Vísir - 07.03.1932, Page 3

Vísir - 07.03.1932, Page 3
V I S I R gangui' höf. mcð blíðu Ólafar, að hún sýni þá hreinu, fögru og ósín- gjörnu elsku, sem Þórir hefir frá -gér hrundiö, en tryllingsköst hemi- ar sýni hverju brigðlyndi hans befir valdi'ö, svo aö berlega komi ifram, hversu fráleitt þaö atferli diafi veriö, sem höf. liggur Þóri :á hálsi fyrir. Þetta kemur sára dauflega fram, og verður þaö aö. vera fult eins mikiö á ábyrgð leið- Þeiningarinnar, eins og leikkon- •unnar. Blæbrigði (nuaiicering) öll í leik hennar virðast verða of snögg, og á blíðari köflunum of liíil, en það hefði einnig átt að rnega laga með leiðbeiningu. Geta (talent) Ingibjargar virðist vera ó- -venjumikil, en skorta nokkuð á um þjálfun. Haraldur Björnssón léikur .Þóri bónda, og hefir honum tekist .að búa sér einkargott gerfi, og hinn að vísu skýri, en annars mjög óþjáli jnálrómur hans, nýtur sin á köflum vel. Framburðar- og hreyfingar- •kækir hans eru þó hinir sömu og vant er, og ber núna sérstáklega jnikið á þvi um hreyfingarnar; það er einstaklega óviðfeldið, að sjá jfiann, hvernig sem á stendur, þrýsta ^annari eða báðum höndum að •hjartastað. Það kann að. vísu að vera erfitt að venja sig af sliku, en i þessu efni mætti Haraldur læra :af Val Gíslasyni, sem fyrir nokkr- :um árurn talaði árgasta Nesjamál, „en nú er búinn að venja sig af því; ætti Haraldi ekki að vera vandara .um en honum. Haraldur glímir ekki íétt og lipurt við hlutverk sitt, held- „ur keyrir hann það niður með helj - artökum. Það bólar ekki á öðru hjá Þóri bónda í meðferð Haraldar. en Iirottaskapnum, kuldanum og fyrir- Jitningunni fyrir því, sem er öðru vísi en hann vill vera láta. En hinn mildi, göfugi strengur, sem er fal- inn bak við hryssingsskapinn hjá Þóri, og sem á að skýra alt fas 'hans og afsaka, hljómar aldrei hjá Haraldi. Þórir er ekki illur maður, ;hann er orðinn að nátttrölli í brekku úrelts hugsunarháttar. Hann elskar heitt og innilega jörðina, þar sem hann er fæddur, þar sem forfeður hans hafa lifað og streitst pld eftir „öld, og í þessum tilfinningum birt- ast allir mannkostir hans. Svona er það um flesta, að kostir þeirra og ókostir dreifast til tveggja skauta <og alt annað í fari þeirra verður að lúta undir það. Elska hins gamla bónda á jörðinni er göfug tilfinn- ing, það er-ekki annað að henni en -að hún er hjáróma yið samtíðina, og langt og varanlegt tjón getur hún ækki gert, þvi að hún mun brátt ,deyja nieð honum. En þe'gar Þórir þóndi talar um jörðina sína og’ fcll- „ið sitt, þá gerir hann það i munni Haralds með sama hryssingsskap æins og hann atyrðir son sinn eða dóttur. Þau blæbrigði, sem þ.urfa ;að vera, til þess að gamli maðurinn skiljist, koma alls ekki fram, og Þórir verður fyrir bragðið i hönd um Haralds að hugsjónalausum og ■geðillum nöldursegg. í elskunni til jarðarinnar á einmitt að birtast öll ■sú blíða, sem alt annað fer á mis við hjá Þóri, nema það sem vill lifa í hans hugarhring. Meðan liann ■heldur að dóttir sín geri .það, elsk- ar hann og liana, og hann gerir það raunar altaf samkvæpit föðuréðli sinu, en ástin til hennar verður að lúta í lægra haldi fýrir ástiuni til jarðarinnar. Þegar Þórir kjassar dóttur sína, gerir hann það með svo einkennilegum hætti, að maður veit ekki ltvaðan á mann stendur veðrið Hann grípur um axlir hennar með þendinni og kreistir þær eða slepp ir tökunum á vixl. Þetta er svo feg urðarsnautt og beinlínis ljótt, að furðu gegnir. En það bólar hvergi á þeirri mildi eða því skjóli, sem atlot föður eða móður altaf bjc barninu. Blæbrigðaleysið hjá Har aldi veldur því, að jiegar ,á leikinn líður,. verður stígandinn enginn, af >vi að af engii er að taka, og verk- un endalokanna fellur þvi og að nokkru um þetta. Hvort þessar mis- fellur eru vöntun á liðleik (flexi- biliteti) leikarans að kenna, eða öðru, skal ósagt. Jón Aðils lék 'Sí- mon son Þóris þokkalega, og Sol- veig Eyjólfsdóttir hélt vandræða- aust á hlutverki Sigríðar dóttur hans. Áhorfendur tóku þessum leik ekki illa, en auðfundið var, að það var fyrri leikurinn, sem bar uppi kvöldið. I þýðingu siðara leikritsins koma fyrir nokkur orðatiltæki, sem ekki voru sem heppilegust. Það tíðkast ekld að segja að maður ætli að ,gera eitthvað honum til hæfis“, heldur honurn til geðs, að flytja „bæn fvrir þig og þina“ mun eiga að vera „fyrir þér og þínum“, ekki er helclur sagt „að sverja sig sam- an“, heldur að gera samsæri. Enda þótt það skildist, lét ]iað nokkuð skringilega í eyrum, þegar Þórir bóndi var látinn segja að fólkið í fyrri daga „hefði skifst í tvent“ fyrir í tvo flokka. Sumir setningar virtust og falla illa i munni. Þýð- ingarnar á fyrirfarandi leikritum, sem leikfélagið hefir farið með, gætu gefið tilefni til þess, að spurt væri um það, hvers vegna skólarn- ir. sem leggja svo mikla áherslu á að kenna nemendum að rita það, sem þeim þykir vera gott mál, skuli ekki leggja jafnmikla áherslu á að kenna þeim að tala íslensku lipurt og fallega. GuSbr. Jónsson. ««{E □ Edda 5932387. — Fyrirl. Veðrið í morgun. Frost um land alt. í Reykjavík 3 stig, ísafirði 4, Akureyri 7, Seyð- isfirði 2, \restmannaeyjum 4, Stykk- ishólmi 2, Blönduósi 3, Hólum í Hornafirði 4, Grinclavík 3. Færeyj um -7- 2. Jan Mayen 1, Fljaltlandi 3,.Tynemouth 1 stig. (Skeyti vant- ar frá Julianehaab, Angmagsalik og Kaupmannahöfn. — Mestur hiti í Reykjavík í gær -h- 2 st., minstur -t- 6. Sólskin 4,3 stundir. — Yfirlít Lægðin fyrir austan land er kyrstæð og fer minkandi. Fregnir vanta frá Grænlandi. — Horfur: Suðvestur- land, Faxaflói, Breiðaf jörðnr: Stinningskaldi á norðan. Úrkomu- laust að mestu. Vestfirðir, Norður- land, norðausturland, Austfirðir: Stinningskaldi á norðan. Hríðar- veður. Suðausturland: Norðahgola. Bjartviðri. Ivjördæmaskipunin og' undirskriftirngr. Það má teljast ósénnilegt, að nokkur kjósandi hér í bæ sé svo innrættur, að hann vilji ekki að all- ir landsmenn hafi jafnan kosning- arrétt, þeir er þann rétt hafa að löguni. Samt er eklci loku fyrir það skotið, að þvílíkir aumingjar kunni að finnast. Sumir kunna að vera svo hræddir við stjórnina, að þeir þori ekki a'Ö skrifa undir, en aðrir svo illa-haldnir að vitsmunum, ,að þeir skilji ekki muninn á réttu og röngu. — Eg vildi nú leyfa mér að mælast til þess, að dagblöðin birti nöfn þeirra kjósanda, sem néita að skrifa undir áskorun til Alþingis um það, að „breyta stjórnarskrá og kosningalögum þannig, að Alþingi verði skipað i fullu samræmi við skoðanir kjósanda í landinu". Mér skilst að gágnlegt getið verið, að fá að sjá nöfn þessara kjósanda á prenti (e£ einhverjir eru), þVí að neitun þeirra í þessu máli gefur mikilvægar upplýsingar um andlegt ástancl Jieirra og ást á réttlætinu. Eg mælist fastlega til þess, að blöðin birti nöfn allra þeirra, sem ncita að skrifa undir. Borgari. Undirskriftasöfnunin hefir gengið mjög greiðlega, og mörg þúsúnd kjósendur þegar skrif- að undir. En ekki tókst að ná til allra í gær, því að.sumir Voru ckki heima, þegar komið var með list- ana á heimili þeirra. Eru þeir, sem ekki hafa skrifað unclir, vinsamleg ast beðnir að gefa sig fram á skrif- stofu sjálfstæðisflokksins i Varðar- húsinu, eða láta skrifstofuna vita, ef þeir kjósa heldur, að