Vísir - 17.02.1932, Síða 2
VlSIR
Girdingarefni.
Girdingarnet
mjög vel galv.
Girðingarstólpar
úp jórnl.
Símskeyti
París, 16. febr.
United Press. FB.
Franska stjórnin farin frá.
Stefna stjórnarinnar í landsmál-
um og utanríkismálum yfirleitt
hefir veriö rædd í efri deild þings-
ins og þar eS stjórnin aö umræö-
um loknum beiö ósigur viö at-
kvæöagreiöslu (157:134) hefir
Laval afhent Doumer forseta
lausnarbeiöni fyrir sig og ráöu-
neyti sitt. — Doumer hefir kvatt
leiötoga sjórnmálaflokkanna á
sinn fund. Búist er viö, að Laval
verði faliö aö mynda stjórn á ný.
Tardieu er lagður af staö heim-
leiðis frá Genf.
Dublin, 16. febr.
United Press. FB.
Iíosningar í írska fríríkinu.
Þátttaka í fríríkiskosningunum
er góð. Kl. 3.30 e. h. höfðu 50%
kjósendanna neytt atkvæöisréttar
síns. Úrslit veröa kunn á föstu-
dag.
Washington 17. febr.
United Press. FB.
Frá Bandaríkjunum.
Öldungadeild þjóöþingsins hef-
ir felt frumvarp Lafollette og Cost-
igans, sem fer fram á 75 miij.
aollara fjárveitingu til þess að
hjálpa bjargarvana atvinnuleys-
ingjum. — Deildin leit svo á, að
hjálp sú, sem ráö væri fyrir gert í
irumvarpinu myndi ekki ná til-
gangi sínum.
Tokio, 17. febr.
United Press. FB.
Ófriðurinn í Asíu.
Ríkisstjórnin hefir skipað Uydea
hershöfðingja að senda Kínverj-
um úrslitakosti, að ef þeir höri'í
ekki 20 km. frá Shanghai, hefj-
ist hin áður lioðaöa sókn Japana
gegn þeim.
London, 16. febr.
United Press. FB.
Gengi sterlingspunds.
Gengi sterlingspunds er viö-
skifti hófust miðað við dollar
3-45JÚ en 3.45, er lokaö var.
New York: Gengi sterlings-
punds $ 3.45^—3.44)4.
Frá Alþingi
í gær.
—0—
Þar fóru fram hin venjulega
þingsetningarstörf Alþingis, kosn-
ingar nefnda og embættismanna
þingsins.
I sameinuðu þingi
var kosiim forseti Einar Árnason
meö 23 atkv., Jón Þorláksson fékk
15 atkv.. jón Baldvinsson 3, og
einn seöill var auöur. Varaforseti
var kösinn Þorleifur Jónssoti,
sömuleiðis meö 23 atkv., Magnús
Guðmundsson fékk 8 atkv., Magn-
ús Torfason 1, en 10 seðlar voru
auöir. Skrifafar voru þeir kosnir
Jón A. Jónsson og Ingólfur
Bjarnarson.
í efri deild:
var kosinn forseti Guðmundur
Ólafsson með 7 atkv., Halldór
Steinsson fékk 6 atkv., en einn
seðill var auöur. Varaforsetar
voru þeir kosnir Ingvar Pálmason
og Páll Hemannsson, hvor-
tveggja þeirra með 7 atkv., en
auðir seölar voru jafnmargir.
Skrifarar voru þeir kosnir Pétur
Magnússon og Jón Jónsson.
Nefndakosningar fóru svo, að
kosnir voru:
Fjárhagsnefnd: Jón Þorláksson
(S), Ingvar Pálmason og Einar
Árnason (F).
Fjárveitinganefnd: Bjarni Snæ-
björnsson og Halldór Steinsson
(S), Einar Árnason, Jón Jónsson
og Páll Hermannsson (F).
Samgöngumálanefnd: Halldór
Steinsson (S), Ingvar Pálmason
og Páll Hermannsson (F).
Landbúnaðarnefnd: Pétur
Magnússon (S), Jón Jónsson og
Páll Hermannsson (F).
Sjávarútvegsnefnd: Jakob Möll-
er (S), Einar Árnason og Ingvar
Pálmason (F).
Mentamálanefnd: Guðrún Lár-
usdóttir (S), Jón Jónsson og Páll
Hermannsson (F).
Allsherjarnefnd: Pétur Magn-
ússon (S), Einar Árnason og Jón
Jónsson (F).
