alla þá bæjarbúa, sem styðja vilja gott málefni, að bregðast vel við þess- ari málaleitun. I Stökur. Ó hve dökt er úl að sjá yfir Frónið kalda. Ilugir manna hvislasl á livað því muni valda. Eftir mörgu árin góð er nú vansi talinn tönnl og jag um tóman sjóð, lignar umsjá falinn. Miður fer ef manrileg vörn móti tímans éljum, lítur úl sem liiil börn lciki sér að skeljum. Sannir menn í sameining seiða von að dáðum: Konunglégt og kristið þing kemur saman bráðum. Skuggum þeini, sem skyldum á skerða kunpa ljóma, vérður sjálfsagt vippað frá viti með og sóma. Jón frá Hvoli. Sjómannakveðja. 13. febr. FB. Lagðir af stáð lil Þýskalands. Velliðan. Kærar kveðjur. Ski])verjar á Þorgeiri Skorar- geir. Smith Premier ritvél, notuð, fæst með tækifærisverði ef samið er strax. — Til sýnis á afgr. Visis. Þúsundip gigtveiks fólks nota DOLORESUM THOPIMENT, sem er nýtt meðal til útvortis notkunar. Meðal þetta hefir á mjög skömmum tíma rutt sér svo til rúms, að allir viðurkendir læknar mæla kröftuglega með notkun þess. Með þvi næst oft góð- ur árangur, þó önnur meðul hafi verið notuð og enginn bati fengist. Af þeim sæg af meðmælabréfum, sem okkur hefir bor- ist frá frægum læknum, sjúkrahúsum og heilsuhælum, til- færum við að eins eitt hér. Hr. prófessor dr. E. Boden, yfirlæknir við „Medicin- ische POLIKLINIK“ í Diisseldorf, skrifar eins og hér segir: Hér á hælinu höfum við notað DOLORESUH THOPI- MENT sem meðal við ákafri og þrálátri gigt í liðamótum, vöðvum, og öðrum gigtarsjúkdómum eftir hitasótt, og hef- ir árangurinn verið furðulega góður. Þrautirnar hafa brátt horfið, án þess að önnur meðul hafi verið notuð. Eftir efnafræðislegri samsetningu meðalsins, er þó létt að skilja þessi miklu og skjótvirku áhrif. Fæst að eins í lyfjabúðum. Stúlka, sem -hefir lært kopiering á myndum og er vön verslunarstörfum óskar eftir atvinnu nú þegar eSa í vor. Ujjplýsingar í síma 493. Mötuneyti safnaðanna. Borðgestir í gær: 95 fullorðnir og 70 böru. Daaisskóli Rigmor Hanson. Skemtidansæfing fyrir full- orðna nemendur og gesti þeirra verðnr haldin á niorgún kl. 9—1. Hljómsveit, Hótel íslands leikur. Almenn æfing fyrir börn og ung- linga í K. R.-húsinu kl. 4 og 5, eins ög auglýst var hér í blaðinu í gær. Guðspekifélagið. Opinbert erindi verður flutt í liúsi félagsins við Ingólfsstræti í kveld kl. 9. Ungfrú Jöhanna Þórðardóttir flytur erindi. sem hún nefnir: Notkun hugans. Sambandsþing ungra sjálfstæðismanna. Fimti furidur þingsins verður haldinn kl. 1í dag í \rarðarhúsinu. Slysavarnafélag íslands. Aðalfundur félagsiris er í ,dag í Kaupþingssalnum og hefst kl. 4. Bethania. Samkoma í kveld kl. 8'/ ■— Allir velkomnir. R. S. Fundur í dag-kl. 5. Útvarpið í dag. 10.40 Veðurfregnir. 14,00 Messa í Fríkirkjunni (sr. Árni Sigttrðsson). 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 18.40 Barnatími (frú Guðný Guðmundsdóttir og ung- frú Ásta Jósefsdóttir). 19,15 Tónlcilcar: Fiðla-píanó (Þórarinn Guðimindsson og Emil Thoroddsen). 19.30 Veðurfregnir. 19,35 Erindi um músik (Emil Thoroddsen). 20,00 Klukkusláttur. Erindi: Grænlandsmáli'ð, I. (Einar Arnórsson). 20.30 Frétlir. 20,55 Forsetakosningin i Þýzka- landi (Dr. Iveil). | Hnsgagnaverslnnin | við Dómkirkjuna. tJOEKKXXXXX X X X X KVUOÍXyXKJÖC K. F.U.K. Ungniej'jadeild. Fundur í kveld kl. 5Jú. iiiiHinuinisiuNiiimiuiHiiiiiiiii |Mý ýsa og þorskur Reyktur fiskur og léttsaltaður fiskur ávalt til i Fisksölnfél. Reykjaviknr Símar 2266, 1262. ill8BIlSI!Íf§§IÍiIl!l!illElilfISIIÍSiIIIKI 21,00 Tónleikar: Einsöngur: Kaldalónslög (Sigvaldi Kaldalóns og Einar Mark- an). Grámmófón: Kvartett Op. 18, nr. 4, eftir Beet- hoven. Danslög til kl. 24. Skinfaxi, timarit ungmennafélaganna, mun framvegis flylja ritgerðir um uppeldismál, einkum nýjar stefnur og rannsóknir i þeim efnum. Hefir félagið trygt sér aðstoð margra góðra manna. Nú um helgina eru nokkur hefti af Skinfaxa til sýnis í glugga í Húsgagnaverslun Er- lings Jónssonar, Bankastræti 14. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.