sent sé heim til þeirra með undirskrifta- lista. Skrifstofan er opin allan dag- inn. Eimskipafélagsskipin. Gullfoss fer í kveld héðan á- leiðis beint til Kaupmannahafn- ar. Brúarfoss fer í liringferð annað kveld austur um. Detti- foss fer í liraðferð vestur og' norður annað kveld. Lagarfoss var á Hólmavík í morgun. Goðafoss er á útleið. Selfoss hér. Strandferðaskipin. Súðin fór frá Seyðisfirði á laugardaginn á liádegi, áleiðis til Noregs. Esja er í liringferð. Var á Hornafirði i dag á austur- leið. Frá höfninni. Kolaskiji, sem kom hingað fyrir nokkuru siðan til Kveld- úlfs, fór liéðan i gær. Fisktöku- skip frá Ivveldúlfi fór í gær á- leiðis til Sjiánar. E.s. Nova kom að vestan og norðan í morgun. E.s. Lyra er væntanleg í fyrramálið. M.s. Dronning Alexandrine fór frá Kaupmannahöfn kl. 10 | i gærmorgun. Kemur við í Leith. Gengið í dag. Sterlingspund........ kr. 22,15 Dollar .............. — 6,33J4 100 ríkismörk .........— 150,45 — fr. frankar .... — 25,07 — belgur ......... — 88,12 — sv. frankar .... — 122,34 — lirur............ — 32,99 — pesetar...........— 48,79 — gyllini ....... . — 254,61 —- tékkósl. kr......— 18,97 — sænskar kr......— 122,03 — norskar kr......* — 121,00. — danskar kr......— 121,97 Gullverð ísl krónu 58,93. Aðalfundur Dýraverndunarfélag íslands var halclinn föstud. 4. þ. m. Formaður mintist látins félaga, Baldurs Sveinssonar, blaðamalms, sem um eitt skeið var formaður félagsins, og báð fundarmenn að heiðra minningu hans með þvi að standa upp. — Reikningar félagsins og Tryggvasjóðs og Dýraverndarans voru lesnir upp og samþyktir. For- maður gaf skýrslu um starf félags- ins árið sem leið og ennfremur um 'verndarstöðina . í Tungu. Höfðu þar verið hýstar skepnur á árinu sem hér segir: Hestar 4009, kýr 409, sauðkindur 1803, svín 60, hundar 80, kettir 90, alifuglar 217. Voru allar þessar skepnur úr hin- um ýmsu sýslum landsins. — Stjórnin var öll endurkosin: For- maður Þorl. Gunnarsson, bók- bandsmeistari, gjaklkeri Leifur Þorleifsson kaupm., ritari Hjörtur Hansson, heildsali, og meðstjórn- endur: Samúel Ólafsson, fátækra- fulltrúi, og Sigurður Gíslason, lög- regluþjónn. — Þá fóru frarn al- mennar umræður um áhugamál og' starfsemi félagsins. Voru umræð- ur fjörugar og tóku margir til máls, þar á meðal Daníel Daníelsson, stjórnarráðsdyrav., Einar Sæmund- sen ritstjóri, Þorl. Gunnarsson, Jóhann Ögm. Oddsson, Ingunn Einarsdóttir, Hjörtur Hansson o. m. fl. Var mjög á orði haft hve blaðið Dýraverndarinn væri vel rit- að og skemtilegur aflestrar.—Fund- urinn fór skipulega fram og var venju fremur vel sóttur. Kvæðakveld Gísla Ólafssonar og Jóseps Húnfjörðs 6. niars 1932. (Hring- hend sléttubönd). Njótið þjóðar hylli hér, Iiögu óðar vinir. Mótið góða orðspakt er, Islands góðu synir.. Reykjavík, 6. mars 1932. Ól. B. Ól. Leiðrétting. í minningarörðum um Magnús Th. S. Blöndahl, sem birtust i blað- inu í gær, hefir láðst að geta eins systkina hans. Er það frú Sigríður Sigíúsdóttir, ekkja Ingmundar heit- ins Jakobssonar og móðir Péturs slökkviliðsstjóra. Gamla IÍíó sýnir heimsfræga kvikmynd, „Grock“, þessi kvöklin. Tvær auka myndir eru sýndar. Trésmiðafélag Reykjavíkur hélt aðalfund sinn föstudag- inn 26. febr. 1932. Stjórn félags ins var öll endurkosín. Stjórn- ina skipa: Form. Björn Rögn- valdsson húsasm., Bergstaðastr. 