í neðri deild:
var kositin forseti Jörundur
Brynjólfsson með 16 atkv. Magn-
ús Guömundsson fékk 7 atkv., en
5 seðlar voru auðir. Fyrri varafor-
seti var kosinnlngólíurBjarnarson
meö 15 atkv., en 13 seðlar voru
auðir. Annar varaforseti var kos-
inn Halldór Stefánsson með 14 at-
kv., Bernhard Stefánsson fékk 2
atkv., en 12 seölar voru auöir.
Deildarskrifarar voru kosnir þeir
Magnús Jónsson og Bernhard
Stefánsson. Nefndakosningar fóru
þannig:
Fjárhagsnefnd: Magnús Jóns-
son og Ólafur Thors (S), Bern-
iiard Stefánsson, Halldór Stefáns-
son og Steingrímur Steinþórsson
(F).
Fjárveitinganefnd: Magnús
Guðmundsson, Pétur Ottesen (S),
Björn Kristjánsson, Ingólfur
Bjarnarson, Jónas Þorbergsson,
Hannes Jónsson og Lárus Helga-
son (F).
Samgöngumálanefnd: Jóhann
jósefsson og Jón A. Jónsson (S),
Bergur Jón'sson, Sveinbjörn
Högnason og Sveinn Ólafsson
(F).
Landbúnaðarnefnd: Magnús
Guðmundsson og Pétur Ottesen
(S), Bjarni Ásgeirsson, Stein-
grímur Steinþórsson og Þorleif-
ur Jónsson (F).
S jávarútvegsnefnd: Guðbrand-
ur ísberg og Jóhann Jósefsson
(S), Bergur Jónsson, Bjarni Ás-
geirsson og Sveinn Ólafsson (F).
Meníamálanefnd: Guðbrandur
ísberg og Einar Arnórsson (S),
Bernhard Stefánsson, Halldór
Stefánsson og Sveinbjörn Flögna-
son (F).
Allsherjarnefnd: Einar Arnórs-
son og Jón Ólafsson (S), Bergur
Jónsson, Sveinbjörn Högnasou og
Þorleifur Jónsson (F).
IFlestar virðingarstööur þings-
ins eru þánnig skipaðar hinum
sömu mönnum, sem á sumarþing-
inu, og sama er um nefndirnar að
segja. Hafa jafnaöarmenn meö
öllu orðið afskiftir, eins og þá;
sátu og enda hjá við nefnda-
kosningarnar.
Nokkur stjórnarfrumvörp eru
fram komin, og verður þeirra get-
iö jafnóöum og þau koma til um-
ræöu í þinginu.
Alþýðnblaðið
og KeflaTíknrdellan.
Það er ganiall málsháttur, að
„sannleikanum verði hver sár-
reiðastur“, og gætir þess mjög
í smágrein í Alþýðublaðinu s. 1.
laugardag,, en þar er veist að
Vísi fyrir ummæli hans um úr-
slit Keflavíkurdeilunnar. Höf-
undur þessarar greinar, sem
kallar sig n. n., vitnar í þau orð
Visis, að útgerðarmenn og sjó-
menn í Keflavik liafi með
stefnufestu og dugnaði varið
rétt sinn. Telur greinarliöf.
þetta „ómengaða siðfræði
íhaldsins i baráttu þess í vinnu-
deilum og stjórnmálum“. Vísir
getur nú ekki tekið neitt af
þessu aftur. Ilann er þeirrar
skoðunar, að það sé lofsvert og
til fyrirmyndar, að ef þörf kref-
ur, verji menn með stefnufestu
og af einbeitni þann rétt, sem
stjórnskipunarlög landsins eiga
að tryggja horgurunum. Og ef
stjórn landsins bregst þeirri
skyldu, að tryggja borgurunum
þenna rétt, réttinn til að stunda
atvinnu sína óáreittir og i friði,
getur það í engu talist ámælis-
vert, að menn verji þenna rétt
sinn. En hitt er annað mál, að
menn gæti varið þenna rétt sinn
á ýmsan liátt, og Vísir hefir
aldrei sagt neitt í þá átt, að
menn geti gripið til hvaða ráða
sem er, til varnar þessum rétti.
En það hefir forkólfum Al-
þýðuflokksins loks skilist, að
þegar þeir með ofstopa og
frekju ætla að kúga atvinnu-
rekendur, án þess að hafa nema
lítið hrot verklýðsins með sér,
hlýtur að reka að því, að at-
vinnurekendur láti hart mæta
hörðu. Það hafa Keflvikingar
gert og mun þeirra lengi verða
minst fyrir það, að þeir með
einbeitni og stefnufestu liafa
látið hótanir alþýðuforkólfanna
svo kölluðu sem vind um eyru
þjóta, jafnvel þótt við borð
lægi, að ekki yrði hægt að
stunda sjóinn þar syðra, en
undir útgerðinni er öll velferð
Keflvikinga komin.