78. Ritari Guðm. R. Guðmunds- són lnisgagnasm., Bræðraborg- arstíg 21B. Meðstjórnendur Páll Pálsson skipasm., Solvhóls- götu 12 og Markús Sigurðsson húsasm., Ingólfsstræti 7. í vara- stjórn voru kosnir: Guðm. Ei- riksson form., Guðjón Ó. Jóns- son gjaldk., Magnús Jónsson rit- ari, Kristinn Guðmundsson og Magnús Vigfússon. Gjaldkeri fyrir byggingarsjóðinn var end- urkosinn Brynjólfur N. Jónsson trésm. Endurskoðendur voru kosnir þeir Gísli Halldórsson trésm. og Torfi Hermannsson trésrn. — A árinu var starfrækt atvinnuskrifstofa fyrir félagið og veitti Ragnar Þórarinsson trésm. henni forstöðu. Las liann upp ó fundinum skýrslu um starf skrifstofunnar. Fundurinn samþykti einróma að halda skrifstofunni áfram næsta ár. Trésmíðafélagið er eitt fjöl- mennasta stéltarfélag iðnaðar- manna í Reykjavík, .og starfar það nú að undirbúningi margra þeirra mála, er i framtíðinni koma til að tryggja öryggi stétt- armanna. Er það þvi auðsær hagnaður allra þeirra trésmiða, er enn slanda fyrir utan félagið, að ganga í það nú þegar. Hringurinn. Fundur þriðjud. 8. mars lijá frú Tlieódóru Sveinsdóttur, Kirkjutorg 4. Sjá aúgl. U. M. P. Velvakandi heldur fund á Laugaveg 1 kl. 9 annað kvöld, á Laugaveg 1. Sjá augl. Útvarpið í dag. 10,15 Veðurfregnir. 12.10 Tilkynningar. Tónleikar. ■ Fréttir. 12,35 Þingfréttir. 16.10 Veðurfregnir. 19,05 Þýzka, 1. flokkur. 19,30 Veðurfregnir. 19,35 Enska, 1. flokkur. 20,00 Klukkusláttur. Erindi: Lífþróun, I. (Dr. Björg Þorláksson). 20,30 Fréttir. 21,00 Tónleikar (Útvarpskvar- tettinn). Celló-sóló (Þórh. Árna- son). Lög eftir Schu- mann: Abendlied, An- dante úr Celló-konsert, Op. 129, Du bist wie eine Blume, Schlummerlied. Grammófón: Óperu-dú- ettár: Geraldine Farrar og Martinelli syngja: Je t’aime encore og Si tu m’aimes úr „Carmen“, eftir Bizet. — Lucretia Bori og Tito Scipa syngja: Dauðasenuna úr „Bohéme“, eftir Puccini. Hafísinn, ís er nú sagður allmikill fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi. Sambandslaust er við Vestfirði i dag, en nánari fregnir væntan- legar að norðan siðar i dag. — Skipstjórinn á Novu kvað segja, að eigi verði nú siglt nema í björtu fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi, vegna iss. Óráðið mun, þegar þetta er skrifað, hvort Nova fer vestur og norð- ur um, eins og ætlast var til. Hitt og þetta. Kreppuráðstafanir í BelgíU'. Samkvæmt símskéyti frá Brússel þ. 8. febrúar, áformar stjórnin í Belgiu að lækka laun allra opinberra starfsmanna um 10% og hækka skatta og inn- flutningstolla. Hvað varð um þær? Árið sem leið hurfu 20.000 konur í Bretlandi. Lögreglan og velferðarfélög höfðu upp á mörgum þeirra, en menn vita ekkert hvað orðið liefir af meg- inþorra þeirra. Vitað er, að ár- lega fer fjöldi fólks á brott frá heimilum sínum, án þess að gefa til kynna livert það fer og án þess að láta frá sér lieyra aftur, og eru ýnnsar ástæður taldar fyrir slíkri breytni manna, t. d. óhamingjusamt lieimilislif, ungt fóllc fer i (')leyfi að heiman til að koma sér á- fram annarstaðar o. s. frv. En mikill hluti þeirra kvenna, sem ekki hefir tekist að hafa upp á, eru ungar stúlkur. Og lögregl- an og velferðarfélögin hafa miklar áliyggjur út af hvarfi þeirra. Vafalítið er talið, að fjöldi ungra stúlkna i Bretlandi og mörgum öðrum löndum álf- unnar lendi i höndum „hvítra þrælasala“. Gjadþrot í Bretlandi 1931. Þrátt fyrir heimskreppuna og alla erfiðleikana, sem henni eru samfara, voru gjaldþrot htlu fleiri i landinu árið sem leið én 1930. Árið 1931 urðu 4.655 kaupsýslumenn og kaupsýslu- fyrirtæki gjaldþrota i Bretlandi og Iríandi, en 4.568 árið áður, og var þó það árið talið mikið betra viðsldftaár. I Skotlandi og írlandi voru gjaldþrot færri 1931 en 1930. — Bretum er oft fundið það til foráttu, að þeir séu of íhaldssamir, jafnt í kaup-

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.