Forkólfar Alþýðuflokksins
hafa sífelt fært sig upp á skaft-
ið og til þessa talið, að alveg
væri sama, hve ósvífnar kröfur
]>eir bæri fram, atvinnurekend-
ur yrði að láta undan. Þeir voru
liættir að vera nokkurri ein-
beitni vanir. Þeir gátu líka látið
drýgindalega, þar sem skoðana-
bræður þeirra eru ráðandi
menn í landinu. Þeir bjuggust
ekki við neinum aðgerðum af
hálfu ríkisstjórnarinnar, því
þeir telja sig hafa öll ráð henn-
ar í hendi sér, og ekkert bendir
til annars, en að þeir geti haldið
áfram æsingastarfsemi sinni í
vinnudeilum, rikisstjórnarinnar
vegna. Hin stefnufasta og ein-
beitta framkoma Keflvíkinga er
eina alvarlega mótspyrnan, sem
æsingamennimir í liði Alþýðu-
flokksins hafa orðið fyrir. Og
þeim varð svo mikið um, að
þeir urðu þegar að láta sig. Alt
hjal greinarhöf. um ofsóknir
keflvískra útgerðarmanna i
garð fátækra manna og veikra
kvenna, er órökstutl hjal út í
loftið. Og þótt blaðið vilji láta
líta svo út, að Vísir liafi átt við
rétt útgerðarmanna til að sýna
ruddaskap veikum konum og til
að flæma fátæka menn burt af
heimilum þeirra, þá villir það
engan. Hér var um að ræða
réttinn til varnar því, að fá-
einir æsingamenn með Alþýðu-
samband íslands að baki sér,
gæti ráðið vinnukjörum á ver-
tíðinni, sem nú er byrjuð syðra,
kúgað atvinnurekendur og sjó-
menn til samninga. En útgerð-
armenn í Keflavik höfðu ekki
neitað að semja við verka-
mannafélag um kjör verka-
manna i landi og þá vafalaust
ekki heldur við sjómannafélag,
um vinnukjör á bátunum, a. m.
k. ekki ef félög þessi væri stofn-
uð á þann hátt, að hægt væri að
viðurkenna þau rétta samnings-
aðila, ]). e. að þau hefði með sér
félagsbundinn meirihluta verka-
manna og sjómanna.
Visir teíur ekki ástæðu til að
ræða frekara við n. n. þenna,
nema hann fari á stúfana aftur.
Má þá vel vera, að honum verði
gerð betri skil.
Alvörumál.
—0—
Nýlega hafa verið framin
þrenn innbrot hér í bænum og
hefir það slegið nokkurum óliug
á suma bæjarbúa. Einliversstað-
ar sá eg þess getið á prenti, að
líklegt mætti þykja, að hér hefði
útlendur innbrotsþjófur eða
þjófar verið að verki, því að svo
sniðuglega hefði verið að öllu
farið, að likast væri því, sem
þaulvanur maður eða menn
hefði framið þessi illvirki.
Þegar eg skrifa þessar línur
liefir þess ekki heyrst getið, að
búið væri að handsama glæpa-
manninn eða mennina, en lög-
reglan er víst all af að rannsaka
málið.
Þeir, sem litið liafa í kring
um sig á síðustu tímum og eitt-
hvað fást við að hugsa, furða sig
ekki á því, þó að sitt livað ó-
skemtilegt geti borið við á þessu
landi. — Sljórnmálaskúmarnir
hafa ekki verið iðjulausir síð-
ustu árin. — Almenningur hefir
verið fræddur um það af mikl-
uni dugnaði og mikilli óskamm-
feilni, að alt sem Reykvíkingar
hefði undir höndum, væri í raun
og veru stolið. Útgerðarmenn
eiga að hafa stolið öllu, sem
þeir liafa handa milli og kaup-
menn slíkt hið sama. Það, sem
embættismenn kunna að hafa
aurað sainan með mikilli spar-
semi, á lika að vera stolið. Um
aðra er minna talað.
Stjórnarliðið hefir flutt þjóð-
inni þenna hoðskap árum sam-
an. „Tíminn“ og „Alþýðublað-
ið“, málgögn núverandi stjórn-
ar, hafa predikað þetta, þó að
þau vilji nú ef til vill ekki kann-
asl við það. En lítið í gamla ár-
ganga þessara virðulegu mál-
gagna, hyggið að hvað þar
stendur og skýrið svo frá, hvers
þið hafið orðið vísari.
í sérstakri bók, sem út hefir
vcrið gefin af annari deild
stjórnarliosins, hinum svo
nefndu jafnaðarmönnum, er því
haldið fram með miklum ofsa
og ærslum, að allir eigi alt, eng-
inn eigi neitt sérstaklega og því
sé liverjum einum heimilt, að
taka það sem hönd á festi og
lionum sýnist. Dæmi: Gamall
maður hefir með einstökum
dugnaði og sparsemi dregið
saman nokkur þúsund krónur,
sem hann ætlar að nota sér til
framfæris í ellinni, þegar hann
er orðinn ófær til vinnu. Sam-
kvæmt hinni nýju kenningu,
um að „allir eigi alt“, getur
livert fyllisvín eða drullusokk-
ur, sem aldrei hefir unnið ær-
legt liandarvik, ráðist að ósekju
á þenna gamla, heiðarlega
mann og rænt hann öllum eign-
unum.> — Og veiti hinn aldraði,
heiðarlegi maður mótspyrnu, er
vafalaust — samkvæmt nýju
kenningunni — heimilt að
misþyrma honum eða drepa
hann, því að í áður nefndu
„játningarriti“ stjórnarflokk-
anna stendur skýrum stöfum,
að sjálfsagt sé að hengja ýmsa
menn, alsaklausa, ef það er tal-
ið liaganlegt. Þar er og talað
um, að heimilt sé og ósaknæmt
að sprengja í loft upp kirkjur
og banka, en liengja presta og
bankastjóra.
Stjórnin hafði liaft hina
megnustu óbeit á liöfundi bók-
ar þeirrar, sem hér um ræðir
(Alþýðubókarinnar) áður en
liún kom fyrir almenningssjón-
ir. En þá er hún hafði kynt sér
bókina, skoðanir liöf. og ráð-
leggingar til alþýðunnar, breytt-
ist skyndilega veður i lofti. Höf.,
sem áður hafði verið atyrtur
og svívirtur og talinn getulaus
með öllu, var nú alt í einu orð-
inn að stórskáldi, sem skylt
þótti að verðlauna úr rikissjóði.
„Alþýðubókin“, með öllum
þeim ógurlegu skoðunum, sem
þar er haldið fram, hafði lyft
liöf. upp i stjórnarfaðminn og
síðan hefir liann legið á brjóst-
um hennar.
Afnám eignarréttarins hefir
verið predikað mörg ár undan-
farin. Hafa jafnaðarmenn stað-
ið fyrir þeirri predikunarstarf-
semi, en „Tíminn“ tekið undir.
Hann hefir þó stundum slegið
úr og i af liræðslu við bændur,
sem yfirleitt eru litið lirifnir af
þeint kenningum, að óaldar-
menn megi vaða um landið að
ósekju og taka alt ránshendi.
Bændur vilja fá að eiga sitt í
friði og fyrirlíta liið nýja siða-
lögmál „Alþýðubókarinnar“.
Engi vafi leikur á því, að
kenningar „Alþýðubókarinnar"
um að „allir eigi alt“ og hverj-
um sé rétt að taka það, sem
tekið verður, hafa haft nokkur
áhrif. — Rikisstjórnin hefir
sýnt, að hún metur þessar
kenningar mjög mikils, þvi að
hún hefir lagt sérstaka blessun
vfir höfund þeirra, síðan er
liann lét þær á „þrvkk út
ganga“. — Áður hafði luin fyr-
irlitið liann, svo sem mest má
verða. En síðan „Alþýðuhókin“
kom út, hefir liún liossað hon-
um á alla vegu og talið hann
mikilla launa verðan.
Sumir eru nú þeirrar skoðun-
ar, að liin tíðu innbrot liér í
Reykjavík á síðustu tímum, sé
bein aflciðing þeirra kenninga,
sem að mönnum liefir verið
haldið, bæði í „Alþýðubókinni“,
„Alþýðublaðinu“ og jafnvel
„Tímanum”, að eignarrétturinn
sé ekki friðhelgur og að í raun
réttri hafi allir stolið því, sem
þeir hafi undir höndum og þyk-
ist eiga.-—Ekkert sé eðlilegra en
það, að lítilsigldir og kærulaus-
ir menn taki mikið tillit til